Dagblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 6
6
BIFREIÐASTILLINGIN,
Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími 76400.
Lejíið ekki langt yfir skammt.
Alhliða bifreiðaviðgerðir og stillingar. Fljót og góð
þjónusta.
BIFREIÐASTILLINGIN,
Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sfmi 76400.
Til sölu
er Chevrolet Malibu Classic árgerð 1978. Ek-
inn 14.000 km. Bíllinn er til sýnis í dag hjá
Bílasölunni Skeifan, Skeifunni 11.
MIKLATORGI - SÍMI22822
Það vorar I gróðurhúsinu. Glœsilegt potta-
plöntuúrval. Blómstrandi alparósir; fallegir
burknar
OPIÐ KL. 9-21
BILASYNING
Nýir ódýrír bíiar
OPIÐ ALLA HELGINA
Sýnum og seljum þessa ódýru og vinsœlu Wartburg
bíla, árg. '79. Það er eins og þeir séu framleiddir
fyrir okkar vegi og veðurfar. Framhjóladrifhir
grindarbílar, eyða aðeins 9 Ipr. 100 km. Tilbúnir á
götunakr. 2.030þús. Hreint
Nú geta allir keypt splunkunýjan bíl. Trabant árg.
1979 með þrumumiðstöð, teppalagður og með nýju
mœlaborði. Kostar út á götuna í dag aðeins kr.
1.190 þús. Þetta tilboð œttu sem flestir að notfæra
sér. Sparneytnir, gangvissir og bila helzt aldrei.
Station bíllinn kr. 1.250þús.
OPIÐALLAN SUNNUDAGINN
l!!!!j!!jijl!
BÍLAKAUP
Jiiiiililllimnmillilll!;!.liiilllill llniiiw; nH;::!!::if!l II ÍMiiiiifmi'S'illi
SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030
\
Nýja
fasteigna-
matið:
-
________DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979.
Efnislegt mat
ogstærð
— ráða mati fasteigna — innréttingar íbúða geta því haft töluverð áhrif
Fylgirit skattskýrslunnar, sem borizt
hefur mönnum undanfarið, er nýja fast-
eignamatið. Ýmsir ibúðareigendur hafa
rekið augun i það á seðlum sinum að
mat á jafnstórum íbúðum, t.d. á sama
stigagangi í fjölbýlishúsi, er ekki ávallt
það sama.
Dagblaðiö hafði samband við Gutt-
orm Sigurbjörnsson hjá Fasteignamati
ríkisins og spurðist fyrir um hvað réði
mismun á slíku mati. Guttormur sagði
að Ibúöir væru metnar efnislegu mati en
ekki eftir stærð. Því réðu t.d. innrétt-
ingar ibúða og húsa mismunandi mati
íbúða af sömu stærð.
Munur á mati ibúða af sömu gerð
væri þó aldrei mjög mikill, sérstaklega
ætti það við um ibúðir í fjölbýlishúsum.
Töluverður munur gæti verið á einbýlis-
húsum af svipaðri stærð. Þá er t.d. mis-
munandi mat eftir aldri húsa þar sem af-
skriftir eru teknar inn i matið. Eldri
íbúðir eru þvi lægri i fasteignamati.
Samkvæmt nýjum reglum um fast-
eignamat eru ibúðir fyrst metnar er þær
eru fokheldar. Þá er alfarið farið eftir
stærð íbúðanna. Eftir að íbúðir og hús
hafa síðan verið innréttuð meta mats-
menn Fasteignamats rikisins íbúðirnar
og matið er síðan tölvuunniö.
tbúðir eru síðan endurmetnar á u.þ.b.
10 ára fresti. Matsmenn skoða um 10%
eldra húsnæðis á ári og komast þannig
yfir að skoða allar fasteignir á áratug. -
- JH
Grímsey:
r r
FA MJOLKINA SENDA
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
— en þríburarnir á sérsamningi
Það er mikill munur á hvernig ýmiss
konar þjónustu við landsins börn er
háttað. í Akureyrarblaðinu íslendingi
segir frá því að Grímseyingar verði að
láta sér lynda mjólkursendingar á hálfs
mánaðar fresti. Slikt þætti lélegt annars
staðar á landinu.
