Dagblaðið - 06.11.1978, Page 15

Dagblaðið - 06.11.1978, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. 15 búin að ná tæknilegu valdi á flautunni, upp í þær kröfur sem t.d. fiðluleikarar og píanóleikarar gera til sjálfs sín. A.I.: Hvað er það við flautuna sem heiliar þig? Manuela: Hún er einna næst mannsröddinni — næst söngnum og það er hægt að beita henni með öllum þeim blæbrigðum sem finna má í söng. Flautan getur í raun hljómað eins og mörg hljóðfæri. Mér finnst ég rétt vera að byrja að uppgötva alla möguleika hennar. T.d finn ég að ég get nú gert hluti með henni sem ég ekki gat fyrir hálfu ári. A.I.: Hefur flautan einhverjar bagalegar takmarkanir? Manuela: Ég vil helst ekki viður- kenna að hún eigi sér takmörk. Ég er alltaf að berjast við að útvíkka möguleika hennar. A.I.: Hvað um rafmögnun hennar? Manuela: Það finnst mér allt í lagi í þar til gerðum verkum, t.d. í verki eftir bandaríkjamanninn Crumb. Sjálf hef ég ekki prófað að magna flautuna, en mundi eflaust prófa ef til þess kæmi. A.I.: Nú hafa islensk tónskáld og er- lend skrifað verk fyrir þig eða með þig i huga. Eru þetta gullhamrar? Manuela: (brosir út að eyrum) Vissulega. Það er ægilega spennandi. Ég hef spilað verk t.d. eftir Atla Heimi og Leif Þórarinsson sem hafa samið sérstaklega fyrir mig og fleira er í bígerð. Mér finnst ég eiga verkin eftir að hafa spilað þau — sérstaklega ef ég þekki höfundana. A.I.: Nú eru í sumum þessara verka ýmis einkennileg hljóð sem þér er ætlað að framkalla, hvæs, stunur, hróp o.s.frv. Hvernig leggjast slik hljóð 1 þig? Manuela: Mér finnst þau sjálfsögð, séu þau túlkun á djúpstæðum til- finningum i tónlist. Okkar samtíð kallar ekki á menúetta, heldur sterkari meðöl til að vekja okkur til skilnings og umhugsunar. Á tímum Mozarts þurfti kannski aðeins smá tóntegunda- skipti til að láta í ljós sterkar til- finningar. Nú þarf meira til. Og fyrir sumt eru ekki til nema óhljóð. A.I.: Hafa verið skrifaðir fyrir þig kaflar í verki sem þú treystir þér ekki til að spila? Manuela: Jú, ég man eftir kafla i verki eftir Þorkel til dæmis, þar sem hann gerði i raun ráð fyrir karlrödd (hlær). Við það réði ég ekki. A.I.: Hvað um þær umræður sem orðið hafa, t.d. i Englandi, um það að i sumum verkum þyrfti fremur karlmenn en kvenspilara á ákveðin hljóðfæri, t.d. sum blásturshljóðfæri og sclló, upp á sterka hrynjandi? Manuela: Ég hef enga trú á því að sá styrkur fari eftir kynjum, heldur þjálfun, þoli og persónuleika. A.I.: Hlustarðu mikið á aðra flautu- tónlist en þá klassísku? Manuela: Eins mikið og ég get. Það er nauðsynlegt fyrir tónlistarfólk aö vera opið fyrir öllu. Ég hlusta t.d. á austurlenska flaututónlist sem hefur haft mikla þýðingu fyrir mig. Popp hlusta ég stundum á og svo jazz. A.I.: Hvaða augum Ifturðu jazzmenn eins og Herbie Mann og Rahasan Roland Kirk? Manuela: Ég hef mjög gaman af þeim. Ég ætla ekki að lýsa þvi hvað mér finnst stundum meira gaman að Herbie Mann en einhverjum klassiskum flautuleikara með stífan flibba. A.I.: Kannastu við þessa sérstæðu öndunartækni hjá Kirk? Manuela: Jú, jú. Húnernúkennd í skólum, en kannski var hann fyrstur til að nota hana. Aðferöin felst í því að láta hringrás lofts ganga gegnum nefið. Þannig geta menn leikið á flautu tímunum saman án þess að anda á milli. Ég man eftir verki eftir Ungverja sem hefur samið tveggja tíma flautuverk án öndunar. A.I.: Elektrónisk tónlist? Manuela: Mér finnst hún allrar athygli verð, en hugsa að hún henti mér ekki sem hljóðfæraleikara. A.I.: Segðu mér frá helstu kennurum þinum. Manuela: Eftir að ég lauk prófi frá Vin fór ég til Alain Marion í París. Eg hélt að ég gæti ýmislegt, en hann hleypti úr mér mesta loftinu og skólaði mig í hreinni tæknivinnu í heilan vetur. Frakkar eiga marga frábæra flautuleikara, Rampal til dæmis, og þeir spila á dálítið sérstakan hátt