Dagblaðið - 05.06.1978, Síða 19

Dagblaðið - 05.06.1978, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ1978 19 Brasilíumenn rifust og þverslá þeirra nötraði — Jafntefli Svíþjóðar og Brasilíu, þar sem Svíar léku mjög vel Það munaði aðeins millimetrum, að Svíar heinlínis kafsigldu Brasiliumenn I Mar del Plata I fyrri hálfleiknum f HM- leik liðanna á laugardag. Svfar réðu öllum gangi leiksins eftir fyrstu 15 mín. Thomas Sjöberg, miðherji Svfa, komst frfr að brasilfska markinu á 20. mfn. Hörkuskot hans sleikti þverslána ofan- verðu — en sautjan mfn. sfðar bætti hann það upp eftir mistök Oscars. Náði knettinum og skoraði. Fjórum mfn. sfðar nötraði þverslá marks Brasilfu eftir hörkuskalla Lennart Larsson — eftir fyrirgjöf Bo Larsson. En Brassarnir sluppu fyrir horn. Reinaldo jafnaði nokkrum sekúndum fyrir leikhléið. Fleiri mörk voru ekki skoruð. Jafntefli 1—1. „Svfar hefðu auðvcldlega unnið þennan leik ef þeir hefðu haft meiri trú á getu sinni,” sag'ði Alan Parry, fréttamaður BBC. Brasilíumenn rifust innbyrðis og ef þeir voru felldir lágu þeir lengi á vellinum, emjandi. Dökk ský hrönnuðust yfir leikvöllinn í Mar Del Plata, þegar áhorfendur streymdu á völlinn til að sjá fyrsta leikinn í 3. riðli. ískaldur vindurinn og regnskúrir bárust inn á völlinn frá Atlantshafinu. Brasilíumenn á áhorf- endapöllunum reyndu að halda á sér hita með því að dansa sömbu og berja rythmann á járnhandriðin. Áhorfendasvæðin voru hálfskipuð, þegar leikurinn hófst. Brasiliumenn byrjuðu betur og fengu þrjú góð tækifæri að sögn Reuters — ekkert að sögn BBC, sem sagði að vörn Svía með Björn Nordquist í broddi fylkingar, hefði verið mjög sterk. Svíar mun betra lið i fyrri hálfleik. Nordquist setti landsleikja- met — lék sinn 109. landsleik og bætti met Bobby Moore. En snúum okkur að frásögn Reuters, sem segir, að fyrst hafi Rivelino leikið Gil frían. Hellström varið skot hans með tilþrifum — og síðan hafi þeim Toninho og Reinaldo ekki tekist að hitta markið sænska úr góðum stöðum. Siðan fóru Svíarnir að sækja í sig; veðrið. Benny Wendt og Sjöberg mis- notuðu auðveld tækifæri — og Sjöberg 'spyrnti yfir markið af tveggja metra færi, frir. Þá segir Reuter, að Svíar, mjög sterkir í vörn, hafi náð yfirtökunum í leiknum. Pressa þeirra skapaði mikla ólgu í vörn Brasiliu hvað eftir annað og á 37. mín. tókst Sjöberg að skora. Flestir hinna 30 þúsund áhorfenda urðu þá mjög miður sin. En Brasiliu tókst að rétta sinn hlut. Miðherjinn Reinaldo sendi knöttinn i mark Svía eftir fyrirgjöf Cerezo. Þá var komin ein mínúta fram yfir leiktímann, en hinn snjalli dómari leiksins, Clive Thomas, Wales, lét leikinn halda áfram í tvær mín. vegna tafa, sem urðu í fyrri hálfleiknum. Tveimur mín. áður hafði Reinaldo misnotað gott tækifæri. Hellström varði skot hans eftir að Edinho hafði leikið hann frían. Hellström hélt ekki knettinum en Gil spyrnti yfir þverslá. Brasilíumenn léku betur í'síðari hálf- leiknum og á 50. min. munaði litlu, að sænskur varnarmaður skoraði sjálfs- márk. En Svíar voru sterkir fyrir en þó munaði litlu í lokin. Batista skallaði „Já, ég var að koma frá Sviþjóð, þar sem ég gerði samnming við sænska liðið IFK Kristianstad og ég mun leika með þvi handknattleik og knattspyrnu. Félagið er með þekktari félögum Svíþjóðar i handboltanum og i knatt- spyrnunni leikur það i 2. deild”, sagði Stefán Halldórsson, þegar DB ræddi við hann i Brussel í gær. Samningur Stefáns erí 18mánuði. „Ég losna ekki frá Union fyrr en 15. júní og enn á sænska liðið eftir að semja við Union. Það ætti þó að ganga i gegn. Ég