Dagblaðið - 06.11.1978, Side 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1978.
Iþróttir
róttir
DB-mynd Bjarnleifur.
írvals-
í gátt
86-81
Val, Tim Dwyer 19, Kristján Ágústsson
16, Ríkharður Hrafnkelsson 11, Lárus
Hólm 4, Torfi Magnússon og
Hafsteinn 2 stig. Hjá KR skoraði
Hudson 30, Jón Sigurðsson 15, Einar
Bollason 10, Gunnar Jóakimsson 9,
Birgir Guðbjörnson 6, Ámi Gunnarsson
og Garðar Jóhannsson 4, Kristinn
Stefánson 3 og Kolbeinn Pálsson 2.
Það vakti athygli, og kátinu að áhorf-
endum gafst tækifæri til að spreyta sig á
að hitta körfuna í leikhléi, af 6 metra
færi. — Sá er hitti fengi heilan
kjötskrokk frá Kjötmiðstöðinni. En
áhorfendum tókst ekki að hitta — og
kjötskrokkurinn gekk þeim þvi úr
greipum. -H.Halls.
Enn vinnur
Björn Borg
Björn Borg, Svíþjóð, sigraði á stór-
móti í Japan í gær — fjórða tennismótið,
sem hann sigrar i undanfarnar vikur.
Hann lék til úrslita við Brian Teacher,
USA, sem kom mjög á óvart i keppninni,
og vann 6—4 og 6—3. Verðlaun námu
alls 200 þúsund dollurum og hlaut Björn
30 þúsund dollara fyrstu verðlaun.
Margir beztu tennisleikarar heims tóku
þátt i keppninni m.a. Jimmv Connors,
USA.
VALUR SK0RAÐI4 SÍDUSTU
MÖRKIN OG SIGRAÐIHAUKA
— 21-20 er liðin mættust í Höllinni í gærkvöld
Haukar beinUnis köstuðu frá sér sigri
i viðureign sinni við íslandsmeistara
Vals i Laugardalshöll i gærkvöld. Þegar
sex minútur voru til leiksloka höfðu
Haukar þriggja marka forustu, 20—17,
en það dugði ekki til — Valur skoraði
fjögur siðustu mörk leiksins og sigruðu
21—20 — á þessum sex mínútum urðu
Haukum á mikil mistök, misnotuðu
meðal annars hraðaupphlaup, sem Vals-
menn náðu að stoppa, bruna upp og
jafna, 20—20. Þá misnotuðu Haukar viti
— já, Haukar beinlinis köstuðu frá sér
sigri og von um meistaratign dvinaði
verulega — fjögur stig töpuð, úr þremur
leikjum.
Viðureign Hauka og Vals í Laugar-
dalshöll bar öll merki viðureignar topp-
liða. Greinilegt að mikið var í húfi og
hinir fimm hundruð áhorfendur í Höll-
inni voru með á nótunum, frá fyrstu
minútu til hinnar síðustu. Valsmenn
voru mun sterkari í fyrri hálfleik,
komust í fjögurra marka forustu, 10—6.
En Haukar lögðu ekki árar i bát og náðu
að minnka muninn i eitt mark fyrir
leikhlé — 10—9.
Þegar á upphafsmlnútum siðari hálf-
leiks náðu Haukar forustu, Hörður
Harðarson úr víti 13—12. Þessari
forustu héldu Haukarnir fram á síðustu
mínútumar, Hörkuviðureign og Haukar
náðu mest fjögurra marka forustu, 18—
14, á 18. minútu. En Valsmenn eru
þekktir fyrir annað en að gefast upp, og
með þá Jón Pétur og Þorbjörn
Guðmundsson i broddi fylkingar.
söxuðu Valsmenn á forskot Hauka. Á
20. mínútu skildu tvö mörk 18—16,
Hörður Sigmarsson skoraði þá 19. mark
Hauka, en Jón Pétur Jónsson svaraði
með víti, á 22.mínútu. Andrés Kristjáns-
son kom Haukum í 20—17 á 24. mínútu
og Valsmenn virtust á leið að tapa
fyrsta leik sínum í íslandsmótinu.
Valsmenn reyndu engin brögð, þeir
þéttu vörnina sem varð mjög sterk loka-
mínúturnar og Ólafur Benediktsson í
markinu. Þorbjörn Guðmundsson
minnkaði muninn á 20—18 og þegar
fjórar mínútur voru til loka skoraði Jón
Pétur, 20—19, baráttan í algleymingi.
Haukum urðu enn einu sinni á mistök í
sókninni, og Valsmenn með knöttinn er
aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir.
