Dagblaðið - 18.04.1978, Page 6

Dagblaðið - 18.04.1978, Page 6
6 f DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978. ' 1,1 Amnesty samtökin taka að sér milligöngu í máli Moros Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu hefur fagnaö tilboði hinna alþjóðlegu Amensty samtaka um að reyna að hafa millgöngu i máli Aldo Moros, formanns Kristilega demókrataflokksins og fv. forsætis- ráðherra ltalíu og reyna á þann hátt að koma í veg fyrir að Moro verði tekinnaf lífi. Tilboðið kom frá London i gær og hafa kristilegir demókratar á ítaliu lýst því yfir að þetta skref sé mjög já kvætt. Flokkurinn hafði áður gefið út yfirlýsingu þar sem sagði að hann myndi leita allra hugsanlegra leiða sem samrýmdust stjórnarskrá Italíu til þess að bjarga lifi Aldo Moros. Rauðu herdeildirnar á Italiu, sem rændu Aldo Moro 16. marz sl., sögðu á laugardaginn að Aldo Moro hefði verð dæmdur til dauða vegna glæpa gegn alþýðunni. Ekki var tekið fram í TOGSPIL 6-8tonnalágþrýsttogspil óskastkeypt Uppl. i síma 10403 Reykjavík og1350 Hvammstanga Skrifstof ustarf í austurborginni Félagasamtök óska eftir að ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta áskilin. Kunnátta í einu Norðurlandamálanna æskileg. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Dagbl. merkt: „FCC — 1978” fyrir 20. apríl nk. Kjarvalsstaðir Síðasti fyririesturum uútíma höggmyndalist íkvöldkl. 18. USTARÁÐ. Raf Kóp Italíuljósin kominaftur Pantanir óskast sóttar Takmarkaðarbirgðir Kópavogs h/f Hamraborg 11, Kópav. Sími 43480. tilkynningunni hvenær aftakan ætti að fara fram. Maður, er ekki sagði til nafns sins, hringdi í blað kommúnista, L’Unita, í gær og sagði að Moro hefði þegar verið tekinn af lífi en ekki er vitað til þess að maður þessi sé á veg- 'um Rauðu herdeildanna og gæti þvi verið um gabb að ræða. Bæði Carter Bandaríkjaforseti og Kurt Waldheim aðalframkvæmda- stióri Sameinuðu þjóðanna endur- nýjuðu óskir sinar um að Moro yrði sleppt ómeiddum. Amnesty eru alþjóðasamtök sem berjast fyrir frelsi pólitískra fanga víða um heim. Talsmaður samtakanna sagði að fólk nátengt Moro hefði haft samband við samtökin og beðið þau að hlutast til um milligöngu i máli Moros. Amnesty samtökin hafa sent tilkynningu til Rauðu herdeilanna, þar sem farið er fram á viðræður við mannræningjanna, þar sem ástæður mannránsins verði ræddar. Leiðtogi Rauðu herdeildanna, sem er fyrir rétti i Tórinó, var fluttur úr réttarsalnum, er hann sagði dómaran- um að dauðarefsing Moros gilti fyrir alla valdastétt ttalíu. Mannrán Aldo Moros hefur þegar kostað sex mannslif og siðast var fangavörður, sem gætt hetur ieiðtoga Kauðu her- deildanna í Tórínó, myrtur. Hér sézt hann eftir árás skæruliða Rauðu herdeildanna en áður hafði hann náð að særa einn skæruliðanna sem nú liggur á sjúkrahúsi. AGAPOVA Á GEÐSJÚKRAHUS - að sögn Ludmilu tengdadóttur hennar Antonina Agapova, sem reyndi að stytta sér aldur á vegabréfaskrifstofu fyrir skömmu, eftir- að yfirvöld neituðu siðustu bón hennar um að fá að flytjast úr landi, verður send á geðsjúkrahús til meðferðar, að sögn tengdadóttur hennar Ludmilu Agapova. Eiginmaður Lud- milu, Valentin, strauk af sovézku verzl- unarskipi til Sviþjóðar árið 1973. Ludmila sagði vestrænum fréttamönn- um að hún hefði fengið aö vita um þessa ákvörðun frá læknum sem annazt hafa um Antoninu vegna brunasára af völd- um sýru sem hún drakk. Antonina, sem er sextíu og átta ára, er illa brennd af sýrunni í munni, hálsi og maga. Ludmila hefur margreynt að komast úr landi með þrettán ára gamla dóttur sina, til þess að komast til eiginmanns síns. Hún sagði i gær, að líf sitt væri ein martröð. Eins og áður hefur komið fram í frétt- um var gerð misheppnuð tilraun til þess að ná mæðgunum úr landi en sænskur flugmaður var tekinn fyrir að brjóta loft- helgi yfir landamærum Finnlands og Sovétríkjanna. Antonina Agapova Erfittað vera Gyðingur LÍKICHAPLINS STOLIÐ AF TRÚARLEGUM ÁSTÆÐUM — Oona ekkja Chaplins fékk þegar að vita hvar líkið væri að finna Dagblaðið Los Angeles Herald Examiner hefur upplýsingar um að líki Charles Chaplin hafi verið stolið frá grafreiti í Sviss vegna þess að hann var Gyðingur, en ekki jarðsettur í grafreit Gyðinga. Blaðið segir einnig að ekkju Sir Charles, Oonu, hafi verið tilkynnt um þetta innan sólarhrings eftir að líkinu var stolið og einnig fékk hún að vita hvar það væri að finna. Kvikmyndaskýrandi blaðsins, James Bacon, sagði aö ef líkinu hefði verið stolið af trúarlegum ástæðum, þá skýrði það hvers vegna ekki hefði verið farið fram á lausnargjald fyrir líkið. Líki leikarans heimskunna var stolið frá svissnesku smáþorpi, Corsier-sur Vevey, en þar bjó Chaplin með fjölskyldu sinni síðustu æviárin. Bacon vitnaði í heimildir blaðsins og sagði: „Líkstuldurinn var eingöngu trúarlegs eðlis og einskis annars. Engar kröfur voru gerðar um fjárútlát vegna þjófnaðarins og ekkjunni var nær sam- stundis tilkynnt um hann, og hvar likið væri að finna. Chaplin var Gyðingur og grafinn meðal fólks sem játaði aðra trú. Fjölskyldur annarra sem grafnir hafa verið á þessum stað komust að þessu og fjarlægðu líkið. Charlie Chaplin

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.