Dagblaðið - 15.01.1979, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. JANÚAR 1979.
.6
iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
I
Þreyta —
misnotuðum
mörg góð tækifæri
— sagði Steindór Gunnarsson
„Viö gerðum okkur allir seka um slæmar villur,
misnotuðum dauðafxri. Létum verja frá okkur i
dauðafærum. Það var áberandi i leiknum við Svia. Ég
held að það sé vegna þreytu — islenzka liðið spilaði
sinn sjötta leik á átta dögum og það hafði mikið mætt
á sama kjarnanum. Greinilegt að íslenzka liðið hafði
ekki úthald i svona erfitt möt,” sagði Steindör
Gunnarsson i viðtali við DB eftir ösigur ísiendinga
gegn Svium.
„En 1 íslenzka liðinu er mjög jafn og jákvæður
kjarni. Þetta er ekkert stjörnulið — en vinnur vel
saman. Leikir okkar við Dani, Pólverja og V-
Þjóðverja voru virkilega góðir. Gegn Pólverjum
vorum við yfir I 53 mínútur en gáfum eftir I lokin. Og
gegn Svíum urðu okkur á margs konar skyssur, vegna
skorts á einbeitingu er þreytan fer að setjast að,” sagði
Steindórennfremur.
Stórsigur
Sovétmanna
Störsigur Sovétmanna gegn Pölverjum kom
verulega á övart — 23—11. Slikar tölur eru hreint
með ölikindum og voru Pólverjarnir eins og börn i
höndunum á rússneska birninum. Sovétmenn hafa
ávallt haft sérstakt tak á Pólverjum, virðist rnikil
minnimáttarkennd vera rikjandi meðal Pólverja gagn-
vart Sovétmönnum.
Pólverjar komust ekkert áleiðis gegn massifum
varnarvegg Sovétmanna og Jerzy Klempel skoraöi
ekki einu sinni mark — reyndi fimm sinnum að lyfta
sér yfir sovézku risana en tókst aldrei að finna leiðina í
markið. Pólverjar brotnuðu þvi alveg og staöan i
lcikhléi var 13—6 Sovétmönnum vil. Slíkir yfirburðir
voru, að um miðjan síðari hálfleik höfðu Pólverjar
ekki náð að skora — en Sovétmann komust þá í 19—
6! Lokakaflann var jafnræði með liðunum en öruggur
sovézkur sigur í höfn — 23— 11. Ótrúlegur munur er
tvær jafn sterkar þjóðir eiga I hlut.
Axel og Páll
markhæstir
Þeir Páll Björgvinsson og Axel Axelsson voru
markhæstir islenzku leikmannanna á BalticCup i Dan-
mörku — skoruðu hvor um sig 12 mörk. Axel lék þó
aðeins tvo leiki — en skoraði 6 mörk úr vitum .
Markaskorun i Danmörku skiptist annars:
AxelAxelsson 12
Páll Björgvinsson 12
Bjarni Guðnundsson 9
Viggó Sigurðsson 7
Jón Pétur Jónsson 5
ÓlafurH. Jónsson 5
Ólafur Einarsson 4
Árni Indriðason 4
Ólafur Jónsson 4
Þorbjörn Jensson 3
Steindór Gunnarsson 2
Stefán Gunnarsson 1
Þorbjörn Guðmundsson 1
Austur-Þjóðverjar
sigurvegarar
Austur-Þjóðverjar urðu sigurvegarar i Baltic-cup i
gær. Sigurðu þá heimsmeistara Vestur-Þjóðverja i úr-
slitalciknum f Bröndby-höllinni i Kaupmannahöfn með
18—15. Leikurinn var skemmtilegur en yfirburðir
austur-Þýzka liðsins ótviræðir. Þetta er fyrsti
tapleikur V-Þjóðverja frá því þeir urðu heimsmeistar-
ar fyrir tæpu ári.
t keppninni um siðasta sætið vann A-lið Dana B-
Uðið með miklum mun, 23—8.
