Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 14

Dagblaðið - 05.06.1978, Qupperneq 14
14 V \ Nýir útsöiustaðir Dagblaðsins í sumar: Hótel Bifröst, Borgarfirði. Söluskálinn Brú, Hrútafirði. Söluskálinn Geysi, Haukadal. BIADIÐ Irjálst, úháð dagblað óskast í eftirtaldur bifreiðar er verða til sýnis þriðjudaginn 6. júní 1978, kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Ford Cortina fólksbifreið árg. 1974 Volkswagen 1200 fólksbifreið — 1973 Chevrolet Blazer — 1971 Ford Bronco — 1973 Volkswagen Microbus fólksbifreið — 1975 Volkswagen pallbifreið - 1974 Ford Transit Bus fólksbifreið — 1971 UAZ 452 torfærubifreið — 1971 Land Rover lengri gerð, bensín — 1970 Land Rover bensín — 1970 Willys jeppi - 1966 Dodge W 200 pick up — 1971 Skoda 110 L fólksbifreið —' 1971 Opel Rekord fólksbifreið - 1971 Tempo mótorhjól — 1972 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskil- inn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Það þarf víst ekki að segja það nokkrum manni að ein höfuðlistsýn- ing Listahátíðar 1978 er yfirlitssýnirjg á verkum listmálarans Erró en þetta er fyrsta sýning hans hér heima i 14 ár. Spannar sýningin árin 1959—1977 og hefur listamaðurinn sjálfur unnið að uppsetningu hennar. Flestum er einnig kunnur uppruni Errós eða Guð- mundar Guðmundssonar. Hann er fæddur árið 1932 í Ólafsvík, laun- sonur hins kunna myndlistarmanns Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, en ólst upp að Kirkjubæjarklaustri, þangað sem hann fer ætíð þegar færi gefst. Mér fannst rétt að byrja á þvi að spyrja sem svo: „Telur þú að list- hneigð sé ættgeng?” Erró: „Hún getur verið það. Þetta er kannski ekki spurning um litninga, heldur umhverfi. Ef maður elst upp meðal listafólks þá eru alla vega meiri líkur á að maður fari út á þá braut. Eins og þú veist ólst ég ekki upp hjá föður mínum heldur að Klaustri. Þar var að finna eina listaverkabók sem einhver hafði sent að launum fyrir gistingu. Þetta var amerísk bók, frá Metropolitansafninu, að ég held. Yfir þessari bók lá ég lon og don. Mig minnir að ég hafi einnig verið góður að teikna i barnaskóla, hringi og þvi- likt (hlær). Nú, svo kom Kjarval þarna og málaði býsn þarna i kring. Hann gaf mér búta af lérefti og tómar túpur en þá var ég líklega 12 ára, alveg á réttum og hrifnæmum aldri. Þegar ég fór svo að fikta við að mála, þá var það á la Kjarval, — „Systrastapi” og svo framvegis. Nú, svo hafði ég heyrt að faðir minn væri listamaður og það var dálítið rómantískt.” A.I.: „Þekktirðu föður þinn vel?” Erró: „Ég held ég hafi hitt hann 4—5 sinnum alls. Ég var 19 ára þegar við hittumst fyrst og þá hafði ég nýlokið prófi úr Myndlista- og handíðaskólan- um og kunni að meta hann. Hann var mér ávallt góður þessi fáu skipti sem við hittumst, fór með mig uppá vinnu- stofu sína. Ég hafði að vissu leyti gott af því — ég sá að hægt var að lifa af þvi að vera listamaður, það var ekki fikt og draumórar heldur virðingar- verð atvinnugrein.” A.I.: „Heldur þú, eftir á að hyggja, að eitthvað sé likt með ykkur feðgum?” • Erró: „Ég veit það varla. Jú, kannski. í ferðamennskunni og þessum óróa í blóðinu.” A.I.: „Síðan hófst þú nám við Mynd- lista- og handiðaskólann. Var það ekki stórt stökk, fyrir sveitapilt aðaustan?” Erró: „Nei, sveitalífið bjó mig reglu- lega vel undir lífsbaráttuna. Þar lærði ég að vinna af krafti og