Dagblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKURAGUR 20. SEPTEMBER 1978.
II
farandi atriði mætti e.t.v. hafa að
leiðarljósi:
1. Að aðlaga húsin breyttum kröfum
timans með endurbótum innanhúss
og utan og viðbyggingum sem sam-
ræmast umhverfinu.
2. Heildarmynd hverfanna er mikil-
væg. Það á ekki aðeins að vernda
eitt og eitt gamalt hús sem byggða-
Kjallarinn
Páll Bjarnason
safn og láta standa eins og nátttröll
mitt í steinsteypueyðimörkinni,
heldur skipta hverfin og götu-
myndir miklu meira máli, því þau
skapa það mannlega umhverfi og
fjölbreytileika sem flesta fýsir að
búa i. »
3. Ef rífa þarf hús vegna skemmda, þá
ætti að byggja ný sem aðlagast
byggðinni hvað viðkemur bygg-
ingastíl, staðsetningu og nýtingar-
hlutfalli.
4. Endurskoða þarf nýtingu, skiptingu
húsnæðis í verslanir, skrifstofur,
opinberar byggingar og íbúðarhús-
næði og hlutfallið þar á milli.
Með tilkomu hins nýja iðnaðar-
hverfis á hrauninu austan Reykja-
víkurvegar, sem stjórnlaust virðist
vera að breytast i verslunarhverfi,
hafa forsendur miðbæjarskipulags-
ins breyst í þá átt að létta álagið á
gamla miðbænum. Þess vegna þarf
að endurskoða verslunar-, skrif-
stofu- og bílastæðaþörf svæðisins.
5. Skipa þarf húsfriðunamefnd á
sama grundvelli og þær starfa hjá
nágrannaþjóðum okkar. Fyrir hana
verði öll mál lögð er varða breyting-
ar á gömlum hverfum, niðurrif, við-
byggingar, nýbyggingar og fleira
slikt. Hún yrði að hafa ákvörðunar-
vald á borð við bygginganefnd.
Af framanrituðu virðist mér augljós
nauðsyn þess að stofnuð séu áhuga-
mannasamtök í Hafnarfirði til verndar
gamalla húsa og hverfa, þar sem í
þeim bæ eru mikil menningarverð-
mæti og arfleifð að fara forgörðum, ef
ekkerter að hafst.
Páll V. Bjarnason,
arkitekt F.A.Í.
.
NKHJRRIF í HAFNARFIRÐI
Árið 1967 var samþykkt skipulag
fyrir miðbæinn í Hafnarfirði, að
undangenginni skipulagssamkeppni.
Svæðið, sem um er að ræða, afmark-
ast af Reykjavíkurvegi og Lækjargötu
annars vegar, og Hverfisgötu og sjón-
um hins vegar. Skipulag þetta gerir ráð
fyrir algjöru niðurrifi á miðbænum
eins og við þekkjum hann i dag, og
eyðileggingu á landslaginu. öll hús á
svæðinu eiga að víkja, að undanskil-
inni Frikirkjunni, tveimur íbúðarhús-
um og nokkrum nýrri verslunar- og
skrifstofubyggingum. í staðinn eiga að
rísa stórhýsi undir verslun og viðskipti
á þrem til fjórum hæðum. Alla hraun-
hóla og lautir á að jafna út og leggja
undir 620 bílastæði fyrir téð stórhýsi,
að undanskilinni auðri lóð að Strand-
götu 23. Það mun eiga að vera opið
svæði, líklega til minningar um
hraunið, sem fórnað var á altari reglu-
stikunnar. Sagt er að það sé gert til að
draga sérkenni náttúrunnar inn í mið-
bæjarkjarnann, en hætt er við að það
verði likt og nátttröll innan um öll
beinu strikin. Strandgata verður rétt af
og þar með eyðilögð hin eðlilega,
bogadregna götumynd hennar, sem
mótaðist af sjávarlínunni og fjöru-
kambinum gamla. Hún verður einnig
gerð að hellulagðri göngugötu.
Austurgata verður klippt í sundur og
gerð að innkeyrslu fyrir bílastæðin.
Óheillaþróun
Síðan þetta skipulag var samþykkt,
fyrir ellefu árum, hefur verið unnið að
framkvæmd þess hægt og sígandi.
Gömlu húsin falla í valinn eitt af öðru
og i staðinn risa stórhýsin samkvæmt
nýja skipulaginu. Tíminn vinnur með
skipulaginu á svipaðan hátt og í
Grjótaþorpinu. Húsin eru dauða-
dæmd. Eigendum er bannað að byggja
við þau og aðlaga kröfum tímans. Þau
verða illseljanleg og lækka því i verði.
