Dagblaðið - 05.06.1978, Side 11

Dagblaðið - 05.06.1978, Side 11
\r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1978 MARX OG MOSES 1 umræðum er urðu á opnum vett- vangi fyrir nýafstaðnar borgar- stjómarkosningar varð ýmsum tiðrætt um Karl Marx. Var það að vonum. Svo mjög hafa fræði hans sett svip á félagsmálaumræður 20. aldar. Þótt Marx hafi eigi átt upp á pallborðið hjá Morgunblaðsmönnum mátti þó lita greinaflokk um ævi hans og störf í les- bók þeirra á liðnu ári. Hvað sem menn annars kunna að segja um fræði Marx ættu flestir að unna honum sannmælis um þann kost að kunna list sjálfsgagnrýni. Þótt Birgir ísleifur og Geir Hallgrimsson teljist ekki tilheyra flokki öreiganna væri þeim hollt að draga lærdóma af niðurstöðu þeirra félaga Marx og Engels er þeir ræða um mistök flokks- starfsemi: „öreigaflokkurinn, eins o* allir aðrir, lærir mest af sínum eigin mistökum og enginn getur sparað honum þau.” Þá verður hvergi vart sjálfs- vorkunnar né hlífðar við eigið skinn er þeir játa hispurslaust rangt mat á aðstæðum: „En sagan hefir einnig af- sannað þáverandi skoðanir okkar, leitt í Ijós að þær voru tálsýnir einar. Hún hefir gengið enn lengra: hún hefir ekki aðeins afhjúpað villur okkar, heldur gjörbreytt baráttuskilyrðum öreig- anna. Baráttuaðferðir ársins 1848 eru nú orðnar úreltar i öllu tilliti, og að þessu atriði er rétt að gefa nánari gaum.” (Stéttabaráttan i Frakklandi 1848-50). Engels í inngangi sínum að ritum Marx. Þeir félagar Marx og Engels voru ófeimnir að játa eigin mistök er þeim höfðu orðið á i ályktunum um rás at- burða. Þótt margur nútimahöfundur kenni þá við kreddu og þrætubók of- stækis má færa að því rök að þeir hlífðu sér hvergi í gagnrýni á eigin verk og bentu þráfaldlega á nauðsyn sjálfsgagnrýni og endurmats er þjóðfélagsþróun leiddi i Ijós að þeim hafði missýnst um skipan mála. Margur nútímagarpur er lemur höfði við fiskastein þráhyggju og þver- móðsku gæti lært af þeim sitthvað er aðgagni kæmi. Þá væri ekki ónýtt fyrir forystumenn verkalýðssamtaka og opinberra starfsmann, er kveinka sin undan gagnrýni og þola ógjarnan umræður á opnum fundum, að kynnast viðhorfi þeirra félaga „Verka- lýðshreyfingin á allt undir hvassir gagnrýni á líðandi þjóðfélag. Gagn- rýnin er lífsviðurværi hennar. Hvernig getur hún sjálf forðast gagnrýni ef hún ætlar að banna umræður?Krefjumst við þá málfrelsis til þess eins að af- nema það í eigin röðum?” (Bréf Engels til GersonsTrier 18. des. 1889). Það kann að vera að á skrifborði Karls Marx hafi stundum reynst tor- er hin sama og Mósesar, þá er hann leiddi ísraelslýð úránauðinni i Egypta- landi: Hver og einn leggi af mörkum samkvæmt getu sinni og beri úr býtum eftir þörfum. Þannig leysti Móses vandræði margreyndra og mæddra ferðafélaga i eyðimerkurgöngu. „En þessi er skipun Drottins: Safnið þvi, eftir þvi sem hver þarf að eta; þér Móses tekur við lögum af Guði. velt að grynna i skjölum og skrif hans sum bögglist fyrir brjósti fagurkera. Eigi að síður er kjarni kenninga hans Ijós og mun um langan aldur bregða bjarma á ófarna leið mannkyns i eilifri og óstöðvandi leit þess að kórréttum sannleik. Niðurstaða Marx um skipan mannfélagsmála og skiptingu lifsgæða skuluð taka einn gómer á mann eftir fólksfjölda yðar hver handa þeim, se.n hann hefir í tjaldi sínu. Og Israels- menn gjörðu svo, og sumir söfnuðu meira. sumir minna. En er þeir mældu það í gómer-máli hafði sá ekkert af- gangs, sem miklu hafði safnað, heldur hafði hver safnað eftir þvj sem hann þurfti sér til fæðu. Og Móses sagði við þá: Enginn má leifa neitt af þvi til morguns. En þeir hlýddu ekki Móse, heldur leifðu sumir nokkuð af þvi til morguns; en þá kviknuðu maðkar i þvi, svo að það fúlnaði." Dreifing og sundurþykkja áhang- enda Marx minnir um margt á klofning kristinnar kirkju og þrætur skriftlærðra. Morgunblaðsmenn og aðrir þeir er fylla flokk gagnrýnenda sameignarsamfélags þess er Marx ráðgerði að við