vonast til að fara til Svíþjóðar um 20. júní og verð að hafa dvalið þar i landi i tvo mánuði áður en ég get leikið með Kristianstad. Það verður því ekki mikil knattspyrna á þessu sumri þar — en í, knöttinn í mark Svía — en á flugi knatt- arins í markið hafði Clive Thomas flaut- að leikslok. Áhorfendur og leikmenn Brasiliu ærðust, þegar markið var ekki dæmt gilt. En það hefði verið mikið óréttlæti ef Brasiliumenn hefðu hlotið sigur í leiknum. Svíar voru betri lengstum og virðast hafa góða möguleika á að komast i milliriðil eftir þessa frammistöðu sina. Mjög kom á óvart hin slaka frammistaða Rivelino, hins 32ja ára fyrirliða Brasiliu. Sendingar hans í leikn- um voru mjög slæmar og fréttamenn BBC gengu svo langt að segja, að ef Brasilíumenn ætluðu sér einhvern hlut á HM yrðu þeir að setja Rivelino úr liðinu. „Leikmenn mínir náðu ekki sínum bezta leik vegna þess að þeir voru of taugaóstyrkir — margir í fyrsta sinn á HM. Mark Svía gerði hlutina enn verri — en ég verð að óska Svíum til hamingju með frammistöðu sína,” sagði þjálfari Brasiliu, Claudio Cautinho, eftir leikinn. handboltann fer ég í vetur. Þá þarf ég einnig að fá áhugamannaréttindi mín aftur”, sagði Stefán ennfremur. Stefán Halldórsson var miðherji Vik- Þrátt fyrir slæmt veður á laugardag, þegar Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum hófst náði Elías Sveinsson, KR, mjög athyglisverðum árangri í tugþraut. Hlaut 7382 stig og var því aðeins 200 stigum frá íslandsmeti Stefáns Hallgrimssonar. Þráinn hafsteinsson, Á, varð annar með 6868 stig og Pétur .Pétursson þriðji með 6499 stig. Stefán Hallgrímsson, UÍA, hafði for- ustu allt fram að sjöundu grein en felldi Andretti vann íMadrid Mario Andretti, USA, sigraði i grand prix kappakstrinum í Madrid i gær. Ók á 1 klst. 41.47.06. Annar varð Ronnie Petterson, Svíþjóð, á 1:42.06.02. Meðalhraði Andretti 150.5 km á klst. Hann er nú efstur í stigakeppninni með 36 stig. Petterson annar með 26 stig og Patrick Depailler, Frakklandi, þriðji með 23 stig. „Þeir verða erfiðir hvaða liði sem er i þessari heimsmeistarakeppni. Sviar léku nákvæmlega éins og við höfðum búizt við. Sterkir í vörn og hættulegir i skyndisóknum. Ég veit að þetta verður erfitt. Það er kannski ekki alvarlegt að tapa stigi — en við lékum illa í dag. Við höfum þó unnið HM áður eftir að hafa gert jafntefli. Hins vegar hef ég aldrei séð annað eins og þegar dómarinn dæmdi markið af í lokin. Það var alveg furðulegt en ég kvarta þó ekki." sagði Cautinho ennfremur. „Þetta er góður leikur og bæði lið léku vel. Ég hélt fyrir leikinn að jafntefli væri líklegra en sænskur sigur. Dómarinn var frábær," sagðiu George „Aby” Ericson þjálfari Svia eftir leikinn. Liðin voru þannig skipuð. Brasilía. Leao, Toninho, Oscar, Amaral, Edinho, Batista, Cerezo (Dirceu 88 mín.), Rivelino, Gil (Nelinho 68 min.l, Reinaldo og Zico. Svíþjóð. Hellström. Borg, Andersson, Nordquist, Erlands- son. Tapper. Larsson, (Edström 84 mín.), Linderoth, Bo Larsson, Sjöberg og Wendt. ings i 1. deild í knattspyrnunni áður en hann fór til Union fyrir tæpum tveimur árum. Þá var hann einnig í handknatt- leiknum með Víking og lék marga lands- leiki. þá byrjunarhæð þá, sem hann reyndi í stangarstökkinu og var úr leik (3.80 m). Þá var hann 39 stigum á undan Eliasi. 