Dagblaðið - 15.01.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
í FISKARÍKIFÆ ÉG LÆRT
Þjóflleikhúsifl:
KRUKKUBORG
eftír Odd Bjömsson
Leikmynd og búningar Una Collins
Lýsing: KHstínn Danielsson
Leikstjórí: Þórhallur Sigurðsson
Það held ég að hafi verið heillaráð
að efna til samvinnu við Leikbrúðu-
land að þessari sýningu. Það hefur á
undanförnum árum starfrækt að
minnsta kosti visi að reglulegu brúðu-
leikhúsi, að ég hygg við ansi kröpp
kjör, og hafa þó ýmsar sýningar þeirra
verið býsna skemmtilegar eftir at-
vikum og kringumstæðum. Áður
munu félagar úr leikbrúðulandi hafa
unnið að Litla prinsinum í Þjóðleik-
húsinu, og þar áður var i samvinnu við
Leikfélag Reykjavíkur fitjað upp á
miklu veigameiri brúðuleik en Leik-
brúðuland er umkomið upp á eigin
spýtur, og átti að snúást um Sæmund
fróða. En úr því verki varð ekki nema
byrjunin, því miður, svo góðu sem
hún lofaði. Sjálfsagt þarf frekari sam-
vinna við leikhúsin að koma til ef þær
stöllur í Leikbrúðulandi eiga að fá að
neyta kraftanna.
Nú veit ég svo sem ekki nákvæm-
lega hverjum ber heiður af hverju í
nýju barnasýningu Þjóðleikhússins.
En svo mikið er víst að sýningin er
umfram allt fyrir augað og skemmtun-
in af henni sjónræn, stafar af útbúnaði
sviðsins, leikmynd, leikbrúðum og
ljósatækni. Leiksaga Odds Björnsson-
ar af litlum strák sem dreymir sig
niður á mararbotn og ævintýrum hans
á þeim slóðum verður hér einkum
efniviður til leikrænnar og sjónrænnar
úrvinnslu, leiks með efnið. En leiktext-
inn er að visu haganlega saminn til
þessara nota, látlaus og oft spaugvis.
Og þar er á víð og dreif vikið að
ýmsum alvarlegum efnum í léttum
dúr, einræði og lýðræði, kúgun og
frelsi, einstakling og ríkinu. Og í
tveimur bráðkostulegum senum er
fjallað um efni sem oft og víða eru
Frá æfingu á leikritinu Krukkuborg eftir Odd Bjiirnsson. DB-mynd Bjarnleifur.
BIAÐIti
er smáauglýsingatolaðið
ÍSLENZK TUNGA
TÓRIR
ENN...
„Ef dæma ætti eftir þvi sinnuleysi,1'
sem Islendingar sýna mæltu máli, skyldi
maður ætla að þetta tungumá! væri jafn-
dautt og latína, og hvergi lengur talað af
lifandi fólki á jörðinni”.
Þessi upphafsorð í gagnmerku erindi
Ævars Kvaran um íslenzkt mál urðu
blaðamanni DB tilefni til vægast sagt
óheppilegrar fyrirsagnar i kynningu á út-
varpserindum Ævars. Það var sem sé
haft eftir Ævari að íslenzka væri stein-
dautt mál.
Ekki þarf að orðlengja það að Ævar
Kvaran hefur flestum mönnum fremur
aukið móðurmálinu lif og fegurð.
Áminnzt fyrirsögn studdist ekki við
ummæli Ævars og leiðréttist hér með að
öllu þvi leyti sem það er hægt að gera.
M/ELT MAL - útvarp * kvöW KL 19.35
„Islenzka er ritmál —
jafndautt og latína”
ffvar R. Kvaran flytur ty rra erindi af tvein-
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
rædd með hátiðlegri hætti, hjúskapar-
háttum annarsvegar, mengun sjávar
hins vegar. Vel geta þessi lipru og kát-
legu leikatriði orðið ungum leikhús-
gesti umhugsunarefni, ímynda ég mér,
og svo er um fleira í leiknum.
