Dagblaðið - 06.11.1978, Blaðsíða 36
ÁSGEIR
•TÓMASSON
Undirbúningur
hafinn að tón-
leikum hljóm-
plötuútgáfunnar
— Brunaliðiö sækir
Litla-Hraun heim
augað en eyrað. Því má búast við því
að svið Háskólabíós, þar sem hljóm-
leikarnir verða að öllu forfallalausu,
verði skreytt á viðeigandi hátt.
Að sögn Jóns Ólafssonar Hljóm-
plötuútgáfustjóra er ráðgert að verja
ágóða af hljómleikunum — ef svo fer
að ágóði verði — til styrktar geðdeild
barnaspítala Hringsins. í ráði er að
útgáfan beiti sér fyrir fleiru til styrktar
þeirri stofnun. Ekkert hefur þó enn
sem komið er verið látið uppiskátt um,
hvað það kunni að verða.
1 dag leikur hljómsveitin Brunaliðið
á all óvenjulegum stað — fangelsinu
að Litla-Hrauni. Ráðgert er að hljóm-
sveitin komi i framtíðinni fram á
stöðum þar sem búsett er fólk, sem
ekki kemst alla jafna á hljómleika eða
dansleiki. Það eru sjúkrahús, dvaíar-
heimili fyrir fatlaða og aðra, sem ekki
eiga heimangengt. Ferð þessi hefur
enn ekki verið skipulögð, en er á döf-
inni.
ÁT.
Jón Ólafsson framkvæmdastjóri fór nokkrum orðum um starfsemi Hljómplötuíit-
gáfunnar. Þar kom meöal anna-s fram aö næsta plata útgáfunnar veröur sólóplata
Björgvins Halldórssonar. Þá kemur jafnframt út plata meö söng Öldutúnsskóla-
kórsins og jólaplata Brunaliösins. Jafnframt er ráðgert aö endurútgefa þrjár af
fyrri plötum Hljómplötuútgáfunnar, Jólastrengi, sem út komu í fyrra, síöustu
plötu Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar og plötu Guðmundar Guöjónssonar og
Sigfúsar Halldórssonar. DB-mynd: Höröur.
Hljómplötuútgáfan hf., ráðgerir að
efna til hljómleika með listamönnum
sínum i byrjun næsta mánaðar. Þar
kemur fram mikið og frítt lið tónlistar-
manna, svo sem Brunaliðið, Björgvin
Gíslason, Halli og Laddi, Ruth Regin-
alds og þrír liðsmenn Brunaliðsins,
þau Ragnhildur Gisladóttir, Pálmi
Gunnarsson og Magnús Kjartansson.
Jafnvel er von á fleiri skemmtikröft-
um, en þeir verða ekki nafngreindir að
svostöddu.
Stefnt er á að efna til hljómleika
þessara þann 7. desember. Sérstakur
framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn
til að sjá um að allt verði sem bezt úr
garði gjört. Sá heitir Egill Eðvarðsson
og starfar hjá sjónvarpinu. Að sögn
Hljómplötuútgáfumanna er i ráði að
hljómleikar þessir verði ekki síður fyrir
Spilverk þjóðanna—ísland
Þetta er vönduð vara
Fjórtán ára gömul finnsk
stúlka húkti í þrjátíu klukku-
stundir i kassa á flugvellinum í
Helsingfors. Hún átti þann
draum æðstan að fá að sjá Eric
Faulkner gítarleikara Bay City
Rollers og ætlaði að komast i
kassanum til Bandaríkjanna.
Starfsmenn Helsingforsflug-
vallar vissu ekki almennilega
hvað þeir áttu að gera við
þennan kassa, sem beið eftir að
verða fluttur vestur um haf.
Ekkert heimilisfang var á
honum, svo að þeir opnuðu
hann, og sjá? Þar var stúlkan í
hnipri með nokkrar flöskur af
sódavatni og vitamíntöflur I
nestið. — Ekkert varð af
Bandaríkjaför hennar i þetta
skiptið.
Úr AKTUELT
BA Y CITY ROLLERS
AÐDÁANDI í KASSA
En er Spilverkið búið að segja allt sem það hefur að segja?
SPILVERK ÞJÓÐANNA - ísland
Útgefandi: Steinar hf. (Steinar 026)
Upptökustjóm: Spilverk þjóðanna
Útsetningar: Valgeir Gufljónsson og
Sigurður Bjóla.
Upptökumenn: James Kay, Sigurður Bjóla
og Garflar Hansen
Hljóflblöndun: Ralph Moss
Hljóflritun: Hljóflriti, sumarífl 78.
Öðru hvoru rekur á grýttar fjörur
íslenzkrar hljómplötuútgáfu mola,
sem fyrir einhverra hluta sakir
standa upp úr þeim smáu sandkorn-
um, sem þar hafa safnazt fyrir. Þær
eru ærið fáar uppúrstandandi það
sem af er þvi herrans ári 1978. í
fljótu bragði man ég ekki eftir nema
plötu Megasar. Nú er ég klæddur og
kominn á ról. Spilverk Þjóðanna
bætir nú annarri slíkri í hópinn, plöt
unni Island.
Sömu vandvirknisvinnubrögð ein-
kenna Island og fjórar fyrri plötur
Spilverksins. Útsetningar og upp-
tökustjórn eru til fyrirmyndar.
Lögin eru nú sem fyrr mátulega
einföld og grípandi. Blandan milli
léttra og þungra laga og þeirra sem
eru mitt á milli er ósköp temmileg.
Þó mun Island sennilega vera talin
þung plata, þegar hún er skoðuð í
heild. Sem sagt: Þetta er vönduð
vara.
Úreltur mennta-
skólahúmor
En þrátt fyrir vönduð vinnubrögð
get ég ekki eftir að vera búinn að
hlustaá Island fram og aftur varizt
þeirri tilhugsun, að Spilverk þjóð-
anna sé búið að segja allt sem það
hefur að segja. 1 biii að minnsta
kosti. Efni meirihluta texta plöt-
unnar er hið sama og á síðustu
tveimur plötum, ádeila á lífið i
kringum okkur. Sumt er sett fram
með sönnum Spilverks/menntaskóla-
húmor, eins og í Grænu byltingunni
og Aksjónmanni. Annað er kveðið
með alvöruþrungnu raunsæi. Sem
dæmi um það má nefna Elliheimilið
Grund og Páfagauk.
Allar plötur Spilverksins hafa
hlotið góðan hljómgrunn og
liðsmenn þess fengið lof — og
vonandi einnig einhverja umbun —
fyrir verk sín. Þaðer ekki nema eðli-
legt, þó að gæsin sé látin verpa sömu
góðu eggjunum, þó að það þurfi að
kreista hana dálítið nú orðið.
Þrátt fyrir þessa skoðun mina, lít
ég ekki á Island sem neitt örverpi á
ferli Spilverks þjóðanna. Það á von-
andi eftir að koma saman á ný full-
mannað og gera góða hluti. En þegar
þar að kemur verður það líka að hafa
eitthvað meira að segja en gömlu
tuggurnar. Og þá ætti líka gamli
menntaskólahugsunarhátturinn,
sem nú er sem óðast að detta úr
tízku, að vera rokinn úr kolli texta-
smiða Spilverksins. Þó að eitt sinn
hippi sé ávallt hippi, þá þarf eitt sinn
menntskælingur ekki ávallt að vera
menntskælingur. Spilverksfólkið
hefur löngu sýnt að það er fullfært
tæknilega til að skapa vandaða vöru
og gerir það líka. En þroskinn þarf
að vera algjör.
-ÁT.