Dagblaðið - 26.01.1979, Page 6

Dagblaðið - 26.01.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1979. Erlendar fréttir ÓLAFUR GEIRSSON íran: BOÐAÐ TIL MÓT- MÆLA- FUNDA ÍTEHERAN Búizt er við miklum mótmælagöng- inn til að fórna lífi sínu fyrir þjóð sína um i Teheran vegna tilkynningar ef þörf væri og mundi ekki láta blóðs- íranshers um að öllum flugvöllum úthellingar stöðva ferð sína. landsins verði lokað þar til á laugar- Hann hefur neitað að ræða við full- dag. VerðaþarfylgismennKhomeinys trúa stjórnar Baktiars forsætisráð- trúarleiðtoga á ferðinni til að mót- herra írans og neitað að fallast á til- mæla því að hann fái ekki að snúa mæli hans um að fresta heimför sinni aftur til lrans eftir fimmtán ára útlegð um þrjár vikur svo færi gefist á að i írak og Paris. Stúdentar hafa boðað koma málum þar I rólegt og eðlilegt til mótmælafundaráTeheranflugvelli horf. Khomeiny telur stjórn Baktiars i dag en ef sá fundur verður haldinn er ólöglega og hyggst sjálfur koma á fót það í trássi við bann gegn óskipu- múhameðstrúarlýðveldi i íran. lögðum fundum. Mikið lið hermanna með skriðdreka og fleiri vopn mun Ekkert hefur heyrzt nánar frá Írans- vera á Teheran flugvelli. keisara, sem nú dvelst í Marokkó, en Talsmenn Khomeinys hafa tilkynnt horfur munu vera á þvi að hann að hann muni snúa til Íran með illu dveljist þar eitthvað áfram. Hafa þrjú eða góðu og þá ekki siðar en á sunnu- börn hans verið kölluð þangað frá dag. Sagðist trúarleiðtoginn vera tilbú- Bandaríkjunum. MIKLATORGI - SÍMI22822 Það vorar í gróðurhúsinu. Glœsilegt potta- plöntuúrval. Blómstrandi alparósir, burknar OPIÐ KL. 9-21 22822 I gt potta- , fallegir ________) Svin er kannski ekki fegursta skepna en ein gylta með grisum sinum er talin geta farið langt með að framleiða orku fyrir eitt bændabýli. Auk annarra nota sem af skepnunum eru. Danmörk: Svínin sjá fyrir hita og rafmagni Hópur bænda í þorpinu Kærbölling vinnur nú að því að koma sér upp orkuveitu til rafmagnsnotkunar og hit- unar, sem byggir á gasi frá svínastíum býlanna. Siðan árið 1977 hefur verið rekin tilraunastöð við eitt býlið en sér- fræðingar telja að ekki sé nokkur vafi á þvi að hagkvæmara sé að byggja orkuveitu sem er stærri og byggir á gasi frá fleiri svinastíum. Er talið að þá verði hver bóndi sjálfum sér nógur með orku og geti sparað sér í það minnsta jafnvirði tvö til þrjú hundruð þúsund króna á hverju ári. Talið er að um það bil 90% af því gasi sem myndast i stiunum hjá gylt- unum með grísi sína muni nýtast til orkuframleiðslu. Þar af er áætlað að 23% fari til rafmagnsframleiðslu en afgangurinn til upphitunar þeirra húsa sem á býlunum eru. . Margir danskur bændur sem reka svínabú eru tilbúnir að fara út íþessar framkvæmdir, sem munu vera tiltölu- lega einfaldar og jafnvel hægt að breyta venjulegum oliumiðstöðvum til þessara nota. Nú þegar munu um það bil fimm- tán slíkar gasorkustöðvar vera komnar upp i Danmörku eða vera að verða til- búnar. Fleiri munu hugsa sér til hreif- ings. Ekki kemur fram hvort þau orku- ver sem hingað til hafa selt bændun- um orku muni sætta sig við að tapa viðskiptunum svona skyndilega. **<m*ér Hélt við John F. Kennedy Leikkonan Gene Tiemey í Banda- rikjunum hefur það meðal annars fram að færa í ævisögu þeirri sem hún er að gefa út, aðeins 53 ára að aldri, að hún hafi verið ástkona John F. Kennedy á meðan hann var öldunga- deildarþingmaður og ókvæntur. Segir hún þau hafa hitzt í Hollywood árið 1945 þar sem hún var við upptöku á kvikmynd. Kennedy hafi þá verið enn- þá í sjóhernum. Leikkonan segir samband sitt við Kennedy hafa staðið í nokkur ár eða þar til hann sagði henni að þau mundu aldrei geta átzt. Telur hún ástæðuna hafa verið að hann var kaþólikki sem ætlaði sér að ná langt í stjórnmálum. GULUR RAIMGE ROVER, árg.74, í algjörum sérflokki, auðsjáanlega dekur bíll. Til sýnis á staðnum. Bíll sem vekur athygli. BILAKAUP SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 REUTER 1978 mikið jarðskjálftaár Talið er að rúmlega fimmtán þúsund (15195) manns hafi látizt af völdum jarðskjálfta á síðasta ári. Eru það fimm sinnum fleiri en árið á undan. Tölur þessar eru frá bandarisku jarðfræði- stofnuninni og voru birtar opinberlega í gær. Stórum jarðskjálftum eða þeim sem mælast meira en 6,5 á Richterskala fjölg- aði frá árinu áður úr 36 í 72. Enginn risaskjálfti varð þó á liðnu ári. Svo eru þeir jarðskjálftar kallaðir, sem mælast meiraen 8 stig. Mest varð manntjónið i jarðskjálfta í íran hinn 16. september síðastliðinn, þegar um það bil 15.000 fórust. Skákmótið: Anderson kominn að hlið Polugajevski ífyrstasæti Ulf Anderson frá Svíþjóð náði jöfnu við Lev Polugajevski frá Sovétríkjunum á alþjóðlega skákmótinu í Hollandi. Var þettá í sjöttu umferð sem fram fór í gær. Huebner frá Vestur-Þýzkalandi náði góðum sigri yfir Hort frá Tékkó- slóvakíu. Anderson og Polugajevski eru þá komnir í efsta sæti með fjóra vinninga. t öðru sæti eru Huebner, Sosonko og Timman með hálfum vinningi minna. Miles er í sjötta sæti með 2,5 og einni skák ólokið. 1 sjöunda sæti eru þau Garcia, Hort, Gaprindashvili, Ree og ísraelsmaðurinn með langa nafnið. Öll með 2,5 vinninga. t tólfta sæti er Nikolac með 1,5 vinninga og einni skák ólokið.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.