Dagblaðið - 05.06.1978, Side 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1978
35
Barbara Murray og Iain Cuthbertson fara með hlutverk lögmannsins og eiginkonu hans I leikritinu Lokkafögur lögmanns-1
frú, sem sýnt verður i sjónvarpinu í kvöld.
Sjónvarp íkvöld: Lokkafögur lögmannsfrú
Frúnni leiðist og hvað er þá til ráða?
Lokkafögur lögmannsfrú nefnist
brezkt sjónvarpsleikrit, sem sýnt
verður i sjónvarpinu i kvöld kl.
21.00. Þýðandi er Óskar Ingimarsson
3g sagði hann okkur að leikritið
?erðist í Edinborg í Skotlandi nú á
Jögum. Fjallar myndin aðallega um
konu sem er gift hæstaréttardómara.
Á ýmsu gengur i hjónabandi þeirra og
það er víst ekki tekið út með sældinni
ið vera i hennar stöðu,- því henni
Jauðleiðistlifiðog finnst hún ekki hafa
tækifæri til að njóta þess sem skyldi.
Dómarafrúin á vinkonu sem er
óreglumanneskja og er dómaranum
heldur illa við heimsóknir hennar.
Finnst víst eiginkonu sinni ekki sam-
boðið að eiga hana fyrir vinkonu.
Dómarafrúin tekur nú að sækja
hárgreiðslustofu í bænum og þótt
henni reynist nokkuð erfitt að fá
peninga hjá karli sínum, jafnvel þótt
hann sé mjög vel efnaður, tekst henni
að aöstoðla eigendur stofunnar við
reksturinn. Þessi hárgreiðslustofa
reynist hreinasta gullnáma fyrir frúna
og lendir hún þar í ýmsum
skemmtilegum ævintýrum. Og
vinkonan, sem karlinum var svo illa
við, reynist ekki öll þar sem hún er séð
og á eftir að koma á óvart í lokin.
Með aðalhlutverkin í leikritinu fara
Barbara Murray og Iain Cuthbertson.
Leikstjóri er June Howson og er
leikritiðí litum.
RK.
I
i
Sjónvarpf kvöld kl. 21.50: Flokkakynning
Alþingiskosningarnar25. júní
Alþingiskosningar fara fram 25. júní
nk. og i tilefni þeirra verða þeir flokkar
sem bjóða fram lista til Alþingis kynntir
i sjónvarpinu. Fer sú kynning fram i
kvöld kl. 21.50, annað kvöld kl. 21.50 og
nk. miðvikudagskvöld kl. 21.40.
Verður fyrirkomulag kynningarinnar
þannig að hver þingflokkur fær 30 mín-
útur til uniráða. Þó munu þeir fram-
boðslistar sem aðeins eru bomir fram í
einu eða tveimur kjördæmum fá 10—15
mínútur hver.
Dregið hefur verið um röð framboðs-
listanna og er hún sem hér segir: Mánu-
dagur 5. júní: 1. Óháðir kjósendur í
Reykjaneskjördæmi, 2. Sjálfstæðisflokk-
ur, 3. Samtök frjálslyndra og vinstri
manna. Þriðjudagur 6. júní: 1. Óháð
framboðá Vestfjörðum, 2. Framsóknar-
flokkur, 3. Fylkingin, 4. Stjórnmála-
flokkurinn. Miðvikudagur 7. júní: 1.
Mánudagur
5. júní
12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Glerhúsin” cftir Finn
Söeborg. Haildðr S. Stefánsson les þýðingu
sina(ll).
15.00 Miðdegistónleikar. Islenzk tónBst. a. Sin
fóniuhljómsveit islands leikur lög eftir Bjama
Þorsteinsson i útsetningu Jóns Þórarinssonar;
Páll Pampichler Pálsson stjórnar. b. Anna As-
laug Ragnarsdóttir leikur Pianósónötu eftir
Leif Þórarinsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popphorn. Þorgeir Ástvaldsson kynnir.
17.20 Sagan: „Trygg ertu, Toppa” eftir Mar>
O’Hara. Friögeir H. Berg Islenzkaði. Jóniná
H. Jónsdóttir les(9).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöklsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Gisli Jónsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn. Dr. Jakob Jónsson
talar.
20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir
kynnir.
21.20 Búnaðarþáttur í aldarfjóröung. GisU
Kristjánsson flyturerindi.
21.40 Ór visnasafni Utvarpstíöinda. Jón úr Vör
flytur þáttinn.
