Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 10

Dagblaðið - 16.10.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1-6.0KTÓBER 1978. Útgefandi: Dagbloðifl hf. Framkvœmdactjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónssorí. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RhstjómarfuBtrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jó- hannes Reykdel. íþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoóarfréttastjórar Atli Steinarsson og Ómar VakJÉ marsson. Menningarmól: AAalsteinn IngóHsson. Handrit Ásgrímur Pólsson. Blaóamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, EHn Afcerts- dóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Haltur HaHsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Ljósmyndir: Arí Krístinsson, Ámi Póll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn PorieHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. RHstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeUd, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalslmi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. ó mónuði innanlands. í Uiusasölu 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HHmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skoifunni 10. r Amnesty International: Amnesty International var stofnað árið 1961 til að leysa úr fangelsum einstaklinga, sem þangað voru komnir vegna kyn- þáttar sins, trúarbragða eða persónulegrar sannfæringar og samvizku. Þetta var tjáð með orðum Peter Benesons, stofnanda samtakanna: „að flytja „gleymdu fangana” úr dýflissunum”. Síðan þetta gerðist, i 17 ár, hefur Amnesty lnternational orðið alheimshreyfing með rúmlega 200 þúsund félagsmönnum si- starfandi til frelsunar „samvizkuföngum” og jafnframt til að fræða fólk um viða veröld um ábyrgð stjórnvalda á vanhelgun á grundvallaratriðum mannréttinda, sérstaklega gjörræðisfullu gæzluvaröhaldi, misþyrmingum, óréttlátri málsmeðferð og dauðarefsingu. Á siðustu árum hefur Amnesty International skjalfest slfk mannréttindabrot i meira en 1ÍO löndum og sannað yfir 5000 til- felli sérstakra samvizkufanga. Morötilraun með nefnd Staða Dagblaðsins í verðbólgunni er ósköp einföld. Það heldur jöfnu. Ár eftir ár standast tekjur og gjöld nokkurn veg- inn á. Þetta er alls ekki nógu traust út- koma, en dugar þó til þess, að Dagblaðið heldur velli, stjórnmálaflokkunum og kerfi þeirra til sárrar skapraunar. Nú er kominn til valda viðskiptaráðherra, sem hefur fanatiskar austantjaldsskoðanir á prentfrelsi. Jafnframt er hann minna vandur að meðulum en kerfið hefur hingað til verið. Hann þykist hafa fundið leið til að kippa rekstrargrundvellinum undan Dagblaðinu. Leið hans er sú að lækka með valdboði söluverð Dag- blaðsins og annarra dagblaða, en bæta hinum blöðunum upp tjónið með auknum beinum og óbeinum styrkjum af almannafé. Þetta hefur hann raunar viðurkennt með því að segja að blöðin þurfa hækkun, en þau geti bara fengið hana með ýmsum hætti. Ef Dagblaðið hefði látið viðskiptaráðherrann kúga sig, mundi það valda blaðinu um 40 milljón króna tapi á ári á núverandi verðlagi. Slíkan halla mundi Dagblaðið ekki standast í heilt ár, enda hefur það ekki að baki sér stjórn- málaflokk með tilsvarandi bankavaldi. Dagblaðið vildi ekki láta austrænan viðskiptaráðherra drepa blaðið með einu pennastriki. Þess vegna er nú haf- inn umfangsmikill málarekstur. Sú er von blaðsins, að dómsvaldið í landinu hafi ekki glatað skilningi á einni grundvallarforsendu stjórnarskrárinnar, tjáningarfrels- inu. Þessi málarekstur hefur þegar leitt í ljós, að svokölluð verðlagsnefnd hefur ekki það hlutverk að halda niðri verðlagi í landinu, heldur vera ráðherra til aðstoðar við fölsun vísitölunnar. Nefndin skiptir sér lítið af verð- hækkunum utan vísitölu, en hefur þeim mun meiri óbeit á verðhækkunum innan vísitölu. Ennfremur hefur hann leitt í ljós, að þessi vísitöluföls- unarnefnd tekur ákvarðanir án þess að hafa nein full- nægjandi gögn við að styðjast og án þess að krefjast slíkra gagna. Hún hefur því brotið þær lagagreinar, sem fjalla um vinnubrögð hennar. Enda hafa sumir nefndar- manna fordæmt þessi vinnubrögð með atkvæði sínu. Spurningin er sú, hvort gerræðisfullur ráðherra getur beitt sýndarmennskunefnd til að slátra fyrirtækjum, sem honum er illa við og sem halda uppi tjáningarfrelsi utan stjórnmálaflokkanna. Hitt er skiljanlegra, af hverju hann byrjar á Dagblaðinu. Þá er nefnilega líklegra, að þagað verði um framhald vinnubragða hans. í rauninni á Dagblaðið engan bakhjarl í máli þessu nema almenning í landinu, sem sér, hvernig reynt er að ráða tjáningarfrelsi í landinu með pennastriki í kerfinu. Auðvitað gæti fólk hafnað hækkun verðs Dagblaðsins með því að hætta að kaupa það og fara að kaupa niður- greidd ríkisdagblöð. Sem betur fer hefur fólk staðið með Dagblaðinu í fyrstu lotu. Senn kemur að annarri lotu, þegar áskrif- endur verða rukkaðir um mánaðargreiðslu. Það er trú okkar