Dagblaðið - 16.10.1978, Side 32

Dagblaðið - 16.10.1978, Side 32
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 1978. UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT ÞURSAFLOKKURINN á fleygiferð. Karl Sighvatsson hefur nýlega bætzt i hópinn og leikur i ferðinni i staðinn fyrir Rúnar Vilbergsson, sem ekki á heimangengt. DB-mynd: Ragnar Th. Þursaflokkurínn fer í hríngferð um landið Hringferð Þursaflokksins um fagottleikari á ekki heimangengt sök- 1. nóvember ísafjörður landið er nú að mestu leyti skipu- lögð. Flokkurinn leggur af stað eftir tvo daga og hefur fyrstu viðdvöl á Laugarvatni. Síðan verður farið sem leið liggur austur á land og norður fyrir. Plata Þursaflokksins er væntanleg á markaðinn eftir nokkra daga. Flokkurinn boðaði blaðamenn á sinn fund fyrir nokkrum dögum, þar sem ferðaáætlunin var kunngerð. Sömuleiðis var blaðamönnum gefinn kostur á að hlusta á nýju plötuna. Á henni eru átta lög, fimm úr þjóðlaga- safni séra Bjarna Þorsteinssonar og þrjú eftir Þursana sjálfa. Óhætt er að lofa mjög sérstæðri plötu eftir fyrstu hlustun. Ein mannabreyting er orðin á Þursaflokknum. Rúnar Vilbergsson um námsanna. í hans stað hefur gamalreyndur orgelleikari, Karl Sig- hvatsson að nafni, verið ráðinn. Á blaðamannafundinum kvaðst Egill Ólafsson söngvari flokksins vonast til þess að í framtiðinni ættu þeir báðir eftir að vera með. • Viðkomustaðir Þursaflokksins ’á yfirreiðinni um landið eru eftirtaldir: 18. október Laugarvatn 19. október Skógaskóli 20. október Höfn í Hornafirði 21. október Eiðar 22. október Húsavík 23. október Akureyri 24. október Akureyri 25. október Sauðárkrókur 26. október Stykkishólmur 27. október Keflavík 28. október Bifröst Þá er einnig fyrirhugað að leika á Kleppjárnsreykjum, i Reykholti, á Akranesi og Selfossi. Ákveðnar dag- setningar liggja enn ekki fyrir á þeim stöðum. Það er athyglisvert að á flestum framangreindum stöðum mun Þursaflokkurinn skemmta i skólum. Það er nýbreytni í skemmt- analifinu að hljómsveit taki sér langa ferð á hendur til að skemmta skóla- nemendum. Um miðjan nóvember hefjast sýn- ingar á ballett þeim sem Þursaflokk- urinn tók þátt i á Listahátíð i sumar. Flokkurinn verður þar með. Þá er einnig á athugunarstigi að heim- sækja hin Norðurlöndin, en ekkert ákveðið er komið fram í því ennþá. - ÁT „Ég er reyndar ekki búinn að finna nafn á plöturnar. Það pompar upp einhvern tíma á næstu dögum,” sagði Gunnar Þórðarson tónlistar- maður í samtali við Dagblaðið á föstudag. — Gunnar kom til landsins fyrir stuttu frá Bandaríkjun- um með nýja, tvöfalda sólóplötu sína i farangrinum. Mestöll tónlistin á plötunum tveim er ný af nálinni. Gunnar kvað aðeins tvö áður útkomin lög hafa verið valin á plöturnar lögin Lít ég börn að leika sér, sem var á fyrstu Trúbrotsplötunni, og Today, af plöt- unni Mandala. Það lag er nú komið með íslenzkan texta. „Ég tók lögin mestmegnis upp í þremur stúdíóum í Los Angeles,” sagði Gunnar. „Einnig hljóð- blandaði ég þrjú lög í New York og hljóðritaði dálitið í Hljóðrita i Hafnarfirði. Ég notaði þvi samtals fimm stúdíó við gerð platnanna.” Fjöldi hljóðfæraleikara kemur við sögu á plötum Gunnars, flestir bandarískir. Alls voru fjórir trommuleikarar notaðir og fjórir bassaleikarar. Átta manna blásara- sveit leikur með og átján fiðluleik- arar, hornleikari og fagottleikari. Þá lék slagverksleikarinn Steve Forman með i nokkrum lögum. Að sögn Gunnars er Steve þekktur maður á sínu sviði ytra. Gunnar syngur flest lögin á plöt- urium. í einu nýtur hann aðstoðar þeldökkrar sessionsöngkonu. Einnig syngja Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gisladóttir baksöng í nokkrum lögum. „Það má skipta sólóplötunum í þrjá hluta,” sagði Gunnar. „Ein plötusíða er alveg instrúmental, það