Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978. DROPII HAFIÐ Um sýningu Bjama H. Þórarinssonar i Galleri, Suöurgata 7. 1 nýlistum gilda í raun engar reglur utan þær að verkin skulu vera „góð” og „vekjandi” á einhvern hátt. Myndlistar- manninum er frjálst að beita hvaða aðferðum sem honum sýnist, brúka þann efnivið sem honum hentar best og setja fram athuganir sinar eða ályktanir á þann hátt sem þjónar markmiðum hans vandlegast. Þess vegna eru kannski gerðar meiri kröfur til nýlistar en þeirra lista sem fara þekktari leiðir — við staflegar en Magnús og tapast eitthvað í útfærslunni fyrir vikið. „Spursmál” er líklega eina verkið þar sem mér fannst listamaöurinn hafa erindi sem erfiði, en þar kúplar hann saman hugmyndum láð-listarmanna eins og R. Smithson („Spiral Jetty”) og tilfærslum og stækkunum Sigurðar Guðmundssonar á ýmsum táknum stafrófsins, en notkun Bjarna á flæði-og-tima „elementinu” bjargar því frá glötun, — og gerir reyndar meira : Líklega er þetta besta verk frá hendi B.H.Þ. hingað til. AÐALSTEINN INGÓLFSSON ætlumst stundum til þess að nýlistar- menn séu nýsköpunarmenn í svo til hverju verki eða þá að öll verkin beri mark þeirra einna og engra annarra. Ýmsar tilhneygingar En það hefur komið í Ijós sem eðlilegt er, að nýlistariðkendur hafa alveg eins mikla þörf fyrir lærifeður og aðrir myndlistarmenn, er þeir hefja feril sinn. Sigurður Guðmundsson og ljósmynda- lýrikk hans hefur t.d. haft ótrúlega mikil áhrif á ungt mýndlistarfólk hér. Einn af þeim sem er að vinna sig i gegnum ýmsa „epigóna” er Bjami H. Þórarinsson sem nú sýnir nokkur verk í Galleriinu við Suðurgötu 7. Þar hefur hann áður tekið þátt í samsýningum, enda einn af stjórn- armönnum og forsprökkum Gallerís- ins. Hingað til hef ég ekki séð neinar skýrar tilhneigingar í verkum hans — þar hefur ægt saman tilvitnunum í láðlist, gjörninga, náttúrulýrikk i anda Sigurðar Guðmundssonar o.fl. Á þessari fyrstu einkasýningu Bjarna hefur varla rofað mikið til i þessum efnum. Náttúra og látbragð Á henni eru 8 verk, misjöfn að stærðum og gerð. Fyrirferðarmest er „Dropi í hafið” á neðri hæðinni sem er gríðar mikill steinhringur sem dreginn er saman þannig að hann visar í ljósmynd af hafinu á einum veggnum. Mér finnst þetta hreint ekki sniðug samsetning — stærðarmismunur hrings og ljósmyndar er of áberandi, auk þess sem hringurinn sjálfur minnir mjög á steinverk Richards Long. Siæðan koma Ijósmyndir, þar sem Bjarni gengur inn i náttúru „prósessa” með ýmiss konar látbragði og þar eru gæði ljósmyndanna ekki sem skyldi og útfærslan minnir mjög á gjörðir annarra kollega listamannsins á þvi sviði. Tösku- verk Bjarna hefur hins vegar á sér Ijóðrænt og þekkilegt yfirbragð þótt slíkir leikir með náttúruþróun hafi verið leiknir hér áður. Flóð og fjara „Brennunjálssaga” vísar siðan beint i Magnús Pálsson og brennusögu hans frá sýningunni í Norræna húsinu, nema hvað Bjarni túlkar atburðinn mun bók- IB-lanin: Nokkrar rrýjungar 566.880 1.001-100 Þessar tölur sýna breytingar á ráðstöfunarfé eftir 6 og 12 mánaða sparnað. IB lánin hafa vakið verðskuldaða athygli. Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning. En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur- skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags- þróunar. Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingar: 1. Stofnaður hefur verið nýr 18 mánaða flokkur. Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili, með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk vaxta. 2. Hámark mánaðarlegra innborgana hefur verið endur- skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir: í 6 mánaða flokki kr. 30.000 112 mánaða flokki kr. 40.000 í 18 mánaða flokki kr. 50.000 í 24 mánaða flokki kr. 60.000 í„36 mánaða flokki kr. 60.000 í 48 mánaða flokki kr. 60.000 3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til- mæia, að gefa fólki kost á að lengja sparnaðartímabilið, enda lengist þá lánstíminn og upphæð IB-lánsins hækkar að sama skapi. Nánari uþþlýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum afgreiðslustað — þeir vita allt um IB lán. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni 4 Iðnaðarbankinn | Aðalbanki og útibú

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.