Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1978. 19 Langt í íslenzkt „glasabarn” „FARA VERDUR VARLEGAI SVONA UTLU ÞJÓÐFÉLAGI” Taiað við íslenzka sérfræðinga „Ég held að íslenzkir vísindamenn muni fara sér ákaflega hægt og ekki reyna að frjóvga egg i tilraunaglasi fyrr en nokkur reynsla er komin á það erlendis og öllum siðferðilegum spurningum hefur verið svarað,” sagði prófessor Sigurður S. Magnússon forstöðumaður fæðingardeildar Land- spitalans. Eftir fæðingu Louise Brown í Bret- landi hafa vaknað ótal spurningar bæði líffræðilegar, sálfræðilegar og félagslegar um það hvort yfirleitt sé rétt að gera svona tilraunir, hvað þær gætu haft í för með sér bæði fyrir þær fjölskyldur sem eignast bam á þennan hátt og ekki síður fyrir þjóðfélagið í heild. Ótti miðalda kirkjuhöfðingja um að farið yrði að framleiða börn i tilraunaglösum hefur meira að segja vaknað aftur. Hér á landi brennur spurning um hvað sé langt í svona barn og því ásamt fleiru verður reynt aðsvara hér. Erfitt vegna fæðar Ólafur Ólafsson landlæknir: „Ég reikna með að úr því aö hægt er að frjóvga barn i tilraunaglasi i Bretlandi sé ekki langt i að það sé tæknilega hægt hér á landi. En málið er mun erfiðara viðfangs hér vegna þess að við erum svo fá. Hér þekkja allir alla og getur það orðið til þess að konur leggi síður út i svona aðgerð en í milljóna- þjóðfélagi eins og Bretlandi. Ég tel þessa þróun mjög æskilega vegna þess að ég veit að það er tölu- verður hópur af fólki sém getur ekki eignazt börn þrátt fyrir eindregnar óskiríþáátt. Hitt er svo aftur annað mál að öllum svona aðgerðum fylgir nokkur hætta, öllum skurðaðgerðum fylgir viss hætta. Fyrir þessari áhættu verður að gera konum grein áður en þær ganga undir hana. Og þær verða að meta hvort þær ætla að taka hana eða ekki. Þeim spurningum hefur heldur ekki verið svarað hvort meiri hætta er á erfðagöllum með þessari aðferð við frjóvgun. Þvi getur reynslan ein svaráð. En ég veit að svona hefur verið reynt á dýrum áður og það hlýtur að vera að þær tilraunir hafl gefið jákvæðar niðurstöður, annars væru þeir ekki að reyna þetta á mönnum.” Fræðilegum spurningum ósvarað Sigurður S. Magnússon prófessor: „Eins og er treysti ég mér ekki til að segja um hvort íslenzkir vísindamenn gætu frjóvgað egg utan líkama móður. Til þess er allt of mörgum fræðilegum spurningum ósvarað. Læknamir í Bretlandi hafa haldið aðferð sinni leyndri að verulegu leyti. Til dæmis hafa þeir ekki gefið upp hvaða hormón þeir gáfu konunni til þess að undirbúa leg hennar til þess að taka við liinu frjóvgaða eggi. Eða hvað þeir gerðu svo hún hafnaði ekki egginu. Fyrr en svona spurningum er svarað get ég ekki sagt um hvaða aðstæður og tæki þurfa að vera fyrir hendi til þess að geta gert þetta. Skurðaðgerðirnar sjálfar eru ekkert hættulegri en hverjar aðrar aðgerðir. Barnið var tekið með keisaraskurði en ég gæti trúð að það væri af því að þeir hafa ekki þorað að taka neina áhættu með þetta fyrsta barn. Eg sé ekki alveg að keisaraskurður sé bráðnauðsynlegur. Við erum alltaf að skera í eggjastokka og því fylgir ekki meiri áhætta en hverjum öðrum skurði. Aftur verður að vera vitað nákvæmlega hvenær egglos á sér stað til þess aðgeta frjóvgaðeggið. Endanleg ákvörðun um það hvort frjóvga á egg utan mannslikamans getur ekki verið i höndum lækna. Læknar eru að vísu þeir sem eiga að framkvæma svona aðgerðir en þeir gera það auðvitað ekki nema að ósk foreldra og með samþykki samfélags- Mörgum siðferðilegum spurningum er einnig ósvarað í sambandi við þetta mál. Eins er til dæmis með gervi- frjóvgun sem farið er að taka upp viða erlendis. Er rétt að gripa fram fyrir hendurnar á náttúrunni og hversu langt má ganga? Þetta er ein stærsta siðferðilega spurning sem þarf að svara og þá ekki bara af læknum heldur þjóðfélaginu í heild. íslenzkir læknar munu að sjálf- sögðu fylgjast mjög vel með þessari þróun erlendis og verði hún