Dagblaðið - 15.01.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15.JANUAR 1979.
I
15
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Hart barizt f leik Ármanns og Þróttar. DB-mynd Bjarnleifur.
ÞROTTUR VANN UPP ATTA
MARKA FORUSTU ÁRMANNS
—og liðin skildu jöf n, 23-23 — KR sigraði Leikni
„Menn hættu að taka á og þetta
sannar strákunum, að enginn leikur er
unninn fyrr en flauta gellur. Synd að
sigra ekki Þróttara þvi Ármannsliðið
náði virkilega að spila vel i fyrri hálfleik
en leikmenn slökuöu síðan á þegar þeir
álitu leikinn unninn og standa siðan uppi
með jafntefli,” sagði Geir Hallsteinsson
þjálfari Ármanns eftir jafntefli Ármanns
og Þróttar i 2. deild íslandsmótsins í
Höllinni í gærkvöld, 23—23.
Þróttar jöfnuðu á siðustu mínútu
leiksins en Ármenningar virtust stefna í
öruggan sigur lengst af. Þannig var
Þór vann Stjörnuna
Þór heldur sínu striki i 2. deild Ís-
landsmótsins i handknattleik. Á laugar-
dag sigraði Þór Stjörnuna 22-20 á Akur-
eyri en Þórsarar urðu fyrír sigri sinum
að hafa. Stjarnan hafði lengst af yflr, og
það var ekki fyrr en i lokin að Þór seig
framúr og tókst að tryggja sér sigur.
Það var jafnt fyrstu mínúturnar, 2-2,
3-3 en Stjarnan komst síðan í 6-4, 9-6 en
staðan i leikhléi var 9-7. Það var ekki
fyrr en á 19. mínútu að Þór tókst að
jafna, 16-16, og síga síðan framúr. Þór
var engan veginn sannfærandi í viður-
eigninni við Stjörnuna og greinilegt að
leikmenn hafa ekki notað nýafstaðnar
hátíðir til að æfa. Liðið var engan
veginn eins sterkt og fyrir jól — þjálfar-
inn fór suður um hátíðirnar og leikmenn
höfðu litið æft. Sigtryggur Guðlaugsson
skoraði flest mörk Þórs, 7 — 6 víti.
Arnar Guðlaugsson 5, Rinst Einar
Björnsson og Sigurður Sigurðsson 4
hvor. Eyjólfur Bragason skoraði 8 mörk
fyrir Stjörnuna. Magnús Teitsson 5. Þeir
Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson
dæmdu — Akureyringar fengu þá að sjá
dómgæzlu eins og hún gerist bezt en þvi
miður gerist það allt of sjaldan.
- St.A.
Youri til Víkings
eða Breiðabliks?
- KSÍ ákvað á laugardag að heimila
Youri llitschev að taka að sér
þjálf un félagsliðs
Stjórn KSÍ gaf á laugardag heimild
fyrir þvi, að Youri Ilitschev, þjálfari
íslenzka landsliðsins tæki að sér félag til
að þjálfa i sumar. Tvö félög hafa sýnt
Yourí Uitschev mikinn áhuga, það er
Vikingur i 1. deild og Breiðablik er
siðastliðið haust féll i 2. deild.
Það liggur ekki fyrir hvort félag Youri
Ilitschev velur en sem kunnugt er tók
hann við Víkingum siðastliðið haust og
stýrði liðinu í þremur síðustu leikjum
þess i 1. deild. Víkingar fengu 4 stig úr
þessum þremur leikjum og þótti félagið
sýna allt annan og betri leik en áður.
Breiðablik stendur nú á krossgötum.
Blikarnir féllu í 2. deild, eftir að hafa
virst ná að festa sig í sessi í 1. deild
undir stjórn Þorsteins Friðþjófssonar.
En Þorsteinn yfirgaf Blikana og félagið
féll i 2. deild. Nú hefur einn af máttar-
stólpum Breiðabliks, Einar Þórhallsson
farið frá félaginu, gengið í raðir KA á
Akureyri. Þá hafa tveir ungir og
efnilegir leikmenn Blikanna, úr 2. flokki
gengið i raðir Skagamanna. Auk þess
hefur verið orðrómur um að fleiri leik-
menn séu á förum frá Breiðablik.
Nú hafa öll félög i I. deild ráðið
þjálfara fyrir næsta sumar, utan Eyja-
menn og Vikingar. lslandsmeistarar
Vals hafa endurráðið Guyala Nemes.
Bikarmestarar ÍA hafa ráðið hollenzkan
þjálfara, Jo Jansen. Þorsteinn Friðþjófs-
son þjálfar Þrótt, Jóhannes Atlason
verður áfram með KA. Keflvikingar
hafa ráðið enskan þjálfara, Tom Tranter
og Fram er um tima sýndi Youri
Ilitschev mikinn áhuga hefur ráðið
Hólmbert Friðjónsson. Nýliðarnir i 1.
deild, Haukar og KR hafa og ráðið þjálf-
ara, Magnús Jónatansson verður áfram
með KR og Eggert Jóhannesson mun
þjálfa Hauka.
Þá hafa tvö félög nýverið gengið frá
ráðningu þjálfara. Völsungur er féll í 3.
deild hefur áðið Einar Friöþjófsson, bak-
vörðinn úr Eyjum og Selfoss er vann
sæti sitt aftur i 2. deild hefur ráðið
Anton Bjarnason.
staðan 14—7 í leikhléi, Ármanni í vil.
