Dagblaðið - 06.11.1978, Síða 14

Dagblaðið - 06.11.1978, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. Súðavík Nýr umboðsmaður: Ingibjörg Björnsdóttir, Aðalgötu 16, sími 94-6957. BLAÐIÐ Kópasker Nýr umboðsmaður: Guðbjörg Vignisdóttir, Boðagerði 10, sími 96-52128. BIADIB Grindavík Sölubörn vantar. Uppl. hjá Guðfinnu Gunnarsdóttur í síma 92-8294. MMEBLABIB gggSiiiuiM'ig! Suasaj Skólastjórastaða við Iðnskólann á Patreksfirði er laus til umsóknar. Skólinn mun starfa frá áramótum og fram í maí. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fjöl- skyldustærð skulu berast formanni skólanefndar fyrir 20. nóvember. Menntamálaráðuneytið Hársnyrting Vifía Þórs Pantíð tíma ísíma 34878 Domu- og herraklippin Armúla 26 Ármúla26 2. hæð Simi34878. FLAUTU- LEIKUR SEM HUGSJÓN Viðtal við Manuelu Wiesler flautuleikara Innlifun. t Seint verður fullmetið og þakkað framlag erlendra tónlistarmanna til íslenskrar menningar. Hver eftir annan hafa þeir sest hér að gegnum árin, af ýmsum ástaeðum og misjafn- lega lengi og drepið úr dróma íslenskt tónlistarlíf með atorku sinni og nýjum viðhorfum, en þó ávallt með fullri virðingu fyrir tónlistarhefð okkar. Listinn er langur: Róbert A. Ottóson, Páll P. Pálsson, Herbert H. Ágústsson Bohdan Wodiszko, Marteinn H. Friðriksson og Vladimir Ashkenasy — auk fjölda annarra, m.a. hljómsveita- stjóra og kennara i tónlistarskólum víða um land. Árið 1973 settist hér að Manuela Wiesler flautuleikari ásamt manni sínum Sigurði S. Snorrasyni hljóðfaeraleikara og ferill hennar hefur siðan verið með eindæmum glæsi- legur. Hún er fædd í Brasilíu af austur- rískum foreldrum, hóf að læra á flautu tiu ára gömul og útskrifaöist úr tón- listarskóla með miklu lofi sextán ára og ferðaðist á vegum austurríska menntamálaráðuneytisins ýmist sem einleikari eða með tríói víða um lönd. Árið 1976 sigraði Manuela I norrænu tónlistarkeppninni ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni og í fyrra hlaut hún þriðju verðlaun í alþjóðlegri sam- keppni flautuleikara á ltaliu. Hún er einn af uppáhaldsnemendum hins þekkta klassíska flautuleikara (og poppstjörnu. . .) James Galway og hefur verið boðið að halda einleikstón- leika í Wigmore Hall í Lundúnum á næsta ári. Nú sem stendur vinnur hún að hljómplötu í Hljóðrita í Hafnar- firði. Hér heima hafa gagnrýnendur okkar kallað Manuelu „frábæran tónlistarmann” og samstarfsfólk hennar lofa hana í hástert — „eins og hugur manns”, segja þeir. Maður skyldi ætla að hér væri um að ræða „erfiðan” persónuleika og yfirlætislegan.Ekkert er fjarri sanni. Manuela er aðeins rúmlega tvitug, hláturmild og innileg í fasi og svarar öllum spurningum af fölskvalausri einlægni — eins og hún væri að kanna eigin hug en ekki að fræða aðra. lbúð þeirra hjóna á Bárugötunni ber þess merki að þar gengur tónlist og barna- uppeldi fyrir öllu — ekkert prjál, ekkert sjónvarp og enginn bíll fyrir utan. Við spyrjum fyrst um tildrög þeirrar hljómplötu sem hún nú vinnur að í Hafnarfirði. Manuela: Þetta kom til tals þegar ég var að leika inn á jólaplötu i Hljóðrita í fyrra. Það var afskaplega yndislegt að vinna með þeim bræðrum Karli og Sigurjóni og upp kom þessi hugmynd um sólóplötu mína. 1 fyrstu vorum við að hugsa um einhverja létta tónlist og söluvöru, en svo sannfærðist ég um að fólk mundi alveg eins kaupa „erfiðari” tónlist ef hún væri vel leikin. Svo kom Iðnó konsertinn á Listahátíð og við afréðum að leika eitthvað af þeirri tónlist á plötu. Hljómplatan er næstum tilbúin — við leggjum siðustu hönd á hana í nótt. A.I.: Hvernig leggst almenn stúdíóvinna I þig? Er leiðinlegt að vinna uppfyllingarvinnu á öðrum hljómplötum? Manuela: Þetta er dálítið skrýtin stemmning. Maður sér enga sam- spilara eða áheyrendur — situr þarna einn með heyrnartæki og spilar. En þetta er góð reynsla og alls ekki leiðinleg. Ég hef heldur ekkert á móti því að vinna að plötum annarra, það er tilbreyting. A.I.: Hvernig hefur þú ofan fyrir þér að öðru leyti? Kennirðu? Manuela: (hlær) Ég hef einn bráðefnilegan nemanda. Að öðru leyti vinn ég ekki venjulega vinnu. Mér finnst nefnilega sem ég eigi svo mikið ólært sjálf í flautuleiknum að allur minn tími fer í það að þjálfa mig í honum hér heima. Þetta er hugsjón sem ég vil ekki fórna á altari pening- anna. Þetta þýðir það að við erum ekki og verðum sjálfsagt aldrei efnuð — en við skrimtum einhvern veginn á vinnu Sigurður og stöku stúdíótörn. Margt fólk hér á erfitt með að skilja þessa afstöðu og kallar hana kannski eigin- girni. En mér finnst sem mér hafi verið gefið eitthvað sem mér beri skylda til að rækta eins vel og mögulegt er. Með þessu móti get ég einnig verið með börnunum. A.I.: Hvernig fer það saman að æfa 4—5 tíma á dag og gæta barna? Manuela: Þetta hefur verið erfitt, en nú er annar strákurinn kominn í leikskóla hluta dags. En þetta er sífelld togstreita. Þegar ég æfi mig, finnst mér ég vera að vanrækja drengina og þegar ég er að hugsa um þá, finnst mér ég vera að snuða listina. Stundum verð ég að æfa annars staðar. En Sigurður er mikil hjálp og lokar sig oft af með börnin þegar hann veit að ég þarf að æfa. Það mundu ekki allir karl- menn gera það sem hann gerir og að líða það að konan sé heima „atvinnu- laus”... A.I.: Ef við víkjum að flautunni sjálfri, hvernig atvikaðist það að þú fórst að læra á hana? Manuela: Ég heyrði einhvern tíma flautuleik í útvarpi sem barn og ákvað á stundinni að læra á slikt hljóðfæri og ioks var mér gefin flauta tiu ára gamalli. _ A.I.: Ég ætlaði að læra á hljóðfæri fyrir nokkrum árum og var þá ráðlagt að læra á flautu, það væri auðveldast hljóðfæra. Er eitthvað til I þessu? Manuela: Vissulega. Þetta er að vissu leyti galli á flautunni — að það skuli vera hægt að ná valdi á henni svona auðveldlega. Allir geta spilað Telemann eftir nokkrar æfingar. En það er svo stórt stökk frá því að vera

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.