Dagblaðið - 06.11.1978, Page 40

Dagblaðið - 06.11.1978, Page 40
[Eldurí hraðfrystihúsinu Eyjabergi: Maður brann inni Maður brann inni í hrað- frystihúsinu Eyjabergi í Vest- mannaeyjum i gær. Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um eldinn kl. 16.46 í gær og kom slökkviliðið strax á staðinn. Var þá mikill eldur laus í risinu á húsinu en húsið er allt steinsteypt nema þessi efsti partur. Þar var geymt ýmiss konar dót m.a. hjólbarðar og þess hátt- ar. Maðurinn sem brann inni virðist ekki hafa látið vita af þvi að hann færi upp i risið til að ,slökkva. Þegar til hans heyrðist reyndist ómögulegt að nálgast hann sökum elds og reyks. Vinna stóð yfir í húsinu þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru ókunn. Það tók slökkviliðið um eina klst. að ráða niðurlögum eldsins en það var fram til kl. 19 við að ganga frá. Eldurinn fór töluvert um þekjuna en breiddist ekki út að öðru leyti að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum í morgun. Þar sem ekki hafði tekizt að ná í alla ættingja mannsins sem brann inni er ekki hægt að birta nafn hans að svo stöddu. -GAJ- „Stríð” milli verzlana í Keflavík Lægra verð, opið nær allan sólarhringinn — auglýsingaflóðið gífurlegt Hún er hörð samkeppnin milli verzlana í Keflavik, svo hörð að margir líkja henni við stríðsástand. Nú er leyfilegt að hafa matvöruverzlanir opnar eins og hver vill og notfæra einar 3—4 búðir sér það, auk allra hinna sem selja mat út um lúgur. Á hverjum degi glymja auglýsingar frá þessum verzlunum i útvarpi og virðast þær keppast um að hafa þær sem flest- ar. Árni Samúelsson eigandi verzlunarinnar Víkurbæjar var spurður um þessa auknu samkeppni. „Þetta byrjaði með því að leyfi var fyrir þvi að selja mat út um lúgur. Slíkt leyfi hefur verið í fjöldamörg ár. Eg hafði aðstöðu til þess að hafa lúguna innan dyra og gat fólkið því staðið af sér veður. Keppinautum minum geðjaðist að þessu og fór einn þeirra og fékk leyfi hjá bæjarstjórn til þess aö hleypa fólki inn í búðina til sín, og annar fylgdi fljótlega á eftir. Þá duttu viðskiptin niður hjá mér svo ég fékk leyfi til þess sama. Núna hefur að minnsta kosti ein búð bætzt við. Auðvitað fylgir þessu aukinn kostnaður en það er yfirleitt ekki nema ein stúlka á kvöldvakt í hverri búð, þannig að hann er ekki mikill. Viðskiptin eru lika töluverðá móti. Verðið hefur líka verið lækkað vegna samkeppninnar og ég er viss um að það er ódýrara að verzla hér en í Reykjavík. Jafnvel myndi borga sig að renna þaðan ef nokkrir tækju sig saman,” sagði Árni. -DS. BLÓD- SÝNIÚR 24 ÓVITRUM ■ ■ OKU- MÖNNUM — alltof margir drekkaáfengi ogakasíðan Ölvun og akstur fara ekki saman. Þessi mynd sýnir „afla” helgarinnar hjá Reykjavíkurlögreglunni, 24 blóðsýni, sem eftir er að greina hjá rannsóknar- stofu. Alls 24 ökumenn hafa lent i lögreglunni vegna áfengisnotkunar og notkunar á bifreið i kjölfar hennar. Óviturlegt! Nú biða þessir menn eftir niðurstöðum, flestir hafa trúlega farið yfir markið og hljóta sinn dóm og sekt. Hér eru þeir Rúnar Guðmundsson,aðal- varðstjóri og Páll Eiriksson aðstoðaryfir- lögregluþjónn að meðhöndla blóðsýnin i morgun áður en þau voru send rannsóknarstofunni. » DB-mynd Sveinn Þormóðsson. [ Tryggingasvikin í Keflavík: j Gjaldkeri fógeta kom