Morten Stig Christensen reynir að brjótast i gegn hjá Ólafi Jónssyni og Páli Björgvinssyni i leik tslands og Danmerkur en
tókst ekki.
ÍSLENZKA LIÐIÐ NÚ
STERKARA EN Á HM
—fyrirári íDanmörku, sagði Árni Indriðason,
fyrirliði íslenzka liðsins
„Mér finnst islenzka Uðið i dag vera
sterkara en það lið er iék á HM i Dan-
mörku siðastUðið vor, tel engan vafa á
þvt. Með Baltickeppninni þá sáum við
hvar við stöndum f dag gagnvart þeim
beztu. Við höfum verið að leika við
þjóðir eins og Kina, USA og Túnis. Við
lékum við þá beztu i Danmörku, gengum
i gegn um stranga keppni og þvi hefur
þessi keppni verið góður undirbúningur
fyrir islenzka liðið,” sagði Árni Indriða-
son, fyrirliði islenzka landsliðsins, f við-
taU við DB.
„Við erum með allsterkt lið, og það er
líklegt til stórræða ef það leikur eins og
það gerði mestan partinn af Baltic.,
Hefur burði til að verða gott — aðeins
spurning hvernig tekst að vinna úr
spilunum.
Ég er óánægður með leikinn gegn Sví-
um. Við vorum taugaóstyrkir, misnot-
uðum 10—12 dauðafæri, létum verja.
Þannig gengu sóknirnar upp — en við.
kláruðum ekki dæmið. Viö vorum stað-
ráðnir i að sigra Svia. Þaö tókst hins
vegar ekki og það kom okkur niður á
jörðina. Við náðum aldrei uppsama leik
og gegn Dönum, V-Þjóðverjum og Pól-
verjum og það kemur okkur niður á
jörðina. Það er kannski bara gott,” sagði
Árni Indriðason ennfremur og hann
bætti viö, „ég vona að þessi árangur I
Danmörku gefi okkur meðbyr fyrir
keppnina á Spáni.”
H.Halls.
LUSCHER JÓK STIGA-
MUNINN Á STENMARK
— í stigakeppni heimsbikarsins. Tveir Svisslendingar
fyrstu sætununum í bruni í gær
Ungir skiðamenn frá Sviss, Tony
Biirgler og Peter Miiller, urðu f tveimur
fyrstu sætunum i bruni heimsbikarsins i
Crans-Montana i Sviss i gær. Ingemar
Stenmark keppti ekki eins og margir
höfðu reiknað með en Peter Liischer,
Sviss, varð i 44. sæti i bruninu. Það
nægði honum til að hljóta sjöunda sæti
samanlagt f svigi og bruni og fyrir það
hlaut hann fjögur stig. Hefur þvi nfu
stiga forustu á Stenmark i stigakeppni
heimsbikarsins. Sigurvegari samanlagt
varð Phil Mahre, Bandarfkjunum.
Sigur Búrgler i bruninu var mjög
óvæntur — og þegar hann sá tíma sinn
fórnaði hann höndum alveg steinhissa.
Miiller varð rétt á eftir og þetta er fyrsti
tvöfaldi sigur Sviss I brunkeppni heims-
bikarsins i sex ár.
„VK> VORUM OF
SIGURVISSIR”
—sagði Páll Björgvinsson eftir
ósigurinn fyrir Svíum
„Við vorum of sigurvissir fyrir leikinn
gegn Svíum eftir þá góðu leiki er
islcnzka liðið hafði náð áður. Þarna held
ég að meinið liggi. Gerðum okkur
einfaldlega of miklar vonir. Á leiðinni f
rútunni til Kalundborg vorum við að
veðja á sigur — sænskan eða islenzkan
og 80% reiknuðu með fslenzkum sigri,”
sagði Páll Björgvinsson I viðtali við DB
eftir ósigur tslands gegn Sviþjóð, 19—
17.