En Haukar náðu knettinum, brunuðu
upp, þrír Haukar á móti Þorbirni
Guðmundssyni. Árni Sverrisson með
knöttinn, ætlaði að bruna framhjá
Þorbirni sem gerði sér lítið fyrir og náði
knettinum frá honum, sendi þegar fram
og Jón Pétur jafnaði, 20—20. Tvær
mínútur eftir — og Haukar með
knöttinn. En þeim tókst ekki að nýta
það, Árni Hermannsson skaut framhjá,
og Þorbjörn Guðmundsson átti siðasta
orðið, skoraði úr horninu, 21—20. Þá
var rúm mínúta eftir en Haukum tókst
ekki að brjóta niður sterkan varnarvegg
Vals það sem eftir var. Því sigur Vals —
og sigurinn geta Valsmenn þakkað Þor-
birni Guðmundssyni. Vafalitið hefði
sigurinn orðið Hauka hefði Árni náð að
skora, er Þorbjörn fiskaði knöttinn af
honum, og ekki nóg með það — hann
tryggði síðan liði sínu sigur með góðu
marki í lokin, já, Þorbjörn var sannar-
lega hetja Valsmanna í gærkvöld.
Valsmenn sigruðu því og hafa nú
hlotið 5 stig úr þremur fyrstu leikjum
sinum, þar af þrjú úr toppuppgjörum
sínum við Viking og Hauka. Vissulega
góð byrjun, og liðið getur aöeins orðið
sterkara er á veturinn líður. Þar munar
ef til vill mestu að Jón Karlsson er enn
ekki kominn i toppform. En sterka
einstaklinga hefur Valur, og þegar bezt
lætur er vörnin gífurlega sterk.
Haukar geta engum nema sjálfum sér
um kennt að hafa glatað stigunum í
Höllinni. Einmitt þegar sigurinn var í
sjónmáli brugðust leikmenn, þoldu ekki
spennuna. Þrátt fyrir ósigur eru margir
ljósir punktar. Markvarzla Gunnlaugs
Gunnlaugssonar nýliða var snjöll. Hann
varði tvö víti, auk fjölda erfiðra skota,
bæði fyrir utan og eins af línu. Þá var
vamarleikur liðsins sterkur á köflum, —
en aðeins á köflum, vantaði meiri
einbeitingu. Þá er Hörður Sigmarsson
loks að ná sér á strik eftir heidur dapra
leiki framan af, eftir því sem á leikinn
leið varð hann meira ógnandi, og
skoraði dýrmæt mörk í síðari hálfleik.
Árni Hermannsson, ungur leikmaður
en heldur spilinu vel gangandi, og
maðurinn á bak við snjallar línusend-
ingar. Nái Haukar að þétta vörnina enn
betur, og koma festu á markvörzluna þá
er ekki öll nótt úti enn — þrátt fyrir
fjögur töpuð stig og það heldur klaufla-
lega.
Mörk Vals skoruðu: Jón Pétur 8—1
víti, Þorbjöm Guðmundsson 7, 1 víti,
Jón Karlsson 2, Steindór Gunnarsson 2
Bjarni Guðmundsson og Stefán
Gunnarsson 1 hvor. Mörk Hauka,
Hörður Harðarson 6, 2 víti. Hörður
Sigmarsson 5, 1 víti. Árni Hermannsson
4, Þórir Gíslason 3, Ingimar Haraldsson
og Andrés Kristjánsson 1 mark hvor.
Dómarar Ólafur Steingrímsson og
Gunnar Kjartansson. Víti á Val 4, á
Hauka 4. Einn Valsmaður rekinn út af,
enginn úr liði Hauka.
-H.HaUs.
Hörður Sigmarsson skorar eitt af mörkum sinum i gærkvöld gegn Val.
DB-mynd Bjarnleifur.
IR vann sinn
fyrsta sigur
í 1. deildinni
- sigraði HK í Mosf ellssveit 21-18
Eftir sigur HK úr Kópavogi á
Haukum á dögunum bjuggust flestir við
sigri Uðsins, þegar það lék við ÍR i
iþróttahúsinu að Varmá á laugardag i 1.
deildinni i handknattleiknum. En það fór
áð aðra leið. Sigurður Svavarsson lék
með ÍR á ný og það hressti ÍR-liðið
mikið. Þá var þáttur Vilhjálms Sigur-
geirssonar og góður. Hann lék sinn
fyrsta leik i haust og ÍR vann nokkuð
öruggan sigur, 21—18.
Það var jafnræði með liðunum fyrstu
mínúturnar — upp í 2—2 en síðan
komst ÍR í 5—2. Lagði þar með grunn
að sigri sínum. Þennan mun tókst HK
aldrei að brúa og í lokin skildu mörkin
þrjú. Smásveiflur af og til í hálfleiknum
og staðan í leikhléi 13—9 fyrir ÍR.