upp um málið Alla helgina hefur staðið yfir rannsókn í máli útgerðarmannsins i Keflavik, sem grunaður er um stór- felld trygging jsvik, eins og sagt var frá i DB á laugardaginn. Rannsóknarlög- reglan gat í morgun engar frekari upplýsingar gefið um málið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem DB hefur aflað sér, er taliö að maður þessi hafi gefið upp áskýrslumfrá fyrir- tæki sínu, að tiltekið fólk hafi ekkert unnið hjá sér, og þannig fengið opinbert fé til greiðslu á kauptryggingu, sem starfsfólk fisk- vinnslunnar vann sér rétt til allt að 60% fyrir fjórum árum. Skýrslur þessar mun trúnaðarmaður m.a. eiga aðundirrita. Skýrslurnar fara til fógeta- embættisins á viðkomandi stað. Þar eru þær yfirfarnar og síðan greitt sam- kvæmt þvi. Gjaldkeri bæjarfógeta- embættisins í Keflavik, Sverrir Jóhannsson, tók eftir þvi að sitthvað var grunsamlegt við skýrslurnar og kom málinu af stað. Leiddi það til þess, að útgerðarmaðurinn var úr- skurðaður i allt að 10 daga gæzluvarðhald á föstudaginn. Heimildarmenn DB telja að þessi meintu svik hafi staðið yfir síðan snemma sl. vor. -ÓV. irjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 6. NÓV. 1978 Loðnan: Fór yf ir 400 þúsund tonn um helgina — langbezta sumar- vertíð til þessa Loðnuaflinn á svonefndri sumar- vertíð fór yfir 400 þús. tonn nú um helgina, sem er langt umfram beztu sumarvertíðir hingað til og nálgast reyndar helming þess kvóta, er fiskifræðingar leggja til að veiddur verði á sumarvertíðinni og komandi vetrarvertíð. Kvótinn er milljón tonn. Loðnubátarnir fengu allgóðan afla á laugardaginn, skv. upplýsingum loðnunefndar, en í gær og i nótt var ekki vitað um neina veiði þrátt fyrir gott veiðiveður. Telst slikt orðið til tiðinda í uppgripunum undanfarið þegar mokveiði hefur verið þegar vel viðrar.__________ -G.S, Varð þriðji á heimsmeist- aramótií Master Mind Hann er aðeins þrettán ára hann Tómas Gíslason. Engu að siður varð hann þriöji á heimsmeistaramóti i Master Mind, en það fór fram í Strat- ford on Avon i Englandi nú um helgina. Hlaut Tómas gullbikar og 100 sterlingspund að launum. Englendingur varð fyrstur, John Sergeant með 154 stig, stúlka frá Kanada, Cindy Forth önnur með 123 stig og Tómas þriðji með 114 stig, síðan komu Nýsjálendingar með 105 stig, Þjóðverji, ltali, Pólverji, Norð- maður, Ástraliubúi, Bandarikjamaður og Hong Kong maður. „Keppnisharka Tómasar var með eindæmum góð,” sagði David Pitt, far- arstjóri Tómasar í gær, þegar blaðið hafði samband við hann.-JBP- Gerviaugað slegiðúrmanni Er maður einn var að koma út af dansleik i Sigtúni sl. laugardagskvöld réðst að honum maður og sló hann þannig að hann missti annað augað sem raunar var gerviauga. Brot,naði augað og kærði maðurinn atburðinn til lögreglunnar daginn eftir. -GAJ. Stakk af eftirað aka á bifreið ökumenn virðast margir hverjir haldnir þeim ósið að stinga af, ef þeir telja sig geta komizt upp með slíkt, eftir að þeir hafa ekið á aðra bila. Þannig var það á föstudaginn var. Ekið var á brúnan Datsun 120Y, en ökumaður, greinilega á hvítum eða Ijósleitum bil stakk af. Trúlega hefur einhver orðið þessa var. Eru vitni beðin að hringja i ritstjórn Dag- blaðsins með upplýsingar. -JBP-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.