„Við höfum fallið i þessa gryfju áður.
búið okkur til skýjaborgir, er siðan hafa
hrunið. Þetta verðum við að læra að var-
ast. Sannleikurinn er, að við áttum góða
möguleika á að sigra V-Þjóðverja og
Pólverja. Við vorgm 53 minútur yfir
gegn Pólverjum og gegn V-Þjóðverjum
gáfust góð færi til að ná heims-
meisturunum. Þessir góðu leikir með
sigurinn gegn Dönum sem hápunkt gerði
okkur of örugga um sigur og þar félium
við,” sagði Páll cnnfrcmur.
-H. Halls.
Úrslit urðu þessi:
1. T. Búrgler, Sviss,
2. Peter Múller, Sviss,
3. Ken Read, Kanada,
4. Grissmann, Austurríki,
5. Ph. Roux, Sviss
6. Stock, Austurriki
7. S. Podborski, Kanada,
8. G. Giardini, ítaliu,
9. Dave Murrey, Kanada
10. Josi Erwin.Sviss,
1:58.19
1:58.43
1:59.10
1:59.57
2:00.15
2:00.23
2:00.24
2:00.42
2:00.60
2:00.65
Heimsmeistarinn austurríski Josef
Walcher varð aðeins I 22. sæti og Franz
Klammer, Austurriki, enn aftar, eða i
29. sæti.
Úrslit I svigi og bruni samanlagt:
1. Phil Mahre, USA, . 1545.22
2. A. Wenzel, Lichtenst. 1551.37
3. Piero Gros, ltalíu, 1562.32
5. L. Stock. Austurríki, 1572.66
5. Steve Mahre, USA, 1573.97
ö.G.Thöni, Ítalíu 1577.37
Þetta er samanlögð stigatala i báðum
greinum.
Staðan i stigakeppninni er nú þannig:
1. Peter Lúscher, Sviss, 109
2. Ingemar Stenmark, Svíþj. 100
3. Peter Múller, Sviss, 61
4. Ken Read, Kanada, 55
5. PieorGros, ltalíu, 51
6. Bojan Krizaj, Júgóslaviu, 49
7. Phil Mahre, USA, 45
8. A. Wenzel, Lichtenstein, 41
Svíþjóð sigraði á
snilldarmarkvörzlu
— ellefu sinnum varði Hellgren í dauðafærum og Svíar unnu
ísland með tveggja marka mun 19-17 íBaltic-cup
Íslenzka landsliðið hafnaði f sjötta
sæti i Baltic-keppninni i Danmörku.
Ósigur gegn Svium i Kalundborg I
baráttunni um fimmta sætið, 19—17.
Sviar urðu þvi i fimmta sæti. Lokakafli
fyrri hálfleiks lagði grunn að sigri Svia
— þá náðu þeir að breyta stöðunni úr
5—5 i 10—5. Þessi kafli reyndist
islenzka liðinu afdrifarikur. tslenzka lið-
ið fór illa að ráði sinu — 11 dauðafæri
fóru forgörðum, misnotuð þegar aðeins
markvörðurinn var eftir. Sænski mark-
vörðurinn var snjall — sýndi snilldarieik
og hann öðrum fremur lagði grunn að
sænskum sigri. Þrívegis sátu íslenzku
leikmennirnir eftir og Svíar brunuðu upp
eftir að Claes Hellgren, sænski mark-
vörðurinn, hafði varið. Gegn jafn sterku
liði og hinu sænska hefnir slikt sín, það
verður að nýta tækifærin til hins ýtrasta.
