Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 6
6
EIGNAVÖR -SÍMI28311
Ti/sölu Einbýlishús í Þorlákshöfn 120 ferm ' (fokhelt), á Eyrarbakka 80 ferm, á Selfossi 120 ferm (tilbúið). Raðhúsagrunnur i Hveragerði, allar teikningar fylgja. Kvöldsímar: 41736 og 74035. Tilsölu 4—5 herb. íbúð við Álfaskeið, 115 ferm, sér þvottahús + sameiginlegt stór geymsla og frystiklefi. Bílskúrssökklar. Kvöldsímar: 41736 og 74035.
Tilsö/u 3 herb. íbúð við Skaftahlíð, 90 ferm, allt sér, ekkert i áhvílandi. 3 herb. íbúð við Kópavogs- braut, 100 ferm, góð íbúð. Okkurvantar; Mikið af eignum úti á landi t.d. á Selfossi — Stokkseyri —Eyrarbakka — Keflavík — Hveragerði og víðar.
Kvöldsímar: 41736 og 74035. Kvöldsímar: 41736 og 74035.
Tiisöiu íbúðir; 4 herb. við Æsufell, 105 ferm, 4 herb. við Grundarstíg, ca lOOferm, 5 herb. við Leifsgötu, ca 100 ferm, 160 ferm hæð i Garðabæ (fokheld) Kvöldsímar: 41736 og 74035 Okkur vantar t.d. 4 herb. íbúð í vesturbæ, 4 herb. íbúð i austurbæ, 3ja herb. íbúð i Hlíðunum, 3ja herb. íbúð í vesturbæ, 2ja herb. íbúð á Reykja- víkursvæðinu. einbýlishús í byggingu. Kvöldsímar: 74035 og 41736
Sendimaður
óskast
til starfa allan daginn fyrir fjármála-,
félagsmála- og dómsmálaráðuneyti.
Æskilegt er að hann hafi réttindi til aksturs
létts bifhjóls.
Lágmarksaldur 15 ára.
Umsóknir sendist fjármálaráðuneyti fyrir 15.
september nk. Fjármálaráðuneytið,
6. sept. 1978.
Símar84848 og 35035
Hjá
okkur
snýst
hamingjuhjóliö!
HÖFUM BÆTT VIÐ
BÁTADEILD f BÚIÐ!
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978.
-
Mikil launung á
leiðtogafundinum
—viðræðurnar í Camp David halda áf ram í dag
Carter Bandarikjaforseti heldur i
dag áfram viðræðum sinum við Begin
forsætisráðherra Israels og Sadat
Egyptalandsforseta. Leiðtogarnir þrir
héldu sinn fyrsta fund í gær með
ráðgjöfum sí á Camp David
sveitasetri Br jaríkjaforseta. Talið er
að viðræðuinar geti staðið i vikutíma
eða lengur.
Mikil leynd hvilir yfir fundunum og
liggur ekki fyrir um hvað verður rætt
er leiðtogarnir hittast aftur í dag.
Fundurinn í gær var fyrsti fundur
Begins og Sadats i lOmánuðiogfyrstu
beinu afskipti Carters af deiluni fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Samkvæmt ákvörðun Bandaríkja-
forseta var engin yfirlýsing gefin að
loknum fundinum i gær og engar
fréttir hafa borizt af þvi hvað
leiðtogunum fór á milli. Fréttir hafa
þó borizt af því að viðræðurnar hafi
verið nokkuð þvingaðar og ekki hafi
ríkt hið óformlega andrúmsloft, sem
Carter hafði vonast eftir.
Fáum klukkustundum fyrir
fundinn hittust Begin og Sadat af
tilviljun, þar sem þeir voru á gangi í
skóginum kringum sveitasetur Banda-
rikjaforseta. Þeir heilsuðust stuttlega
og óskuðu hvor öðrum góðrar heilsu.