og von, að þeir séu sammála afstöðu Dagblaðsins með sama hætti og þeir mörgu áskrifendur, sem hafa bætzt í hópinn síðustu daga einmitt vegna þessa máls. Fólkið í landinu er farið að bjóða samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna birginn. Með samstöðu getur fólk brotið það á bak aftur í hverju málinu á fætur öðru. Von Dagblaðsins gegn aðför viðskiptaráðherra er fyrsta próf- nálið fyrir þeim dómstóli. Samt sem áður eru þessi fiinm þúsund aðeins brotabrot þess fjölda einstaklinga, sem almennt hafa verið settir saklausir i fangelsi. Með þvi hefur vcrið brotin Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, sem veitir hverjum ein- staklingi rétt til trúarskoðana og sannfæringar án ótta við ofsóknir. Margir þessara fanga eru i afskekktum fangelsum án minnstu snertingar við umheiminn. Aðrir tilheyra undirokuðum þjóðabrotum eða litlum sveitasamfélögum og vita ekki einu sinni sjálfir um réttindi sín eða mögulegan stuðning alþjóðasamtaka. Margir hafa horfið eftir handtöku. Fjölskyldur þeirra vita ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Oft er lika þaggað niður í ætt- ingjum eða vinum með ógnunum eða þeir hafa engin ráð fjárhagslega til að leita hjálpar. Vika samvizkufangans 1978 er helguð því að kynna neyðarástand karla og kvenna, sem í dýflissum dvelja fyrir trúarskoð- anir og trúarbrögð, kynþátt eða litarhátt, „gleymd” bæði stjórnvöldum sínum og umheimi öllum. Sýrland: FANGAR NUMDIR BR0TT FRÁ LÍBAN0N Líbanskur borgari, Joseph Hemmaam að nafni, 38 ára að aldri, var numinn brotl frá Beirut i Líbanon i tnai 1970 af sýrlenzkum öryggis- vörðum. Hann hefur siðan verið hafður í haldi án dóms og laga í Sýr- landi. Nú er talið. að hann sé i Sahlan- fangelsinu í Damaskus. Hemmaam var múrari til ársins 1970. Þá gerðist hann bifreiðarstjóri. Sjálfur hefur hann ekki tekið þátt í stjórnmálum. Talið er, að hann hafi verið numinn brott vegna þess, að hann var sjónar- vottur að morði, sem talið var að myndi, ef sannað yrði, reynast sýr- lenskum yftrvöldum óþægilegt. I marz 1970 þegar hann starfaði sem bif- reiðarstjóri og öryggisvörður var hús- bóndi hans myrtur i miðborginni í Beirut. Talið er að vinnuveitandi Hemmaams hafi verið að flytja peninga sem senda átti til Sviss frá libönskum og sýrlenzkum stjórnmálamönnum. Hemmaam þekkti morðingjana og sýr- lenzk yfirvöld höfðu gildar ástæður til að koma i veg fyrir. að hann skýrði frá nöfnum þeirra. Libanska lögreglan reyndi hvað eftir annað að grennslast fyrir um örlög Hemmaams. en það varðárangurslaust. Þessi saga um Joseph Hemmaam er aðeins lítið dæmi, af málum fjölda Líbana og Sýrlendinga, sem hafa verið fluttir frá Libanon að undanförnu af sýrlenzkum öryggisvörðum. Forsetinn sjálfur, Hafez Assad, gagnrýndi mis- beitingu öryggislaga i stefnuræðu sinni 8. marz sl. Voru þá 179 manns sem haldið hafði verið i fangelsi án dóms og laga látnir lausir. Margir höfðu verið handteknir vegna smá- vægilegra misferla, aðrir vegna órök- studdra grunsemda einna, en forsend- ur flestra fangelsananna voru í raun Búddamunkar fangar í t apríl 1977 voru sex munkar hinnar svokölluðu Sameinuðu kirkju búddista (Unified Buddist Church) handteknir i Ho Chi Minh borg (Saigon). Allir voru þeir félagar í fram- kvæmdaráði UBC og starfandi í pagóðu An Quang, en það er miðstöð búddatrúarmanna, sem kunn er fyrir andstöðu við fyrrverandi stjórnir Ngo Dinh Diems og Ngyen Van Thieus. í aprilmánuði 1978 var enn einn ' fyrirliða UBS, Thich Thien Minh, einnig handtekinn. Hann hafði and- mælt ofsóknum á hendur búddatrúar- mönnum sem framkvæmdar voru af stjórn Van Thjeu. Þessar handtökur, sem fylgdu i kjöl- far tilrauna stjórnar kommúnista til að takmarka starfsemi An Quang pagóð- unnar voru útlendum fréttamönnum undrunarefni þar sem pagóðan hafði haft forystu í andstöðunni gegn fyrr- verandi stjórn í Saigon, allt til þess er lýðveldi sósialista var stofnað í Víet- -nam árið 1975. Sameinaða þúddistakirkjan var stofnuð i lok stjórnartíma Diems for- seta i nóvember 1963. Fall Diem- stjórnarinnar var lokaþáttur langvar- andi vandræðaástands sem átti rætur að rekja til mikillar óánægju fólksins með stjórnarhætti landsins, einkum afstöðu stjórnvalda til búddista. Á stjórnarárum Diems voru margir búddamunkar handteknir, þar á meðal þrír hinna sex munka sem áður er getið, en þeir eru nú i haldi hjá stjórn- völdunum. Eftir 1964 jukust afskipti búdda- trúarsamtakanna af skólamálum, munaðarleysingjahælum, dagvistar- stofnunum, líknarmálum og reynt var að efla sjálfstæði búddatrúarmanna bæði lærðra og leikra. Foringjar búdd- ista héldu uppi stöðugum áróðri gegn stjórn Thieus og margir þeirra voru fangelsaðir. Eftir að stríðinu lauk og Vietnam varð eitt sósíalískt ríki hefur hin Sam- einaða kirkja búddista stöðugt stað- hæft, að starfsemi hennar sé haldið niðri. Aðalþrætueplið milli búddista og kommúnista hefur verið andstaða

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.