Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.09.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 20.09.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlög- in 3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mán- uð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1978 Hjúkrunarfræðingur óskast á Heilsugæzlustöðina Kópaskeri, frítt húsnæði, ljós og hiti. Stór og góð íbúð búin húsgögnum. Nánari uppl. veitir Kristján Ármannsson í síma 96-52128. Heilsugæzlustöðin Kópaskeri. Ráðskona óskast á stóra skrifstofu í austurborginni. Þarf helzt að hafa bíl. Verksvið: Létt þrif, kaffi- þjónusta og hádegismatur — Góð laun. Uppl. hjá auglþj. Dagblaðsins, sími 27022. R. 96344 ÓDÝRASTA KENNSLAN ER SÚ SEM SPARAR ÞÉR TlMA Frábærir kennarar sem æfa þig i tahnáli. Kvöldnámskeið — Siðdegisnámskeið — Pitmanspróf Enskuskóli barnanna — Skrifstofuþjálfunin. Sími 10004og 11109 (kl. 1—7 e.h.) MÁLASKÓLINN MÍMIR, Brau.a,hohi 4 Bílasala Guðf inns Hallarmúla 2 Höfum til sölu nýjan Lada sport. Mikið úrval af nýlegum bifreiðum í sýningarsal okkar. Bílasala Guðfinns ^=MH)BORO fasteignasalan i Nýja-bióhúsinu Reykjavik Símar 25590,2*1682 Endaraðhús við Miðvang i Hafnarfirði. Húsið er á 2 hæðum, samtals ca 150 ferm. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, fataherbergi og bað. Niðri er hol, stofur, eldhús, þvottahús, búr og snyrtiherbergi. Bilskúr fylgir sem að- skilur húsið frá næsta húsi. Verð kr. 26 millj. Útb. 16 millj. 2ja—3ja herbergja ibúð við Njálsgötu íbúðin er I timburhúsi og skiptist I stofu, svefnherbergi, eldhús og snyrtiherbergi. Ris yfir ibúðinni. Sérínngangur, sérhiti. Verð 9 millj. Útb. 5.5 millj. Seljendurl Nú er rétti tíminn til að láta skrá íbúðina. Hringið strax í dag. Vantar allar stœrðir íbúða og húsa. Jón Rafnar aöluatjóri, heimasfmi 52844. MÍMORO Guðmundur Þprðarson hc „Þjöðfélag okkar er þannig uppbyggt að ekki er reiknað með fötluðu fólki, sem er þó 15% af þjóðinni.” DB-myndir Arí. Jafnréttið verði að ríkjandi hugsjón: „Þá getum við lyft grettistökum” — sagði Magnús Kjartansson í lok vel heppnaðrar jafnréttisgöngu „Alþjóðlegir staðlar þera með sér að i Reykjavíkurborg eru 250 einstakling- ar sem eingöngu geta hreyft sig i hjóla- stól. Hér í höfuðborginni eru átta þúsundir manna sem ekki geta gengið upp og ofan tröppur nema með erfiðis- munum. Átta þúsund og fimm hundruð Reykvíkingar hafa mjög skerta hreyfigetu. Og það eru hvorki meira né minna en fimmtán þúsund höfuðborgarbúar sem eiga við einhverja fötlun að stríða.” Þessar tölulegu upplýsingar koniu fram i ræðu Magnúsar Kjartanssonar fyrrverandi ráðherra á Kjarvals- stöðum í gær en Magnús var aðalhvatamaðurinn að jafnréttis- göngu fatlaðra sem-fór fram i gær. Gifurlegur mannfjöldi tók þátt i göngunni, bæði fatlað fólk og Fólk á öllum aldri tók þátt I göngunni. Hér sjáum við tvo af yngstu þátt- takendunum. heilbrigt. þrátt fyrir að veður væri heldur leiðinlegt. Gangan hófst kl. 3.10 og var gengið frá Sjómanna- skólanum að Kjarvalsstöðum þar sem haldinn var fundur með borgar- stjórninni. Fyrstir fóru fánaberar, þeir Arnór Pétursson, formaður íþróttafélags Ungur maóur I hjólastól leggur upp I jafnréttisgönguna sem vonandi á eftir aö marka tlmamót I lífi fatlaðra. Sem stendur er ekki ein einasta króna I fjár- hagsáætlun Reykjavikurborgar til þess að auðvelda fötluðum að komast leiðar sinnar. fatlaðra. og Hreinn Halldórsson. Næstir á eftir þeim komu fatlaðir í hjólastólum en siðan annað fólk sem getur stuðzt við stafi eða hækjur. Þar næst komu foreldrar fatlaðra bama sem enn eru í barnavögnum og þá Þessi ungi piltur vakti athygli okkar DB-manna fyrir það hversu hressilega hann gekk, þrátt fyrir það að hann yrði að styðjast við hækjur. fatlaðir frá Reykjalundi sem komu á hestum. Þeir sem ekki komust sjálfir voru fluttir með strætisvögnum en á eftir þeim kom fatlað fóik i einka- bilum. Einnig tók þátt í göngunni mikill fjöldi fólks er ekki býr við neina fötlun og sýndi þannig stuðning sinn við kjörorð dagsins: Jafnrétti. Magnús Kjartansson lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Fötlun bitnar á fólki úr öllum þjóðfélags- hópum, án tillits til skoðana, stétta og annarra skiptinga. Við erum hingað komin til þess að biðja ykkur, borgar- fulltrúa, að sanna í verki að þið getið ekki aðeins deilt um mikilvæg atriði heldur kunnið þið einnig að vinna saman að stórmálum. Gerum jafnrétt- ið svo rikjandi hugsjón innra með okkur að hún sameini þjóðina alla. Þá getum við lyft grettistökum.” -GAJ- Almenningur fær að öllum líkindum kjötið sitt Sannleikurinn um kjarabótakjötið: „Mér þykir sennilegt að til hafi verið í landinu um 500 tonn," sagði Guðjón Guðjónsson, deildarstjóri i Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi, í viðtali við DB. „Þetta er auðvitað ekki nein nákvæm tala,” sagði Guðjón. „Meðal annars er þess að gæta að öll rýrnum kemur fram þegar allar geymslur eru tæmdar. Ég get ímyndað mér að hér í Reykjavík verði seld um 300 tonn þeg- ar upp er staðið. Langleiðin í 200 tonn verða seld úti á landi,” sagði Guðjón. „Sannleikurinn er sá, að svo miklar annir eru hjá okkur og öðrum, sem selja kjöt, að við höfum ekki undan. Þetta er ein aðalástæðan fyrir þvi að fólk kemur að lokuðum dyrum, þegar það leitar eftir kjöti á gamla verðinu. Ég er viss um að allt það kjöt sem til var verður selt þessa dagana,” sagði Guðjón Guðjónsson. Hann benti á að þrátt fyrir allt högnuðust kjötsalar lika á því að selja á lága verðinu. Að öllu athuguðu virðist frásögn Guðjóns Guðjónssonar deildarstjóra og skoðanir hans svara flestum spurningum um „kjarabótakjötið” þannig að viðhlítandi sé. Teljum við þær réttar þar til annað sannast. —BS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.