Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. hreimurinn breytist eftir útlendum fyrirmyndum hjá meginhluta þjóðar- innar, verður það ekki leiðrétt, og aðr- ar breytingar munu á eftir fylgja. Þessi málhreimur, sem ég hef í huga, er mjög tengdur við yngri menn (og þó allt að fertugu), sem trúlega hafa verið lengur eða skemur við nám eða annað í útlöndum. Er auðvelt fyrir hlust- endur að bera þá saman við bestu þuli okkar, Pétur Pétursson og Jón Múla Árnason, sem hafa haldið isle.iskum hreimi í framburði sínum. Einn þulur útvarpsins af kynslóð og segjast vera frá Akranesi, og því ekki heldur kallað okkur Akurnesinga, heldur einfaldlega Akurnesinga á gamlan og þjóðlegan hátt. Hér hefur verið tekið aðeins eitt dasmi af þeim þuli sem er hvað harð- svíraðastur í óíslenskulegum fram- burði, en margir aðrir eru undir sömu sökina seldir, útvarpsþulir og sjón- varpsþulir, íþróttafréttamenn og aðrir fréttamenn, poppmenn og fóstrur. Ég hef gert nokkra athugun á fyrir- bærinu og komist að þeirri niðurstöðu, að málhreimurinn (sem er ekki ná- N \ Jtú. 11 1 y j /\> j ' ’-t L 7 , - - ) J. r Ak-m ** 'Tir J 4 Mynd 1. » rm m m=t ýiuidíir uif <■ j, __ fuU in -ct Mynd 2. yngri manna er mjög svæsinn í þeim nýja málhreimi utan úr löndum, sem hér um ræðir og veldur því meðal annars, að áhersla færist stundum til í íslensku máli og verður á þriðja eða síðasta atkvæði í stað fyrsta atkvæðis, en það er reglan í íslensku máli (að sjálfsögðu með nokkrum undan- tekningum) og gefur þvi sérstakan blæ. Eitt orð sem fyrrnefndur þulur hafði yfir í tilkynningalestri fyrir mörgum mánuðum, hefur orðið mér minnisstætt af því að það snerti uppruna minn og fæðingarstað, en er þar að auki ágætisdæmi um þann mál- hreim sem ég er hér að fjalla um. Orðið var Akurnesingar, en varð hins vegar i munni þularins Akurnesingar. Áherslan kom sem sé á þriðja atkvæði. Mér varð þetta minnisstætt fyrir það, að ég hafði aldrei heyrt orðið borið þannig fram áður. Hingað til höfðum við, sem borin erum og barnfædd á Akranesi, ekki talið ástæðu til að leggja sérstaka áherslu á nesið í orðinu kvæmlega eins hjá öllum) hafi þau sameiginlegu einkenni, að farið er í sífellu frá neðra tóni af tveimur upp um sama tónbilið endurtekið eins lengi og talað er. Tónbilið er ofurlítið mis- munandi, eftir þvi hver talar, en höfuðeinkennin í meðferð málsins þó með sama hætti: upp og niður, upp og niður í sífellu. Tónbil það, sem hér kemur mest við sögu samkvæmt laus- legri athugun minni, er fimmund, minnkuð og stækkuð, en ferundin sömuleiðis töluvert (liklega algengari hjá kvenfólki). Ég set hér dæmi um hvernig'þetta gæti verið í nótnaskrift með fimmund, og er þá ágætt að halda fyrrnefndu dæmi um Akur- nesingana, sem yrði eins og sést á mynd 1. Ég held þetta ætti að nægja til að menn geti áttað sig á hvað hér er á ferðinni. Menn geta síðan borið saman við það sem þeir heyra í útvarpinu, ef þeir hafa hljóðfæri við höndina, og fengið þannig fleiri dæmi og með öðrum orðum. Þess ber að gæta, að hrynjandi verður önnur, ef annar at- kvæðafjöldi er i orðinu eða ef fleiri orð eru notuð. Dæmi séstámynd2. Síðan eru auðvitað mörg tilbrigði frá þessu. Ýmislegt fleira í meðferð íslensks máls væri ástæða til að fjalla um, þar sem útvarp og sjónvarp eiga hlut að, þó hér gefist ekki nema lítið ráðrúm til umfjöllunar. Mér er það til dæmis ráðgáta á hvern hátt menn eru valdir í störf þula og fréttamanna eða til að annast suma þætti útvarpsns. Einkum er það áberandi