Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979.
«
23
Útvarp
Sjónvarp
8
GAMLIMAÐURINN OG BARNIÐ - sjónvarp kl. 21.40 í kvöld:
KYNÞÁTTAHATUR
ER HEIMSKA
Claude Berri, leikstjóri frönsku mynd-
arinnar sem sjónvarpið sýnir i kvöld er
gyðingur. Hann hefur gert nokkrar
myndir um æsku sína í Frakklandi og er
þetta ein þeirra. Hún segir frá litlum
gyðingastrák, sem er sendur út í sveit á
stríðsárunum seinni til að hann megi
sleppa undan gasklefunum illræmdu.
Honum er komið fyrir hjá gömlum
bónda sem er stuðningsmaður hinnar
hálf-fasistísku stjórnar, sem réð Suður-
Frakklandi á þessum árum. Bóndinn
veit ekki að barnið er gyðingur og er
skemmst frá því að segja að með þeim
tveimur tekst hin hlýjasta vinátta. í ljósi
hennar verður kynþáttahatur hlægileg
firra.
Gamli bóndinn er leikinn af Michel
Simon. Hann fæddist árið 1895 og var í
æsku sinni ýmist Ijósmyndari, hnefa-
leikamaður eða sölumaður, en gerðist
síðan leikari og lék I fjölda kvikmynda.
Hann þótti jafnsnjall og hann var
ófríður. Rúmlega sextugur fékk hann
eitrun af völdum leikhúsfarða, missti
minnið um tima og lék lítið. Svo smá-
batnaði honum og sló loks aftur í gegn
Michel Simon i tveimur hinna fjölmörgu
hlutverka sinna.
með myndinni sem við sjáum í kvöld.
Hún var gerð árið 1966 og hefur verið
sýnd hér á landi áður, á vegum franska
bókasafnsins, og að þvi okkur minnir,
einnig í einhverju kvikmyndahúsanna.
IHH.
STÚLKA Á RÉTTRILEIÐ — sjónvarp í kvöld kl. 20.30:
Stúlkan úr smábænum
í kvöld héfst nýr framhaldsflokkur í sex þáttum I
sjónvarpi. Nefnist flokkurinn Stúlka á réttri leið.
Mary Tyler Moore leikur þar aðalhlutverkið.
Þýðandi flokksins er Ellert Sigurbjörnsson og var
hann spurður um hvað fjallað væri. „Ég er nú bara
búinn að sjá einn þátt, en mér sýnist eins og þetta efni
sé ekki alveg nýtt af nálinni. Hver þáttur mun vera
sjálfstæð heild en þó sömu aðalpersónurnar og fram-
hald að því leyti.
Fyrsta myndin greinir frá ungri stúlku sem heitir
Mary Richards. Hún hefuralltsitt lif búiðí litlum há-
skólabæ og verið trúlofuð læknanema í mörg ár. Þeg-
ar hann loksins útskrifast slitnar þó upp úr þessari
trúlofun. Mary fer þá til stórborgarinnar þar sem hún
er ákveðin I að byrja nýtt líf. 1 fyrsta þættinum
fylgjumst við með þvi er hún útvegar sér húsnæði og
vinnu. í næstu þáttum verður svo greint frá frekari
ævintýrum hennar i borginni,” sagði Ellert.
Mary Taylor Moore lék talsvert mikið í Kana-
sjónvarpinu hérna í gamla daga. Að minnsta kosti ein
kvikmynd hefur verið sýnd hér í bíói með henni,
Thoroughly Moders Millie, sem var dans- og söngva-
mynd þar sem Julie Andrews lék stærsta hlutverkið á
móti Mary.
-DS.
Mary Tyler Moore meó Julie Andrews í
myndinni Thoroughiy Modern Millie.
>»
HINNISLENZKIÞURSAFLOKKUR
— sjónvarp íkvöld kl. 20.55:
SKAMMTÍMAGRÚPPAN
ENDIST 0G ENDIST
í sjónvarpinu i kvöld verður þáttur
með hljómsveitinni Þursaflokknum sem
" lesendur Dagblaðsins og Vikunnar
völdu hljómsveit ársins 1978.