Með fréttinni birtir blaðið mynd af
þessum gjörvilegu ungu Grimseyingum,
þríburunum Konráði, Bjarna og Svavari
ásamt stóru systur, Huldu. Strákamir
eru orðnir sextán mánaða gamlir og
hinir sprækustu, líklega meðal annars
vegna þess að flugmenn Flugfélags
Norðurlands taka með sér 10 lítra af
mjólk i hverri ferð handa strákunum.
Drangur kemur svo með mjólkina hálfs-
mánaðarlega og þá birgja Grímseyingar
sig ærlega upp af þessum nauðsynlega
vökva.
Loðnan:
Vetrarvertíðin stytt og
sumarvertíð seinkað?
Nú virðist liggja Ijóstk fyrir að ekki
megi hefja sumarloðnuvertíðina jafn-
snemma og sl. sumar, eða 15. júlí, skv.
upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins.
Engin dagsetning seinna liggur þó enn
fyrir.
Ástæðurnar sem liggja til þessa eru
m.a. að með svo afkastamiklum loðnu-
veiðiflota sem nú er fyrir hendi er unnt
að ná skynsamlegu magni úr stofninum
á skemmri tíma en áður. Einnig er hrá-
efnið yfirleitt mjög slæmt til vinnslu
Nóg að gera í
f iski á Flateyri
Góð aflabrögð hafa verið hjá linubát-
um á Flateyri að undanförnu. Hafa bát-
arnir fengið þetta um 7 tonn í róðri.
Tregara hefur verið hjá togara Flaleyr-
inga, Gylli, og hann ekki veitt sem oft
áður.
Dágott atvinnuástand er á Flateyri,
t.d. er nóg að gera í frystihúsinu við
þann fisk sem að berst.
fyrstu daga sumarloðnuvertíðarinnar,
einkum vegna mikillar átu í loðnunni.
Eftir þvi sem blaðið kemst næst munu
hagsmunaaðilar, sjómenn og bræðsl-
urnar, yfirleitt vera sáttir á seinkun fram
yfir verzlunarmannahelgi, m.a. þar sem
atvinnulif í júlímánuði er yfirleitt lamað
vegna sumarleyfa. Þá þolir hráefnið
sáralitla bið eftir vinnslu án þess að
skemmast.
Þá liggur einnig í loftinu að vetrarver-
tiðin, sem nú stendur yfir, verði stytt
miðað við fyrri vertiðir. Þeim hefur yfir-
leitt lokið í aprílbyrjun eða þegar loðnan
er ekki lengur veiðanleg.
Ef farið verður að ráðleggingum fiski-
fræðinga um að ekki verði veidd nema
milljón tonn á sl. sumarvertið og á
vetrarvertiðinni nú samanlagt þykir ljóst
að því marki verði náð mun fyrr.
Því kann „dauði tíminn” hjá loðnu-
bátunum í ár að lengjast úr 3 til 3,5
mánuðum í 4 til 4,5 mánuði í sumar, eða
í þriðjung úr ári. - GS
Með drasl á fótum af
öskuhaugunum
Hross sem sífellt ganga laus á ösku-
haugasvæðinu, þrátt fyrir ítrekaðar lög-
reglukærur, sækja mjög í haugana. Á
dögunum fékk lögreglan dýralækni til að
ná draslfsem festst hafði á fótum hross-
anna. Um það mál var gerð sérstök
skýrsla og send borgaryfirvöldum. Taldi
Tryggvi Svanlaugsson varðstjóri i Ár-
bæjarstöð áð vonir stæðu nú til þess að
svo yrði frá haugunum gengið að hross
kæmust ekki þar inn. Væri slíkt i stil við
þann betri brag sem á haugunum væri
nú eftir að borgaryfirvöld hefðu tekið
við umsjón á haugunum.
Tryggvi kvað það einkennilegt að
þrátt fyrir kærur væri öskuhaugasvæðið
eina svæðið í borgarlandinu þar sem það
viðgengist að hross gengju laus — en við
slíku er bann sem virt er annars staðar.
- ASt.
- ÞJT / ASt.