tæki af auðvalds- skipulagi mættu festa sér i minni að skammur timi er liðinn siðan Marx setti fram kenningar sinar. Frahvarfog sundurlyndi í hópi þeirra er segjast aðhyllast fræði Marx verður meðengu móti til þess að rýra gildi kenninga hans. Sá sem niðrar kristnum dómi og kveður tvö þúsund ára reynslu staðfesta spásagnir um fánýti bræðra- ' * '* X. Karl Marx lags kristinna manna. sökum reynslu af rannsóknarrétti. treyjum spænskra, sifjaspellunt. tcningaspili kristntunka, hórdómi biskupa og páfavillu ntælir af fávisku og gleymir því að enn standa orð Drottins óhögguð: Safnið þvi sem hver þart aðeta. Kjallarinn Pétur Pétursson í aldagamalli frásögn gamla testamentisins um mannabrauð það er féll af himni ofan og mettaði mæddan Ísraelslýð er áréttuð skipan sú er hljómaði i árdaga. i sveita þíns andlitis skaltu neyta þins brauðs. Jafn- framt er sett fram nteð eindregnum hætti ákveðin pólitisk stefnuskrá. Ekki hræsnisfullt tal Morgunblaðsmanna um „launajöfnuð" og afkomu at- vinnuveganna. Ekki minnst einu orði á nauðsyn þess að knýja Gróttakvörn arðránsmanna og styrkja gjaldmiðil, hvað þá að vinna bug á verðbólgunni. Kjarni félagshyggju og samábyrgðar birtist með Ijósum hætti. „Sumir söfnuðu meira, sumir minna” en hver ogeinn hafði þaðer hann þurfti. Enn er þess langt að bíða að þjóðfélagsþróun nái svo langt að Gróttakvöm arðránsmanna hljóðni. Þó kemur sú tið er stundir líða að hún verður sett á minjasafn við hlið hljómandi málms og hvellandi bjöllu. Hugvit manna og auðlindir nátt- úrunnar opna mannkyni leiðir til lausnar frá þrældómi og kúgun. Sam- göngur, tækni og vísindi vinna bug á hvers kyns plágum. Mikið hlutverk biður samtiðar vorrar og framtiðar að sigrast á ófreskjunni miklu. Skrimsli þvi er gleypir arð vinnunnar. sáir fræjum haturs og sundurlyndis i stað þess að sameina til jákvæðra starfa. Um tvo kosti er að ræða. Að knýja áfram kvörn þá er malar gull og böl. Hin er leið Marx. Sérhver maður láti i té samkvæmt getu sinni og beri úr být- um eftir þörfum sinum. Pétur Pétursson þulur. SU, ÓRAUNHÆFAR KAUPHÆKKANIR Nú er svo komið að ekki er hægt að líta i blöðin án þess að rekast á ótal greinar og fréttir um verðbólgu. Er út- málað hversu voðaleg verðbólgan sé, og það er „tálið” og „álitið” að verð- bólgan stafi af hinum og þessum ástæðum, og ekki vantar „úrræðin" við „verðbólguvandanum”. Ýmsir vondir menn eru sagðir stór- græða á verðbólgunni. Maður skyldi því ætla, að loks væri komið að því, að það yrði upplýst og jafnframt viður- kennt, hvað það er í raun og veru sem veldur verðbólgu, og hverjir það eru sem knýja fram verðbólguna. En það virðist ætla að verða bið á því, þótt jafnvel sjónvarpið sé komið i leikinn með sérstaka þætti um efna- hagsmál. Þar hefur fimlega verið fjall- að um ýmislegt, svosem hvernig vöru- verð hækkar vegna afleiðinga verð- bólgunnar, og allt er sett upp i fallegar töflur og linurit og búnar til ótal vísi- tölur, sem rugla almenning í ríminu. Svo er hægt að nota þetta allt saman til að réttlæta það að pína fram nýjar kauphækkanir. Það þarf að auka kaupmáttinn, heyrist sagt. En kaupmáttur er orð sem mikið er notað, og aukinn kaup- máttur launa á að vera eitthvert töfra- orð, einkum fyrir þá „lægstlaunuðu”. En þýðir ekki aukinn kaupmáttur launa í reyndinni aukna möguleika kaupmanna til þess að græða meira á launþegum? Hvað gerðist 1974? Snemma árs 1974 átti kaupmáttur- inn að hafa orðið mestur, og er stöð- ugt hamrað á því að þessum sama kaupmætti þurfi að ná aftur. En hvað gerðist þá i raun og veru 1974. Fyrst var kaupið sprengt upp úr öllu valdi i „frjálsum samningum” undir verk- fallssvipunni en gengi krónunnar haldið að mestu óbreyttu. Þegar fyrir- tæki gátu ekki borgað svona ofboðs- legar kauphækkanir, hófst mikill jarmur í blöðum og viðar um aukin „rekstrarlán”, og bönkunum var skipað að lána peninga svo að fyrir- tækin gætu borgað fólki kaup án þess að fara á hausinn. En bankarnir