Fljótt i síðari hálfleiknum náði ÍR
fimm marka forustu, 15—10, og eftir
það var sigur liðsins i húsi. HK tókst
aðeins að minnka muninn en aldrei að
ógna sigri ÍR. Leikmenn Kópavogs-
liðsins voru óvenjudaufir að þessu sinni
og hafa tapað tveimur fyrstu leikjum
sinum á heimavelli. Fyrst gegn Viking
— nú ÍR — en flestir töldu, að þeir
myndu einmitt hala inn stig í iþrótta-
húsinu í Mosfellssveit. Jens Einarsson
var að venju snjall i liði ÍR en endur-
koma Vilhjálms og Sigurðar hafði þó
mest að segja.
Mörk HK skoruðu Hilmar Sigurgísla
son 4, Stefán Halldórsson 3, Björn
Blöndal 2, Friðjón Jónsson 2, Karl
Jóhannsson 1 og Bergsveinn Þorarins-
son 1 en mark hæsti leikmaður liðsins
var Ragnar golfmaður Ólafsson með
fimm mörk — þrjú víti.
Guðjón Marteinsson skoraði flest
mörk ÍR 7/1. Vilhjálmur 5/3, Ársæll
Hafsteinsson 3, Brynjólfur Markússon
2, Sigurður Svavarsson 2, Jóhann Ingi
Gunnarsson 1 og Guðmundur Þórðar-
son 1. Þremur lR-ingum var vísað af
leikvelli — einum HK-manni.
-HJ.
Jafnteflihjá
Real Madrid
Úrslit i 1. deild á Spáni i gær urðu
þessi.
Sociadad-Vallencano 2—0
Zaragosa-Sevilla 3—2
Espanol-Racing 2—3
At. Madrid-Valencia 2--1
Sporting-Salamanca 1—0
Celta-Real Madrid 2—2
Recreativo-Barcelona 0—0
Burgos-Las Palmas 1—1
Hercules-Bilbao 0—1
Stórliðin
íkjölfarinu
AC Milano tapaði i fyrsta skipti i
keppninni fyrir Juventus i lorino.
Áhorfendur voru 55 þúsund og hinn
frægi leikmaður Juventus, Roberto
Bettega, talinn af mörgum bezti fram-
herjinn á HM i sumar, skoraði eina
mark leiksins.
Perugia er i efsta sæti og það tók liðið
aðeins þrjár min. að skora gegn Atlanta
á útivelli. Walter Speggiorin skoraði —
og aftur á sjöttu min. Fleiri mörk voru
ekki skoruð i leiknum. Atlanta er f
neðsta sæti f 1. deild.
Úrslit i sjöttu umferð f 1. deild á ttalfu
urðu þessi.
Ascoli-Lazio 0—0
Atlanta-Perugia 0-2
Avellino-Catanzaro 0—0
Fiorentina-Bologna 1—0
Inter-Napoli 2—0
Juventus-AC Milano 1—0
Vicenza-Verona 0—0
Roma-Torino 0-2
Staða efstu liða
Perugia 6 4 2 0 8-2 10
AC Milano 6 4 11 11—3 9
Inter 6 2 4 0 7-4 8
Torino 6 3 2 1 8—7 8
Juventus 6 2 3 1 10—6 7
Ascoli 6 2 3 1 9—6 7
Strassborg í
efsta sætinu
Strassborg hefur þriggja stiga forustu
eftir leiki helgarinnar f Frakklandi. Úrslit. 1. deild i
Nantes-Nizza 5-0
Strassborg-Nancy 3-0
Rheims-Valenciennes 2-1
Marseilles-Nimes 2—1
Lille-Bastia 2-2
Metz-Sochaux 0-0
Paris FC-Angers 3-0
Bordeauz-St. Etienne 3—1
Monaco-Paris SG 2—1
Strassborg hefur 27 stig. íöðru sæti er
Monaco með 24 stig og St. Etienne f
þriðja sæti með 22 stig.
Brezkur sigur í
Bandaríkjunum
Bretland sigraði Bandaríkin 4—3 f
Wightmanbikarnum — tenniskeppni
kvenna um helgina. Mjög óvænt úrslit
og aðeins f 10. sinn, sem brezkar konur
sigra f 50 ára sögu þessarar keppni.
Á laugardag kom Chris Evert Banda-
rikjunum i 3—2, þegar hún vann
Virginíu Wadc 6—0 og 6—1. Þá voru
tveir leikir eftir og Bretland sigraði f
báðum. Fyrst vann Sue Barker,
Bretlandi, hina 15 ára Terry Austin, eina
efnilegustu tenniskonu heims, með 6—3,
3—6 og 6—0, og i tvfliðaleik i lokin
unnu þær Sue Barker og Virginia Wade
Chris Evert og Pam Shriver með 6—0,
5—7 og 6—4.