Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 16.10.1978, Blaðsíða 22
22 MARKAÐURINN GRETTISGOTU12-18 Sýningarsvæði úti sem inni. simi 25252 Kord (íranadu *77. lirænn (sanscraftur), 2ja dvra, H «L, biinsk. i (■úin. I kinn 18 þ. km. Mjöu fallcuiir hill. Vcrú 4,5 millj. Peugeot 404 station 1973, rauður, ekinn 74 þús. km. 7 manna. Snjódekk á felgum. Toppgrind. Verð kr. 1550 þús. Ford Fairmonl, árg. ’78, grásanseraður, sjálfsk., aflstýri, afl- bremsur, tausæti. Glæsilegur bill. Verð4.7 m. Bronco Ranger 1974, grænn, sanseraður 8 cyl, sjálfskiptur. Góð klæðning, ekinn 51 þús. km. útvarp og segulband, mjög fallegur jeppi. Verð kr. 3,2 millj. Skipti möguleg á Mazda 929 Coupé ’77—’78. li Tovota MK U’75. Gulur, ekin 53 þús. Datsun 120 Y station ’77, rauður km, útvarp, glæsilegur og eftirsóttur ekinn 32 þús. km. NV dekk + bíll. Verð 2,7 millj. snjódekk. Verð kr. 2,7 millj. Citroeen G.S. station 1974, grænn. V.W.1303 1974, grænn, sanseraður, - Fallegur bill. Verð kr. 1600 þús. ekinn 68 þús. km. Segulband. Fallegur bill.Verð kr. 1350 þús. Volvo 145 station 1972 gulur, ekinn, Lancer 1975 ekinn 36 þús. km. Verð 114 þús. km. Verð kr. 1750 þús. kr. 1900 þús. Skipti á ódýrari bil. Subaru 1978 rauður ekinn 26 þús. km. Chevrolet Vega 1974 rauður ekinn 49 Verð kr.3,9 millj. þús. km. Verð kr. 1600 þús. Passat'74, Ijósblár. Verð2.l millj. Dodge Dart Swinger árg. ’71, blár m/vinyltoppoi, 8 cyL, sjálfsk., aflstVri. Bill i sérflokki. Verð kr. 2.1 millj. DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1978. Slysin í umferðinni: „Ætti að sýna fólki afleiðingar slysanna áður en það fær ll íl ^ “ Litið inn á Grensásdeild U11 |J IUI Borgarspítalans Yf ir tuttugu árekstrar á sólarhring Slysin í umferðinni að undanförnu hafa vakið menn til umhugsunar um umferðarmálin. Menn virðast yfirleitt láta allar fréttir af umferðarslysum sem vind um eyru þjóta og hugsa sem svo: Þetta kemur aldrei fyrir mig. En að undanförnu hafa verið um og yfir tuttugu árekstrar í Reykjavik á sólar- hring og oft hafa þessir árekstrar í för með sér alvarleg slys á mönnum. Það er þvi full ástæða til að íhuga þessi mál. Kannski verður þú einn af tuttugu sem lendir í árekstri næsta sólarhringinn? Augnabliks yfirsjón Blaðamenn DB litu inn á Grensás- deild Borgarspítalans og hittu þar nokkra sjúklinga að máli. Fyrstur á vegi okkar varð 15 ára piltur í hjóla- stól, Magnús Geir Pálsson. Hann lenti i umferðarslysi 24. ágúst sl. Honum sagðist svo frá: „Þetta skeði á Holta- veginum. Ég keyrði upp veginn á skellinörðu. Þá sé ég að bill kemur að vegamótunum og ég lít til bílsins þar sem ég þekkti ökumanninn. Þarna var um augnabliks yfirsjón að ræða, því fyrir bragðið sá ég ekki kyrrstæðan bil, sem stóð aðeins fyrir ofan vegamótin. Ég lenti aftan á stauðaranum og flaug af hjólinu. Þessi augnabliks yfirsjón kostaði það, að ég lærbrotnaði á hægri fæti, einnig slitnuðu liðbönd og ég fékk vont brot á vinstri ökkla. Nú er ég búinn að eiga i þessum meiðslum í sjö vikur en eftir helgi á ég að fara á hækjur.” Magnús sagðist fyrst hafa verið 4 vikur á Borgarspítalanum og þá alveg rúmfastur. Síðan hefði hann verið á Grensásdeildinni og kynni þar ágætlega við sig. Kennari kæmi til hans og sæi um að hann yrði ekki á :ftir i náminu. Magnús sagðist vilja koma þeirri