Dagblaðið - 15.01.1979, Page 2

Dagblaðið - 15.01.1979, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANUAR 1979. Hvað varð um skipakaupamálin? Steingrímur Haraldsson i Hafnarfiröi spyr: Hvað varð um gjaldeyrissvikamálið i sambandi við skipakaup í Noregi? Gufaði það upp? Svar: Það er búið að ákæra í Grjótjöt- unsmálinu. I þvi komu þó fyrir jólin nýjar upplýsingar frá rannsókn sem gerð var í Noregi. Var málsaðilum gefinn kostur á að kynna sér hinar nýju upplýsingar og hafa þær til hlið- sjónar, ef þeim sýndist svo. Einhvern næstu daga er gert ráð fyrir þvi að skriflegur málflutningur fari fram i því máli. Einnig hefur verið ákært vegna kaupa á Guðmundi RE og bíður það mál flutnings fyrir Sakadómi Reykja- vikur. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur ekki enn sent ríkissaksóknara fleiri mál til meðferðar.þótt þau kunni að vera til athugunar. Guðmundur RE, Hvað viítu vita? Látið ryðja svæðið 5142—37981 Hraunbæ hringdi: Vill hann beina þeirri spurningu til lögreglustjórans í Reykjavík hvort veitt hafi verið undanþága nú i ófærð- inni til að leggja bílum við Hraunbæ- inn. Sagði hann að beggja vegna göt- unnar væru umferðarmerki sem bönn- uðu mönnum að leggja. En núna, sér- staklega þó að kvöldi dags, væri lagt þétt beggja vegna og Árbæjarlögregl- an skipti sér ekkert af því. Væri þetta sérlega bagalegt þar sem snjóruðnings- tæki kæmust ekki milli bílanna og þeir fáu sem nenntu að moka eigin bíla- stæði kæmust ekki út úr þeim fyrir hinum. Vildi Hraunbæjarbúinn svona í leiðinni benda sambýlingum sínum í Hraunbæ á að snjómokstur af bíla- stæðum væri holl íþrótt og þar fyrir utan kostaði ekki nema andvirði eins sigarettupakka fyrir hvern mann að fá snjóruðningstæki til að ryðja bílastæði fyrir fimmtíu manns. Svar: DB náði sambandi við Sverri Guðmundsson hjá lögreglunni i Reykjavik. Hann tjáði okkur að engar undanþágur hefðu verið veittar í sam- bandi við þessi mál. Lögreglumenn hafa látið það ógert að ýta við mönn- um sem leggja bifreiðum sínum á óheppilega staði, vegna ófærðarinnar. allavega í svona smátilfellum eins og þessu. En eitt er víst að ónógur snjó- ruðningur af einkalóðum orsakar það að menn leggja ólöglega. DB hringdi í eitt af snjóruðnings- fyrirtækjum borgarinnar, Pálma Frið- riksson Síðumúla 25, og kannaði hvaða timaverð væri á snjómoksturs tækjum: Við gerum bara ráð fyrir að það taki ca þrjá tima að ryðja svæði. Með manni og vél kostar það i dag- vinnu kr. 20.297.00. Þaðerekki mikið ef um er að ræða fimmtíu manns sem borga. Það er kr. 406.00 á mann. Minna en einn sígarettupakki. Bolir, skyrtur, peysur frá 700 kr. Barnabuxur jrá 1800 kr. Fullorðinsbuxur jrá 2000 kr. Nœlonjakkar og anorakkar jrá 2000 kr. Herraskyrtur í miklu úrvali. Mussur, úlpur, jakkar, kápur o.jl., o.jl. Nýjar tízkuvörur á mikið niðursettu verði. Þú getur gert ótrúlega góð kaup á 4 i" * ERKSMIÐJUUTSOLUNNI GRENSÁSVEGI22 GAMLA LITAVERSHÚSINU Opið 9— 7 í dag og næstu daga. Allt fast, þá er um að gera að moka, já, moka og moka. FYRSTI GEIMFARINN J.B. ogS.K. spyrja: Við sem þetta ritum höfum átt í deilum um hver hafi verið fyrsti geim- farinn. Við höfum ekki orðið sammála um þetta og höfum veðjað nokkurri peningaupphæð. Við viljum nú biðja DB að gerast dómari i þessu máli og segja okkur hver fyrsti geimfarinn var. Svar: Geimferðir jarðarbúa hófust 12. apríl 1961 þegar sovézki geimfar- inn Yuri Gagarin fór fyrstur manna út fyrir gufuhvolf jarðar og ferðaðist einn hring umhverfis jörðu í geimfari sínu, Vostok 1. Gagarin er þvi óum- deilanlega fyrsti geimfarinn og hafi annar hvor ykkar haldið því fram þá hefur hann á réttu að standa. Síðan hafa bæði Rússar og Bandarikjamenn sent tugi geimfara út í geiminn til ýmiss konar rannsókna og athugana. Fyrsti geimfari Bandarikjamanna fór í geiminn aðeins tæpum mánuði seinna en Gagarin. Það var A. Shepard sem fór í stutta geimferð í geimfari sinu Mercury-Redstone hinn 5. mai 1961. Bandaríkjamenn slógu Rússum síðan við er N.Armstrong varð fyrsti maður- inn til að snerta yfirborð tunglsins. Það varárið 1969. Fyrsti geimfari Bandarikjamanna fór i geiminn aðeins tæpum mánuði seinna en geimfari Sovétmanna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.