Dagblaðið - 06.11.1978, Side 7

Dagblaðið - 06.11.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. 1 Jakob Hafstein — sýnir í Gyllta salnum á Borginni. „Engin mótmæli við Kjarvals- staði ” — segir Jakob Hafstein, sem sýnirnúí Gyilta salnum á Hótel Borg „Þessi sýning á Borginni er engin mótmæli við Kjarvalsstaði eða yfirleitt. neitt. Það eru hins vegar meðmæli með mér að Sigurður Gislason, hótelstjóri, skuli hafa boðið mér að halda hér sýn- ingu,” sagði Jakob Hafstein listmálari, lögfræöingur og margt fleira í viðtali við fréttamann DB í gær. Sýningin er auðvitað i „Gyllta saln- um” og er meðal margs konar nýbreytni sem hinn nýi hótelstjóri ætlar að bjóða gestum á næstunni. „Hérr.a um daginn komu hjón og settust við eina súluna. Þau settu upp hringana þar árið 1943 og nú á ég von á barnabarni þeirra á jólaball um hátið- arnar,” sagði Sigurður Gíslason hótel- stjóri. „Já, það hefur komið til orða að dansa hér á eftirmiðdögum eins og gert var i gamla daga,” svaraði Sigurður þegar fréttamaður innti hann eftir því hvort þetta væri rétt hermt. „Það er alveg áreiðanlegt að lífið er aftur að leita hingað í miðbæinn,” sagði Jakob. „Það hafa allar borgir sinn mið- bæ og Borgin verður alltaf í miðbænum, hvað sem skipulagsstjórar hverrar kyn- slóðar segja.” Jakob sýnir 44 myndir á Hótel Borg og veggjaprýðina fá gestir Borgarinnar að skoða ókeypis 1 boöi Jakobs og hótels- ins. Þarna eru vatnslitir, pastel, túss og olíulitir. Mótívin eru allt frá Spánar- blómum og Porto Christo á Mallorca og i Kaldbaksvík og Gæsir á beit. Þótt Jakob sé trúr náttúrulegum og oft kunnum mótívum er hann þó að prófa ýmislegt nýtt. Það geta gestir sýn- ingarinnar og hótelsins sannfærzt um á sýningunni dagana 4. til 12. nóvember. - BS Mikil ölvun um helgina: Allarfanga- geymslur fullar Mikil ölvun var i höfuðborginni um helgina og voru allar fangageymslur lög- reglunnar fullar bæði aðfaranótt laugar- dags og sunnudags. Að sögn lögreglunn- ar var októbermánuður hins vegar mjög rólegur og þessi aukning á ölvuninni núna á trúlega rætur sinar að rekja til mánaðamótanna. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun ennþá, en við erum að þreifa fyrir okkur um hvað skuli gera,” sagði Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, þegar DB spurðist fyrir um hugsanlega sölu Víðishússins. Það kom fram fyrir nokkrum vikum að Karnabær hf. i Reykjavík sýndi áhuga á að kaupa Víðishúsið af menntamálaráðuneytinu, en nýr menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, lagðist mjög gegn kaupunum sem þingmaður á sínum tíma. Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, sagðist í samtali við DB ekkert svar hafa fengið frá ráðuneytinu, þó því hafi verið lofað -fyrir mánaðamót október-nóvember. getum ekki beðið neitt eftir þessu, „Okkur vantar húsnæði og erum að enda komin einhver pólitisk della í leita að því,” sagði Guðlaugur. „Við málið.” -ÓV. MENNT AM ALAR AÐHERRA ENN ÓÁKVEÐ- INN UM SOLU VÍÐISHUSSINS JAPANIHÖNDLAR VIÐ LÆKJARTORGIÐ Undir dúndrandi tónlist útimark- aðarins á Lækjartorgi á föstudag opnaði japanskur framkvæmdastjóri verzlun sína með Sony hljómtæki á horni Lækjargötu og Lækjartorgs og heitir hann Kenichi Takefusa. Stjómar hann nýstofnuðu hlutafélagi er nefnist Japansk-íslenzka verzlunar- félagið og hefur starfsemi sína með einkaumboði á áðurnefndum hljóm- tækjum ogsjónvarpstækjum. Sony fyrirtækið japanska var eitt brautryðjendafyrirtækja japansks raf- eindaiðnaðar, sem nú er orðinn stórveldi í heiminum á þvi sviði. Þegar forráðamenn fyrirtækisins voru spurðir hvort þeir státuðu af ein- ‘hverju afgerandi fram yfir önnur hljóm- tæki og sjónvörp svöruðu þeir af „lítil- læti” með lítilli sögu af einum framleið- anda Mercedes Benz: „Ef við framleidd- um jafn góða bíla miðað við aðra og þið hljóm- og sjónvarpstæki værum við ánægðir.” - G.S. LA PALMAS: DON CARLOS ibúðirnar vinsælu með útsýn yfir baðströndina og borgina. Sunna byöur allt það bezta sem til er á Kanaríeyjum Kanaríeviar — Vetraráætlun Sunna flýgur beint dagflug án millilendingar til Kanarfeyja allan ársins hring og hér kemur vetraráætlunin. — Pantið snemma þvi ferðirnar fyllast fljótt. ATHUGIÐ! Beint dagflug án millilendinga á föstudögum. Brottfarar- aagar: 17. nóvember 1., 8., 15., 22. og29. desembér 5., 12., 19. og 26. janúar 2., 9., 16. og23.febrúar 2., 9., 16., 23. og30. marz 6., 13., 20. og27. apríl. Dvalarúmi em, tvær eða þrjar vikur. Eftirsóttustu íbúöirnar og hótelin: Pantið strax meðan enn er hægt að velja unpáhaldsgististaðina og þann tima sem hentar bezt. íbúðahótelin vinsælu, KOKA, CORONA ROJA, ROCHAS VERDE, HÓTEL EUGENIA VICTORIA, LOS SALMONIS OG SANTA FE SMÁHÝSAH VERFI. Skrifstofa Sunnu með fslenzku starfsfólki á Playa del lngles. APARTAMENTOS iELLAVISTA TENERiFE: Við höfum i vetur einnig ferðir til l blómaeyjunnar Tenerife. íslcnzkur \ fararstjóri á staðnum. / , : Hægt er að velja um dvöl f ibúð og á hótelum og smáhýsum f ferðamanna- bænum PUERTO DE LA CRUZ og fbúðum og smáhýsum á PLAYA DE LAS AMERICAS á suðurströnd Tenerife. uebto oe Svo öruggur sólskinsstaður að Sunna endurgreiðír hvern þann ferðadag sem sólin ekki skín FerðaskrifstofanSUNNA Bankastræti 10 -GAJ.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.