Þursaflokkurinn var stofnaður fyrir
um það bil ári. Það var gömul hugmynd
hjá Agli Ólafssyni sem oft er nefndur
yfirþurs að stofna band til þess að syngja
nokkur gömul íslenzk þjóðlög i nútíma
útsetningu við islenzkar þjóðvísur.
Hljómsveitin hefur hins vegar reynzt
langlifari en hann þorði að vona og eru
vinsældir hennar núna það miklar að
ekki er gott að segja til um framhaldið.
Þjóðvisurnar sem Þursaflokkurinn
syngur eru flestar úr safni séra Bjama
Þorsteinssonar. Lögin eru einnig þjóðlög
en ýmist útsett af Agli Ólafssyni eða
Þursaflokknum í heild. Egill hefur
einnig samið tvö lög til flutnings með ís-
lenzka dansflokknum.
Þursaflokkurinn hefur gefið út eina
hljómplötu Hinn islenski þursaflokkur
og til stendur að hljóðrita aðra. En sem
stendur er flokkurinn á hljómleikaferða-
lagi um Norðurlönd. 1 dag er hann
staddur I Svíþjóð en fer því næst til Osló
og þaðan til Kaupmannahafnar. Islenzki
dansflokkurinn kemur fram með flokkn-
um á einhverjum þessara tónleika.
1 Þursaflokknum eru auk Egils Karl
Sighvatsson, Þórður Árnason, Tómas
Tómasson og Ásgeir Óskarsson.
DS.
Útvarp
Laugardagur
27. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.10 LeikGmi.
7.20 Bæn.
7.25 Ljósaskiptí: Tónlistarþáttur í umsjá Guð-
mundar Jónssonar píanóleikara.
8.00 Fréttir. Tónieikar. 8.15 Veðurfr. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aó eigin
vali.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.20 LeikGmi.
9.30 Öskalög sjúklinga: Kristín Sveinbjöms-
dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir).
11.20 Ungir bókavinir. Hildur - Hermóðsdóttir
stjórnar barnatíma.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón
leikar.
13.30 í vikulokin. Blandað efni í samantekt
Árna Johnsens, Eddu Andrésdóttur, Jóns
Björgvinssonar og ólafs Geirssonar.
15.30 Á grænu Ijósi. Óli H. Þórðarson fram-
kvæmdastjóri umferðarráös spjallar við hlust-
endur.
15.40 íslenzkt mál: Ásgeir Bl. Magnússon flytur
þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson
kynnir.
17.00 Trúarbrögð; — VII. þáttun Búddismi.
Sigurður Ámi Þórðarson og Kristinn Ágúst
Friðfinnsson tóku saman. M.a. veröur talað
viðGunnar Dal skáld.
17.45 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tflkynningar.
19.35 Svipast um á Suðurlandi. Jón R.
Hjáimarsson ræðir við Daniel Guðmundsson
oddvita i Efra-Seli i Hrunamannahreppi; fyrri
hluti.
20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson
kynnir sönglög og söngvara.
20.45 ^Sagan af Elínu” eftir Hans Petersen.
Halldór S. Stefánsson þýddi. Helma Þórðar
dóttir les.
21.20 Kvöldljód. Tónlistarþáttur í umsjá Helga
Péturssonar og Ásgeirs Tómassonar.
22.05 Kvöldsagan: „Hin hvitu segl” eftir
Jóhannes Helga. Heimildarskáldsaga byggð á.
minningum Andrésar P. Matthíassonar. Krist-
inn Reyr les(10).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun
dagsins.
22.45 Danslög. (23.50 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
28. janúar
8.00 Fréttir.
8.05 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson
vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn.
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Hljómsveitir leika klass-
iska dansa og valsa frá Vinarborg; Eduard
Melkus, Horst Wende o.fl. stjórna.
9.00 Hvað varð fyrir valinu? Tvær skólaræður
eftir Pálma Hannesson rektor. Þórarinn
Guðnason læknir les.