„Við höfðum skoðað sænska liðið
gaumgæfilega af myndsegulbandi fyrir
leikinn og einsettum okkur áð stöðva
sænsku hornamennina. Þeir eru gifur-
lega sterkir. Þá átti að klippa út en það
tókst ekki. Þeir skoruðu 4 mörk i fyrri
hálfleik, auk þess sem Sviar skoruðu úr
þremur hraðaupphlaupum. Fyrri hálf-
leikur var eflaust hið lakasta er islenzka
liðið sýndi í Danmörku. —Ég er
sannlærður, að með sama leik og
islenzka liðið hafði sýnt fram að viður-
eigninni við Svia hefði islenzkur sigur
orðiö staðreynd — öruggur íslenzkur
sigur," sagði Gunnar Torfason, farar-
stjóri islenzka liðsins i viðtali við DB i
gærkvöld.
En sænskur sigur varð uppi á
teningnum i Kalundborg. Þar var jafn-
ræði með liöunum framan af. Þannig
var staðan 5—5 er langt var liðið á siðari
hálfleik en afleitur kafli íslenzka liðsins
fylgdi I kjölfarið. Svíar náðu að skora
fimm mörk án þess að íslenzka liðið
næöi að svara fyrir sig. „Slæmi kaflinn”
kom, eins og íslenzkir áhorfendur hafa
fengið að sjá hér i Reykjavík. Eh þó var
munur — islenzka liðið hefur dottið
niður á mjög slæma kafla i vetur, þar
sem ekki heil brú var I leik islenzka
liðsins. t Kalundborg gengu sóknar-
loturnar upp. Islenzku leikmennirnir
komust I dauðafæri en þá brást þeim
bogalistin. Hvað eftir annað varði Claes
Hellgren, hinn ungi sænski markvörður,
er hann var einn eftir. Og Svíar brunuðu
upp i hraðaupphlaupum. íslenzku lcik-
mennirnir sátu eftir. staðan breyttist úr
5—5 i 10—5 Svíum i vil. I stað þess að
nýta tækifærin, þá fékk íslenzka liðið
mark á sig úr hraðaupphlaupi. Þannig
skoruðu Sviar 3 mörk á þessum leikkafla
úr hraðaupphlaupum og alls skoruðu
Svíar 8 mörk af 19 úr hraðaupphlaup-
um. lslenzka liðið átti slðasta orðið i
fyrri hálfleik. 10—6 í leikhléi.
En íslenzka liðið hafði ekki lagt árar í
bát. I upphafi siðari hálfleiks náði tsland
að minnka muninn í eitt mark, 10—9
og spenna komst aftur i leikinn. Svíar
höfðu þó yfir lengst af og fimm
minútum fyrir leikslok náði islenzka
liðið loks að jafna, 17—17. Sænska liðið
virtist vera að brotna — en þrátt fyrir
að íslenzka liðið fengi fjórum sinnum
tækifæri til að ná forustu tókst það ekki
Bjarni Guðmundsson fór inn úr
horninu en Hellgren varði, Ólafur Jóns-
son gerði slæma skyssu. Henti
knettinum beint i hendurnar á sænskum
varnarmanni og Axel Axelsson reyndi
skot — framhjá. Enn náðu Svíar hraða-
upphlaupi og náðu aftur forustu, 18 —
17. Svíar áttu síðan síðasta orðið. 19—
17 — sænskur sigur i Kalundborg.
Þrátt fyrir ósigur var ekki ástæða til
að vera svartsýnn, engan veginn. Það
var greinilegt að íslenzka liðiö var orðið
þreytt — leikmenn gerðu sig seka um
skyssur. Það sést ef til vill bezt á því, að
Bjarni Guðmundsson átti 9 skot —
skoraði aðeins 2 mörk. Ég man ekki
dæmi þess að Bjarni kæmi með slíka
skotnýtingu út — og öllum islenzku leik-
mönnunum urðu á skyssur. Skyssur er
ekki sáust í þremur fyrri leikjum liðsins.
Leikurinn gegn Svíum var sjötti leikur
Islands á átta dögum. Og „frídagarnir”
fóru í ströng ferðalög. Sex tíma rútuferð
á föstudeginum, og í stað þess að leggja
upp í bitið á mánudeginum frá Keflavík
varð islcnzka liðið aö bíða í sjö tíma í
Keflavik eítir að komast í loftið.
