Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. BIAÐIB Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvnmdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jönas Kristjónsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Heigason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Slmonarson. Aöstoöarfréttastjórar Adi Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarm&l:Áðalstainn Ingólfsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stsfónsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Goirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamletfur Bjamleífsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, augtýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aðabimi blaðsins er 27022 (10 linuij. Áskríft 2500 kr. ó mónuði innanlands. i lausasölu 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Áðstoð iír óvæntrí átt í sekk og ösku Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er brúnin farin að lyftast á ein- staka manni. Hinum fyrrverandi meiri- hluta í borgarstjórn hefur hlotizt óvænt liðsinni núverandi meirihluta. Skoðanakönnun, sem Dagblaðið gerði í desember á fylgi stjórnmálaflokkanna í landinu og i Reykjavík sérstaklega, gaf fyrrverandi meirihluta ekkert tilefni til bjartsýni, þótt sjálfstæðismenn annars staðar á landinu mættu vel við una. Könnunin benti til, að Sjálfstæðisflokkurinn væri í landinu í heild búinn að endurheimta fylgið, sem hann tapaði í kosningunum í fyrra. Undantekningin var Reykjavík. í alþingiskosningunum í fyrra fékk Sjálfstæðisflokkur- inn 32,7% fylgis í landinu öllu og 39,5% í Reykjavík. Samkvæmt könnuninni í desember var fylgi flokksins komið í 42,2% í landinu öllu, en ekki nema í 41,2% í Reykjavík. Að visu miðaðist könnunin við atkvæði í alþingiskosn- ingum, en ekki borgarstjórnarkosningum. Hún gaf þó vísbendingu um, að vinstri flokkarnir hefðu sýnt fram á, að ekki yrði heimsendir í Reykjavík, þótt þeir færu þar með völd. Nú um áramótin hins vegar byrjaði hinn nýi meiri- hluti vinstri flokkanna í Reykjavík að sýna fram á, að vinstri stjórnin mundi verða borgurunum dýrari en hin hægri hafði verið. Hún ætlar sér að hirða 12% útsvar í stað 11 % áður. Áformað hafði verið að hafa síðari umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkur 18. janúar. Henni hefur nú verið frestað fram í febrúar. Ástæðan er sú, að hinn nýi meirihluti er að bíða eftir, að alþingi komi saman og heimili 12% útsvar. Meirihlutinn hefur ekkert tillit tekið til hinnar miklu athygli, sem mismunurinn á skattheimtu Reykjavíkur og nágrannabæjanna hefur vakið. Annaðhvort skortir meirihlutann í Reykjavik jarðsamband við skattborgar- ana eða hann er orðinn of öruggur með sig. Á Seltjarnarnesi og í Mosfellssveit, Hafnarfirði og Garðabæ hafa bæjaryfirvöld ákveðið að nota ekki til fulls heimildir til álagningar útsvars og fasteignagjalda. Á sama tíma eru yfirvöld i Reykjavík að bíða eftir aukn- um heimildum. Horfur eru því á, að Reykvíkingar verði á þessu ári að greiða 12% útsvar meðan sumir nágrannarnir sleppa með 10%. Sumir íbúar Nesvegar greiða þá 20% meira útsvar en aðrir íbúar sömu götu. í leiðara Dagblaðsins síðasta fimmtudag var dregið í efa, að í Reykjavik krefðust aðstæður hærra útsvarshlut- falls en í nágrannabæjunum. Að vísu væri meira af lág- tekjufólki í Reykjavík og meira af fólki, sem þyrfti á