Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.01.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir WBA EFST11. DEILDI FYRSTA SKIPTI f 25 ÁR Leikmenn West Bromwich Albion færðu framkvæmdastjóra slnum, Ron Atkinson, þá afmælisgjöf á laugardag að komast i efsta sætið í 1. deildinni ensku. Nákvæmlega ár var frá þvi á laugardag að Atkinson tók við stjórn- inni hjá WBA. Eftir fimm útisigra I röð bjuggust þó flestir við þvi að for- usta West Bromwich í deildinni yrði tvö stig — en liðinu tókst ekki að vinna sjötta útisigurinn i röð. Jafntefli varð i lcik Norwich og WBA og þar sem Liverpool og Everton léku ekki þýddi stigið, sem WBA hlaut f Norwich, að liðið komst i cfsta sætið. Það er f fyrsta skipti í aldarfjórðung, sem WBA er efst i 1. deildinni ensku. Leik- urinn á laugardag var hinn 18. f röð án taps hjá WBA og liðið leikur snjalla knattspyrnu eins og vel kom fram i is- lenzka sjónvarpinu á laugardag, þegar leikur liðsins á Old Trafford við Manch. Utd. var sýndur. Svertingjarnir þrír í liði WBA, Batson, Cunningham og Regis, eru mjög snjallir og þaö eru ekki betri sóknarmenn í ensku knattspyrnunni nú en þeir Regis og Cunningham. Ekki tókst þeim þó að sýna sitt bezta á glerhörðum vellinum í Norwich á laugardag — leikni þeirra naut sín ekki á svellbunkunum, en það var þó Regis sem skoraði mark WBA i leikn- um. Vetrarríki er enn á Bretlands- eyjum og 50 leikjum varð að fresta — þar af öllum nema einum á Skotlandi,, öllum þar í úrvalsdeildinni. Urslit í þeim leikjum sem háðir voru urðu þessi: 1. deild Arsenal—Nottm. Forest 2—1 Bristol City—'Tottenham 0—0 Leeds—Manch.City 1 — 1 Norwich—WBA I —I 2. deild Cambridge—Cardiff 5—0 —50 leikjum var f restað á Bretlandseyjum á laugardag Svertingjarnir snjöllu i liði WBA — frá vinstri Batson, Regis og Cunningham. 3-1 3-2 2-1 0-1 3-2 3. deild Exeter—Chesterfield Gillingham—Tranmere Peterborough—Chester 4. deild Aldershot—Port Vale Bournemouth—Crewe Newport—Reading Portsmouth—Rochdale I —I West Bromwich byrjaði mjög vel i Norwich og eftir aðeins 11 mín. komst Cyrille Regis á auðan sjó við vítateig Norwich, lék nær og skoraði sitt 13., deildamark á keppnistimabilinu. Á næstu mín. átti vörn Norwich við alls konar vandamál að striða. WBA tókst þó ekki að auka forskot sitt og þá fór Regis mjög illa með gott tækifæri. Norwich-liðið hresstist aðeins loka- kafla hálfleiksins. Þá átti 17 ára mið- herji, John Fassinou, sem lék sinn NÝKOMIN TOPPTÍZKU STÍGVÉL MEÐ FÓÐRIÁ BÖRNIN, í RAUÐU OG BLÁU. SKI BOOTS. Stærðir: 24-30 kr. 4500.- 31-39 kr. 4900.- NYKOMIN VATNSHELD LOÐFÓÐRUÐ KULDASTÍGVÉL Stærðir 24-30 kr. 5800.- 31-39 kr. 6800.- FINNSKIR LOÐFÓÐR AÐIR LEÐURKULDASKÓR HERRA Stærðir 40-451/2 kr. 14.900. Póstsendum Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 45-47. - Simi 83225. fyrsta leik i aðalliðinu og var valinn í stað Martin Chivers, hörkuskot rétt yfir mark WBA. í byrjun síðari hálfleiks náði Nor- wich sinum bezta leik og fyrstu 10 mínúturnar átti WBA mjög í vök að verjast. Á 50. mín. náði Norwich góðu upphlaupi — knötturinn gekk milli fjögurra manna liðsinsog hafnaði að lokum hjá Marlin Peters sem skallaði í mark. Dæmigert mark fyrir Peters — eins og þau sem hann skoraði með West Ham hér á árum áður og enska landsliðinu. Peters varð heimsmeistari með Englandi 1966 og aðeins hann og Allan Ball ensku heimsmeistaranna leika enn í deildakeppninni. Litlu munaði að Norwich næði forustu á þessum leikkafla. Svo varð þó ekki og WBA rétti úr kútnum á ný, var hættu- legt lokakafla leiksins. Þá átti Regis skot i þverslá og Kevin Keelan, hinn 38 ára markvörður Nor- wich, varði mjög vel frá Cunningham. Völlurinn var erfiður og það tók dóm- arann tvær klukkustundir að ákveða hvort leikið yrði. Len Cantello lék ekki með WBA að þessu sinni vegna meiðsla og kom John Trewick í hans stað. David Mills, sem WBA keypti i siðustu viku frá Middlesborough fyrir 500 þúsund sterlingspund, var varamaður. Hann kom ekki inn á en um miðjan síðari hálfleikinn lét Atkinson hann hita upp við hliðarlinu. Ekkert varð þó af því að hann sendi Mills, t>ennan mikla markaskorara, í leikinn. Ahorfendur voru rúmlega 20 þús- und og liðin voru þannig skipuö: Norwich: Keelan, Kevin Bond (sonur framkvæmdastjóra liðsins John Bond), Robson, Hoadley, McGuire, Davies, Reeves, Fassinou, Neighbour, Peters og Symonds. WBA: Goden, Batson, Statham, Wile, Robertson, Tony Brown, Trewick, Cunningham, Regis, Ali Brown og Robson. Eins og vordagur á Highbury Glaðasólskin var