Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979- 23.TBL. - RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. /‘ Kominn meö dóttur sína frá Danmörku: Maðurinn sem fór til Danmerkur til þess að reyna að ná þar í dóttur sina kom hingað til lands með flugvél frá London í fyrrinótt með barnið. Skýrt var frá því í DB í gær að maðurinn hefði verið stöðvaður á Kastrup flugvelli. Svo var þó ekki, LEK A LOGREGLUUÐ Á KASTRUPFLUGVELU . ‘ í — flaug til London og þaöan heim til íslands þrátt fyrir viðbúnað til þess af hálfu lögreglunnar í Kaupmannahöfn. í stað þess að reyna að komast með islenzkri flugvél frá Kaupmannahöfn til Reykjavikur fór maðurinn með dóttur sína i flugvél erlends flugfélags til London. Þaðan komu þau feðgin svo með íslenzkri flugvél til Kefla- víkurflugvallar um miðnætti i fyrri- nótt. Eins og öll mál, sem varða deilur foreldra um umgengnisrétt við börn sín og forræði þeirra, er þetta við- kvæmt tilfinningamál. Ekki verður hjá þvi komizt að barnaverndaraðilar fjalli um slík mál samkvæmt íslenzk- um lögum og reglum. Eins og skýrt var frá í DB i gær fékk móðir barnsins, sem hér um ræðir, for- ræði þess við skilnað. Verða bær stjórnvöld nú að taka til meðferðar þá stöðu sem nú er upp komin í málinu. f þeirri umfjöllun eru hagsmunir bams- ins þyngstir á metunum. Báðir foreldrar hafa sér til fulltingis lögmenn, eins og DB skýrði frá i gær. - ASt. Kínverjar komnir með p-pillur fyrir karla — sjá erl. grein bls. lOogll Margeir gaf þeim pólska engin grið — sjá bls. 8-9 Til ham- ingju Þátturinn Til hamingju hefur sannariega reynzt vin- scell. Raunar átti hann að vera vikulega og aðeins þrír dálkar. 1 dag urðum við að taka sex dálka undir þátt- inn — og samt varð annað eins af efni að bíða þar eð það kom of seint. Við reyn- um síðar að bœta árþví. — SJÁ BLS. 2—3. „Oghraðinn varhrein fegurð” - sjá bls. 15 Komu og lögðu hald á happ- drættisbflinn — sem hafði verið greiddur með innistæðulausum tékka Starfsmenn frá Bifreiðum og land- búnaðarvélum hf. komu núna á dögunum niður í Austurstræti og lögðu þar hald á happdrættisbíl Sund- sambands Islands sem þar stóð, einn af hinum eftirsóttu Lada Sport bílum. Þannig stóð á þessu að Sundsam- .bandið hafði keypt þennan bíl en greitt með ávísun sem ekki var næg innistæða fyrir í bankanum. Leið og beið en ekki sýndu iþróttamennirnir neina viðleitni til að semja um greiðslufrest eða gera upp sín mál. Var þá gripið til þess ráðs að sækja bilinn. „Við munum aðsjálfsögðu láta kaupandann fá bifreiðina aftur ef hann kemur og greiðir skuldina,” sagði einn yfirmanna B&L i gærkvöldi. Það verður ekki ofsögum sagt um fjárhagsvandræði íþróttaforystunnar. -JBP- ÞAÐER ÞEIRRA ÁR Það er ár barnsins I ár. Sannarlega eru börnin okkar vel fædd og klædd, eins og þessi mynd af ungum Hafhfirðingum sýnir Ijóslega. En börnin hafa sínar kröfur uppi, einkum um betra sjónvarps- efni fyrir börn. Gott meðan ekki þarf að krefjast neins annars. Eftir hverju bömin eru að biða er ekki vitað, þó gætu þau; verið i boltaleik því myndin var tekin á Hörðuvöllum þar sem vagga handbolta- leiksins á landi hér stendur. DB-mynd Magnós Hjörleifsson. Heimsókn í járnblendiðá Grundartanga — sjá bls. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.