Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 12

Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 12 LISTAHÁTÍÐ || 1978 u Leikur þeirra Oscars Peterson og Niels-Henning Örsted Pedersen einkenndist af gagnkvæmri virðingu fyrir snilli hvor annars. Ekki var annað að sjá en að þeir skemmtu sér jafnvel og aðrir I Laugardalshöllinni, að minnsta kosti brostu þeir oft hvor til annars þegar þeim tókst sérlega vel upp. Peterson ogPedersen: — LEIKIÐ A HJORW— Stundum kemur það fyrir að maður á engin orð. Mögn- uðustu lýsingar- orðin verða að lítilfjörlegum stafa- röðum, einskis megnug til að tjá það sem þau eiga. að lýsa. Félagarnir Oscar Peterson og Niels-Henning 0r- sted Pedersen gerðu öll lýsingarorð að merkingarleysu á hljómleikum sínum í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Framkoma Oscars Peterson bar þess öll merki að hann hefur staðið áratugum saman i sviðsljósinu. Félagi hans virtist hins vegar dauðfeiminn. - Ritari þessa pistils erenn reifabarn í heimi jasstónlistarinnar. Til skamms tíma hefur áhugi fyrir henni legið mjög í láginni hér á landi. Fáeinir sér- vitringar með Jón Múla Ámason út- varpsþul í fararbroddi hafa haft þaðað hobbýi að hlýða á jassplötur. En nú loksins virðist runnin upp bjartari tíð. Síðastliðinn vetur var ákaflega jassaður ef svo má að orði komast og ber þar fyrst að þakka heimsóknum erlendra listamanna fyrir tilstilli Jassvakningar. Að sjálfsögðu er heimsókn Oscars Peterson hápunktur þessa alls. Og ekki spillti það að danski snillingurinn Niele-Henning Orsted Pedersen var með í förinni. Sá þriðji. Joe Pass. gítar- leikari, gat þvi miður ekki komið hing- að eins og ráð hafði verið fyrir gert, því skömmu áður en hann átti að leggja af stað fékk hann heiftarlegt sykursýkiskast og liggur nú á sjúkra- húsi. En dúóið Peterson og Pedersen voru á við heila hljómsveit. Fyrri hlutann var Oscar Peterson einn á sviðinu og lék og impróviseraði af sannri innlifun. Strax í upphafi virtist hann vera orðinn heitur, og lék sér að nótnaborðinu, en hamfarirnar voru eftir. Eftir að NH0P bættist við áttu þeir félagarnir hug og hjörtu allra áheyrenda. Ég er ekki frá því að Niels-Henning hafi stolið senunni dálítið eftir að hann mætti á sviðið. Þessi ungi Dani hefur náð hreint út sagt lygilegri leikni á hljóðfæri sitt. Oscar Peterson er gamalreyndur snillingur og kom þvi engum á óvart þó að hann færi á kostuni, en að bassaleikari sem enn á væntanlega eftir að ná hápunkti tækni sinnar, skuli eiga létt með að fylgja og fára frarn úr „meistaranum” er hreint og beint frábært. Ekki ætla ég að telja upp lögin sem þeir Peterson og Pedersen léku — einfaldlega af því að ég þekkti ekki helminginn af þeim. En uppbygging hljómleikanna var hárrétt. Þeir léku sér að áhorfendum með því að koma þeim sífellt á óvart og algeng sjón var að sjá sanna jassaðdáendur skella sér á lær og blístra eins og smástráka þegar þeim ofbauð alveg tækni Péturs- sonanna tveggja. Ég gat ekki betur séð en Jón Múli þyrfti að þerra tár úr Það útheimtir mikinn svita að vera pianósnillingur. Oscar Peterson mætti á sviðið með vasaklút I hverjum vasa. Og áður en vfir lauk var hann búinn að fulinota þá alla. augnkrókunum oftar en einu sinni i liflegustu köflunum — Það var svo sannarlega leikið á hjörtu aðdáendanna. Oscar Peterson bar þess merki að hann hefði staðið i sviðsljósinu ára- tugum saman. Framkoma hans var öll hin öruggasta, hann var smekklega klæddur með gullarmband og vasaklút i hverjum vasa. — Ekki veitti af, þvi að snillingurinn svitnaði á við fjóra meðan hann sat og lék. Niels-Henning Orsted Pedersen var algjör andstæða félaga sins. Hann virt- ist dauðfeiminn að þurfa að standa fyrir framan þúsundir áheyrenda og fór ákaflega hjá sér þegar honum var klappað lof í lófa. Stöku sinnum gleymdi hann sér þó og lifði sig inn í tónlistina, en áttaði sig siðan snögg- lega og brosti afsakandi út í annað munnvikið. Samleikur félaganna tveggja einkenndist af gagnkvæmri virðingu. Oscar Peterson kynnti Niels-Henning í upphafi sem snilling sem sér væri heiður að leika með. En þeir tveir voru að gera annað en að heiðra hvor annan, þeir skemmtu sér konunglega og skemmtu um leið heilli þjóð. — Jasstónleikar í Laugardalshöll voru stórkostlegt upphaf á Listahátið i Reykjavík 1978. -ÁT- Áhorfendur klöppuðu er Jón Múli Árnason gekk I salinn. Ljóðlinurnar.... jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænír aftur, rifjuðust upp þegar Múli brosti sem brciðast að einhverju bragði Petersons.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.