fjár- hagsaðstoð að halda. Þessi munur er þó ekki meiri en svo, að Reykjavík ætti að geta unnið hann upp á stærðinni. í stóru bæjarfélagi eiga rekstur og framkvæmdir að vera ódýrari á mann en í litlum bæjarfélögum. Reykjavík ætti þvi alveg að komast af með 10—10,5% útsvar. Þorstinn í 12% útsvar er til þess fallinn að sýna Reyk- víkingum fram á, að vinstri stjórnir séu dýrari í rekstri en hægri stjórnir. Þótt hinar síðari séu ekki góðar, þá séu hinar fyrri enn verri. Þær kunni enn síður með fé að fara. Ef skattgreiðendur átta sig almennt á þessu, er hætt við, að þeir skipti um meirihluta í næstu borgarstjórnar- kosningum. Á nýju ári er meirihlutinn að gefa minni- hlutanum nýja von, sem hann hafði ekki í lok síðasta árs. íslenskt mál bara-bara Milli jóla og nýárs getur svo farið, ef menn taka að hugleiða nýja árið, hvað það kunni að bera í skauti sínu, að upp rifjist eitthvað af því sem leitað hefur á hugann við ýmis tækifæri dag- legs lífs á því ári sem nú endar sitt skeið. Þannig fór einmitt fyrir mér, að ýmislegt rifjaðist upp, þegar ég tók að láta hugann reika, og þó skal enginn halda að ég ætli að fara að vaða elginn um stjórnmálin eða Jesú-málin, þar mundi ég bera i bakkafullan lækinn eins og sakir standa. Nei, ég ætla að láta mér nægja I bili að minnast á dá- lítið sem vekur ekki eins mikla athygli almennings og litla eða enga athygli stjórnmálamanna. Og þó hefur svolítill hégómi þess vakið athygli stjórnmálamanna ekki alls fyrir löngu, og varð af hneisa. Ég ætla að minnast á þann arf íslendinga frá fortíðinni sem við köllum islenskt mál. 1 útvarpinu hefur um fjölda ára verið haldið uppi leiðbeiningarstarf- semi um íslenskt mál, og þó þættirnir hafi verið stuttir, aðeins örfáar minútur á degi hverjum, nefndir Dag- lcgt mál, hafa þeir verið vinsælir og ef- laust haft góð áhrif til að útrýma bögumælum, þó þess sjáist að vísu lítt merki á flestum fjölmiðlamönnum. En svo mjög sem það er útvarpinu til sóma að gæta þannig varðveislu tungunnar, þá er það ekki nægjanlegt, ef ráðamenn stofnunarinnar eru að' öðru leyti sofandi gagnvart spillingu tungunnar. Gæti þá svo farið, að voldugustu áhrifatæki nútímans, út- varp og sjónvarp, yrðu helstu skaðvaldar íslenskrar tungu, þrátt fljótu bragði ekki skipta miklu máli, þó fáeinir íslendingar taki upp útlensku- legan málhreim.En þess ber að gæta, að hér er um að ræða menn sem þylja —----- - WreVtlSt, Þ® ... reinuir íslenskun"®tta búin. Mið „Ef múihr . t yeruieð.. v-,ö b® 86 “TÍemmdi-. hingaö t*i na _____ einber. fyrir einn hefðbundinn þátt um dag- legt mál, sem ef til vill er einungis látinn halda sér af þvi að það komst einusinni uppi vana. Ég hef lengi veitt þvi athygli, þó mér hafi aldrei blöskrað svo mjög sem á síðasta ári, 1978, að sumir útvarps- menn og sjónvarpsmenn hafa fallið i þá freistni fyrir erlend áhrif að breyta hreimi íslenskrar tungu. Það virðist í yfir þjóðinni hvern einasta dag sinn útlenda málblæ, og þeir smita út frá sér, svo sem dæmin sanna, hver apar eftir öðrum. Og ég hef þá trú, að ef málhreimur íslenskunnar breytist, þá sé tungunni fyrst veruleg hætta búin. Mig grunar jafnvel, að samanborið við þá hættu séu allar þær málskemmdir, sem hingað til hafa verið ræddar, hé- góminn einber. Það er hægt að leiðrétta ýmiskonar málspjöll og út- rýma hvimleiðum slettum, en ef mál- Lesandi góður. Þú verður að