Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1979.
5
Mikil ólga
í Göppingen
Minden 22. janúar 1979.
Fyrsta umferð i Bundesligunni i ár
fór fram sl. laugardag. (Jrslit komu
ekki á óvart og keppnin um meistara-
titilinn virðist ætla að stefna i cinvígi
milli Gummersbach og Grosswall-
stadt. Enn eru þó eftir 12 umferðir og
Hofweier hefur ekki sagt sitt siðasta
orð. Önnur lið koma vart til greina.
Grosswallstadt vann Rheinhausen
með 19-14 og hefur því gott veganesti í
Evrópukeppnina gegn tékknesku
meisturunum VSZ Kosice. Beztu
menn Grosswallstadt voru eins og
oftast áður Kluhspies 5/1 og Freisler 2.
Gummersbach tók Jahn
Gensungen í smákennslustund og
vann 2015. Liðið virðist líka vera vel
undirbúið fyrir Evrópuleik sinn gegn
MAl Moskvu. Flest mörk Gummers-
bach skoruðu H. Brand 4, Deckarm 3,
Fey 3 og Wunderlicht 2 en hann
virðist vera að ná sér eftir þrálát
meiðsli.
Hofweier náði í eitt stig i Miinchen
gegn Milbertshofen eftir mikinn
hörkuleik, sem endaði 14-14. Bezti
maður Hofweier og markahæsti leik-
maður Bundesligunnar, Arno Ehret,
— 97 mörk í 13 leikjum — slasaðist
um áramótin og mun líklega ekki leika
2—3 umferðir, þannig að líkurnar á að
Hofweier sigri hafa minnkað til muna.
Um 3000 áhorfendur sáu Göpping-
en sigra lið Dankersen með mikilli
heppni og aðstoð dómaranna. Siðasta
mark Göppingen var svo ólöglegt sem
frekast gat verið og allir sáu það nema
dómararnir. Þannig var að allan leik-
inn voru liðin jöfn eða skiptust á að
leiða með einu marki. Dankersen
jafnar í 19-19, þegar 15 sekúndur voru
eftir. Markvörður Göppingen tekur
knöttinn úr markinu, kastar beint
fram á Max MUller, leikmann
Handboltapunktar
jó6a„s“„n frá V-Þýzkalandi
Axel '
Axelsson
Göppingen, sem stóð á miðju. Hann
rekur knöttinn í átt að marki GWD—
skaut á markiö og skoraði 20. mark
Göppingen. Hafði þar að auki tekið
fjögur skref. Leikmenn GWD stóðu
og biðu eftir þvi að miðja væri tekin
löglega þvi leikmaður verður að gefa
knöttinn til annars leikmanns sins liðs.
Má ekki rekja knöttinn fram án þess
að taka löglega miðju — og verður að
bíða eftir flauti dómaranna, sem aldrei
heyrðist. Dómaramir dæmdu markið
gilt og brauzt þá út mikill órói hjá leik-
mönnum GWD og þjálfara. Var rifizt
í a.m.k. þrjár minútur en dómararnir
gáfu sig ekki. Samkvæmt klukkunni
voru tvær sekúndur eftir og vildu leik-
menn GWD ekki hefja leik að nýju
eftir svo óréttlátan dóm — og að lok-
um var boltinn tekinn og kastað upp í
loftið.
Þessir dómarar hafa oft lent í
„skandal” með leiki hér í Bundeslig-
unni og þá sem algjörir heimadómar-
ar. Álit manna var að GWD hefði átt
að sigra í leiknum því liðið sýndi betri
leik allan tímann. Hefði alla vega með
réttu átt að ná jafntefli en dómararnir
sáu svo um að stela því af liðinu.
Með þessum sigri, 20-19, komst
Göppingen upp í fjórða sætið. Þeir
sem skoruðu hjá GWD voru Axel 5/4,
Ólafur 3, Busch 3, Waltke 3 og Grund
3 en markahæstir hjá Göppingen voru
Weiss 5, Salzen 5/2, MUller 3 og
Bressmer 3.
Nettelstedt vann auðveld’an sigur á
Kiel 24-17 og er Kiel i mikilli fall-
hættu. Hjá Grambke hefur staðan
mjög versnað og liðið er í mikilli fall-
hættu, tapaði fyrir Huttenberg 10-21.
Liðið er í tiunda sæti en fjögur lið
falla. Rintheim er það liðið i fallbarátt-
unni sem er að sækja í sig veðrið.
Vann Leverkusen 16-15. Augljóst er
að mikil barátta verður hjá liðunum í
neðstu sætunum en ekki er ráðlegt að
spá um það hvaða lið falla því enn eru
eftir 12 umferðir.
Staðan er nú þannig:
Grosswallst. 14 11 2 1 250-205 24
Gummersb. 14 10 3 1 243-188 23:
Hofweier 14 10 2 2 263-219 22
Göppingen 14 9-1 4 262-240 19
Nettelstedt 14 8 2 4 259-224 18
Dankersen 14 8 1 5 246-229 17
Htittenberg 14 6 1 7 249-243 13
Milbertsh. 14 5 3 6 231-237 13
Rintheim 15 4 3 8 229-244 11
Grambke 15 4 3 8 227-276 11
Kiel 14 4 2 8 213-235 10
Gensungen 14 3 1 10 222-269 7
Leverkusen 14 1 3 10 215-253 5
Rheinh. Kveðja, 14 2 1 11 208-255 5
Ólafur H. Jónsson,
Axel Axelsson.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið sótt heim:
Meðalaldur hvergi
hærri og ungbarna
dauði hvergi minni
— en hérálandi
Þriðjungur af
útgjöldum fjár-
lagafrumvarpsins
Sé litið á fjárlög ársins 1979 kemur i
Ijós að til heilbrigðis- og tryggingamála
fara 33,5% af útgjöldum fjárlagafrum-
varpsins og skiptist það þannig að til
yfirstjórnar fara 0,1 %, til tryggingamála
25,7%, til heilbrigðismála 7,6% og til
annarraþátta0,l%.