Þeir yfirspiluðu Þróttara og í upphafi
siðari hálfleiks varð munurinn 8 möri.
En Ármenningum urðu á stór mistök —
þeir slökuðu á og Þróttar söxuðu óðum á
forskot Ármenninga. Þegar aðeins tvær
minútur voru til leiksloka skildi eitt
mark, 22—21, en Þrótturum tókst að
jafna metin á elleftu stundu.
Þá fór annar leikur fram í 2. deild í
Höllinni, KR vann stórsigur á Leikni —
liði er nú virðist dæmt til að falla i 3.
deild.
„Víkingsdómurinn”
Hörð mótmæli HSÍ
—og einnig að HSÍ skuli ekkert hafa
verið tilkynnt um málið
Stjórn HSÍ sendi IHF — Alþjóða-
handknattleikssambandinu — bréf, þar
sem HSt lýsti furðu sinni og vitti dóm
aganefndar IHF yfir Viking en aga-
nefndin dæmdi Viking úr keppni vegna
rúðubrota i Ystad eftir sigur Víkirtga á
Ystad, 24-23. Vikingur komst þannig
eitt liða af Norðurlöndum i 8-liða úrslit
Evrópukeppni.
HSÍ harmaði í bréfi sínu í upphafi að
2—3 Víkingar skuli hafa brotið rúð-
urnar tvær í Ystad. En HSt mótmælti
jafnframt þeirri málsmeðferð er málið
hlaut, og að HSt skuli ekki hafa verið í
neinu látið vita af kæru Kurt Wadmark.
formanns aganefndar IHF. Það var
fyrst eftir að Víkingar tilkynntu HSÍ um
dóminn og síðar í fjölmiðlum, að stjórn
HSÍ fékk að vita um dóm aganefndar.
„Við áteljum harðlega og mótmælum
dómum þeim er gengu i máli Víkings.
Þessir hörðu dómar draga mjög úr áliti
IHF á íslandi, eru gjörsamlega óviðeig-
andi og langt frá að samrýmast réttar-
farsreglum i lýðfrjálsum löndum. Kurt
Wadmark kærði málið til aganefndar,
og hafði siðan samband við tvo aðra
nefndarmenn í aganefnd en lét HSt í
engu vita. Slíkt er með öllu óviðeigandi.
Þá mótmælum við harðlega
ummælum Kurt Wadmark í víðlesnasta
dagblaði tslands þar sem hann sagði að
tslendingar hefðu áður verið valdir að
óspektum, hann þekkti til þeirra. Þetta
viðtal hlustuðum við á af segulbandi og
teljum alveg óviðeigandi, og ósæmandi
formanni aganefndar.
Mest erum við undrandi á dómnum,
að Víkingur skuli dæmdur úr keppni.
Slikur dómur á sér enga hliðstæðu í
nokkurri íþróttagrein.
Handknattleikur hefur um áratuga
skeið verið mjög vinsæll á tslandi. og má
með sanni segja að sé þjóðaríþrótt
íslendinga. Því hefur brottvikning Vík-
ings verið mjög í fréttum fjölmiðla og
þjóðin fylgzt með náið. Þessi furðulegú
vinnubrögð aganefndar IHF geta því
stórskaðað handknattleik hér á landi og
verulega hnekkt því góða áliti er IHF
hefur hér á landi,” sagði meðal annars i
bréfi HSÍ til Alþjóðahandknattleikssam-
bandsins og vonast HSÍ til að IHF
endurskoði afstöðu sina í þessu máli.
Vikingar hafa að undanförnu verið að
semja greinagerð með áfrýjun sinni til
IHF en frestur til að áfrýja er til 18.
janúar.
Stuttgart í
ef sta sætið
Aðcins þrír leikir voru háðir í 1.
deildinni i Vestur-Þýzkalandi á laugar-
dag. Sex var frestað vegna veðurs eða
slæmra vallarskilyrða.
Úrslit í leikjunum þremur urðu þessi:
Stuttgart-Kaiserslautern 3—0
Frankfurt-Schalke 3—1
Hertha-Darmstadt 1—0
Stuttgart komst i efsta sætið eftir sig-
urinn á Kaiserslautern, sem hefur haft
forustu í deildinni frá þvi í haust.
Staða efstu liða er nú þannig:
Stuttgart 18 II 4 3 34—18 26
Kaisersl. 18 10 6 2 36—23 26
Hamborg 17 II 3 3 36—13 25'
Frankfurt 18 10 2 6 30—25 22
Dusseldorf 17 7 4 6 36—27 18
BayernM. 17 7 4 6 33—25 18
Keppnin um vestur-þýzka meistara
titilinn kemur nú varla til meðaðstanda
nema milli þriggja efstu liðanna.
Hamburger Sport Verein, undir stjórn
Gunther Netzer, stendur bezt að vígi.
Hefur tapað fæstum stigum og er með
talsvert meiri markamun en VfB Stutt-
gart ogl.FC Kaiserslautem.
SKÐAV0RUR
I MIKLU URVALI
NÝK0MNAR
Dikorinn /f.
SPORTVÖRUVERZLUN
HAFNARSTRÆT116
SÍMI 24520