Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16.0KTÓBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
Lundi og hörpudiskur
frá Stykkishólmi
Skemmtilegir sérréttir á hótelinu í 12 st. lundabringa
28311
28311
Eignavör fasteignasala
Hverfisgötu 16 A
Makaskipti
Við erum meö 140 ferm., einbýlishús vesturbæ Kópavogi, fokhelt, 1
skiptum fyrir 4ra herb. ibúð í Kópavogi.
Til sölu
196 ferm verzlunarhúsnæði í steinhúsi í Hafnarfirði. Mjög gott verð,
laust strax.
3ja herb. ibúð við Kópavogsbraut i þribýli. Gott verð og útborgun.
2ja herb. ibúð i Gaukshólum, laus strax.
Kvöldsímar: 41736 og 74035.
Höfum Jyrirliggjandi hinar þekktu
Frantz Filuma bílskúrshurðir úr trefja-
plasti stœrðir 8’x7’og 9’x 7’
Léttar og þœgilegar í notkun og end-
ingargóðar. Getum einnig útvegdð eftir
múli hurðir fyrir verkstœði, vöru-
geymslur og iðnaðarhúsnœði.
Af sérstökum ústœðum höfum við til
sölu tvœr hurðir úr úli, í stærðinni 2.74
m. ú breiddog 2.50 m ú hœð.
Allar upplýsingar hjú
G. Þorsteinsson og Johnson h/f.
Ármúla 1. Sími 85533.
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli þeirra sem selja í smásölu bæði söluskatts-
frjálsar og söluskattsskyldar vörur er hér með vakin á
því að þeir skulu skila tveim söluskattsskýrslum fyrir
septembermánuð 1978. Skal önnur skýrslan varða sölu
tímabilið frá 1. — 14. september en hin tímabilin frá 15.
— 30. september.
Póstlagðar hafa verið 2 september-skýrslur til flestra
þeirra sem hér um ræðir. Berist umræddum aðilum ekki
2 s! ýrslur eru þeir beðnir að afla sér þeirra hjá skatt-
stjórum og umboðsmönnum þeirra eða innheimtu-
r.iönnum ríkissjóðs.
Rlkisskattstjóri 13. október 1978.
Stykkishólmi:
Á hótelinu í Stykkishólmi eru fram-
reiddir sérréttir sem eru áreiðanlega
ekki svo algengir á matseðlum hótela
annars staðar á landinu, jafnvel ekki í
Reykjavik. Við fengum því yfirkokk-
inn, Hafstein Sigurðsson, til að gefa
okkur uppskriftina að tveimur þeirra,
aðalrétti og forrétti. Uppskriftin er
miðuð við 6 manns.
Lundi
Lundinn er lagður í mjólk yfir nótt.
Færður upp og steiktur í ofni við 250
gr. Kryddaður salti, pipar, lárviðar-
laufum og negulnöglum. Vatni hellt í
ofnskúffuna og soðinn í ca 2 tíma.
Sósan löguð af soðinu (brún). Bætt
með vínberjahlaupi, ediki og rjóma.
10 lárviðarlauf
6—8 negulnaglar
100 g vinbcrjahlaup í 1 litraafsósu
1 msk edik
2 dl rjómi
Hafsteinn Sigurðsson.
Uppskrift
dagsins
Lundabringur með sósu og soðnum
kartöflum.
Hörpudiskur sem snöggsoðinn hefur
verið i hvitvini.
Framreitt með soðnum kartöflum,
belgbaunum, gulrótum og salati. Þessi
aðalréttur er seldur á hótelinu á kr.
2200ásamtsúpu.
Hörpudiskur
Hörpudiskurinn er snöggsoðinn i
hvitvini ásamt fínsöxuðum lauk.estra-
gon, salti, pipar og sitrónu. Rjóminn
er soðinn niður; um 2/3 af fisksoðinu
hellt saman við, bætt með 1 eggja-
rauðu.
30stk. skelfiskur
3 dl. hvítvín
1/2 litri af rjóma
1 tsk. estragon
1/2 sítróna
1 eggjarauða, salt og pipar eftir
smekk.
Borið fram með ristuðu brauði,
sitrónuoggrænmeti.
Hörpudiskurinn er seldur sem
forrétturogkostarkr. 1100.-
J.Þ.
