Dagblaðið - 21.08.1978, Síða 16

Dagblaðið - 21.08.1978, Síða 16
16 í Iþróttir Sþróttir DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. AGUST 1978. Iþróttir íþróttir 3 Sigurlás skoraði fjögur mörk ÍBV — þegar liðið sigraði KA 6-2 í Eyjum Hinn sókndjarfi miðherji Eyjamanna, Siguríás Þorleifsson, var í essinu sínu þegar ÍBV vann stórsigur á KA í Eyjum í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Sigurlás Þorleifsson skoraði fjögur mörk og lagði tvö mörk upp fyrir sam- herja sína í 6—2 stórsigri á KA sem nú á mjög í vörk að verjast með að forðast fall í 2. deild. KA var slakt, hreint ótrúlega slakt i Eyjum og ÍBV átti alls kostar við norðanmenn. Það var aðeins í byrjun að KA stóð í Eyjamönnum, fyrstu minúturnar, en eftir að Eyjamenn skoruðu fyrsta mark sitt, var allur vindur úr norðanmönnum, yfirburðir ÍBV algjörir og Sigurlás Þorleifsson. langbezti maður vallarsins, í essinu sinu. Sigurlás Þorleifsson kom ÍBV yfir á 38. minútu er hann skallaði knöttinn i netið eftir þóf í vítateig KA. Aðeins fjórum minútum siðar var Sigurlás Þor leifsson aftur á ferðinni, mikil varnar- mistök KA og Örn Óskarsson sendi knöttinn til Sigurlásar sem skoraði, 2— °. Á 10. mínútu síðari hálfleiks skoraði Sigurlás þriðja mark sitt, enn Ijót mistök KA. Páll Pálmason markvörður tók langt útspark. vamarmenn KA misstu knöttinn yfir sig og Sigurlás komst inn fyrir vörn KA og skoraði örugglega, 3— 0. Aðeins fimm mínútum síðar komst Sigurlás inn fyrir vörn KA og lék á Þor- berg Atlason, markvörð KA, en varnar- menn náðu að bjarga í horn. KA tókst að minnka muninn i 3—1 á 21. mínútu er Gunnar Gunnarsson skoraði. En Sigurlás hafði ekki sagt sitt síðasta orð, aðeins tveimur minútum síðar skoraði hann fjórða mark sitt. Eftir að Þorbergur hafði hálfvarið skot Einars Friðþjófssonar skoraði Sigurlás af stuttu færi, 4—1. Á 38. mínútu tætti Sigurlás vörn KA í sundur, lék á Þorberg markvörð og sendi knöttinn til Arnars Óskarssonar sem skoraði, 5—1. Friðfinni Finnbogasyni urðu á mikil mistök á 42. minútu. Ætlaði hann að gefa á Pál Pálmason markvörð en Óskar Ingimundarson komst í sendinguna og skoraði örugglega, 5—2. Eyjamenn með Sigurlás i broddi fylkingarhöt'ðu ekki sagt sitt síðasta orð. Hann lagði upp mark fyrir Gústaf Baldvinsson og nýliðinn skoraði örugglega, 6—2 — stórsigur lBV. I raun hefði sigurinn getað orðið enn stærri — Eyjamenn beinlinis óðu í færum. Sigur- lás Þorleifsson var langbezti maður vallarins og Sveinn Sveinsson var drjúgur, sívinnandi. Hjá KA rikti meðalmennskan, helzt að Elmar Geirs- son sýndi takta. Sævar Sigurðsson dæmdi leikinn í Eyjum. -RS. Haukar aftur f toppbaráttu Haukar úr Hafnarfirði blanda sér nú í baráttuna um sæti i 1. deild eftir sigur á Þór, 1-0 i Hafnarfirði á laugardag. Möguleikar Hauka eru að visu ekki miklir, en engu að síður eygja þcir mögu- leika ásamt Þór, ÍBÍ, Austra og Reyni. Fyrri hálfieikur var slakur í Hafnar- firði en í siðari hálfieik var mun meira spil, einkum af hálfu Hauka. Á 29. mínútu skoruðu Haukar sigurmark sitt, eftir laglega sóknarlotu skoraði Lárus Jónsson með góðu skoti, 1 -0. Haukar áttu meiri möguleika að auka forustu sina en Þór að jafna, sanngjarn sigur Hauka, 1-0. Sex heimsmet hjá konum! Mörg heimsmet í kvennagreinum í frjálsum íþróttum voru sett um helgina. Austur-þýzk sveit hljóp 4X100 m boð- hlaup á 42.27 sek. I Potsdam. Eldra metið var 42.50 sek. frá 1976. Þá stökk sovézk stúlka yfir sjö metra I langstökki, fyrst kvenna, nánar tiltekið 7.07 metra. Tatyana Providokhina, Sovét, setti heimsmet í 1000 m hlaupi í Moskvu, hljóp á 2:30.6 mín. Krystyna Kacperczyk, Póllandi, setti á föstudag nýtt heimsmct í 400 m grindahlaupi I Vestur-Berlín, hljóp á 55.44 sek., en á móti í Moskvu á laugardag bætti Tatyana Zelentsova, Sovét, metið i 55.31 sek. Ulrika Bruns, A-Þýzkalandi, hljóp 1000 m í V-Berlín á 2:32.0 min. á laugardag, sem þá var heimsmet. KVENFATNAÐUR Torgsins Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg t. Iðnaáarmannahúsinu. Kjólar Pls Blússur Peysur Buxur Gallabuxur Sokkabuxur 3 stk. i pk. frá kr. 2990 3500 - - 1350 - - 1450 2900 • 1990 - 750 SKOR Kvenskór Karlmannaskór Bamaskór Strigaskór Stigvól Kuldaskór frá kr. 1900 - 1900 - - 1500 395 950 1900 HERRAFATNAÐUR Föt Jakkar staki Skyrtur Terylenebuxur Galabuxur Peysur Hattar Mittisjakkar frákr. 