21.50 Sigfúsarkviöa. Sinfóniuhljómsveit íslands
leikur lagasyrpu eftir Sigfús Halldórsson i út-
setningu Magnúsar Ingimarssonar; Páll P.
Pálsson stjórnar.
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga Siguröar Ingjalds-
sonar frá BalaskaröL Indriði G. Þorstcinsson
rithöfundur les siðari hluta (17).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Frá norskri tónlistarviku l Stokkhólmi i
febrúar. Flytjendur: Knut Skram baritón-
söngvari og Eva Knardahl pianóleikari. Flutt
eru verk eftir Christian Sinding, Halfdan
Kjerulf, Rikard Nordraak, Agathe Backer-
Gröndahl, Anne-Marie örbeck, Sparre Olsen
ogöisten Sommerfeldt.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
t sjónvarpinu vcrða kynntir þcir listar sem bjðða frani til Alþingis.
Alþýðubandalagið, 2. Alþýðuflokkur-
inn, 3. Kommúnistaflokkur íslands, 4.
Framboð óháðra kjósenda i Suðurlands-
kjördæmi.
í kvöld verður þvi fyrst kynntur listi
Óháðra kjósenda i Reykjaneskjördæmi
og munu tala þeir Sigurður Helgason,
Gísli Sigurkarlsson og Vilhjálmur G.
Skúlason. Enginn spyrjandi verður þar
sem listinn fær aðeins 10 mínútur til um-
ráða. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn mun
Geir Hallgrimsson forsætisráðherra sitja
fyrir svörum og munu þær Berglind Ás-
geirsdóttir og Erna Ragnarsdóttir spyrja
hann ýmissa spurninga. Fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna munu
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðrún
Lára Ásgeirsdóttir, Magnús Torfi Ólafs-
son og Steinunn Finnbogadóttir sitja
fyrir svörum. Spyrjandi verður Sigur-
borg Ragnarsdóttir.
Stjórn upptöku annast Örn Harðar-
son.
- RK
Þriðjudagur
6. júní
» 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00,
8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag-
bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 9.15: Ingibjörg
Þorgeirsdóttir les annan lestur sögu sinnar
„Um stekkjartið". Annar kafli: „í stekknum”.
Tilkyéíningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða.
Áöur fyrr á árunum kl. 10.25 Ágústa Bjöms
dóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl.
11.00: Kammersveit Telemann-félagsins i
Hamborg leikur „Concert royal” nr. 3 i A-dúr’
eftir Couperin/Campoli og Georg Malcolm
leika Fiðlusónötu í g-moll, „Djöflatrillusónöt-
una” eftir Tartini / Josef Chuchro og Zuzana
Rúzickova leika Sónötu fyrir selló og sembal
eftir Bach.
Sjónvarp
Mánudagur
5. júní
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson.
21.00 Lokkafögur lögmannsfrú (L). Breskt
sjónvarpsleikrit eftir ölmu Cullen. Leikstjóri
June Howson. Aðalhlutverk Barbara Murray
og Iain Cuthbertson. Dómarafrú nokkurri í
Edinborg leiðast þeir lífshættir sem taldir eru
sæma konu I hennar stöðu, og þegar tilbreyt-
ing gefst, gripur hún tækifærið fegins hendi.
Þýðandi óskar Ingimarsson.
21.50 Flokkakynning j kvöld og tvö næstu
kvöld veröa kynntir i Sjónvarpi þeir stjórn-
málaflokkar og aðrir aðilar, sem bjóða fram til
Alþingis 25. júni næstkomandi. Þing-
flokkamir fá til umráða 30 min. hver en þeir
framboðslistar, sem eru aðeins bomir fram i
einu eða tveimur kjördæmum fá 10—15
minútur hver. Dregið hefur verið um röð. i
kvöld verða kynntir Óháðir kjósendur i
Reykjaneskjördæmi, Sjálfstæðisflokkurinn og
Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Stjórn
upptökuöm Haröarson.
22.55 Dagskrárlok.
Sá
mest
seldi
ár
eftir
ár
Pólar h.f.
EINHOLTI 6
BLAÐBURÐARBÖRN
ÓSKAST STRAX:
Skjólin Aðalstrœti
Hagar Miðbœrinn
Uppl. á afgreiðsíunni,
sími27022.
mmiABlB
HJOLBARÐA
ÞJÓNUSTAN
HREYFILSHÚSINU
SÍMI 81093
Nýir og sólaðir hjóibarðar. Aiiar stærðir
fyrir fóiksbifreiðir.
Jafnvægisstíilum hjólbarðana án þess að
taka þá undan bifreiðinni.