Þessar tölulegu upplýsingar fengu
blaðamenn í hendur er þeir voru i heim-
sókn i heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu á dögunum í tilefni af 75
ára afmæli stjórnarráðsins. Ráðuneyti
þetta var stofnsett hinn 1. janúar 1970,
en tók til starfa með sérstöku starfsliði
hinn 1. september það ár. Ráðherrar
heilbrigðis- og tryggingamála hafa á
þessu tímabili verið: Eggert G. Þor-
steinsson frá stofnun til 1971, Magnús
Kjartansson 1971 til 1974, Matthías
Bjarnason 1974 til 1978 og Magnús H.
Magnússonsíðan l.september 1978.
Ekki fyrirferðar-
mikið ráðuneyti
Þrátt fyrir að svo stór hluti af útgjöld-
um rikisins fari um þetta ráðuneyti þá er
það ekki fyrirferðarmikið og starfslið
ráðuneytisins er aðeins 15 manns. Ráðu-
neytið var fyrst til húsa ásamt sjávarút-
vegsráðuneyti að Laugavegi 172, en
flutti síðan í Arnarhvol 1972 í húsnæði,
sem að sögn Páls Sigurðssonar ráðu-
neytisstjóra var of lítið frá byrjun. 1975
var tekið á leigu húsnæði að Skólavörðu-
stig 46 og var þangað flutt starfsemi
lyfjamáladeildar ásamt starfi ýmissa
nefnda sem á vegum ráðuneytisins
starfa, svo og skrifstofa skólayfirlæknis.
Páll sagði að það væri stefna i opin-
berum rekstri að hafa ráðuneytin fá-
menn og þess vegna vanmegnug til ann-
ars en beinna afgreiðslustarfa. Hann
sagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið dæmigert fyrir þennan sparnað
og væru t.d. engar heimildir til að hafa í
ráðuneytinu starfsmenn menntaða í
tannlækningum eða lækningum og eng-
inn starfsmaður í ráðuneytinu fjalli um
sjúkrahúsmál sérstaklega, enda þótt það
sé langdýrasti þáttur heilbrigðisþjónust-
unnar hér á landi eins og annars staðar.
Eins og nafn ráðuneytisins ber með
sér falla undir það öll heilbrigðismál,
þ.á m. þær stofnanir sem á einhvern
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri I Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Myndirnar á veggnum eru eftir hann.
DB-myndir Hörður
hátt tengjast heilbrigðismálum og allt
skipulag á sviði þessa málaflokks. Þá
falla undir ráðuneytið öll málefni al-
mannatrygginga og öll önnur trygginga-
og vátryggingastarfsemi í landinu.
Þróun
heilbrigðismála
Sem dæmi um þróun heilbrigðismála
hér á landi var það nefnt, að fyrir 25
árum var ein rannsóknarkona á Land-
spítalanum en í dag eru þar 40 meina-
tæknar og 4 læknar sem vinna að rann-
sóknarstörfum, og þó hefur sjúklinga-
fjöldinn ekki tvöfaldazt.
Það hefur hvergi verið metið í sjálfu
sér hvað fæst fyrir þá miklu peninga sem
varið er til heilbrigðisþjónustunnar en
sýnilegur árangur er m.a. sá að meðal-
aldur er hvergi hærri en hér á landi og
ungbarnadauði hvergi minni en hér.
í nýjum lögum um heilbrigðisþjón-
ústu er tóku gildi á síðasta ári er landinu
skipt í 8 læknishéruð og 26 umdæmi.
Gert er ráð fyrir að heilsugæzlustöðvar
verði alls 71.1 þessum nýju lögum mun
vera lögð meiri áherzla á heilsugæzluna
sjálfa, þ.e. fyrirbyggjandi þáttinn en
áður hefur verið.
Á fundinum kom fram að undanfarið
hefur gengið betur að ráða lækna úti á
landi. Þó hefur gengið illa að fá lækna á
Djúpavog og Ólafsfjörð en nágranna-
læknar hafa leitazt við að annast þar
þjónustu. Mikið er um að íslenzkir
læknar séu í sérnámi erlendis og þar sem
stór hluti þeirra hlýtur að snúa heim
aftur þá ætti ekki að vera útlit fyrir
læknaskort á næstunni. . GAJ
FÁSTIMÚ
Á EINNI PLÖTU
Lögin áplötunni:
Tómasarhagi
Glatt er á hjalla
Minning
Kveðja
Hugleiðing — Bæn
Vögguljóð
•
Þú ert
Vor hinsti dagur er hniginn
Dísa
Edda
Eddu-minni
Einsöngvarar:
Friðbjörn G. Jónsson
Garðar Cortes
Guðmundur Jónsson
ívarHelgason
Kristinn
Bergþórsson
Kristinn
Hallsson
Sigurður
Björnsson
13 manna
hljómsveit.
Félagar úr
Sinfóníuhljómsveitinni.
Útsetning og söngstjóri:
Jón Sigurðsson.
Upptaka: Jón Þór Hannesson
Fœst íflestum hljóðfœraverzlunum.
DREIFING: STEINAR
LAUGAVEGI 59 - SÍMI 28155