Dagblaðið - 05.06.1978, Síða 36
Lögreglan eltist við þýzka feðga á þrem bílum vítt um landið:
Höföu útbúnað til að
ræna hreiður fálka
______________________________ _ . r iiim i i . . —' ........ ; ' ■" ' '■ ■
Á þessum fólksvagen voru fuglaveiðimennirnir. í honum fannst margvíslegur útbúnaður til rána á eggjum og ungum.
— verð fyrir veiðifálka geysihátt erlendis
Á fjórða sólarhring eltist lögreglan
við feðga sem ferðuðust um landið og
lögðu sérstaka áherzlu á að koma við á
stöðum þar sem vitað er um fálka- eða
hrafi shreiður eða góð skilyrði eru
fyrir slík hreiður. Feðgar þessir eru
^zkir og hefur sá eldri komið við sögu
1 sambandi við þjófnaðá fálkaungum.
Feðgarnir komu til landsins þann
30. maí. Daginn eftir lögðu þeir upp
og óku á Volkswagen „rúgbrauði”
norður að Mývatni með viðkomu á
Akureyri og ýmsum krókum. Þar
sneru þeir við og óku aftur í bæinn.
Mestallan þann tima var lögreglan á
eftir þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá
William Th. Möller fulltrúa lögreglu-
stjóra voru mennirnir með ýmsan út-
búnað í bil sinum sem auðveldar þeim
að ná ungum og að halda eggjum
heitum til þess að unga þeim út seinna.
Voru þeir til dæmis með fullkominn
sigútbúnað með stól og langa stöng
með snöru og háf.
Núna er óvist hvað verður um
menn þessa. Eins og William benti á
hafa þeir ekki framið neitt lögbrot því
þeir rændu engin hreiður nú og fóru
aldrei of nálægt hreiðrum til þess að
Allt var rannsakað mjög nákvæmlega
og meira að segja þefað upp úr brús-
um. — DB-myndir Sveinn.
trufla ekki fuglana. Þó þeir hafi þenn-
an útbúnað er ekkert sem sannar að
þeir hafi ekki ætlað að steypa undan
hrafni eða svartbak. Máli feðganna
hefur verið vísað til dómsmálaráðu-
neytis og er það þar í athugun.
Viða um heim eru geysiháar upp-
hæðir í boði fyrir fálkaunga sem
tamdir eru til veiða. - DS
Tveim siglingamönnum bjargað á
elleftu stundu — Voru blautir og kaldir á kili eftir óhapp
Tveir menn sem fóru i siglingu i
gærmorgun eiga líf sitt nú að launa Birni
Guðjónssyni, grásleppuveiðimanni við
Ægissíðu, og syni hans Ásgeiri. Það
óhapp varð hjá siglingamönnunum
tveimur, sem voru svona árla á ferð, að
bát þeirra hvolfdi og komust þeir á kjöl
bátsins en voru síðan hjálparvana
blautirogkaldir.
Björn kom auga á eitthvað það sem
honum fannst athugunar vert, og er þó
afar erfitt að greina svo litlar þústir sem
tveir menn á kili eru í fjarlægð. Við
athugun kom í ljós að þarna voru menn í
nauðum og björguðu þeir feðgar mönn-
unum tveimur.
Að þeim slepptum sem gera út á grá-
sleppu frá Skerjafirði eru fáir á ferli árla
morguns á þeim slóðum þar sem sigl-
ingabátnum hvolfdi. Mega mennirnir
tveir því sjálfsagt þakka líf sitt árvekni
Björns trillumanns.
ASt.
Sigurfréttir
i fjörukambi
Þcssa mynd tók ungur áhugaljós- staði. Slíkt virðist árátta hjá allt of
myndarí vcstur á Seltjarnarnesi um mörgum. Hvcrnig pakkarnir með
helgina þegar hann arkaði um fjörur í sigurfréttum Þjóðviljans eru svo
leit að efni til að festa á filmu. Það komnir í fjörur þcirra á Nesinu er víst
verður víst aldrei of oft brýnt fyrir fólki flestum ráðgáta.
að fleygja ckki rusli í fjörur og á fagra ~ 'myn '
Lík rak við Staf nes
1 gærkvöldi fannst lík í fjörunni og þykir líklegt að um sé að ræða lik
niður af Stafnesi á Reykjanesi. Var ungs manns sem fórst er hann lagði til
likið nokkuð illa farið og er það nú til róðurs frá Höfnum fyrir nokkrum
rannsóknar. Likið var klætt I sjóstakk vikum. ASt.