í þáttum, sem helgaðir eru ungu fólki, samkvæmt þörf einhverra nútímamanna til að skipta fólki í ungt og gamalt, að þeir sem annast þessa þætti eru illa máli farnir og geta ekki kveðið skýrt að orðunum, sem oft koma út úr þeim í bjánalegum gusum eins og þeir séu að flýta sér að koma þeim út úr sér áður en þeir missa af næsta strætisvagni, og þó hef ég grun um að þessir menn séu einmitt ekki notendur strætis- vagna, heldur aki um í einkabílum. Ég hef stundum velt þvi fyrir mér hvort það séu tengsl milli þessarar vankunnáttu i meðferð móðurmálsins og þeirra lélegu tónsmiða og þess lé- Kjallarinn Jón Óskar lega tónflutnings sem fyrrnefndir þáttastjórnendur eru jafnan fulltrúar fyrir. lim sjónvarpið. sem nú erjskkisíður en útvarporðiðábyrgðaraðili gagnvart islcnsku máli, er það að segja, að oft var þörf, en nú er nauðsyn að vanda málfarið, ekki síst gagnvart börnum, því ef sama lágkúrufyndnin dynur á hlustum þeirra viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, færist hún yfir á leikvelli skólanna og verður að rikjandi lágkúru, þegar börnin vaxa upp. Sjónvarpið er nú á timum áhrifa- mesta tækið sem við höfum til afnota í afþreyingar- og fræðsluskyni. Mánuð eftir mánuð hafa börnin fengið að heyra þar sömu málfarstugguna: — Bara — bara —. Það átti víst að vera við hæfi barna eftir nýjustu kenning- um þeirra sem telja sig hafa reiknað út, hvað börn eru. Samkvæmt því væru frægustu barnabækur heims eins og Andersens-ævintýri, Grimms-ævin- týri, Lísa í Undralandi, Skeljar og Bernska Sigurbjamar okkar Sveins- sonar eða Nonna-bækurnar ekki við hæfi barna, því þessir höfundar gerðu enga tilraun í þá átt að skrifa eitthvert fullorðins barnamál. Hugleiða mætti,' að áður en fjölmiðlar og hasarmynda- blöð komu til sögunnar lifðu börnin i andlegum skilningi á þjóðsögum og kvæðum, sem ekki voru á neinu barnamáli, heldur á rammislensku kjarnamáli, og afleiðing þess varð sú, að þrátt fyrir margra alda ásókn erlendrar tungu hér á landi meðan íslendingar voru háðir Dönum, getum við nú lesið sendibréf frá liðinni tíð eftir íslenskt alþýðufólk sem skrifað hefur svo góða íslensku að háskóla- lærðir nútímamenn fá þar ekki um bætt. Slíkt fólk er enn lifandi meðal okkar. Það gekk aldrei í neinn skóla og til þess var aldrei komiö í líki nýtisku alvitrings eða lærðrar fóstru sem sagði: — Bara — bara. Jón Óskar. \ Greiða bifreiðaeigendur tryggingu sem ekki er til? Flögrað grein af grein 29. grein laganna fjallar um þá sem tryggðir eru samkvæmt lögunum. Eins og áður sagði verður að álíta að þeir sem greiða eiga hið margum- rædda slysatryggingargjald séu nefnd- ■ ir i c-lið 29. greinar, en í þeim lið segir aðeins: „Stjórnendur aflvéla og öku- tækja, er þeir hafa umráð yfir, sbr. 6. málsgr. 36. gr.” Ekki er nú öll vitleysan eins! Við vorum að lesa í 36. grein, þaðan sem visað var I 29. grein, en úr 29. grein er svo jafnharðan vísað i 36. grein aftur! Jæja, við skulum halda áfram að „pæla" í þessu torfi og skoða 36. grein- ina aftur. Fyrst er að telja málsgrein- amar í leit að þeirri sjöttu. Ein, tvær, þrjár, fjórar og fimm. Þær eru bara fimm! Maður trúir ekki sinum eigin augum. Það var vísað til sjöttu máls- greinar og hún er ekki til! Hvar er eiginlega ákvæðið sem skattleggur bifreiðaeigendur? Eru þeir kannski lika ótryggðir? „öll er vitleysan eins" Við nánari athugun á lögum um al- mannatryggingar kemur fram i laga- safni að einu sinni hafði 36. greinin 6 málsgreinar, þótt nú séu þær aðeins 5. Þá var