afsaka, að það sem hér fer á eftir kann að virðast flókið. Það kemur hins vegar til af því, að mál- efnið sem fjallað verður um er af- burðaflókið, og er það sök annarra en greinarhöfundar. Bifreiðaeigendum hefur löngum fundist þeir skattlagðir fram úr hófi og þeir jafnframt sviknir um þá þjónustu, sem þeir hafi greitt fullu verði. Fyrir nokkrum árum voru bifreiða- gjöld, sem einu nafni voru nefnd þungaskattur, svo mörg, að jafnvel stjórnvöldum blöskraði. Var ákveðið,' að þessi gjöld skyldu felld niður, en bensínverðið hækkað í staðinn. Bensinverðið var hækkað, en ekki var staðið við fyrirheitin um að fella bif- reiðagjöldin niður að öllu leyti, og enn þurfa menn að greiða bifreiöagjöld — annars fá þeir ekki bifreiðir sínar skoð- aðar i hinni árlegu skoðun. Þau gjöld sem eftir eru sundurliðast í tvo hluta: skoðunargjald og slysatryggingargjald. Slysatryggingargjald hefur trygginga- málaráöherra ákveðið að skuli vera kr. 3.600 árið 1979. Ákvæði um almennar slysatrygg- 29. gr. Slysatryggðir sainkvæmt þessum kafla eru a. Launþegar, sem starfa hér á landi, að undanskildum er- lendum ríkisborgurum, sem gegna embætti fyrir erlend ríki, og erlendu starfsliði slíkra embættismanna. Starf um borð í íslensku skipi eða íslenskri flugvél jafngildir starfi hér á landi samkvæmt þessum Iið. b. Nemendur við iðnnám samkvæmt iðnfræðslulögum. c. Stjórnendur aflvéla og ökutækja, er þeir hafa umráð yfir, sbr. 6. málsgr. 36. gr.1 d. Útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar. e. Þeir, sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn yfirvofandi meiri háttar tjóni á verðmætum. /. Iþróttafólk, sem tekur þdtt i iþróttaiðkunum, hvort held ur er evfingum, sýningum eða keppni og orðið er 16 dro Með reglugerðardkveeði md dkveða ndnar gildissvið h 'kvevðis.2 ákvæðum þeim, sem að þessu gjaldi lúta. Niðurstaðan varð athyglisverð — að minnsta kosti fyrir bifreiðaeig- endur. „Þaö er visaó er ektó ^1.’ tl! sjöttu mStsgtetnar, en hún „Eru einkabifreiöar mein háttar heimilis- mheimta tryggittg; aflvélar at sem ekkt ekki er heldur til. ingar er að finna i lögum um almanna- tryggingar. Þvi varð undirritaður sér úti um sérprentun laga þessara, út- gefna af Tryggingastofnun rikisins í þessum mánuði, og hóf leit að laga- Innheimtu- „heimildin" Á kvittun þeirri sem bifreiðaeigend- við greiðslu bifreiðagjaldanna að slysatryggingargjaldið sé ur fá stendur. Það er eftir 36. grein sem bifreiðaeig- endur greiða 3.600 krónur i slysa- tryggingariðgjald, ef marka má þær kvittanir sem gefnar eru fyrir greiðsl- unni. Sú grein visar á 29. grein, sem aftur vísar á 6. málsgrein 36. greinar, en eins og sjá má, er sú málsgrein ekki til! samkvæmt 36. grein laga um al- mannatryggingar. Lagagrein þessi birtist i heild hér á siðunni, en sá hluti hennar sem átt getúr við bifreiðaeigendur er þessi: „Eigendur ökutækja og aflvéla, sbr. c- lið 29. gr., skulu þó standa skil á greiðslum vegna tryggingar þeirra »» Fyrsta spurningin er hvernig skilja skuli þessi orð. Beinast liggur við að skilja þau á þann veg að eigendur þeirra ökutækja og aflvéla sem nánar sé um getið i c-lið 29. greinar skuli greiða tryggingamar. Annar skilning- ur orðanna „sbr. c-lið” kemur vart til greina, og t.d. fráleitt að skilja þau sem „meðal annars þau ökutæki sem greinir frá í c-lið”.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.