En markmiðið með Baltickeppninni
hefur náðst. lslenzka liðið er samstillt
heild. Það hefur helzt sýnt sig, hve erfitt
það er fyrir íslenzkt lið að fara í gegn um
jafnstrangt prógram og Baltic og leika
alla leikina á fuilu. Gegn Pólverjum var
islenzka liðið yfir i 53 mínútur — þá
var eins og einbeitingin minnkaði og
skyssur fylgdu í kjölfarið. Fyrir Baltic-
keppnina var ekki búizt við miklu af
islenzka liðinu. En sögulegur sigur
náðist — sigur á danskri grund. Viður-
eign heimsmeistara V-Þjóðverja og
tslendinga var jöfn, þannig vann ísland
síðari hálfleikinn. Gegn Pólverjum hafði
Island lengst af yfir. Síðasti leikurinn,
viðureignin gegn Svium var lakasti
leikur tslands í Danmörku en þrátt fyrir
undramarkvörzlu Claes Hellgren —
þrátt fyrir 11 dauðafæri islenzka liðsins
er voru misnotuð, þrátt fyrir að Sviar
næðu fimm marka forustu tókst islenzka
liðiny að vinna þann mun 'upp, jafna-
17—17 og eygja möguleika á sigri. Það
! út af fyrir sig sýnir styrkleika islenzka
liðsins — einungis vonandi að takast
megi að styrkja liðið fram að B
keppninni á Spáni.
Axel Axelsson var markhæstur
íslendinga gegn Svíum, með 4 mörk þar
af 3 úr vítum. Þeir Páll Björgvinsson og
Árni Indriðason skoruðu 3 mörk. Ólafur
H. Jónsson, Viggó Sigurðsson og Bjarni
Guðmundsson skoruðu 2 mörk hver,
Ólafur Jónsson 1 mark. Roger Heleson
skoraði flest mörk Svía, 5, Lars
Hasselberg 4.
-H. Ilalls.
Þrefalt hjá
Norðmönnum
Norðmenn unnu stórsigur I 15 km
sklðagöngu I heimsbikamum i Reit im
Winkl i V-Þýzkalandi á laugardag. Áttu
þrjá fyrstu menn. Oddvar Braa sigraði á
47:31.02 min. Tore Gullen varð annar á
47:48.43 min. og Lars-Erik Eriksen
þriðji á 47.57.54 min. t fjórða sæti varð
Vassili Rotshev, Sovétrikjunum, á
48:18.25 min. Heikki Torvi, Finnlandi,
varð fimmti á 48:22.26 min. og Norð-
maðurinn Anders Bakken sjötti á
49:00.11 min. í stigakeppni heimsbikars-
ins er Ove Aunli, Noregi, efstur með 56
stig. Lars-Erik Eriksen annar með 53
stig. Þriðji er Maurilio de Zolt, ttafiu,
með 46 stig. Oddvar Braa fjórði með 43
stig og fimmti er Sven-Ake Lunback,
Sviþjóð, með 39 stig.
Bandarískt
sundmet
Sundkonan snjalla, Tracy Caulkins,
setti nýtt bandaríkst met i 100 jarda
bringusundi á móti í Nashvillt i
Tennessee i gær. Synti á 1:02.06 min., og
bætti fyrra metsitt um 14 sekúndubrot.
t öðru sæti varð Margaret Kelly, Bret-
landi, en siðan methafar Hollands og
Frakklands, van der Linden og Defusini.
Caulkins sigraði einnig i 400 jarda fjór-
sundi á 4:20.40 min. hálfri laug á undan
þeirri næstu.
KR-INGAR13JA
SÆTI í DONCASTER
Körfuknattleiksliði KR tókst að ná i
þriðja sætið á móti þvi sem það tók þátt
i á Doncaster á Englandi nú um helgina.