í Lundúnum, þegar Arsenal og meistarar Notting- ham Forest léku á Hignbury og völlur- inn eins og á vordegi — en hitalagnir eru í grasteppinu á vellinum. Það var metaðsókn hjá Arsenal á leiktimabil- inu — 52.158 áhorfendur — enda eini leikurinn í heimsborginni á laugardag. Forest var betra liðið í fyrri hálf- leiknum og tókst að ná forustu á 39. mín. Gary Birtles lék þá John Robert- son frian. Skozki landsliðsmaðurinn lék inn i vitateiginn og lyfti síðan knettinum snilldarlega yfir Pat Jenn- ings, sem kom á móti honum, og i autt markið. í síðari hálfleiknum náði Arsenal hins vegar mjög snjöllum leik. David Price tókst að jafna á 6l.mín. eftir aukaspyrnu Liam Brady, þar sem Frank Stapleton skallaði knöttinn til Price. Átta mín. fyrir leikslok skoraði Stapleton sigurmark Arsenal, sendi knöttinn framhjá Peter Shilton í mark Forest úr þröngri stöðu eftir sendingu Brady. Óvenjulegt að Shilton fái slikt mark á sig. Brian Talbot lék sinn fyrsta leik með Arsenal eftir söluna frá Ipswich og hann og Brady lögðu undir sig miðju vallarins I síðari hálf- leiknum. Fréttamenn voru á einu máli að sjaldan heföi nýr leikmaður byrjað eins vel hjá liði og Talbot að þessu sinni. I viðtali við BBC sagðist Talbot vera mjög ánægður með að vera kom- inn til Arsenal. Það hefði verið draumur hans lengi — og ekki hefði spillt fyrir að vinna ensku meistarana i fyrsta leiknum. Þetta var aðeins annað tap Nottingham Forest á leiktimabil- inu og við það féll liðið niður i sjötta sæti. Aðeins jafntefli Leeds hjá Leikmenn Leeds, sem náði hafa frá- bærum árangri undir stjórn Jimmy Adamson, sóttu nær látlaust fyrstu 75 minúturnar gegn Man. City. Þeir fengu fjölmörg góð tækifæri til að skora en tókst það aðeins einu sinni. Það var á 44. mín. að Tony Currie, langbezti maður á vellinum, tók auka- spyrnu, gaf á John Hawley sem skall- aði i mark. Leeds liðið fór illa með færi sín og siðasta stundarfjórðunginn breyttist leikurinn Manchester-liðinu i hag. Brian Kidd jafnaði með þrumu- fleyg frá vitateig með hægri fæti rétt fyrir leikslokin — eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Kidd kom inn á i byrjun síðari hálfleiks þar sem Dave Watson, miðvörður Man. City og Englands, meiddist. Kidd var ekki settur í framlínuna en tók hins vegar stöðu Watson sem miðvörður. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér i blaðinu er Malcolm Allison, sem náði svo góðum árangri fyrir áratug með Man- chester-liðið, aftur kominn til Man. City. Hann lagði upp Ieikaðferð liðsins og stjórnaði frá hliðarlinu en Tony Book, framkvæmdastjóri nú og fyrir- liði, þegar Allison var með liðið áður, valdi liðið fyrir leikinn. Bristol City og Tottenham gerðu jafntefli í Bristol við hinar erfiðustu aðstæður. Fréttamenn eru hissa á þvi að leikurinn skyldi háður. Leikurinn líktist meira íshokkey en knattspyrnu og leikmenn áttu afar erfitt að fóta sig á svellinu. Tottenham var skárra liðið við þessar aðstæður og Colin Lee átti skot i þverslá marks Bristol City. Það var það næsta sem leikmenn komust að skora. I 2. deild vann Cambridge stórsigur á Cardiff. Alan Biley skoraði þrjú af mörkum Cambridge. í síðustu viku bauð Norwich Cambridge 175 þúsund sterlingspund fyrir Biley en forráða- menn Cambridge vildu ekki selja hann. í 3. deild vann Peterborough sinn fyrsta sigur siðan 16. september — og lengi vel leit út fyrir að Tranmere frá Birkenhead — gegnt Liverpool á bökk- um Mersey-árinnar — næði sinum fyrsta útisigri i Gillingham, komst i 2—0, en Gillingham, eitt efsta liðið i deildinni, skoraði þrivegis i síðari hálf- leik. Portsmouth missti af tækifæri að ná efsta sæti i 4. deild þegar liðið gerði aðeins jafntefli við næstneðsta liðið Rochdale á heimavelli — Rochdale, sem Mike Ferguson, fyrrum þjálfari Skagamanna, var nýlega rekinn frá. Þá komst Reading i 2—0 í Newport en tapaði samt leiknum. Staðan er nú þannig í efstu deildun- um: l.deild WBA Liverpool Everton Arsenal Leeds Nott.For. Bristol City Coventry Tottenham Man. Utd. Aston Villa Southampton Man.City Norwich Ipswich Derby Bolton Middlesbro QPR Wolves Chelsea Birmingham C. Palace Stoke Brighton West Ham Fulham Sunderland . deild 23 10 !0 23 II íl 23 I3 3 22 II 5 22 I0 5 22 9 7 Martin Peters — jafnaði fýrir Norwich. John Robertsson skoraði stórfallega á Highbury. Burnley Newcastle NottsCo. Charlton Orient Cambridge Bristol Rov. Wrexham Preston Leicester Luton Oldham Sheff. Utd. Cardiff Blackbum Millwall

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.