hugmynd sinni á fram- færi, að það yrði gert að skyldu í sam- aandi við mótorhjólin að þau hefðu Ijós á allan daginn þvi annars féllu þau ;vo inn í umferðina að erfitt væri að ijá þau. Ófær gatnamót Kristin Bundy. Næst hittum við Hafliða Helgason frá Siglufirði að máli. Hann lenti í slysi 10. september á Arnarneshæðinni. Hann sagði svo frá slysinu: „Við hjón- n vorum að koma úr kaffi hjá mág- conu minni, sem býr í Arnarnesinu. Ég keyröi svo sem leið liggur upp á órnarneshæðina og ætlaði að sæta lagi að komast yfir, en gatnamótin parna á hæðinni eru að minum dómi alveg ófær. Mér sýndist að miðað við fullkomlega löglegan hraða ætti ég að deppa yfir. Þegar ég var kominn yfir iðra akreinina kemur bill, sem mér er sagt að hafi verið að taka fram úr öðrum bil. Það skipti engum togum að hann kom inn i hliðina á mér og billinn minn valt. Ég missti meðvitund og vissi ekkert af mér fyrr en farið var að tosa mig úr frakkanum. Ég var fluttur á slysadeild og myndaður i bak og fyrir og reyndist ég mjaðmar grindarbrotinn. Mér hefur verið sagt, að ég hafi verið heppinn að ekki skyldi fara verr. Siðan var ég fjórar vikur á Borgarspitalanum og kom hingað sl. mánudag. Ég er nú að byrja í æfingum í grind og get orðið snúið mér í rúminu en ennþá get ég ekkert stigið í annan fótinn. Ég reikna með að verða hér a.m.k. fjórar vikur í viðbót.” Lausamölin búin að kosta mörg mannslíf Kristin Bundy, sem er búsett i Bandarikjunum, varð næst á vegi okkar. Hún var stödd hér í hálfsmán- aðarsumarfríi er hún lenti í bilslysi i Suðursveit í A-Skaftafellssýslu 29. júní. Þetta bilslys varð þess valdandi að sumarleyfi hennar stendur enn án þess að hún hafi óskað eftir því. Hún sagði að billinn sem hún var i hefði lent i lausamöl og út af veginum. Hún brotnaði illa á báðum fótum, var í hálfan mánuð á Borgarspítalanum en siðan á Grensásdeildinni. Hún vonast til að komast heim fyrir mánaðamót. En gefum Kristínu orðið: „Ég held að vegakerfið hér og þá einkum lausamöl- in hljóti að vera búin að kosta mörg líf og miklar þjáningar og þrengingar. Ég er aldrei hrædd i umferðinni i Banda- ríkjunum þrátt fyrir að hún sé miklu meiri en hér. Hér er ég hins vegar alltaf hálfhrædd í umferðinni. Mér finnst umferðin eitthvað svo óörugg hér og margt asnalegt í sambandi við um- ferðarreglur hér. Þú sérð t.d. hvergi fjórar stöðvunarskyldur hér á kross- götum eins og algengt er i Bandaríkj- unum. Einnig mætti minnast á þessa asnalegu hringi hér. Ég held að það væri ekki svo vitlaust að skylda fólk til að fara á staði eins og Grensásdeildina áður en það fær bilpróf og sýna þvi af- leiðingar slysanna. Það yrði þá kannski til þess að það færi gætilegar í umferðinni." Alvarlegum umferðarslysum fer fjölgandi Að lokum tókum við tali Jóhann Gunnar Þorbergsson yfirlækni. Hann sagði að sér virtist sem alvarlegum umferðarslysum færi mjög fjölgandi. „Það má segja að tækninni við að lappa upp á fólk sem lendir i svona slysum hafi fieygt mjög fram. Margt af þvi fólki sem hér er hefði dáið áður fyrr en nú hlýtur það varanlegan skaða, er e.t.v. lamað fyrir neðan háls eða mitti. Það er hægt að endurhæfa flesta sjúklingana aö vissu marki en spurningin er: hvað tekur svo við? Er þjóðfélagið tilbúið að taka við svo

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.