9.20 Morguntónleikar: Frá tónlistarhátið i
Lúðviksborgarhöll s.l. haust. Consortium
Classicum hljómsveitin leikur a. Oktett í Es-
dúr eftir Joseph Haydn, b. Serenöðu i c-moll
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 VeðurfreRnir.
10.25 Ljósaskipti. Tónlistarþáttur í umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianóleikara (endurt. frá
morgninum áður).
11.00 Messa í Kópavogskirkju. Prestur: Séra
Þorbergur Kristjánsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Átta alda minning Snorra Sturlusonar.
Óskar Halldórsson dósent flytur fjórða og síð-
asta erindið i flokknum: Snorra-Edda.
14.00 Miðdegistónleikar: Frá tónUstarhátið í
Helsinki. a. Sónata i F-dúr fyrir selló og pianó
op. 6 eftir Richard Strauss. Natalia Gutman
og Vladimír Skanavi leika. b. Píanókvintett í
A-dúr op. 81 eftir Antonín Dvorák. Juhani
Lagerpetz píanóleikari og Dolezal kvartettinn
leika.
15.00 Dagskrárstjóri I klukkustund. Rúna
Gísladóttir kennari ræður dagskránni.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 „Vindur um nótt”. Dagskrá um Jóhann
Jónsson skáld í samantekt Þorsteins frá Hamri
og Hjálmars ólafssonar, áður útv. í nóv. 1972.
Lesari með þeim: Guðrún Svava Svavarsdótt-
ir. Jón Sigurbjömsson og Kristinn Hallsson
syngja lög við ljóð eftir Jóhann Jónsson.
17.05 Harmonikuþáttur í umsjá Bjarna Mar
teinssonar, Högna Jónssonar og Sigurðar Al
fonssonar.
17.50 Létt tónlist. Popp-kammersveitin í
Mllnchen leikur.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Bein lina til Kjartans Jóhannssonar sjáv-
arútvegsráðherra, sem svarar spurningum
hlustenda. Stjómendur: Kári Jónasson og Vil-
helm G. Kristinsson fréttamenn.
20.30 Frá afmælistónleikum Þjóðleikhúskórsins
á s.l. ári. Söngstjóri: Ragnar Bjömsson. Ein-
söngvarar: Ingibjörg Marteinsdóttir og Jón
Sigurbjömsson. Píanóleikarar: Agnes Löve og
Carl Billich. Sungin lög úr fimm óperum, óper-
ettum og söngleikjum: „Sígaunabaróninum” •
eftir Strauss, „My Fair Lady” eftir Loewe,
„Carmen” eftir Bizet, „Faust” eftir Gounod
og „Évgeni Onjedín” eftir Tsjaikovský.
21.00 Söguþáttur. Umsjónarmenn: Broddi
Broddason og Gísli Ágúst Gunnlaugsson.
Rætt við Svan Kristjánsson og Loft Guttorms-
son um sambúðarvandamál, félagsfræði og
sögu.
21.25 Píanósónata í a-moll op. 42 eftir Franz
Schubert. Christian Zacharias leikur á tónlist-
arviku í Berlin s.l. haust.
22.05 Kvöldsagan: „Hin hvítu segl” eftir Jó-
hannes Helga. Heimildarskáldsaga byggð á
minningum Andrésar P. Matthiassonar. Krist-
inn Reyr les (11).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Við uppsprettur slgildrar tónlistar. Dr.
Ketill Ingólfsson sér um þáttinn.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
29. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 LeikGmi: Valdimar örnólfsson leikfimi-
kennari og Magnús Pétursson pianóleikari
(alla virka daga vikunnar).
7.20 Bæn: Séra Ólafur Jens Sigurðsson flytur
(a.v.d.v.)
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálablað-
anna (útdr.) Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin
vali. 9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þor-
valdsdóttir les „Skápalinga” eftir Michael
Bond (5).
9.20 LeikGmi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
im.ii.i.i'j.ijjii
Laugardagur
27. janúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson. ,
18.25 Hvar á Janni að vera? Sænskur mynda-
flokkur. Fjórði þáttur. Þýðandi \Hallveig
Thorlacius. (Nordvision — Sænskp sjón-
varpið).