Sigraði skozku meistarana i gær 96
gegn 83 i góðum leik. Var Mark
Christiansen, lánsmaðurinn frá Þór á
Akureyri, þeirra beztur og gerði 29 stig,
Hudson var með 24 og Einar Bollason
með 16.
Fyrsti leikurinn, sem fór fram á
föstudaginn var gegn bandarisku liði og
töpuðu KR-ingar honum með 89 stigum
gegn 112. Voru þeir ekki i essinu sinu I
það skiptið og áttu fremur slakan leik.
Mark Christiansen var stigahæstur með
24, Hudson 22 og Birgir Guðbjörnsson
með 18.
Á laugardaginn léku KR-ingar gegn
gestgjöfunum Team Ziebart frá
Doncaster og töpuðu 86 gegn 109 þrátt
fyrir góðan leik en andstæðingarnir eru
með eitt bezta liðið á Englandi. Hudson
gerði 38 stig og átti mjög góðan leik,
Mark Christiansen var með 23 stig.
John Hudson var valinn i úrvalslið
mótsins og var einnig stigahæstur. Mark
Christiansen varð annar að stigum.
ÓG.
ÍR að missa af lestinni?
tapaði fyrir Val í úrvalsdeildinni í körfu
ÍR-ingar mega fara að herða sig I úr-
valsdeildinni i körfuboltanum ef þeir ætla
ekki að missa af möguleika til að verða
með i baráttunni um efsta sætið að þessu
sinni. Ósigur þeirra gegn Val á laugar-
daginn gæti orðið afdrifarikur og hæpið
að þeir þoli fleiri töp. Lokatölur leiks-
ins sýna þó að þarna var á ferðinni jafn
leikur, 89 gegn 81 fyrir Val.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
aöeins sjö stiga munur fyrir 'Val að
honum loknum, 37 gegn 44. Þegar níu
minútur voru liðnar af siðari hálfleik
jöfnuðu ÍR-ingar 57-57 og í sömu mund
fór Tim Dwyer, Val, útaf með fimm
villur. Töldu menn nú liklegast að ÍR-
ingar tækju leikinn I sínar hendur en svo
fór þó ekki.
Þeir Kristján, Hafsteinn og Torfi tóku
til sinna ráða. Staðan var orðin 65 gegn
57 á tólftu mínútu og þegar aðeins sex
minútur voru til leiksloka var staðan 75-
63. Þennan mun gátu IR-ingar ekki brú-
að og lokatölurnar urðu eins og áður
sagði 89 gegn 81 og enn ein stigin til
Valsmanna.
Dwyer varð stigahæstur Valsmanna
að þessu sinni þrátt fyrir að hann færi
snemma útaf. Hann gerði 26, Torfi var
með 19 og Kristján með 16. Kristinn
Jörundsson var stigahæstur ÍR-inga með
29, Poul Stewart með 22 og Kolheinn
með!3. -6g
17
BYLTING
Fyrstir á Islandi meó eftirtaldar nýjungar:
O OBC ln Line myndlampinn frá Hitachi er nýjung sem
gefur bjartari og skarpari mynd.
□ Sjálfvirkur stöóvaleitari, með minni fyrir 16 rásir.
OStraumtaka í lágmarki, 75 wött á 20 tommur, 95 wött
á 22 og 26 tommur, sem gerir FINLUX kerfið það
kaldasta á markaðnum.
□ Samskonar einingarverk er í öllum stærðum, sem
auðveldar alla þjónustu.
□ Hægt er að fá þráðlausa (Infra Red) fjarstýringu fyrir
allar gerðir (einnig eftir á).
Öll FINLUX litsjónvarpstækin hafa verið reynd í 24 tíma í verksm.
og eru eingöngu í viðarkassa (Palisander, Hnotu eða hvítu).
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099
BESTU KAUPIN I LITSJONVARPSTÆKJUM