Dagblaðið - 21.08.1978, Page 19

Dagblaðið - 21.08.1978, Page 19
19 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1978. ittir Sþróttir ðþróttir Iþróttir Iþróttir HALLUR SIMONARSON létimin á Kanari Núerad véfja ferðina Þetta eru brottfarardagarnirívetur: ’78 25/10, 17/11, 1/12, 15/12, 22/12. ’79 5/1, 12/1, 26/1, 2/2, 16/2, 23/2, 9/3, 16/3, 30/3, 6/4, 20/4, 27/4. Þú getur valið um viku - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna sólarfrí í skammdeginu, suður á Kanarí. FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR URVAL UTSYN ISLANDS Lækjargötu 2 Simi 25100 Eimskipafélags húsinu Simi 26900 Austurstræti 17 Sími 26611 Botnbaráttan eykst stöðugt — jafntefli FH og Þróttar í 1. deild Spennan eykst stöðugt í sambandi við það hvaða lið fellur með Breiðabliki niður i 2. deild. í gærkvöldi gerðu FH og Þróttur markalaust jafntefli i Kapla- krika en KA tapaði i Vestmannaeyjum. Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir eru KA, FH og Þróttur með 10 stig en Þróttur stendur að þvf leyti betur að vígi að liðið á eftir þrjá leiki, ÍBV og Breiða- blik á útivöllum —KA i Reykjavfk. KA á auk þess eftir að leika við Val fyrir norðan — en FH á Víking eftir i Rcykja- vík, Breiðablik f Kaplakrika. Spennan er þvf mikil. Jafntefli FH og Þróttar var sanngjarnt í gær. Taugaspennan var mikil og maður hafði reyndar á tilfinningunni frá byrjun að mark yrði ekki skorað. Ekki það að tækifærin skorti heldur hitt að leikmenn beggja liða voru of taugaóstyrkir þegar að úr- slitastundinni kom, og mikið fum í marktækifærum. Heldur betra heildarskipulag var á leik Þróttar sem lék án Páls Ólafssonar. Agabrot. Hins vegar byggðist leikur FH meira á sterkum einstaklingum og þar lék Janus Guðlaugsson aðalhlutverkið sem aftasti maður í vörn. Þróttur átti þrivegis í fyrri hálfleik langskot sem geystust fram hjá marki FH — en á stundum var ólga í vítateig Þróttar vegna harðfylgis Ólafs Danivalssonar. í s.h. fékk FH bezta tækifærið en Leifur Helgason hitti ekki knöttinn innan markteigs, ætlaði að koma honum i mark með hælnum. Fátt var um fina drætti og leikmenn höfðu sætzt á jafn- tefli löngu áður en dómarínn flautaði leikslok. Flestir voru þá fegnir. -hsim. öster í efsta sæti — Teitur Þórðarson skoraði Öster skauzt upp i efsta sætið í gær i Allsvenskan þegar liðið vann góðan sigur á Norrköping á hcimavelli, 4-1, en á sama tíma tapaði Malmó FF i Vesterás — fyrir neðsta liðinu. Norrköping náði forustu um miðjan fyrri hálfleikinn í Váxjö, lék betur framan af, en Teitur Þórðarson braut ís- inn fyrir Öster og tókst að jafna tveimur min. fyrir hálfleik. 1 síðari hálfleiknum hafði Öster öll tök á leiknum og skoraði þá þrívegis, Matts Nordgren fljótlega og síðan aftur. Undir lokin skoraði Tommy Evensson fjórða mark Öster. Vesterás vann Malmö 2-1, þannig að efsta liðið tapaði fyrir þvi neðsta. Öster og Malmö FF hafa nú 21 stig hvort félag. Sami markamunur er hjá liðunum en Öster hefur skorað fleiri mörk og er því komið í efsta sætið i fyrsta sinn á leiktímabilinu. Kalmar er i þriðja sæti með 18 stig og síðan kemur Norrköping með 17 stig. Breti á bezta heimstímanum Í800 m hlaupi Sebastian Coe, Bretlandi, náði bezta heimstimanum i 800 m hlaupi I ár þegar hann hljóp á 1:44.3 min. á móti i Brussel á föstudag. Heimsmet Juantorcna, Kúbu, er 1:43.44 min. Þetta skeði á minningarmóti um belgíska hlauparann Van Damme. Áhorfendur voru 45 þúsund á Heysel-leikvanginum og hafa ekki verið fleiri siðan á EM 1950 þegar íslenzkir fþróttamenn voru svo mjög i sviðsljósinu. Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson Evrópumeistarar. Áhorfendur urðu fyrir miklum von- brigðum að Juantorena keppti ekki i 800 m hlaupinu. Hann sigraði hins vegar i 400 m á 45.30 sek. en Belginn snjalii, Fons Bryjdenbach, varð að hætta i hlaupinu vegna tognunar. Fyrir atvikið virtist hann hafa alla möguleika á að sigra Kúbumanninn. Belginn er talinn hafa mikla sigurmöguleika á EM i Prag. í 800 m hlaupinu varð Tom McLean, USA, annar á 1:46.2 mín. Jose Marajo, Frakklandi, hljóp á 1:46.4 min. Marc Nevens, Belgíu, sigraði 11500 m hlaupi á 3:38.1 min. Francis Gonzalez hlaut sama tlma. Silvio Leonard, Kúbu, sigraði I 200 m á 20.36 sek. Bill Collins, USA, varð annar á 20.95 sek. Arie Robinson, USA, sigraði í langstökki, 8.12 m, en Ronald Desruellcs setti belgiskt met, stökk 7.95 m. Hasley Crawford, ólympíumeistarinn frá Trinidad, sigraði I 100 m á 10J5 sek. Steve Riddick, USA, varð aðeins fimmti á 10.61 og Collins sjöundi á 10.73 sek. Tveir riðlar voru. Charles Wells, USA, sigraði í þeim siðari á 10.56 sek. Mjög góður árangur náðist I milu- hlaupi i Vestur-Berlfn á laugardag. Thomas Wessinghage, V-Þýzkalandi, sigraði á 3:55.4 mln., Steve Scott, USA, varð annar á 3:55.7 mín. Wilson Waigwa, Ke lýa, þriðji á 3:55.8 mín., Mike Manke, USA, fjórði á 3:58.8 mín. og Lars Eriksson, Svlþjóð, fimmti á 3:59.3 sek. Malinkowski, Póllandi, hijóp 3000 'm hindrunarhlaup á hinum frá- bæra tima 8:11.6 min. Knud Hjeltnes, Noregi, sigraði I kringlukasti, kastaði 62.90 m. Kef Ivíkingar íslandsmeistar ar í 3. flokki í fyrsta sinn Austri missti stig á Húsavík Völsungur og Austri, Eskifirði, skildu jöfn, 1-1, í 2. deild íslandsmótsins á Húsavik á laugardag. Austri var heppinn að ná stigi af Völsungum sem þegar eru nánast fallnir i 3. deild. Austri náði forustu á 30. minútu fyrri hálfleiks og var Bjarni Kristjánsson þá að verki. En Völsungar lögðu ekki árar i bát og Magnús náði að jafna fyrir Völs- ung, 1-1. Keflvikingar unnu i fyrsta sinn íslandsmeistaratitilinn I 3. aldursflokki á Selfossi í gærdag þegar þeir sigruðu Breiðablik I aukaúrslitaleik með fjórum mörkum gegn einu. Fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Húsavík, lauk með jafntefli, 1—1, eftir framlengingu. Flestir bjuggust við að ÍBK ætti á brattann að sækja í seinni leiknum, þar sem bezti framherji þeirra, Ragnar Mar- geirsson, meiddist illa i leik fyrir nokkr- um dögum og hann gat því ekki spilað. Fjarvera hans virtist efla félaga hans til dáða. Þeir börðust eins og Ijón allan leikinn og tókst að ná forustunni í fyrri hálfleik með marki Jóns Kr. Gislasonar — þrumuskoti af stuttu færi. Sigurjóni Kristjánssyni tókst að jafna fyrir Blikana snemma í seinni hálfleik — fylgdi vel eftir og náði knettinum eftir mistök markvarðarins. Litlu munaði að Blikunum tækist að bæta marki við á næstu minútum en úr skyndiupphlaupi I hann skoraði úr hornspyrnu að vísu með fékk Ólafur Magnússon knöttinn rétt aðstoð varnarmanns UBK. Fjórða og utan vitateigs, lék á tvo vamarmenn og fallegasta markið skoraði svo Sigurður „negldi” í netið, 2—1. Jón Kr. Magnús- ísleifsson með skalla — tók svif og skall- son gerði eiginlega út um leikinn þegar aði i netið. -emm.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.