þá vinnusemi hef ég ekki losnað við síðan. Þar var gott umhverfi fyrir dreng með imynd- unarafl, maður spekúleraði mikið. Svo gat maður stundað veiðar, — gramsað gömlum vélum og bilum.” V.I.: „Kannski áhugi þinn á vélmenn- ingu sé þaðan kominn?” Erró: (hlær) „Það má vel vera. Þaðan koma fiskimyndirnar líka.” Svaf í skólanum A.I.: „Hvað er þér minnisstæðast frá árunum við Myndlistarskólann?” DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNl 1978 LISTAHÁTIÐ 1978 Viðtal við Erró— fyrri hluti: „MEÐ BLÝANT MILU TÁNNA” Erró: „Þá var Lúðvík skólastjóri, ágætis karl. Nú, það verður að segja eins og er, að ég flaug inn í skólann á nafni föður míns, án þess að þurfa að taka inntökupróf. Sá kennari sem mót- aði mig einna mest var án efa Val- gerður Briem. Hún lét okkur fara út um allar trissur að skoða — staði sem ég hafði aldrei séð — og prófa okkur áfram i mismunandi efni, jafnvel krosssaum. Þessar myndir mínar frá þessum árum eru ennþá til. Nú, Sigurður Sigurðsson kenndi þarna líka, ágætur málari af danska skólan- um. Svo kom Björn Th. Björnsson inn i skólann á réttum tíma, með nýjar hugmyndir sem örvuðu okkur. Hann vikkaði einnig þekkingu okkar. Við þekktum svona helstu nöfnin í nú- tímalist en Björn sýndi okkur t.d. Bosch og aðra eldri málara.” A.Ia „l þessum verkum þínum frá skólaárunum ber mjög á tvenns konar tilhneigingum — margföldun á svip- uðum formum — og svo rækilegri um- fjöllun um mannslíkamann. Kynntist þú ekkert afstrakt listinni þar?” Erró: „Það kom eiginlega ekki til sög- unnar fyrr en stuttu seinna og ég hafði þvi ekkert af þvi að segja þá. Síðan fór ég til Osló þar sem ég lenti í stífu fígúratífu námi sem ég bjó að siðar og þvi lenti ég ekkert i afstrakt pressunni. Ég veit ekki hvað hefði skeð, hefði ég verið um kyrrt heima.” A.I.: „Margir af skólabræðrum þínum eru nú þekktir málarar.” Erró: „Já. Hringur var t.d. þar. Hann var alltaf langbesti teiknarinn. Sverrir Haraldsson var aðeins á undan og kenndi dálítið og hann höfðaði til mín vegna vandvirkninnar. Svo var Bragi einnig þarna. Við Bragi fórum svo saman til Noregs. „Það var ágæt stemmning við skólann, man ég. Ég var þá ekki alveg viss um hvað ég ætlaði mér og tók þvi kennarapróf til vonar og vara, ef allt annað brygðist.” A.Ia „Það fer miklum sögum af vinnuhörku þinni við skólann.” Erró: (hlær) „Jú. Björn Th. hefur lík- lega ýkt þetta dálítið. Ég man nú ekki hvort ég svaf i skólanum og sofnaði á kvöldin með blýant milli tánna. Ég man það þó að ég leit á námið sem lúx- us — þetta var mér ekki erfiðisvinna eftir vinnuna í sveitinni. Svo var ég í brúarvinnu á sumrin. Ég naut þess einfaldlega að teikna og mála.” A.I.: „Strax eftir skólann ertu kom- inn á flakk, fyrst i nám til Noregs, svo til Flórens, ísraels og loks til Parísar. Var þetta framagirnd?” Erró: „Ég sá fram á það að ef ég iient- ist hér, þá yrði ég að stunda kennslu og kæmi litlu öðru í verk. Móðir min ýtti einnig á eftir mér, hvatti mig til utanfarar. En það sem gerði t.d. Nor- egsferðina mögulega var að ég vann dágóða upphæð í ríkisháppdrættinu. Frá Noregi ferðaðist ég siðan í fríum — og var á höttum eftir öðrum vinnu- stað og uppgötvaði ítaliu. Fyrsta sum- arið eftir Noregsnámið vann ég á Keflavíkurflugvelli, þar sem ég fékk bullandi lús. Ég man eftir þvi að ég var Vélin.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.