18.55 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Stúlka á réttri leið. Skemmtiþáttur með
Mary Tyler Moore sem Mary Richards. Fyrsti
þáttur. Mary kemur til borgarinnar. Mary er
bandarisk stúlka, sem átt hefur heima I litlum
háskólabæ. Hún slitur trúlofun sinni viö nýút-
skrifaðan lækni og heldur til stórborgarinnar
til að fá sér vinnu og hefja nýtt líf á eigin
spýtur. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson.
20.55 Hinn íslenski þursaflokkur. Óhætt mun
að fullyrða að fáar islenskar hljómsveitir hafi
vakið meiri athygli á síöasta ári en Þurs-
flokkurinn. Tónlistin er byggð á gömlum þjóð-
lögum, sem löguð hafa verið eftir kröfum
nútimans. Kvæðin eru einnig gömul, en ekkert
hefur verið hróflað við þeim. Stjórn upptöku
Egill Eðvarðsson.
21.40 Gamli maðurinn og barnið. (Le vieil
homme et l’enfant). Nýleg, frönsk biómynd.
Leikstjóri Claude Berri. Aðalhlutverk Michel
Simon. Frönsk gyðingafjölskylda er á
stöðugum flótta undan Þjóðverjum á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Loks er lítill
drengur úr fjölskyldunni sendur til fósturs hjá
gömlum hjónum uppi i sveit. Þýðandi
Elinborg Stefánsdóttir.
23.05 Dagskrárlok.
Sunnudaginn
28. janúar
16.00 Húsið á sléttunni. Níundi þáttur. Mamma
tekur sér fri. Efni áttunda þáttar. Láru og
Mariu er boðið í afmælisveislu Nelliar, dóttur
kaupmannsins. Þar kynnist Lára fatlaðri
stúlku, Olgu, sem getur ekki tekið þátt i leikj-
um barnanna. Faðir Olgu harðneitar, þegar
Karl Ingalls býðst til að smíða sérstakan skó á
dóttur hans. Engu að siður fær hún skóinn
með hjálp ömmu sinnar og þarf ekki að vera
lengur útundan, þegar börnin fara i eltingar
leik. Lára og Maria bjóða heim skólasystrum
slnum, og þá kemur i Ijós hvers Olga er
megnug. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
17.00 Á óvissum tímum. Áttundi þáttur.
Banvæn keppni. Þýðandi Gylfi Þ. Gíslason.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava
Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Ind-
riðason.
Hlé.
20.00 Fréttir ogveður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Skáldaeyjan. Hinn síðari tveggja sjón-
varpsþátta, sem Rolf Hádrich gerði hér á
landi, sumarið 1977 um islenskar bókmenntir.
Þýðandi Jón Hilmar Jónsson.
21.15 Kynning skemmtíkrafta. Bruce Forsyth og
Rita Moreno skemmta með glensi, söng og
dansi. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
22.10 Ég, Kládíus. Tólfti þáttur. Guð í
Colchester. Efni ellefta þáttar: Fyrsta valdaár
Kládiusar er farsælt. Efnahagur ríkisins
batnar. Kládíus efnir loforðið, sem hann gaf
Liviu, að hún skyldí tekin i guða tölu.
Messalína elur manni sinum son. Hán telur
hann á að kveðja heim Silanus,', land-
stjóra á Spáni, undir því yfirskini, að
hann geti orðið móður hennar góður eigin-
maður og ráðgjafi kcisarans. En Messalina
hefur lengi verið ástfangin af Silanusi reynir
árangurslaust að tæla hann til ásta og kveður
eiginmann sinn vera afhuga sér. Sílanus* er
lýðræðissinni og reynir að myrða Kládius.
Tilræðið misheppnast og lifverðirnir yfirbuga
hann. Sílanus segir keisaranum frá samtali
þeirra Messalinu, en hún heldur því hins veg-
ar fram, að hann hafi leitað á sig. Kládius
dæmir Silanus til dauða, þótt Messalina biðji
honum griða, og hún syrgir hann ákaft.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.00 Að kvöldi dags. Séra Jón Auðuns, fyrrum
dómprófastur, flytur hugvekju.
23.10. Dagskrárlok.