Dagblaðið - 15.01.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar sem skemmzt hafa í um-
ferðaróhöppum:
Ford Torino árg. 1972
Datsun 180 B árg. 1974
Bronco árg. 1972
Citroén GS árg. 1973
Opel Rekord árg. 1971
VW 1600 árg. 1972
Renault R 4 árg. 1978
VW 1300 Nokkur vélhjói árg. 1971
Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi
26, Kópavogi, mánudaginn 15/1 79 frá kl.
12—17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, bif-
reiðadeild, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 16/1 79.
Eignamiðlun Suðumesja
auglýsir fasteignir á Suðurnesjum.
KEFLAVÍK:
2 herfo. íbúð
í sexbýlishúsi, nýleg, verð 11 millj., útborgun 5,5 millj.
2 herfo. íbúð
i eldra tvibýlishúsi, neðri hæð öll tekin í gegn fyrir 2 árum, verð 6
millj., útborgun 3,5 millj.
3 herfo. íbúð, 110 ferm,
í þríbýlishúsi, neðsta hæð, verð 11 millj., útborgun 5,5—6 millj.
3 herb. 70 ferm fbúð
á góðum stað I tvíbýli, hitaleiðslur endurnýjaðar og hitaveita komin,
laus strax, verð 8,5 millj., útborgun 5 millj.
4 herb. risfbúð
í tvíbýli á mjöggóðum stað, lausstrax, verð9 millj., útborgun 5 millj
4. herb. íbúð
i fjölbýlishúsi, I20 ferm, 3. hæð, verð 8,5 millj., útborgun 5 millj.,
laus fljótlega.
4 herb. íbúð
i tvíbýlishúsi, ca 90 ferm, á mjög góðum stað, íbúðin öll standsett
fyrir tveim árum, verð 12.5— 13 millj., útborgun 6,5 millj.
Parhús
á góðum stað, 180 ferm og 45 ferm kjallari, allt i góðu ásigkomulagi
góð lán áhvilandi, verð 16 millj. útborgun 9 millj.
Raðhús
í smiðum, tilbúið undir tréverk, verð 14 millj., útborgun 8 millj.
SANDGERÐI:
5 heifo. íbúð,
neðri hæð, tvíbýli, 157 ferm ásamt bílskúr, verð 12.5 millj., útborgun
6,5—7 millj.
Viðlagasjóðshús
I2l ferm, skipti á ibúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu koma til greina,
verð 15.5 millj.
Einbýlishús, 135 ferm,
nýtt,ekki fullklárað, verð 17,5 millj., útborgun 9,5 millj.
GARÐUR:
Einbýlishús, 120 ferm
ásamt 57 ferm bílskúr, steinsteypt, verð I4.5 millj. útborgun 8 millj.
Eldra einbýlishús,
90 ferm með nýlegri nýbyggingu, verö 9 millj., útborgun 4,5—5 millj.
YTRINJARÐVÍK:
3 herfo. fbúð,
95 ferm, á neðri hæö i tvíbýlishúsi, endurnýjaðar hitaleiðslur og ofn-
ar, nýtt gler ogeldhúsinnrétting, verð 10.5 millj., útborgun 5,5 millj.
3 herb. fbúð
I fjölbýlishúsi, nýlegt, verð 11 millj., útborgun 5,5 millj.
Einbýlishús,
165 ferm, góðeign á góðum stað, verð 30 millj., útborgun 15 millj.
4 herb. fbúð
við Hjallaveg, verð 13—13,5 millj., útborgun 7 millj.
INNRI-NJARÐVÍK:
Eldra einbýlishús,
140 ferm ásamt mjög góðum bílskúr með rafmagni og hitaveitu.
skipti á ibúð í Keflavík koma til greina, verð 16 millj., útborgun 8,5—
9 millj.
3 herfo. fbúð,
120 ferrn, í þríbýli, verð9-millj., útborgun 4,5—5 millj.
Athugið: Þetta er aðeins smósýnishom úr söluskró.
Óskum Suðumesjamönnum gleðilegs nýs órs.