17900 - 9900 - - 1500 4900 1990 3500 1200 2900 BARNAFATNAÐUR Mittisblússur Peysur Galabuxur Skyrtublússur Skyrtur Sumarboír 2900 1350 1750 1250 1250 645 A/lur skó/a- fatnaður Æ a Torgsins GLUGGATJALDAEFNI Flónel STÓRESEFNI Riffiað flauel ÖNNUR METRAVARA Denim-efni Léreft köflótt VALSMENN SKORTIR AÐEINS Ein STIG í MEISTARATIGN — Sigruðu Breiðablik á laugardag 4-2 Valsmenn eru nú á þröskuldi 16. íslandsmeistaratignar sinnar eftir 4—2 sigur á neðsta liðinu í 1. deild, Breiða- bliki, I Laugardal. Valsmenn unnu sinn 16. sigur I röð I 1. deild og er Ijóst að íslandsbikarinn mun verða varðveittur að Hlfðarenda 1 ár. Skagamenn geta nú náð Valsmönnum að stigum en engum blandast hugur um að eftir sextán sigra í röð muni Val ekki verða skotaskuld úr að hreppa eitt stig úr tveimur siðustu leikjum sinum. Valsmenn baða sig í ljóma frækilegra afreka, sigurganga þeirra hefur vakið verðskuldaða athygli. Engum blandast nú hugur um, að Valsmenn eru beztir. Allt annað er aftur á móti uppi á teningnum í Kópavogi, hjá Breiðabliki. Ósigurinn á laugardag var sá 13. i 1. deild í sumar og Breiðablik er nú fallið í €€ Ingi Björn Albertsson reyndist Blikun- um erfiður á laugardag, skoraði þrjú mörk með stuttu millibili I lok f.h. Hann er fremstur á DB-mynd Bjarnleifs. Skall- ar að marki. 2. deild. Það datt fáum i hug í vor að Blikarnir féllu, þvert á móti var liðinu spáð velgengni, jafnvel einu af efstu sætunum. Undir stjórn Þorsteins Friðþjófssonar höfðu Blikarnir fest sig í sessi i 1. deild, staðið sig vel og leikið ágæta knattspyrnu. Blikarnir hugðust feta sig áfram, reyna að brjótast upp á toppinn. Þeir réðu Tékka, Jan Fabera — nú skyldi stefnt á toppinn. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þess í stað hefur lið Breiðabliks ekki verið svipur hjá sjón. Hvert tapið á fætur öðru hefur fylgt, og ekki bætti lán- leysi og í bland klaufaskapur. Valsmenn sendu blikana endanlega niður i 2. deild á laugardag. Ef að líkum lætur verður vera þeirra í 2. deild ekki löng — efniviðurinn í Kópavogi er nægur, og aðstaðan er ein hin bezta á landinu. Breiðablik mun koma aftur. En snúum okkur að leiknum á laugar- dag. Blikarnir fengu óskabyrjun, þegar á 2. mínútu skoraði Sveinn Ottósson með skoti af stuttu færi eftir þvögu í vítateig Valsmanna. Sannarlega óvænt — í fyrsta sinn í sumar var Valur undir, já, hvorki í deild né bikar hafa Valsmenn verið undir í sumar. Markið virtist setja Valsmenn úr jafnvægi og skömmu síðar var Valdimar Valdimarsson í dauðafæri — einn fyrir framan mark Vals, á mark- teig, en skaut fram hjá. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér, hið óvænta mark gaf Blikunum byr undir báða vængi. En Valsmenn náðu að jafna á 35. minútu og á næstu fimm mínútum skoraði Valur þrívegis. Ingi Björn Albertsson, sem lék aftur eftir meiðsli, var að verki i öll skiptin, og náði að snúa leiknum Val í hag. Ingi Björn skoraði úr vítaspyrnu á 35. minútu og þegar á næstu mínútu var hann aftur á ferðinni, skaut föstu skoti, knötturinn fór í Einar Þórhallsson, breytti stefnu og hafnaði í netmöskvunum. Og Ingi lét ekki staðar numið, á 43. minútu skoraði hann þriðja mark sitt. — Einar Þórhallsson fór úr vörninni, brunaði upp en missti knöttinn. Atli Eðvaldsson náði knettin- um og gaf góða sendingu á Inga Björn sem einn á auðum sjó skoraöi fram hjá Sveini Skúlasyni, 3— 1. Blikarnir náðu að minnka muninn í síðari hálfieik er Þór Hreiðarsson skoraði með góðu skoti, framhjá Sigurði Haraldssyni, og spenna aftur, Blikarnir sóttu i sig veðrið. En Valsmenn áttuðu sig, náðu aftur öllum tökum á leiknum, drifnir áfram af stórgóðum leik Harðar Hilmarssonar á miðjunni og sóknar- loturnar buldu á vörn Blikanna. Vals- menn beinlínis óðu í færum en það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok að Atli Eðvaldsson gulltryggði sigur Valsmanna með skoti af stuttu færi, 4—2. Valsmenn eru því á þröskuldi íslands- meistaratignar, en Blikarnir fallnir í 2. deild. Ágætur dómari var Eysteinn Guðmundsson. -H. Halls.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.