Fólki finnst ekki taka því að halda
þeim við. Að lokum er ástand þeirra
orðið svo bágborðið að ekkert liggur
fyrir þeim nema niðurrif. Eitt sterk-
asta vopnið gegn þessari þróun er,
fyrir húseigendur, að halda húsum
sínum vel við. Sú skylda ætti reyndar
að vera okkur ljúf, að sýna þannig
Allt á að hverfa — nema kirkjan.
virðingu okkar fyrir handaverkum for-
feðra okkar, því ekki var þá tjaldað til
einnar nætur, frekaren nú.
Nú þegar hefur töluverð eyðilegg-
ing átt sér stað á miðbæjarsvæðinu.
Strándgatan hefur þegar misst tölu-
vert af sinum upphaflega „sjarma”,
hluti af henni verið réttur af og
nokkur stórhýsi reist, sem stinga í stúf
við þann mannlega mælikvarða sem
einkennt hefur götuna til þessa. Þaðer
þó ekki um seinan aö stöðva þessa
óheillaþróun, og enn um hríð munum
við geta státað af fegurð og sérkenni-
leika miðbæjarins ef við tökum
höndum saman og gerum eitthvað i
málinu.
Forsendurnar fyrir þessu skipulagi
eru byggðar á stöðlum frá nágrönnum
okkar á Norðurlöndum um byggingu
miðbæjarkjarna. Nú hafa skipulags-
sérfræðingar viðurkennt að endur-
Framtíðarþróun
mála — jarðarför
miðbæjarins
tóm 9 mánuði ársins), beinar og lárétt-
ar götu- og húsalinur, bílastæði I
hundraðatali og kannski grastorfa hér
og þar ef við erum heppin. Núverandi
útsýni frá Strandgötu út yfir fjörðinn
mun hverfa að mestu, þar sem byggð
er fyrirhuguð á svokölluðu Thors-
plani, en það er nú opið grænt svæði.
Á siðustu 11 árum hefur afstaða al- Skipulagið. Séð suður yfir aðaltorg Strandgötu.
skipulagning gamalla miðbæjarkjarna,
þar sem notaðar voru sömu forsendur
og staðlar, hafa mistekist. Þess konar
aðgerðir hafa undantekningalítið
stuðlað að því að drepa niður bæjar-
lifið frekar en að lífga það við. Við
ættum þess vegna að geta lært af
þeirra mistökum og breytt stefnunni.
Hafnarfjörður er einn af elstu bæj-
um landsins og hefur af að státa einu
fegursta bæjarstæði þess. í hjarta þess
byggðist miðbærinn. Sú byggð sem þar
er í dag, er að mestu frá árunum
1900—1940. Þama er um að ræða
eina stærstu og heillegustu byggð frá
aldamótum, sem fyrirfinnst á tslandi.
Húsin eru sniðin að hrauninu og
brekkunni, og hefur þvi lítið verið
hróflað við náttúrufegurð bæjar-
stæðisins.' Hæfilega óreglulegt skipu-
lag og byggingarlag húsanna gefur
auganu þann fjölbreytileika, sem gerir
umhverfi aðlaðandi.
Hið nýja skipulag gerir sem sé ráð
fyrir að allt þetta hverfi og í staðinn
komi stórhýsi, steinlagðar göngugötur
með steyptum blómakerjum (sem era
Nýja skipulagið að verki við Strandgötu. Hin bögadregna götulina og meðal annars Sjálfstæðishásið i forgrunni á að
hverfa.
Engum dylst að brýnt er að skipu-
leggja miðbæ Hafnarfjarðar, og að
nauðsynlegt er að marka einhverja
stefnu um í hvaða átt á að stýra þróun
miðbæjarkjarnans. Hins vegar greinir
menn á um þá stefnumörkun. Að
mínu áliti er orðið mjög timabært að
endurskoða þetta skipulag, bæði með
tilliti til breyttrar afstöðu samfélagsins
til húsverndunar almennt og með til-
komu hins nýja verslunar- og iðnaðar-
svæðis á hrauninu austan Reykja-
víkurvegar.
Hér æpir nútiðin á fortiðina.
mennings til gamalla húsa breyst mjög
mikið í þá átt að vernda þau frekar en
rífa. Það hefur orðið sífellt fleirum
Ijóst, að mun hagkvæmara er að
endurnýja eldra húsnæði en byggja
nýtt. Það er einnig þjóðhagslega hag-
kvæmara að endurlífga gömul hverfi
en að reka fólkið í ný og ný svefn-
hverfi, sem öll þurfa nýjar malbikaðar
götur og dýrar þjónustustofnanir,
lagnakerfi og annað. Sem dæmi um
hugarfarsbreytingu má nefna afstöðu
Húsnæðismálastofnunar ríkisins með
stórhækkuðum lánum til kaupa á
eldra húsnæði. Einnig veitir sama
stofnun mjög hagstæð lán til viðbygg-
inga.
Það er að mínu áliti mjög æskilegt
að nýta það húsnæði sem fyrir hendi
er og einnig að sú nýting sé rétt. Eftir-