Fyrir fundinn í gær sögðu Egyptar,
að Sadat hefði meðferðis nýjan
samning um tvö megin deiluefnin,
framtíð ísraelsmanna á Vesturbakka
Jóran og vandamál Palestinumanna.
Carter talaði einslega bæði við
Begin og Sadat fyrir fundina. Allir
leiðtogarnir þrír eru mjög trúaðir
menn og hafa þeir beðið fólk í
heiminum að biðja fyrir góðum
árangri friðarviðræðnanna. Um það
leyti sem viðræðurnar hófust bað
Jóhannes Páll páfi fyrir góðum árangri
í viðræðunum.
Frelsissamtök Palestínumanna, Plo,
segjast vera á móti öllum samningum,
sem gerðir verða í Camp David. Tals-
menn samtakanna segjast munu rifta
öllum slikum samningum. í S-Lib-
anon var brennd brúða af Sadat, vafrn
inn i bandariskan fána í mótmæla-
skyni.
Sovétmenn hafa itrekað mótmæli
sín gegn fundinum. Sovétmenn hafa
ásakað Bandarikjamenn fyrir að ógna
heimsfriðinum og að nota fundinn til
að styrkja hernaðarstöðu sína i
Miðausturlöndum, nærri sovézku
landamærunum.
Er Begin og Sadat hittust fyrir tilviljun á göngu i skóginum hjá Camp David
heilsuðust þeir aðeins stuttlega og öskuðu hvor öðrum góðrar heilsu.
HRYGGBROT TANKBÍLSINS
Hryggbrot eru alltaf slæm, hvort sem menn eru hryggbrotnir er þeir ganga á biðilsbuxum eða hryggbrotin verða á annan
hátt. Þessi stóri oliubill varð fyrir þvi að hryggbrotna á dögunum er hann var á leið nálægt New Yorkborg. Billinn flutti
reyndar ekki oliu eða bensin að þessu sinni heldur iðnaðarsýrur, hættulegar mönnum. Enda fór það svo, að flytja þurfti 16
manns á sjúkrahús vegna slyssins, þar af 10 slökkviliðsmenn og þrjá lögreglumann.
Skák:
EBE-LÖNDIN í SKÁKKEPPNI
—og sterkt skákmót i Hollandi
Þjóðir Efnahagsbandalagsins leiða nú
saman hesta sina i skákkeppni. Keppnin
fer fram í Middlesbrough í Englandi. Að
loknum þremur umferðum hefur Dan-
mörk nauma forystu, en V-Þýzkaland,
sem er í öðru sæti, gæti komizt í fyrsta
sætið þar sem sveit V-Þýzkalands á eina
biðskák til góða. Úrslit i þriðju umferð
urðu þau, að sveit Bretlands sigraði
Luxemburg4—0. Belgia—Holland 2—1
og ein skák i bið. V-Þýzkaland—Írland 2
1/2—1/2 og ein skák i bið og Italía og
Danmörk gerðu jafntefli 2—2.
Staðan er þvi þessi eftir þrjár
umferðir. 1. Danmörk 8 1/2. 2. V-
Þýzkaland 8 og biðskák. 3. Ítalía og
Bretland með 7 vinninga. 5. Belgía 5 1/2
og biðskák. 6. Holland 4 vinninga og
biðskák. 7. Írland 2 1/2 vinningur og
biöskák og 8. Luxentbourg með 2 1/2
vinning.
Þá er einnig sterkt skákmót í Tilburg i
Hollandi og eftir 6 umferðir þar eru
efstir og jafnir Timman, Miles og
Portisch með 3 1/2 vinning. Larsen er i
fjórða sæti með 3 vinninga og 5.-6. eru
Zindzichasvili og Hort með 2 1/2 og 8.-
9. eru Spassky og Ribli með 2 vinninga.
Sosonko, Hubner og Lubojevich reka
lestina i mótinu.