Dagblaðið - 27.01.1979, Page 10
10
BIAÐIÐ
Útgefandk Dagblaflið hf.
Framkvœmdastjflrí: Svainn R. EyJóHsson. Rttstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfuitrúi: Haukur Haigason. Skrifstofustjóri rttstjómar
Jóhannes RaykdaL íþróttir Halur Sknonarson. Aðatoflarfréttastjórar Adi Stainarsson og Ómar VakJF
marsson. Manningarmél: Aflabtainn Ingótfsson. Handrtt Ásgrimyr Péisson.
Blaflamann: Anna Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurflsaon, Dóra Stafénsdótdr, Gbsur Sigurfls-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hailur HaNsson, Halgl Pétursson, Jónas Haraldsson, Óiafur Geirsson,
Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson.
LJÓsmyndir Ami Péll Jóhinnsson, BJamlaifur BJamlatfsson, Hörflur VHhJélmsson, Ragnar Th. Slgurfls-
son, Svsinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. GjakJkeri: Þréinn Þoriatfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing-
arstjóri: Mér E.M. HalkJórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgraiflsla, éskrtftadeiid, auglýsingar og skrtfstofur Þvertiohi 11.
Aflalsimi blaðsins ar 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2500 kr. é ménufli innanlands. i lausasöki 126 kr. ebitakifl.
Setning og umbrot Dagblaðifl hf. Sfflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: HHmir hf. Sfflumúla 12. Prantun:
Arvakur hf. Skelfunni 10.
Iðnaðurí vítahríng
Engan þarf að undra, þótt annað
veifið og ekki sízt nú, heyrist uppgjafar-
hljóð í sumum iðnrekendum, sem telja
sig eiga betri. kosta völ í öðrum löndum,
til dæmis Bretlandi eða Kanada. Um
langt skeið hafa allir íslenzkir stjórnmála-
flokkar staðið að samsæri gegn innlendum iðnaði. Sú at-
vinnugrein, sem auk orkunýtingar verður óhjákvæmi-
lega að standa undir öllum lífskjarabata komandi ára,
hefur verið höfð í svelti.
Ríkisstjórnir, jafnt vinstri sem hægri, hafa leikið þann
leik að miða skráningu á gengi krónunnar við aðstæður í
sjávarútvegi. Rétt gengisskráning hefur orðið sífellt
mikilvægari innlendum iðnaði með aukinni áherzlu á út-
flutningsiðnað, lækkun tolla og minnkun hafta á inn-
fluttum samkeppnisvörum.
Stjórnarherrar hafa aldrei tekið tillit til stöðu iðnaðar-
ins við ákvörðun gengis krónunnar. Þegar verð á útflutt-
um sjávarafurðum vex í samræmi við aukinn tilkostnað
innanlands, er genginu haldið lítið breyttu. Iðnaðurinn á
við þær aðstæður í æ harðari baráttu fyrir tilveru sinni,
þar sem útflutningurinn stendur ekki undir auknum
kostnaði hér heima. Sama máli gegnir, þegar afli vex að
marki.
Of hátt gengi á krónunni veldur því einnig, að verð á
innfluttum samkeppnisvörum verður lægra en ella.
Þessa ósanngjörnu samkeppni við innflutning, sem i
rauninni er niðurgreiddur, er innlendum iðnaði ætlað að
bera bótalaust.
Iðnrekendur reiknuðu út laust fyrir áramótin, að
gengið væri ranglega skráð, sem næmi fimm af hundraði
iðnaðinum í óhag vegna tilfærslna sjávarútveginum í
hag.
Þegar illa árar í sjávarútvegi, fær iðnaðurinn hins
vegar nokkurt svigrúm, sem jafnharðan er skert að nýju,
þegar betur gengur í sjávarútvegi.
Auk þess hefur sjávarútvegur og einnig landbúnaður
notið margs konar forgangs og dúsa frá kerfinu. Gjarnan
hefur verið reynt að komast hjá gengislækkun, þótt hún
væri í reynd þegar til komin, með því að sletta fjárveit-
ingum til útvegs og landbúnaðar, meðan iðnaðurinn
hefur verið hafður i öskustó.
í stað þess að nota aðlögunartímann að fríverzlunar-
bandalaginu EFTA og Efnahagsbandalaginu til að
byggja upp innlendan iðnað, sýna tölur, að hlutur iðnað-
ar hefur orðið sífellt rýrari á þessu tímabili, svo sem í
fjárveitingum á fjárlögum og aðgangi að lánakerfinu.
Iðnaðurinn hefur verið settur hjá, þegar hinum „hefð-
bundnu” atvinnuvegum hafa verið veitt fríðindi, svo sem
í vaxta- og skattamálum.
Verðjöfnunarsjóðir sjávarútvegsins, sem eiga að jafna
út sveiflur í honum, hafa í seinni tíð verið notaðir til að
standa undir uppbótakerfi og skjóta á frest réttri skrán-
ingu krónunnar.
Þegar litið er á allar aðstæður og samsæri stjórnmála-
flokkanna gegn innlendum iðnaði, má merkilegt heita,
að einhver iðnaður af viti finnist í landinu. Þeir iðnrek-
endur, sem upp úr standa, hafa orðið að klífa þrítugan
hamarinn.
Því meiri vonir má binda við framtíð innlends iðn-
aðar, ef tekst að hnekkja hinni hefðbundnu hungur-
stefnu. Ungir menn í mörgum stjórnmálaflokkum ættu
ekki að vera bundnir á sama klafa og hinir eldri. Vona
verður, að þeir taki höndum saman og komi iðnaðinum
út úr vítahringnum, sem hinar sérkennilegu aðferðir við
ákvörðun gengisskráningar hafa sett hann í.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979.