jákvæð erum við mjög til umræðu um að þetta verði tekið upp hérna líka.” Eins og önnur einkabörn Sigurjón Björnsson sálfræðingur: „Ég býst við að á meðan börn frjóvguð i tilraunaglösum eru sjaldgæf og sífellt er verið að skrifa um þau í blöðin geti það bitnað á þeim sálrænt séð. En að öðru leyti held ég að ekki séu meiri likur á því að börn sem frjóvguð eru á þennan hátt verði frekar sálfræðilega brengluð en önnur einkabörn. Að vísu er meira fyrir því haft að koma þeim í heiminn þannig að ef til vill verða þau ofvemduð og Louise litla Brown er laglegasti krakki og foreldrar hennar láta mikið af þvf hversu þæg og góð hfin sé. dekruð og ætlazt tii meira af þeim en öðrum börnum. En svo er núna með mörg einkabörn sem hjón eignast seint á lifsleiðinni eftir miklar og ítrekaðar tilraunir. Auðvitaö fer það eftir foreldrunum sjálfum hvernig uppeldi barnið fær og ef frjóvgun i til- raunaglösum verður algeng þá held ég ekki að hún sem slik geti haft skaðlega áhrif á sálrænan þroska.” Hinir6 erfiðudagar Þorsteinn Þorsteinsson lífefna- fræðingur: „Egg getur við venjulegar aðstæður aðeins náð að frjóvgast i §|§§ eggjaleiðara móður. Þegar hann er biiaður er því engin von um frjóvgun inni í líkamanum. Ég hef sjálfur verið viðstaddur tilraunir á dýrum við frjóvgun utan likamans og þá á árunum kringum 1960 reyndist okkur ókleift að skapa þær aðstæður utan líkamans að eggið næði að frjóvgast Ef reynt var að rækta nýfrjóvgað egg utan líkamans var á nokkrum dögum hlaupinn í það bakteríugróður svo þvi varð ekki lifs vænt. Síðan þá hafa orðið gifurlegar breytingar í þá átt að halda vefjarækt utan likamans bakteríulausri. Annað mál er að þá 6 daga sem eggið er í eggjaleiðara býr legið sig undir að taka við því. Hvernig hægt er að fá legið til að búa sig undir fóstur ’ - sem er frjóvgað utan likamans veit ég ekki. Legið er alveg sér á parti með það að það hafnar nær aldrei fóstrum þó Fjöldi kvenna gengur með þá heitustu ,að þau séu tiltölulega ólik líkama 6sk l brjóstí að ala barn en getur það móður. Ég held þess vegna að hættan fkki. Sumar þessara kvenna eru á því að móðirin hafni fóstri sem jafnvel fúsar til þess að ganga undir 'frjóvgaðer utan líkama hennar sé ekki hvers kyns rannsóknir og aðgerðír, mikil. Enda hafa fóstur verið flutt á jafiivel gervifrjóvgun til þess að mega milli mæðra án þess að þær höfnuðu hljóta það hnoss sem þær telja barn þeim og er það mun einfaldara mál en vera. Á meðan þykir ekkert sjálf- að frjóvga egg utan likamans. Fóstur sagðara en að milljónir barna úti í flutningur er nokkuð algengur í heimi svelti, börn sem enginn vildi búfjártilraunum erlendis en hér hefur eignast. ekki verið farið út í hann, aðallega vegna þess hversu dýr hann er i fram- kvæmd. Vandamálið er sem sagt ekki það að iegið hafni fóstrinu heldur að það búi þannig að því að það geti tengst þvi og þroskazt eðlilega. Setja verður ströng lög til þess að koma í veg fyrir tilraunastarfsemi Haraldur Ólafsson mannfræðingur: „Fél^gslega held ég að getnaður utan mannslíkama ætti ekki að hafa svo gífurleg áhrif. Ljóst er að hann verður aldrei framkvæmdur í stórum stil en hann veitir þó fjölda kvenna von um það að geta borið barn undir brjósti þó þær geti ekki frjóvgað eigin egg í líkömum sinum. Mikilvægt er að þetta verði ekki gert að neinu stórmáli. Sú auglýsinga- herferð sem efnt var til í Bretlandi er ákaflega óþekkileg og getyr valdið skaða bæði fyrir barnið og foreldrana. Mikilvægt er að með svona getnað sé farið ákaflega leynt, rétt eins og hverja aðra læknisaðgerð. Siðferðilegum spurningum er ef til vill ekki svo ýkja erfitt að svara þvi eftir allt saman eru þeir dagar sem fóstriðer utan likamans aðeinsörfáir. Aðalvandamálið er í sambandi við heiðarleika. Ég tel að setja verði ströng lög og reglur til þess að koma í veg fyrir tilraunastarfsemi með þessa hluti.” D.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.