sem erfitt er að skýra — það er einhver blendingur af þokka og lógík í því sem þeir gera. Svo fór ég í fyrra í kennslu hjá James Galway og hann bauð mér svo að sækja einkatíma. Þeir fóru fram við sérstakar aðstæður. Galway hafði lent í bílslysi og var á spítala þar sem hann hafði stórt herbergi. Hann er stórkostlegur persónuleiki og sér- stæður flautuleikari — opinn, afdráttarlaus en þó tilfinningalegur. Hann hefur hjálpað mér afar mikið, en ég hef sótt kennslu hjá honum tvisvar síðan. Það eru sumir sem segja að hann sé að selja sig með þessari léttu tónlist — en ef hún kveikir áhuga fólks fyrir klassískum fiautuleik þá er það réttlætanlegt. Það er ekki tónlistin, heldur afstaða manns til hennar sem skiptir máli. Allt er hægt að gera vel. A.I.: Hefur þú sjálf samið fyrir flautu? Manuela: Það tekur því varla að tala um það. Ég samdi alls konar verk sem barn og ég held ég gæti samið góð verk fyrir mitt hljóðfæri. En mér finnst ég enn vera að læra á flautuna og á meðan ætla ég að geyma það að semja. A.I.: Nú ert þú skráð Hermóðs- dóttir í símaskrána. Þýðir það að þú sért orðin islenskur ríkisborgari? Manuela: Nei, eiginlega ekki. Ég ætla að vera austurrískur ríkisborgari áfram. Austurríki er hlutlaust land og hefur engan amerískan her. En hér er yndislegt að vera og dvölin á íslandi hefur þroskað mig ákaflega mikið sem tónlistarmann, m.a. vegna einangrun- innar. Ég hefði alls ekki náð þessum þroska í Vín. Það er svo einkennilegt með Vin, þessa stórborg og tónlistar- miðstöð, að þar berjast tónlistarmenn í bökkum. í nýrri skýrslu þaðan kom í Ijós að aðeins tveir tónlistarmenn þar höfðu algjörlega ofan af fyrir sér sem einleikarar. Þú þekkir þetta kannski úr myndlistinni. Austurrískir myndlistar- menn verða að fara til Vestur-Þýska- lands til að komast áfram og þroskast. Hér á íslandi er að sjálfsögðu ýmislegt út á að setja — verðbólguna og allt kaupæðið sem stjórnar lífi fólks. Við viljum ekki taka þátt i þessu kapphlaupi um lífsgæði. Ég hef flautuna og börnin. A.I.: Hvað um tónlistariif hér? Manuela: Þvi hefur farið mjög fram undanfarin ár og það sem mér finnst skemmtilegast er hinn mikli áhugi ungs fólks á tónlist og tilfinning þess fyrir gæðum. Aftur á móti er margt sem gerir tónlistarfólki erfiðara um vik, t.d. brauðstritið sem dreifir kröftum þeirra. Sumir tónlistarmenn hér draga sig líka inn I skel af ásettu ráði. Þeir hafa lokið sinu námi erlendis og eru komnir í sæmilegar stöður og þá hætta þeir að hugsa um eigin þroska. A.I.: Eru tónlistarmenn hér hörund- Manuela að æflngu, ásamt sonum sinum Marian, sem var meiddur i andliti er myndin var tekin, og Danicl. sárari en aðrir listamenn, eins og sumir hafa haldið fram? Manuela: (hlær) Ég veit það ekki. Gagnrýni angrar mig ekki. Ég hef að vísu ávallt verið heppin með gagnrýni — en hún hefur ekki skipt mig miklu máli þar sem ég hef verið nokkuð viss um hve vel eða illa ég hef spilað hverju sinni. Ég veit það vanalega i lok hverra tónleika. En kannski leggja tónlistarmenn almennt meira i söl- urnar en aðrir listamenn. Þeir æfa eitt klukkutíma verk i marga mánuði og taka nærri sér ef það er talið mis- heþpnað. Leikari getur bætt leik sinn smátt og smátt, myndlistarmaður getur bjargað sér með mörgum myndum í einu. En ef maður hefur náð góðri tækni, þá er talsvert unnið. Maður getur fleytt sér á henni ef annað þrýtur. En auðvitað á maður alltaf að stefna að fullkomnun — þótt hún sé kannski endanlega ómöguleg. A.I. ...þegarfrýs á Fróni Vertu velkominn Jakkar og kápur sem bjóöa mokkavetur. vetrinum byrginn. Við kynnum nú og seljum Hagstæðir greiðsluskil- hinar sigursælu hámóðins málar og þú átt í vændum hlýjan mokkaflikur okkar sem sameina mokkavetur. nytsemi og fegurð. Sölustaðir: GRÁFELDUR ÍÁLAFOSS Bankastræti Vesturgötu

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.