Dagblaðið - 07.09.1978, Page 12

Dagblaðið - 07.09.1978, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. Veljum íslenzkt — kjörorð „Markaðsvikunnar” Dagana 4.-8. september stendur yfir „Markaðsvika” í Holtagörðum á vegum Iðnaðardeildar Sambandsins. Sýndar verða vörur frá Iðnaðardeild Sambands- ins víðs vegar af landinu. „Markaðs- vikan er fyrst og fremst vörukynning ætluð þeim er selja vörur Sambandsins, en hún er ekki opin almenningi. Meðal þeirra sem sýna eru Hekla, Gefjun og skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri, Dyngja á Egilsstöðum, Sif á Sauðárkróki, Höttur í Borgarnesi og Fataverksmiðjan Gefjun i Reykjavík. Við opnun sýningarinnar í gær hélt Erlendur Einarsson forstjóri ávarp og sagði meðaf annars að „þótt Iðnaðardeild Sam- bandsins sé stærsti útflytjandi almennra iðnaðarvara frá íslandi, þá hefur innan- landsmarkaðurinn samt sem áður verið stærsta og þýðingarmesta sölusvæðið, en á síðastliðnu ári seldi Iðnaðardeild' vörur á heimamarkaði fyrir rúma 2,8 milljarða króna.” Ennfremur sagði Erlendur að iðnaður hér á landi ætti við sömu vandamál að striða og annar atvinnurekstur i landinu, sem þarf að standa af sér 40—50% verðbólgu mörg ár í röðog þann rekstrarfjárskort, ásamt, þeirri miklu vaxtarbyrði og þeim svipt- ingum i launamálum, sem þvi fylgir. Röng gengisskráning hefur haft mjög truflandi áhrif á markaði innlendra iðnaðarvara bæði hér og erlendis. Að Þangað leita viðskiptin semúmaEð ermesL 1 Smáauglýsingar BIAÐSIN5 Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Meðal þess fatnaðar sem sýndur er á sýningunni eru mokkajakkar jafnt fyrir dömur og herra. lokum sagði Erlendur „Þessi kynning hér á vörum Iðnaðardeildar á að sanna viðskiptavinum okkar gildi íslenzks iðnaðar. Þótt iðnkynningarári sé lokið, tekur iðnkynningarstarfið aldrei enda. og vonandi getur hér orðið um árvissan atburð að :æða." Eftir ávarpið var síðan tízkusýning þar sem sýnd voru íslenzk föt en kjörorð „Markaðsvikunnar” er „Veljum íslenzkt”. ELA Á sýningunni er fjölbreytt úrval ullarfatnaðar og sport- og tómstundafatnaður er þar einnig i rikum mæU.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.