Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.11.1978, Qupperneq 2

Dagblaðið - 06.11.1978, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. „MIG LANGAR í OZOU —get ég fengið það? — lesandi spyr hvar hægt sé að fá þjóðardrykk Grikkja Grikklandsfari spyr: Ég og nokkrir kunningjar minir sem farið hafa til Grikklands á undanförn- um árum sakna þess að við höfum ekki fengið ozou, þjóðardrykk Grikkja, sem er anisbrennivín, í verzl- unum ÁTVR. Er von til þess að úr þessu rætist á næstunni? Svan DB snéri sér til Jóns Kjartanssonar forstjóra ÁTVR og innti hann eftir þessu: „Því miður getum við ekki haft alla heimsins þjóöardrykki, þetta er gífurlegur fjöldi. En spyrjandi getur snúið sér til okkar og sérpantað hvaða vín sem er. Sem sagt, kæru vínunnendur, þið getið sérpantað hvaða vín sem er sem ekki er selt I verzlunum ÁTVR, síminn er 24280 (Jón Kjartansson for- stjóri). Ekki er hægt að kvarta ytlr þjónustu ÁTVR manna. Langi þig í vín sem ekki er á boðstólum hér á landi þá gerðu svo vel, ÁTVR sérpantar. Hvernig get ég orðið lögga? Ásta hringdi: Ég sá i þættinum um daginn að spurt var um lögregluna, því datt mér í hug að spyrja dálítið meira um hana: Hvaða námi þarf maður að vera búinn að ljúka til aö fá inntöku i lög- regluna? Hver er lágmarksaldur í lögregluna? Þarf maður að ganga í einhvern sér- stakan skóla til að verða lögreglu- þjónn? Ef svo er hvað kostar það nám? Þarf maður að vera eitthvað sér- staklega stór til að fá aögang að lög- reglustörfum? Svar: Eftirtalin skilyrði þarftu að uppfylla til þess að geta hafið nám í Lögreglu- skóla ríkisins: Þú þarft að vera ráðin (starfandi) lögregluþjónn, vera á aldr- inum 20—30 ára og líkamlega hraust og heilbrigð. Þú þarft að hafa hreint að geta fengið hjá viðkomandi lög- sakavottorð og auk þess gagnfræða- reglustjóraogþegarþúertráðin.ferðu próf eða hliðstæða menntun, þ.e. ein- sjálfkrafa inn í Lögregluskóla ríkisins. hverja framhaldsmenntun. Þú byrjar Skólinn byrjar yfirleitt í októbér og er á að sækja um starf sem lögreglu- þá í sex vikur. Eftir eins árs starfsþjálf- þjónn, sérstök umsóknareyðublöð áttu un eru siðan 18 vikur á skólabekk. Úrvalssveit lögreglunnar I Reykjavík á heiðursvakt við Alþingishúsið. Kr. 20.340.- Litir Beige og svert 21.410.- Litir Gulbrúnt ogsvart Kr. 20.340. Póstsendum Litur Brúnn N PILLIHÉR OG PILLIÞAR — pilsnerunnandi kvartar undan mismunandi verði í verzlunum Viðskiptavinur skrifar: Ég er einn af þeim sem þykir góður pilsner og þar sem gosdrykkjastríð um verðálagningu hefur verið háð, þá langar mig að vita hvort pilsnerinn sé ekki eins og aðrir drykkir undir ákveð- inni álagningu. Ég keypti í október sl. pilsner sem kostaði 110 kr. innihaldið í Torfufelli sf., verzlun einni í Banka- stræti. Ég læt hér fylgja kvittun um að ég hafi borgað þá upphæð. En er ég verzla I öðrum verzlunum er ég látinn borga kr. 95.-96 sem er vist rétt verð á honum?? Hvers vegna er pilsnerinn dýrari hjá Torfufelli. Hvað á hann að kosta? Hvað kostar pilsnerinn úti á landi. Svar: DB hafði samband við fulltrúa verð- lagsstjóra, Friðbjörn Berg, og tjáði hann okkur að þarna væri um brot á lögum að ræða. Á þessum tíma, nánar tiltekið 26.10. sl., kostaði pilsnerinn kr. 96. Pilsnerinn kostar í dag, 6. nóv. 1978, 120 kr. innihaldið. Á allar vörur Hér er nótan sem einn viðskiptavinur Torfufelis s.f. fékk er hann keypti pilsner á 110.00 krónur, en hann átti að kosta 96.00 krónur. sem fara út á land er lagt vörugjald og er það mismunandi eftir því hvert var- an fer. Því er ekki hægt að telja upp hvað pilsnerinn kostar úti á landi. Hvernig get ég eignazt pennavin íKína? Elinborg S. Jónsdóttir spyn Hvert á að skrifa til að eignast kín- verska pennavini. Svan DB hafði samband við Arnþór Helgason, formann Kinversk-íslenzka menningarfélagsins, og spurði hann hvort hann gæti svarað spurningu Elínborgar. Arnþór sagðist telja væn- legast til árangurs að skrifa til: The Chinese Peoples Associ- ation for Friendship With Foreign Countries, Peking. V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.