sjötta málsgreinin sú sama og nú er fjórða málsgrein. En það ber samt allt að sama brunni: Trillubátar, vélsleðar, reiðhjól með hjálparvél, heimilisdráttarvélar og aðrar meiri háttar heimilisaflvélar falla undir trygginguna — en ekki er einu orði minnst á einkabifreiðir,, nema þær megi kalla „meiri háttar heimilisafl- vélar”!! Þegar hér er komið, hættir maður að segja „ekki er öll vitleysan eins”, en andvarpar í staðinn „öll er vitleysan eins”. ökumenn bifreiða eru sem sagt ekki tryggðir samkvæmt eðlilegum skiln- ingi laganna um almannatryggingar, og útilokað er að finna hvernig beita megi hinni margumtöluðu 36. grein til innheimtu tryggingar sem ekki er til, samkvæmt málsgrein sem ekki er heldur til! Umferðarlögin gera ráð fyrir að ökumenn bifreiða séu tryggðir vegna slysa sem þeir kunna að verða fyrir við starfa sinn. Þar segir, að tryggja skuli hjá Tryggingastofnun rikisins og eftir þeim reglum sem henni eru sett- ar. Við erum nú búin að sjá hvernig þær reglur eru — eða öllu heldur eru ekki — og finna út, að gatið I þessari löggjöf er stórt og löggjöfin flókin en eina ambögu enn má finna. I einni af síðustu greinum laganna um almanna- tryggingar er talið upp hverjir skuli innheimta hin ýmsu tryggingagjöld. Þar segir, að iðgjöld af ökumönnum bifreiða (sem eru ekki einu sinni tryggðir! — innskot) skuli lögð á af „innheimtumönnum bifreiðaskatts”. Þar bætist síðasta rósin við: Það eru engir „bifreiðaskattar” til! Það sem hér að ofan greinir er að sjálfsögðu aðeins könnun eins manns á ástandinu og vænti ég þess að FÍB láti nú athuga málið nánar. Kjallarinn Leó E. Löve Eins verðum við að vona að lög- fræðingar ríkisvaldsins leggi höfuðin í bleyti og leysi úr þessu máli með einum eða öðrum hætti. Hugsanlegt er að þeir siðastnefndu finni einhverjar lögfræðilegar smugur eða beiti klókindalegum lögskýringum og sanni þar með að ekkert sé öðruvísi en það á að vera í innheimtu gjalds þessa. En hræddur er ég um að þeir þurfi líka að geta skellt einhverri skuld á prentvillupúkann ef allar villurnar á að vera hægt að skýra! Leó E. Löve lögfræðingur. - 36. gr. Útgjöld slysatrygginga skulu borin af atvinnurekendum með greiðslu iðgjalda, álagðra samkvcemt ákvceðum þessarar greinar. Eigendur öktcekja og aflvéla, sbr. c-lið 29. gr., skulu þó standa skil á greiðslum vegna tryggingar þeirra, og sömuleiðis skulu launþegar samkvcemt c-lið 30. gr. standa skil á iðgjöldum sin- um. Þá skal með reglugerð ákveða árlegt framlag til að standast kostnað af bólum vegna þeirra, sem gelur i f-lið 29. gr. . Tryggingastofnunin skal ár hvert gera ácetlun um bótagreiðsl- ur og rekstrarkostnað slysatrygginga ncesta almanaksár, að með- töldu tillagi til varasjóðs, allt að 5% af útgjöldum. Iðgjald af launþegum, sbr. a-lið 29. gr., skal reiknað sem hundraðshluti af greiddum launum, eins og þau eru skilgrcind i 25. gr. Hundraðshluti iðgjalds skal ákveðinn með reglugerð fyrir citt ár i senn með hliðsjón af fjárhagsácetlun Trygginga- stofciunarinnar ásamt leiðréttingu vegna tekjuafgangs eða tekju- halla ncesta reikningsárs á undan. Með reglugerð skal ákveða fast ársiðgjald vegna trillubátu, bifhjóla, vélsleða, reiðhjóla með hjálþaix/él og heimilisdrdttar- véla og annarra meiri háttar heimilisaflvéla. Iðgjöld til slysalrygginga, önnur en þau, sem nefnd eru i 3. og j. málsgr., skulu ákveðin sem hundraðshluli af hcefilega ácellaðri stofnfjárhceð vegna hvers cinstaklings.1

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.