Dagblaðið - 15.01.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
„LANGVINN GEÐVEIKIGET-
UR ÞRÓAZT UPPIÍR NOTKUN
A AMFETAMINI”
— sagði Gísli Þorsteinsson læknir í
þættinum hjá Gísla og Andreu
Andrea Þórðardóttir hringdi.
Vildi hún gera nokkrar athuga-
semdir við bréf Þórarins Björnssonar,
sem birtist i DB siðastliðinn
fimmtudag. Þórarinn ræddi um út-
varpsþátt, sem þau Andrea og Gísli
Helgason sáu um og fjallaði hann um
eitur og eiturlyf. Þórarinn sagðist ekki
hafa fengið nægar upplýsingar um am-
fetamín i útvarpsþættinum. Sagði
Andrea að ef svo væri hefði Þórarinn
liklega ekki hlustað nógu
gaumgæfilega á útvarpið. Þar hefði
Gísli Þorsteinsson læknir á Klepps-
spitala flutt erindi um eiturefni og
áhrif þeirra. Hefði hann þar á meðal
rætt umamfetamín.
Eftirfarandi sagði læknirinn um
amfetamín:
„Af örvandi lyfjum er amfetamín
viðfrægast og það sem mest hefur
verið notað. Mörg önnur lyf eru til
með svipaðri verkun og álíka mikilli
ávanahættu, s.s. dexedrin, ritalín,
prelúdin, geródýl, hytton dobesin o. fl.
Þessi lyf verka almennt örvandi,
stimúlerandi, mótverka þreytu og
syfju,hækka blóðþrýsling og draga úr
matarlyst. Jafnframt valda þau eins og
önnur ftknilyf óeðlilegri gervivellíðan
og ávanahætta af þessum efnum er
mjög mikil. Þol likamans fyrir þeim
eykst tiltölulega fljótt og þarf þá að
auka skammtana til þess að ná sömu
áhrifum. Þeir sem nota amfetamin og
lík efni í óhófi mánuðum eða árum
saman fá ákveðin sjúkdómseinkenni,
verða kviðnir, spenntir, æstir, tor-
tryggnir, tillitslausir, uppstökkir og
síðan getur brotizt út alvarleg
geðveiki. Ofsóknarbrjálæði sem lýsir
sér í sjúklegri tortryggni og hræðslu
sjúklings um að aðrir vilji vinna
honum mein, jafnvel ráða honum
bana. Þessi sjúklega tortryggni beinist
iðulega að nánustu vandamönnum,
eiginkonu, foreldrum, bömum eða
systkinum, oft er nauðsynlegt að
leggja amfetamínista 'inn til
meðferðar. Áður var talið að
geðveikieinkennin hyrfu jafnan þegar
neyslu lyfsins væri hætt en því miður
er þessu ekki ævinlega þannig farið og
getur langvinn geðveiki þróazt Upp úr
þessu í sumum tilvikum, sem leiðir til
algjörrar örorku. örvandi lyf hafa nú
orðið sáralitla þýðingu sem læknislyf
og sem megrunarlyf eru þau talin
harla gagnslítil.” Þar lýkur orðum
Gísla Þorsteinssonar læknis á Klepps-
spítala."
Andrea lauk máli sinu með þvi að
segja að sömu sögu hefði það fólk
að segja sem hún hefði kynnzt og
hefði neytt amfetamíns i miklum
mæli. „Sömuleiðis er ég algjörlega á
móti hassinu, sem á engan hátt er
betra en amfetamín,” sagði hún.
Amfetamín er I flokki örvandi lyfja
sem virka gegn þreytu og minnka mat-
arlyst.
Kennarinn
lærði af
bættinum
Grunnskólanemandi skrifar:
Það getur stundum komið sé vel
þegar sjónvarpið sýnir fræðsluþætti.
Um daginn var sýndur þáttur um nám
og var þar m.a. sýnt hvernig kennarar
eiga ekki að vcra!
Var þar komin lifandi eftirmynd af
þeim kennara, sem er „aðalkennarinn
minn” minn. Brá svo við daginn eftir
aðþátturinnvarsýndur aðkennarinn
skipti algjörlega um ham og breytti
kennsluaðferðum sínum í samræmi
við það sem bent var á í sjónvarps-
myndinni.
Vonandi var það ekki aðeins
„kennarinn minn” sem lét sér þetta að
kenningu verða heldur margir fleiri.
Raddir
lesenda
Heimilis-
íæknir
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heim-
ilislæknir svarar" f-síma
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavirmu auðveldari en áður:
NECCHI
S1L7JIQ
NECCHI SlLLfla saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga.
Með NECCHI S1L7JIQ saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum
teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna.
NECCHI SILDIGI saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir-
komulag genr allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast.
NECCHI SIIZJICI saWnavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem
nast fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafrtvel mjög þykk efni á
litlum hraða.
NECCHI SlLOia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því
sérlega létt í meðferð og flutningi.
Nákvcemt eftirltt við framletðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi
NECCHI saumavéla.
NECCHI SILUia saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald.
LJtsölustaðir víða um land.
Einkaumboð á íslandi:
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8 - sími 84670
Sendum
bæklinga,
ef óskað er
Spurning
dagsins
Hefurðu lent í ein-
hverjum erfiðleikum
um helgina vegna
færðarinnar?
Eggert K. Jónsson verzlunarskólanemi:
Ég hef ekki lent i neinum erftðleikum
sjálfur þar sem ég hef ekki bilpróf. En ég
hef þó haft nóg að gera við að aðstoða
hina ýmsu fjölskyldumeðlimi við mokst-
uro.þ.h.
Þórhallur K. Jónsson, atvinnulaus sem
stendur ygfjna veikinda: Ég sat fastur i bíl
i tvo tima seinni partinn i vikunni. Siðan
hef ég gætt þess að halda mig aðeins við
þær götur sem eru vel mokaðar og hef
eftir það ekki lent í erfiðleikum.
Björn Ástvaldsson bifvélavirki: Þar sem
ég er ekki á bil sjálfur hefur ekki komið
til þess að ég hafi fest mig. Á laugardags-
kvöld fór ég hins vegar gangandi i eitt af
danshúsum borgarinnar og lenti ekki I
neinum erfiðleikum.
Friðrik Sófusson bifreiAarstjóri: Ég hef
verið að keyra alla helgina og hefur það
bara gengið vel enda var ég með keðjur á
bilnum.
Björgvin Friðríksson rafvélavirki: Ég
hef ekki hreyft bilinn neitt um helgina
og þar af leiðandi hefur ekki komið til
þess að ég festi hann.
Jón Ólafsson bifreiðarstjóri: Já. Ég festi
mig anzi illa á laugardaginn á horni
Siðumúla og Ármúla. Þá var ég ekki á
keðjum en setti eftir það keðjur á bilinn
og siðan hefur allt gengið vel.