En fyrst og fremst er það fiskaríki
sjálft sem fangar augað og hugann
heillar I sýningunni. Þar er beitt Ijósa-
tækni og sviðsbúnaði sem áður hefur
verið reynt í Leikbrúðulandi og gefst
nú fjarska vel í Þjóðleikhúsinu : upp-
máluð litskrúðug og fjarska ævintýra-
leg mynd af mararbotni og þjóðlífi
þar með mörgum furðufiskum. Um
leið er þetta einfalt og lipurt í með-
förum með öllu skrautinu, sýningin
Ijós og skýr og greið í spori og alla tíð
mjög glaðvær. Trúlegt er að ævintýra-
efnið I Krukkuborg notist best litlum
bömum. En þeir sem eldri eru og
mannalegri geta vissulega líka haft
gaman af sýningunni vegna hinna ný-
stárlegu vinnubragða og efniviðar sem
þar kemur fram.
1 ár eins og í fyrra er það glöggt að
barnaleikjum Þjóðleikhússins er stefnt
í nýtt og heillavænlegra horf en áður
tiðkaðist. Bara það er gleðilegt. Og
Krukkuborg vekur heilmikla ánægju
vegna þess hve vel tekst að hagnýta þá
„blönduðu tækni” sem sýningin bygg-
ist á, — þeim er heiður og sómi að
verkinu, Þórhalli Sigurðssyni leik-
stjóra og Unu Cóllins leikmyndateikn-
ara. Það er svo annað mál að til þess
að leikstefna og sýningartækni sem
hér kemur fram notist til fulls þarf vit-
í hinu erfiða og langa haust rallý B.Í.K.R. sem fram fór 11. og 12. nóvember
sannaðist hve BMW bílarnir eru sterkbyggðir og öruggir við hinar erfiðustu
aðstæður. Þetta er í annað sinn sem BMW bifreið vinnur í rallýkeppni hér á
landi og sýnir það ótvíræða yfirburði BMW.
BMW bifreiðar hafa mjög góða aksturseiginleika, eru vandaðir og sterkbyggðir.
varp nýr einþáttungur eftir Agnar
Þórðarson. Eineggja tvíburar nefndist
leikurinn sem Benedikt Árnason
stjórnaði i útvarpinu. Mér heyrðist
hann dálítið eins og tvíburi við annan
leikþátt eftir Agnar, Konu, sem í vetur
var sýndur á á litla sviði Þjóðleikhúss-
ins, tilbrigði við sömu hugmynd.
Eineggja tvíburar segir frá konu
sem fær gest í heimsókn, það er tvi-
burabróðir mannsins hennar sem
verið hefur langdvölum I burtu og gott
ef hann fór ekki I hundana. Þeir eru
sinn. Og þegar hann kemur aftur — þá
er hann I hans gervi. Endanlega var
þetta víst einn og sami maður.
Mér finnst nú hreint ekki Ijóst hvað
laðar Agnar Þórðarson aftur og aftur
að þessari hugmynd — nema þá það
að honum hefur enn ekki tekizt að
gera hana að uppistöðu lifvænlegra
mannlýsinga. Kannski gangi betur
næst. En Kristbjörg Kjeld og Róbert
Arnfinnsson fóru auðvitað áheyrilega
með hlutverkin í þessari umferð efnis-
ins.
. SIGURVEQARI,
I HAUSTRALLY B.I.K.R.
BMW320
anlega á að halda nýskapandi leik-
texta. Krukkuborg Odds Björnssonar
er hreint ekki síðra verk en margt
bamaefnið annað. En við höfum enn
ekki eignast frumlegt leikskáld sem
skrifar fyrir börn.
Og vel að merkja: tækninýjungar
þessarar sýningar þarf auðvitað ekki
að einskorða við barnaleiki.
Eineggja leikrit
Á fimmtudagskvöld var fluttur I út-
alveg eins — og þó svo ólíkir, gestur-
inn hefur allt það til að bera sem kon-
an saknar hjá manninum sínum. Þau
verða auðvitað elskendur. Og konan
fer aftur að spila á fiðluna sína sem
hún hafði löngu lagt upp á hillu.
Meðan þessu fer fram fer maðurinn
hennar að breytast, farið að gruna eitt-
hvað, eitt kvöld ber hann að dyrum
heima hjá sér þegar bróðir hans er þar
fyrir I rúminu konunnar. Gesturinn
fer út að gera upp sakir við bróður
Leiklist