áttu ekki til aukið fjármagn, svo að Seðla- bankanum var skipað að lána bönkum og ríkissjóði. En Seðlabankinn átti enga peninga heldur og hefur raunar aldrei átt. En hann á hins vegar prent- vél góða, sem prentar seðla. Var þá brugðið á það ráð að prenta nýja seðla og þeim ausið i lánastofnanir og rikis- sjóð, og á árinu 1974 mún Seðlabank- inn hafa „lánað” um 8.000 milljónir króna i nýjum seðlum. sem ekkert var til fyrir. Afleiðingin af þessu varð algjört kaupæði almennings. Nánast eins og i djöfulæði komu launþegar þjótandi með nýprentuðu seðlana sina í búð- irnar, og allar vörur þurrkuðust upp. Afleiðingin af þvi varð svo gifurlega aukinn innflutningur og erlendur gjaldeyrir kláraðist. Voru þá tekin stórfelld erlend lán til þess að halda i horfinu og þjóðin yrði ekki gjaldþrota. og á árinu I974 mun sennilega hafa verið tekið fyrsta beina eyðslu- og sóunarlánið erlendis, upp á marga milljarða. til þess að þjóðin gæti eytt ogsóaðaðvild. Ef einhverjir hafa grætt á allri vit- leysunni. hverjum skyldu þeir geta þakkað fyrir gróðann? Það skyldi nú aldrei vera að þeir geti þakkað þeim mönnum. sem stöðugt vinna að þvi að þvinga fram launahækkanir sem eng- inn grundvöllur er fyrir-. Hvenær i ósköpunum skyldi koma að því, að menn fari að viðurkenna staðreyndir og átta sig á þvi, að það er aðeins ein ástæða fyrir verðbólgunni, og hún er óraunhæfar kauphækkanir. En þessu virðist likt farið og forðum, þá er menn höfðu þá trú. að jörðin væri flöt, og þeir sem ekki að- hylltust trúna voru réttdræpir. Núna hafa menn þá opinberu trú, að verð- bólga stafi af einhverju allt öðru heldur en launahækkunum, einhverju sem er ákaflega flókið og torskilið. og heilir hópar hámenntaðra manna séu stöðugt að leita að en finni samt aldrei, — einhverju sem er ámóta óáþreifan- legt og óraunhæft og nýju fötin keisar- ans. Ráð við verðbólgu Ef einhverntima á i alvöru að reyna að stöðva verðbólguna, þá er einungis ein leið til. Og hún er sú að stöðva allar launahækkanir hverju nafni sem nefnast. Þegar það verður gert. má ætla, að allar verðhækkanir yrðu komnar fram innan nokkurra mánaða frá algjörri launastöðvun. Siðan færi að komast á meira jafnvægi, vextir myndu smám saman lækka, verðlagið myndi lækka frá þvi hámarki sem það hefði komist i. og allt efnahagskerfið myndi leita nýs jafnvægis. Sennilega væri eðlilegast, úr þvi sem komið er, að rikisstjórnin setti lög um algjöra launastöðvun i ákveðið tímabil, svo sem 5 ár. En fleiri ráð eru til. Til dæmis gætu atvinnurekendur krafist algjörrar launastöðvunar eða til dæmis 10— 20% launalækkunar, og fengið sitt fram i „frjálsum samningum” undir verkbannssvipunni. Þá er einnig hægt að „frysta” gengi krónunnar gagnvart Bandarikjadal, þannig að gengið verði ekki fellt, hvað sem á dynur. Og jafn- vel mætti hækka gengi krónunnar talsvert og „frysta” það svo. Þá myndu útflutningsfyrirtækin fljótlega stöðvast vegna greiðsluerfiðleika, og þegar fólk væri búið að vera atvinnu- laust nægju sina, yrðu allir fegnir að semja um lækkað kaup, svo að at- vinnulifið kæmist aftur i gang. Eftir að verðbólgan væri úr sög- unni, myndi að sjálfsögðu enginn geta grætt á henni framar, og smátt og smátt myndi efnahagskerfið taka Tryggvi Helgason nauðsynlegum breytingum til batn- aðar, og fjármagnið tæki að renna þangað sem það á helst heima, þ.e. í iðnað og framleiðslu. Þá fyrst er von um, að erlendi skuldabagginn færi að minnka. Sennilega yrði enginn hópur manna fegnari að losna við verðbólguna en þeir sem minnst mega sín í þjóðfélag- inu. Verðbólgan yrði þá ekki lengur til staðar til þess að halda þeim stöðugt niðri i skítnum efnahagslega séð. Lítil- magninn, sem enga möguleika hefur til þess að geyma sér afgangskrónu nema með þvi að leggja hana inn í banka, gæti þá og eftirleiðis gert það án þess að henni væri jafnharðan stolið af honum. Tryggvi Helgason flugmaður /V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.