5289 gegn 5250, en Elías stökk 4.35 m í stangarstökkinu. Ólíklegt er að Stefán hefði sigrað i þrautinni þó svo hann hefði stokkið yfir 3.80 m i stangar- stökkinu. Árangur Eliasar í einstökum greinum var þessi: 11.0 sek. 6.34 m. 13.72 m. 1.85 m og 51.6 sek. Siðari dagur 15.4 sek„ 45.38 m, 4.35 m, 62.52 m og 4:49.3 min. Ágúst Þorsteinsson, UMSB, var ís- landsmeistari í 10 km hlaupi og náði sínum bezta tima 32:17.6 min. Gunnar Snorrason, UBK, varð annar á 34:18.4 mín. Thelma Björnsdóttir, UBK, varð íslandsmeistari i 3000 m hlaupi á 12:00.4 mín. Hjördis Árnadóttir, UMSB, önnur á 12:32.2 mín. 1 4x800 m boðhlaupi varð sveit ÍR íslandsmeist- ari á 8:51.4 mín. Lára Sveinsdóttir, Á, varð íslands- meistari í fimmtarþraut með 3496 stig. íris Gröndfeldl, ÍR, varð önnur með 2641 stig og Rut Ólafsdóttir, A, þriðja með 2538 stig, sem er nýtt telpnamet. Markmenn Hanzkar, húfur, hnéhfífar og olnbogahfífar Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44. Sími 11783. Stefán til Svíþjóðar Góður tugþrautar- árangur hjá Elíasi L. ...... 111 Rivelino meiddur „Það er ekki víst, að fyrirliði Brasilíu, Rivelino, geti leikið á miðvikudag. Hann meiddist á hægri ökkla í siðari hálfleik gegn Svíum og er nú mjög bólginn,” sagði blaðafulltrúi Brasilíu, Dacio da Al- meida, við blaðamenn i Mar del Plata i gær. Þrátt fyrir þá staðreynd, að Rivelino hafi átt slakan leik á laugardag áður en hann meiddist ætlar þjálfari Brasilíu, Cautinho, að nota hann gegn Spáni ef hann verður búinn að ná sér. „Ég veit ekki hver tekur stöðu Rive- iino ef þörf er á þvi en Cautinho vonast eftir að geta teflt fram óbreyttu liði. Liðið gat ekki leikið verr en gegn Svíuni svo það hlýtur að lagast,” bætti biaða- fulltrúinn við. Johnston íleikbann? Lyfjapróf, sem skozki landsliðsmaður- inn Willie Johnston, WBA, gekkst undir eftir leiki Perú og Mexíkó, reyndist já- kvætt. Lækni skozka liðsins var tilkynnt þetta í gær af FIFA. Johnston fer aftur I próf i dag og ef það reynist aftur jákvætt verður hann i leikbanni i þeim leikjum, sem Skotland á eftir að leika á HM. Lyfjapróf var einnig gert á Kennv Dalglish en var neikvætt. Það er tölva, sem framkvæmir lyfjaprófin og um 400 lyft eru talin jákvæð, m.a. töflur gegn kvefi og minni háttar sjúkdómum. Johnston er með „heymæði” en læknir Skota gleymdi að tilkynna FIFA að hann tæki töflur vegna þess. Sveinn vann þotukeppnina Þotukeppnin í golfi fór fram um helg- ina á vegum Keilis í Hafnarfirði. Keppni þessi gefur stig til landsliðs. Leiknar voru 36 holur. 18 holur hvorn dag, með og án forgjafar. Furðugóður árangur náðist á laugardag þrátt fyrir mjög slæmt „golfveður”, bezta skori náði Sveinn Sigurbergsson, 73 högg, og á hæla honum komu þeir Hálfdán Karls- son 76 högg og Óskar Sæmundsson á 77 höggum. Í gær háðu þeir þremeningarnir svo harða keppni um fyrsta sætið fram á síð- ustu holu. Sveini tókst að sigra þó naumt væri það, aðeins eitt högg á næsta mann. Þrirefstuán forgjafar voru: högg Sveinn Sigurbergss. Keili 73-78= 151 Hálfdán Karlsson Keili 76-76 = 152 ÓskarSæmundsson G.R. 77-76= 153 Ekki tókst að skera úr um sigurvegara með forgjöf þar sent þrir nienn eru efstir og jafnir á 141 höggi. Þeir eru Sveinn Sigurbergsson, Magnús Birgisson og Gunnlaugur H. Jónsson og þurfa þeir að leika 18 holur aukalega um þrjú fyrstu sætin. Þeir sem fengu stig til landsliðs eru: 1. Sveinn Sigurbergsson Keili 2. Hálfdán Karlsson Keili 3. Óskar Sæmundsson G.R. 4. Magnús Birgisson Keili 5. Björgvin Þorsteinsson G.A. 6. Geir Svansson G.R. .7. Atli Arason N.K. 8. Sigurður Hafsteinsson G.R. 9. Þorbjöm KjærboG.S. 10. Hannes Eyvindsson G.R. HBK Los Angeles Aztecs, liðið, sem George Best leikur með 1 USA, sigraði í gær New York Cosmos 2-0 í Kaliforníu. Það er fyrsti tapleikur New York-liðsins á lciktímabilinu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.