Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979. * ... með nVju íbúðina, Ólöf á Álfa- skeiði 98, Hafnarfirði. Látum okkar ósk i té með fbúðina nVja. Innan veggja alltaf sé ánxgja og hlýja. Vinnufélagar á tölvu- deild Borgarspitalans. ... með „Rikis”-aldurinn og vonum að þú hafir notfært þér réttindin i gær, elsku Viðar okkar. Dúlla Johns og hinar stelpurnar í 5-Z í Verzló. ... með afmælin Dana og Bjössi. Vinir og vandamenn á Hornafirði. ... með afmælið Höskuldur Egilsson, Gljúfraborg Breiðdal og með „Sam- stæður og Óla lokbrá”. Njóttu vel. Wn systir Ragnheiður ogfjölskylda, Hellu. * ... með Högni. fimmtugsafmæbð, kæri Mamma þin og systkini. Sonja segist viss um að sá sem hafi verið til eins lengi og jólasveinninn sé til i raun og veru. DB-mvnd Hörður. VÍST ER JÓLA- SVEINNINN TIL Sonja R. Haraldsson skrifar: Mig langar að segja við Kjartan Nordahl (þann er skrifaði bréfið undir fyrirsögninni Jólasveinar, biskup og Bryndís Schram) og alla þá sem hugsa eins og hann. Það hefur alltaf verið til fólk, og nóg af því allstaðar, því miður, sem veit ekki hvað það er að segja af því að það er svo „hámenntað” að það hefur beðið tjón á sálu sinni og er svo fátækt innst inni að ég get bara vor- kennt því. Eins og til dæmis þessum aumingja Svía, hvað hann nú heitir aftur, sem skrifaði bókina Félagi Jesús. Ég er 41 árs gömul og verð aö viður- kenna að ég trúi ennþá á jólasveininn. Og ég skal líka útskýra af hverju. Eins og varnarmálaráðuneytið í Washing- ton sagði einu sinni við litinn dreng sem skrifaði því bréf og spurði hvort jólasveinninn væri til í raun og veru: „Sá sem hefur verið til eins lengi og jólasveinninn hlýtur að vera til i alvöru". Ég er ekki að tala um búning, gjafir og önnur aukaatriði. Ég er að tala um sjálfan jólasveininn sem færir okkur alla þá gleði sem jólunum fylgir. Það eru nógar sannanir fyrir þvi að jóla- sveinninn sé til, með eða án búnings og þess vegna trúi ég stöðugtáhann. En það er ekki fyrir hvern sem er að sjá hann. En þeir sem hafa séð hann einu sinni á jólanóttu gleyma honum aldrei. Jú, jólasveinninn er svo sannarlega til, af því að guð sendi hann til okkar til að gleðja yngstu börnin á afmælis- degi Jesú, daginn sem drottinn sjálfur (og enginn annar) hefur ákveðið að væri sá rétti. Já einhvers staðar er hann til, því hann kom einhvers staðar fráeinu sinni. Ámóti en ekki með I lesendabréfi DB nýlega var mein- leg villa. Fjallað var um sorphirðu- gjald í Reykjavík og sagt að Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir hefði verið fylgjandi vissu gjaidi fyrir hverja tunnu. Þetta var alveg öfugt, Sjöfn var á móti þessu gjaldi. Eru hún og aðrir beðnir velvirð- ingar. t' •'7> \v CHRYSLER fjinnnní \ \ rJ* \ \ II I , , 11 I i m/ V SUOURLANDSBRAliT 10. SlMAR; 83330 - 83454 Á\ V LAUGARDAGS- MARKAÐUR1979 (ííh DODGE: Aspen4dyra........... 1977 Dart Custom 4 dyra... 1974 Swinger.............. 1975 ) Dart4dyra............. 1972’ Swinger.............. 1971 Challenger........... 1970 Ramcharger........... 1974 Honda Accord 1978 sjálf- sk. Fallegur bíll fyrir þá sem vilja sjálfskipta. Concours LN 4 dyra... 1976 NovaLN............... 1975 Datsun260............ 1973 Mazda616............. 1975 Pontiac2dyra......... 1973 CitroenDS............ 1974 Úrval af DODGE og PLYMOUTH1979á bodstókim hjá okkur. PLYMOUTH: Volare Premier 4 dyra . . . 1978 Volare Premier Station . . . 1977 Volare 2 dyra . 1976 Valiant . 1974 Eigum til fáeina SIMCA 1307 og 1508 árg. 1978 - góðir greiðsluskilmálar eða við tökum þinn gamla f skiptum. Nú er timinn til að eignast góð- an bíl. Volvo 145 GL sjáffsk.......1974 Volvo 142 2 dyra sj.sk.... 1974 Volvo 144................... 1973 Saab 96..................... 1972 Maveric..................... 1974 Carína sjátfsk.............. 1974 Hjá okkur færðu bíSnn sem þú fertar ad SIMCA: Horizonnýr............. 1979 Simca1508nýr............ 1978 Simca 1508 GT.......... 1977 Simca 1307 GLS.......... 1976 Simca 1100 LE.......... 1977 Simca 1100.............. 1974 Simcatröll............. 1977 Range Rover.... .... 1974 Land Rover disil. . .... 1971 Land Rover .... 1971 Wagoneer .... 1974 'Kjarakaup fyrir skattpínda: iVW . 1971 Moskvitch. . . . . 1972 Taunus . 1971 Pláss fyrir góda bfía í Chrys/er-sa/num. VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? CHRYSLER OPIÐ KL 10-17 i DAG. LAUGARDAG SUÐURLANDSBRAUT 10 SÍMAR 83330 -83454 Hefurðu farið í leikhús í vetur? Sigurður Sigurðsson járniðnaðarmaður: Nei, ég hef ekkert farið í vetur enda ný- kominn í bæinn frá Vestmannaeyjum. En ég hef mjög gaman af að fara í leik- hús. Margrét Sigurðardóttir húsmóðir: Nei, ég hef ekkert farið í vetur en annað slagið undanfarna vetur. Ég bý i Vest- mannaeyjum en það er engin afsökun þar sem búið er að sýna eitthvað tvö stykki þar í vetur. Regina Viggósdóttir kennari: Já, ég fór og sá leikritið hans Jökuls Jakobssonar. Ég hef gaman af að fara i leikhús en ég geri of lítið að því. Ég er ekki með fastan miða. Hóimfriður Jakobsdóttir, húsmóðir og kennari: Ég hef ekkert farið í vetur og ég geri alltof lítið að þvi þar sem ég hef rrijög gaman af að fara i leikhús. Jón Þorvaldsson múrari: Nei. Eg hef ekkert farið í vetur þar sem ég hef verið úti á landi. Hins vegar hef ég gert dálítið að því undanfarin ár að fara i leikhús og haft mjög gaman af. Gunnlaugur Þorláksson leigubilstjóri: Ég hef ekkert farið i vetur enn sem komið er. Yfirleitt hef ég farið svona einu sinni á vetri. Ég fer líka stundum i bíó en það er auðvitað ekkert á við leik- húsið, og ég reikna með að fara í leikhús í vetur, þ.e.a.s. ef eitthvað kemur sem ég hef áhuga á.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.