... ' ■"■■■■,—.....................
Kína:
Búið að uppgötva
karl-pillu unna
úr bómullarfræi
— vestrænir vísindamenn vantrúaðir og telja hættu á að
eiturverkanir geti fylgt ef ninu er til lengdar lætur
Kínverjum hefur greinilega tekizt varnarpillu fyrir karla sem vísinda- nægjandi árangurs. Kínverska pillan
að leysa vandamálið meö getnaðar- menn hafa reynt viö í áratugi án full- mun meira að segja gera sitt gagn.
Alþýðubandalagið og úrræðin—fyrri grein
ÞEGAR FJALLIÐ
TÓK JÓÐSÓn...
Allar götur frá því viðræður um
stjórnarmyndun hófust á fyrstu dög-
um eftir kosningarnar á sl. vori hefur
Alþýðuflokkurinn leitað eftir við-
brögðum við tillögum sínum um
breytingu i meðferð og stjórn efna-
hagsmála. Þetta gerði flokkurinn allan
þann langa tíma, sem stjórnarmynd-
unarviðræður stóðu yfir og lagði fram
í þeim viðræðum skjöl með nákvæm-
um útlistunum á einstökum efnisat-
riðum tillagnagerðarinnar og ná-
kvæma útreikninga á áhrifum þeirra.
Sömu vinnu hefur flokkurinn haldið
áfram innan ríkisstjórnarinnar eftir að
hún var stofnuð og fara nú þau skjöl,
athugasemdir og útreikningar aðskilj-
anlegra stofnana og sérfræðingahópa,
sem lögð hafa verið fram í því sam-
bandi að nálgast að fylla þykka bók.
Tillögur þær, sem ræddar höfðu verið
með þessum hætti síðan í júlimánuði í
sumar, lagði Alþýðuflokkurinn síðan
fram í fullgerðu frumvarpi til laga
ásamt frágenginni greinargerð og at-
hugasemdum um einstakar greinar i
desembermánuði sl. Síðan þá hafa
þessar tillögur legið fyrir, tilbúnar til
afgreiðslu að öllu öðru leyti en því,
hvað varðar afstöðu samstarfsflokk-
anna til þeirra.
Jákvæð viðbrögð
Framsöknar
Þegar í janúarmánuði eftir að ráð-.
herranefndin tók til starfa, sem undir-
búa á tillögur til ríkisstjórnarinnar um
efnahagsfrumvarp til næstu tveggja
ára fyrir l. febrúar, varð þess vart, að
þeir framsóknarmenn tóku starf sitt
mjög alvarlega. Þeir fólu hópi hæfra
flokksmanna sinna að ganga frá alvar-
legri tillögugerð um aðgerðir gegn
verðbólgu og lögðu þær fram í ráð-
herranefndinni eftir því sem tillögu-
smíðinni miðaði áfram. I þessari til-
lögugerð Framsóknarflokksins fólst
hvort tveggja; skýr og ótvíræð afstaða
í flestum tilvikum til þeirra tillagna,
sem Alþýðuflokkurinn hafði lagt fram
annars vegar og hins vegar viðbótar-
og breytingatillögur frá Framsóknar-
flokknum. Þessi afstaða Framsóknar-
flokksins hefur komið fram jafnt og
þétt eftir því sem starfi ráðherranefnd-
arinnar hefur miðað nú í janúar og nú
nýverið tók flokkurinn þessar tillögur
sínar og viðhorf saman i eitt skjal, sem
kynnt hefur verið opinberlega.
Án þess að fara nánar út í þá sálma
er Ijóst, að um tillögur Framsóknar-
flokksins má ýmislegt gott segja. Að
sjálfsögðu eru þær ekki alfarið að
skapi Alþýðuflokksins og ekki er nema
eðlilegt að svo sé, þvi auðvitað hljóta
skoðanir að vera skiptar um ýmis mál.
Þá eru önnur atriði í tillögunum, sem
að okkar áliti eru of almennt orðuð og
ekki nægilega skýrt og afdráttarlaust
að orði komist hvað við er átt. En í
heild er hér um að ræða alvarlegar og
ígrundaðar tillögur frá Framsóknar-
flokknum, sem gefa góða von um, að
samkomulag megi finna milli Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokksins um
raunhæf úrræði til þess að draga úr
verðbólgu og vernda kaupmátt og at-
vinnuöryggi. Altént er það mitt mat
að tillögur Framsóknarflokksins sýni,
að flokkurinn hafi í fullri alvöru áhuga
á að samkomulag náist.
Alþýðubandalagið
undir feldi
Á sama tima og Framsóknarflokk-
urinn hefur nú í janúarmánuði lagt
fram i áföngum í ráðherranefndinni
viðbrögð við einstökum tillögum
Alþýðuflokksins ásamt breytingar- og
viðaukatillögum úr eigin smiðju hefur
Alþýðubandalagið nánast gerst póli-
tiskur daufdumbi. Því miður hefur
flokkurinn haldið áfram þeirri iðju
sinni að velta öllum málum eins og
heitri kartöflu á milli handanna.
Aldrei hefur verið hægt að fá hreina
afstöðu flokksins til eins eða neins,
heldur hefur hann verið með eilífar
vangaveltur. Hreina afstöðu hefur
ekki verið hægt að fá til tillagna ann-
arra og tillögur hefur flokkurinn fáar
gert utan almennt slagorðakjaftæði.
Var látið i það skina, að ástæðan væri
sú, að flokkurinn lægi nú undir feldi
við að skapa sér afstöðu og kysi heldur
að kynna hana er hún lægi fyrir i