Á þessum síöustu og verstu tímum
KARTÖFLUBOLLUR Á 40
KRÓNUR Á MANN
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur
gefið út fyrstu fjórar bækurnar í mat-
reiðslubókaflokknum, Litla
matreiðslubókin og fjalla þær um
kartöflur, pottrétti, grillrétti og ábætis-
rétti. Bækurnar eru eftir Lotte
Haveman og þýddar af Ib Wessman. 1
hverri þeirra er dálítill formáli um þá
matartegund sem bókin fjallar um. Og
eru allar upplýsingar um réttina mjög
skýrar og þægilegar. 1 dag skulum við
borða einn af réttunum sem gefin er
uppskrift af í bókinni um kartöflur.
Þaðeru kartöflubollur.
3/4 kg ntjölmiklar kartöflur (ca 100
krónur)
vatn
ca 4 msk, brauðmylsna
ca 1 msk. hveiti
2egg
1—2 msk. riflnn laukur
salt og hvítur pipar
múskat framan á hnífsoddi
ca 50 g smjör/smjörliki
Kartöflurnar eru flysjaðar og
skornar i litla bita. og soðnar í ósöltu
vatni i ca 10—15 mínútur. Vatninu er
hellt af kartöflunum og potturinn
látinn standa við hita svo allt vatn gufi
upp úr kartöflunum. Hristið pottinn
öðru hverju.
Kartöflumar eru stappaðar með
kartöfluþjöppu eða þeytara, brauð-
mylsnunni, hveitinu og eggjunum
hrært saman við og stappan bragðbætt
með kryddi og rifnum lauk.
Brúnið smjörlíkið á pönnu. Dýfið
skeið í feitina og mótið bollur úr
stöppunni meðskeiðog lófa. Bollurnar
eru látnar á pönnuna og steiktar á
báðum hliðum þangað til þær eru
stökkar á yfirborðinu.
Þessi réttur er borinn fram með
smjörsoðnum mais og hrásalati. Feitin
sem bollurnar eru steiktar úr er borin
með.
Þessi réttur kostar varla mikið
meira en 150 krónur og er ætlaður
fyrir 4. Skammturinn kostar því
aðeins um 40 krónur og er varla hægt
að hugsa sér ódýrari mat.
DS.
Sviðin fylgdu ekki með slátrinu
„Höfum ekki undan aðsvíða”
Fullorðinn maður sem ræddi við
neytendasíðuna var óánægður með
slátursölu Sláturfélags Suðurlands að
einu leyti. 1 fyrri viku, þegar maðurinn
sendi annan fyrir sig til sláturkaupa,
voru engir sviðahausar til og jveim
sém sendiförina fór boðið að kaupa
slátrið án þeirra á um 400 krónum
lægra verði. Fannst viðmælenda síð-
unnar það ekki hagstæð viðskipti þar,
sem kilóið af sviðum kostar 663
krónur út úr búð og reikna má með að
einn haus vegi ekki undir kílói. Fannst
manninum það einnig lágmarkskrafa
að auglýst hefði verið að sviðin fylgdu
ekki með 1 kaupunum. Maðurinn
sagði að lokum að sér fyndist þetta
ekki fjárhagslegt mál nema að óveru-
legu leyti en sér sviði óréttlætið.
Haft var samband við Vigfús
Tómasson sölulstjóra sláturafurða hjá
Sláturfélaginu. Vigfús sagði að Slátur-
félagið ætti í miklum erfiðleikum með
sviðin um þessar mundir. Erfitt væri
að fá menn til þess að svíða og hefðist
því ekki undan. Einnig væru orðnar
miklar takmarkanir á leyfum til
flutninga á ósviðnum hausum vegna
sauðfjársjúkdóma.
Vigfús sagði að hverjum og einum
væri í sjálfsvald sett hvort hann keypti
slátrið sviðalaust og fengi það 440
■krónum ódýrara eða kæmi næsta dag
og fengi þá kannski hausinn með.
Hausar kæmu á hverjum degi og væru
það þeir sem fyrstir kæmu sem fengju
þá. Því væri ekki hægt að auglýsa
fyrirfram hvort hausar fylgdu meðeða
ekki.
Fyrir nokkrum árum var reynt í
svipuðu tilfelli að láta menn hafa
ávísanir á hausa sem þeir máttu siðan
leysa út seinna. En það gafst mjög illa.
Menn voru fram undir jól að leysa út
þetta einn og einn haus. Og þar sem
Sláturfélagið selur svið ekki beint til
kaupenda lengur heldur í gegnum
verzlanir vandast málið enn.
Vigfús sagði að ekki gæti verið rétt
að slá af sláturverðinu það sem svið
kostuðu út úr búð þvi að slátur sem
heild er mun ódýrara en hver eining
þess. Ákveðið væri af verðlagsyfir-
völdum hvað hver eining kostaði og
einnig væri ákveðið hvað slátur án
hauss kostaði því til væru þeir sem
ekki vildu hausinn.
DS.