er ekki sungin. Önnur hlið er með lögum við íslenzka texta og loks eru tvær plötuhliðar með enskum textum. íslenzku textana sömdu þeir Þorsteinn Eggertsson og Hrafn Gunnlaugsson en þá ensku orti hálf- islenzk kona, Toby Sigrún Herman, sem er búsett í New York.” — Leikna tónverkið er að megni til Brimþeyr við ströndina sem Gunnar flutti á Stjörnumessunni í fyrra. Einnig bregður þar fyrir stefi úr tónlistinni við kvikmyndina Blóðrautt sólarlag. — Bergþeyr við' ströndina hefur reyndar komið út á plötu með Árna Johnsen biáða- manni. Gunnar Þórðarson kvað allt óákveðið um hve lengi hann yrði á landinu að þessu sinni.Hann hyggur nú á gerð nýrrar hljómplötu sem verður tekin upp í Hljóðrita. Ekkert vildi Gunnar segja um efni þessarar nýju plötu, kvað það ekki ákveðið ennþá. Hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári. Sólóplatan er aftur á móti væntanleg í búðir um næstu mánaðamót. ÁT. Cirkus svararskitkasti hljómsveitarstjóra EFÞAÐ ER GAMALDAGS AÐ KREFJAST SÓMASAMLEGRAR GREIÐSLU FYRIR VINNU... Mánudaginn 2. október birtist i DB viðtal við hljómsveitarstjóra nokkurn. Tilefni þess munu vera ummæli eins af meðlimum hljóm- sveitarinnar Cirkus i sama blaði nokkrum dögum áður. Þar sagði hann að ein hljómsveit virtist sjá sér hag í því að undirbjóða aðrar á skóladansleikjamarkaðinum. Þarna voru engin nöfn nefnd en sagt að þeir skyldu taka til sín sem ættu. — Hljómsveitarstjóri þessi hefur greini- Hljómsveitin CIRKUS leiöréttir hér nokkrar missagnir sem hafðar voru eftir Ólafi Helgasyni hljómsveitarstjóra Tívolis í Dagbiaðinu þann 2. október. Ljósm. Kristinn Ólafsson lega gripið ummælin á lofti og svarar þeim með mörgum og stórum orðum. Við ætlum hins vegar að leiðrétta nokkur villandi ummæli sem koma fram í viðtalinu við hljómsveitar- stjórann. 1. Hljómsveitarstjórinn segir að hljómsveit hans hafi aðeins einu sinni leikið fyrir tvö hundruð þús- und króna greiðslu á skóladans- leik. Við vitum eftir áreiðanlegum heimildum að svo er ekki. 2. Hljómsveitarstjórinn fullyrðir að FÍH hafi veitt honum upplýsing- ar um verðtilboð okkar á ákveðn- um skóladansleik. Starfsmaður félagsins segir hins vegar að þar sé rangt með farið. Hljómsveitar- stjórinn hlýtur að hafa fengið upplýsingar sinar annars staðar frá. ★ 3. Hljómsveitarstjórinn tekur fram í viðtalinu að aldrei hafi verið farið fram á samræmingu verðlags hljómsveitar hans og Cirkuss á skóladansleikjum. Rétt mun vera að aldrei hefur verið rætt við hann um verðlagsmál en Sævar Sverrisson, söngvari Cirkuss, talaði hins vegar við tvo af liðs- mönnum hljómsveitar hans um verðlagningu skóladansleikja og voru þeir mjög svo jákvæðir. Þessi ummæli falla þvi um sjálf sig. ★ 4. Hljómsveitarstjórinn fullyrðir að hljómsveit hans standist fremur kröfur hlustenda en Cirkus. Þetta eru stór orð og lýsa mjög hinu annálaða hugrekki stjórans. Ekk- ert er fjær okkur, sem skipum Cirkus, en að telja okkur yfir aðrar hljómsveitir hafna á neinn hátt — allra sízt í fjölmiðlum. Hljómsveitarstjórinn vegur ein- ungis að sjálfum sér með þessum ummælum og er þeim vísað bein- ustu leið heim til föðurhúsanna. ★ 5. Ef það telst gamaldags að fara fram á sómasamlega greiðslu fyrir vinnu sina, á meðan holskefla verðhækkana skellur á hljóðfær- um og öðrum tækjum sem notuð eru til tónlistarflutnings, eru liðs- menn Cirkuss, allir með tölu, hreyknir yfir því hversu gamal- dags þeir eru. ★ Okkur Cirkusmönnum þykir málið í heild harla undarlegt. Við teljum að allt skítkast sé frá öðrum en okkur komið. Að endingu viljum við lýsa okkur fúsa til viðræðna — hvort sem þær fara fram i blöðum eða annars staðar — um hagsmuna- mál stéttar okkar. 12. október 1978, Cirkus. SÓLÓPLATA GUNNARS VÆNTANLEG

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.