HALDA AFRAM
Garðmenn vilja greinilega ekki
missa sveitarstjórann sinn, Harald,
Gíslason, þótt nýr meirihluti hafi
fengið völd við sveitarstjórnárkosning-
arnar. Undanfama daga hefur verið
safnað undirskriftum, þar sem skorað
er á hann að gefa kost á sér til áfram-
haldandi starfa fyrir Gerðahrepp og
hefur söfnunin gengið vel.
Haraldur er fyrsti sveitarstjórinn i
hreppnum og var ráðinn fyrir fjórum
árum. Þótti flestum byggðarlagið taka
miklum stakkaskiptum undir hans
framkvæmdastjórn, auk þess sem
hann gegndi ýmsum forystu- og
trúnaðarstörfum i samstarfi sveitar-
félaganna á Suðurnesjum.
Fyrir rúmu ári tók að bera á missætti
á milli hans og þáverandi meirihluta.
sem lauk með þvi að hann sagði upp
starfi rétt eftir áramótin og miðaði við
aðhættaijúní.
Af hálfu þáverandi meirihluta í
hreppsnefnd var því haldið fram í
kosningabaráttunni að sveitarstjóra-
embættið væri óþarft. Oddviti gæti
gegnt þvi mjög auðveldlega. En Garð-
menn voru á öðru máli. H-listinn,
lapaði tveimur mönnum af fjórum, i
kosningum og missti meirihlutavaldið.
sem aðilar hans höfðu haft uni ára-
tuga skeið.
Sennilega er það mjög fátítt. ef ekki
einsdæmi, að kjósendur nýí meiri-
hluta óski eftir að sami sveitarstjóri og
áður gegni áfram störfum að
kosningum loknum, en á það mun
reyna næstu daga með Harald Gisla-
son sveitarstjóra i Gerðahreppi. GS.
Haraldur Gislason sveitarstjóri, lagt
er að honuni að halda áfram störfum
fyrir sveitarfélagið I Garðinum.
SKORA Á SVEIT-
ARSTJÓRANN AÐ
frjálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1978!
Nefbrotnaði
íkoddaslag
Smáóhapp varð í Þorlákshöfn er sjó-
menn og fleiri gerðu sér ýmislegt til
gamans I tilefni sjómannadagsins. Meðal
skemmtiatriða var koddaslagur. Einn
þátttakandi var sleginn úr stöðu sinni og
í falli slóst andlit hans við nálægan hlut.
Skrámaðist maðurinn i andliti og var
hugsanlega talinn nefbrotinn. Af þessu
má ýmislegt ráða um hættuna sem
koddaslagur getur haft í för með sér.ASt.
Splunkunýju
hjóli stolið
— frá 9 ára telpu
Splunkunýju reiðhjóli var stolið frá
niu ára gamalli telpu, frá heimili hennar
að Bolholti 6 Reykjavik á föstudaginn
var.
Þeta fjögurra daga gamla hjól telp-
unnar er af ESKA gerð og rautt að lit,
með brúnu sæti og verkfæratösku. Þetta
er svokallað fjölskylduhjól og er hægt að
leggja það saman i miðju. Hafi einhver
fundið hjólið eða geti gefið upplýsingar
um hvar það er niður komið, er hann
beðinn að hringja strax í lögregluna í
Reykjavík, simi 11166, eða Dagblaðið í
síma 85112. 'KhP
DB-mynd Örn Lúðviksson.
Fylgjast með
Greenpeace-málinu:
Sjónvarps-
menn á skútu
Einhver glæsilegasta seglskúta sem
hingað hefur komið er nú I Reykjavíkur-
höfn og mun væntanlega halda á hval-
veiðimiðin í dag. Skútan, sem heitir
Spirit of Labrador. er hér i leigu belgiska
sjónvarpsins, sem ætlar að fylgjast náið
með aðgerðum Greenpeacemanna i þá
veru að trufla veiðar íslenzku hvalbát-
anna á langreyði.
Skútan kom í gær. en sjónvarps-
mennirnir koma með'flugi til landsins.
Skútan er 75 feta löng, með tveim
stórum möstrum og miklu seglhafi. Er
ekki óvarlegt að segja að hún gangi
a.m.k. 20 mílur í góðum byr en hjálpar-
vélarnar einar koma henni á 10 milna
hraða með felldum seglum.
Eitthvað minni svipur er á „aðal-
leikara” málsins, gamla togaranum
Rainbow Worrier, sem skv. nýjustu
fréttum er kominn að hvalveiðiflotanum
suð-vestur af landinu. Samtals hyggjast
samtökin eyða um 23 milljónum króna
til mótmælaaðgerðanna hér. - GS.