Opið alla daga vikunnar, lika laugardaga, kl. 10—18.
VERIÐ VELKOMIN.
EIGNAMIÐLUN
SUÐURNESJA
HAFNARGÖTU 57 - KEFLAVÍK - SÍMI 3868
Hannes Ragnarsson. Simi 92-3383.
Grindavík:
íbúamir sátu í
köldum og Ijós
lausum húsum
— og úti geisaði óveðrið
Hálfgert neyðarástand rikti I
Grindavík á laugardag. Á áttunda tím-
anum varð bilun á rafmagnslínu og
um svipað leyti bilaði hitaveita Suður-
nesja. Ekki bætti svo úr skák að
óveður geisaði úti og Grindavíkurveg-
urinn var ófær svo nánast ógjörningur
var fyrir viðgerðamenn að athafna sig.
Hitaveitan komst aftur á um kl. 17 1
Grindavik er bráðabirgðastöðin komst
á en ekki fyrr en um kl. 20.30 i Kefla-
vík og Njarðvik og voru hús þar ekki
farin að hitna fyrr en undir miðnætti.
Hins vegar reyndist ekki unnt að
gera við rafmagnslínuna fyrr en um kl.
13 I gær. Reyndist einangrari vera bil-
aður á línunni á tveim stöðum nálægt
fjallinu Þorbirni rétt hjá Svartsengi.
Rafmagnsleysið kom verst við íbúa í
svokallaðri Eyjabyggð en þar eru um
fjörutíu hús sem eru hituð með raf-
magni. íbúarnir þar hafa því mátt sitja
i köldum húsum sinum í um 30 klst.
-GAJ-
FLUGVELLIRNIR L0K-
UÐUST k VÍXL
— innanlandsflug ílágmarki um helgina
Innanlandsflug lá að mestu niðri um
helgina vegna vetrarveðursins viðast um
landið. Sáralítið var flogið í gær — tvæi
ferðir frá Reykjavík til ísafjarðar og ein
til Færeyja í gærmorgun. Undir kvöldið.
þegar DB leitaði frétta hjá Þórarni Stef
ánssyni stöðvarstjóra á Reykjavikurflug
velli, var hætt við allar frekari flugtil-
raunir þann daginn.
„Við létum mæta á Akureyri en þá
lokaðist hér og svo aftur öfugt. Þannig
lokaðist líka á Egilsstöðum og Höfn,"
sagði Þórarinn. „Vestmannaeyjaflug-
völlur opnaðist kl. 14 á sunnudag en þá
voru lokaðar brautir i Reykjavik.”
Á laugardag voru farnar tvær ferðir
til Akureyrar og ein til Egilsstaða.
Þórarinn sagði fólk „bíða á öllum
endum”. Á Akureyri munu biða um 200
manns eftir fari, um 40 á Egilsstöðum og
48 í Vestmannaeyjum á hádegi i gær.
Þeir fóru síðan með Herjólfi.
Talsverð röskun varð á millilandaflugi
á laugardag, enda veður víða vont um
Evrópu og Ameríku, en það mun hafa
verið komið í eðlilegt horf að morgni
sunnudags.
Ófærð var nokkur á Keflavikurvegi
og fór því snjóplógur á undan sex lang-
ferðabifreiðum frá Guðmundi Jónassyni
sem fluttu 210 manns til Reykjavíkur.
Aðeins einn bilanna var með framdrifi.
Valdimar Ásmundsson, starfsmaður
Guðmundar Jónassonar, sagði í sam-
tali við DB i gær að færð hefði í raun
ekki verið svo slæm. „Þetta voru þrjár
driftir,” sagði hann. „Skyggni var
náttúrlega I lágmarki en erfiðastir voru
þó smábílarnir sem voru fastir hér og
þar. En þetta skotgekk. Við byrjuðum
um sjöleytið á laugardagskvöld og
vorum búnir um miðnættið.”
-ÓV.
:
é- -
■í
Þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því þessir að þeir misstu af flugvélinni. Hún
fór hvergi — frekar en þeir.
DB-mynd: RagnarTh.