Dagblaðið - 27.01.1979, Side 11

Dagblaðið - 27.01.1979, Side 11
DACiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979. 11 Ekki er að fullu ljóst hvort einhverjar óþægilegar hliðarverkanir eru henni samfara. Vestrænir visindamenn eru enn sem komið er að minnsta kosti efins í að svo sé. Ástæðan fyrir því að hingað til hefur verið auðveldara að gera getn- aðarvarnarpillur fyrir konur en karla er sú að tiltölulega ljóst er hvernig framkalla á nokkurs konar gerviþung- un. Hingað til hefur vestrænum vís- indamönnum ekki tekizt að valda þeirri breytingu á jafnvægi hormóna líkamans aö menn verði ófrjóir án aukaverkana, sem ekki þykja æski- legar. Sem sagt auðvelt er að framleiða getnaðarvarnarpillur fyrir karlmenn en þær hafa bara þær sorglegu auka- verkanir að þeir verða jafnhliða getu- lausir. Þykir þá til litils barizt. Kínverskir vísindamenn hafa fariö aðra leið að markinu en félagar þeirra á Vesturlöndum, sem einbeitt hafa sér að breytingu hormónanna. Þeir hafa á Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson heild en í áföngum eftir því sem hún ynnist. Þessa heildarstefnumótun sína i efnahagsmálum kynnti Alþýðu- bandalagið svo I byrjun þessarar viku — réttum tíu dögum áður en ráðherra- nefndinni er ætlað að skila af sér frum- varpi um úrræði i efnahagsmálum til næstu tveggja ára. Eftir allan þennan meðgöngutíma hefur fjallið sem sé loksins tekið jóðsóttina. Afkvæmið hef ég haft til skoðunar i tvo sólar- hringa. Nei, það er ekki mús, enda til orðið úr áttatíu punktum. Ég veit sannast sagna ekki hvað þetta er. Er aldeilis steinbit og hlessa. Kannski væri ráð að skilja það eitt eftir ásamt langri þvöru í lítilli grýtu og gá, hvað gerðist. Gamanlaust: eftir lesturinn á skjal- inu „Tillögur Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum. Ný atvinnustefna. Samræmd hagstjórn. Lagðar fram í ráðherranefnd 19. janúar 1979” hef ég alvarlegar áhyggjur af framtið stjórnarsamstarfsins og hag þjóðarbús- ins. Ég á erfitt með að trúa því, að efnafræðilegan hátt unnið efni úr bómullarfræi. Vestrænir vísindamenn hafa þekkt þetta efni um langt skeið en það hefur ekki verið notað í lyf áður svokunnugtsé. Samkvæmt kínverskum heimildum drepur efnið úr bómullarfræinu sæðis- frumurnar en hefur að öðru leyti engin áhrif á kynferðislíf karla. Til- raunir munu hafa hafizt þar eystra þegar árið 1971 og það mun hafa verið í almennri notkun í nokkur ár. J byrjun munu karlarnir taka eina pillu á dag. Þegar frá líður er nægilegt að taka eina pillu tvisvar í viku. Hætti þeir síðan að taka pillumar þá endurvaknar frjósemi þeirra eftir lengri eða skemmri tima. Ekki er að fullu Ijóst eftir hve langan tíma. Kinverjar viðurkenna að nokkurra aukaverkana gæti við töku pillunnar. Þær munu þó vera lítilvægar í saman- burði við aukaverkanir þær sem oft fylgja hinum venjulegu pillum fyrir konur. Sumir karlar kvarta yfir svima en aðrir verða slæmir í maganum og verða að hætta að taka pilluna. Bandariskir vísindamenn eru van- trúaðir á að þetta ágæta efni, sem unnið er úr bómullarfræi, sé nægilega gott. Þeir telja að það muni reynast eitrað eða hættulegt líkamanum sé þess neytt í langan tíma. Reynslan hefur sýnt að það getur stundum safn- azt saman i líkamanum. Vestrænir vís- indamenn telja að vegna verulegs ótta við afleiðingar offjölgunar kínversku þjóðarinnar þá taki menn ekki horfur á slikum aukaverkunum jafnalvarlega og í Evrópu og Ameríku. Þeir benda einnig á að reynslan sýni að þessi nýja p-pilla fyrir karlmenn sé alls ekki vinsæl i Kína og aðeins hafi tekizt að fá tiltölulega fáa karla til að nota hana að staðaldri. nokkur siömenntuð þjóð önnur en við ali með sér jafnstóran stjórnmálaflokk og Alþýðubandalagið er, sem myndi voga sér að leggja fram þvílikt plagg og tillögur Alþýðubandalagsins í efna- hagsmálum eru. Ég á erfitt með að trúa því, að nokkrir flokkar í sam- steypustjórnum i öllum hinum vest- ræna heimi eigi jafnörðugt með að mæla samstarfsflokk skynsamlegu máli og það hlýtur að vera fyrir Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokk- inn að fást við Alþýðubandalagið. Ekki vegna þess, að tillögur Alþýðu- bandalagsins séu svona slæmar. Heldur einfaldlega vegna þess hvers konar dómadagsfroðusnakk þær eru. Þetta er bara bull. Alþýðubandalagið talar i austur þegar allir aðrir tala í vestur — og á þessi samlíking ekkert skylt við stórveldapólitík. Þegar Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur vinna að tillögugerð um, hvernig vinna megi bug á verðbólgunni og forða þjóðinni frá hruni atvinnuvega og fjöldaatvinnuleysi, þá leggur Alþýðubandalagið fram tillögur um, hvað gera eigi þegar búið sé að sigrast á verðbólgunni! Um viðfangsefnið sjálft — 50% lagnvarandi verðbólgu- ástand í landinu — hefur flokkurinn ekkert aðsegja. Hann lýsir því einfald- lega yfir, að máliö sé leyst! Þeirra eigin orð Þetta er ekki ályktun greinarhöf- undar — þetta eru þeirra eigin orð, því miður. I viðtali við Dagblaðið um sl. helgi sagði t.d. Ólafur Ragnar Gríms- son, doktor í hagsögu: „Kjarninn i stefnu okkar er sá, að við teljum, að með aðgerðum, sem rlkisstjórnin hefur þegar gert (leturbr. mín — SB), sé búið að leggja grundvöllinn að því að koma verðbólgunni verulega niður, niður fyrir 30% á næsta hausti.” ... „Því skiptir nú mestu að gera atvinnuveg- ina þannig úr garði og draga úr yfir- Ofullnægjandi upplýsingar ríkisskattstjóra um vaxtafrádrátt Árlega gefur ríkisskattstjóri út leið- beiningar um útfyllingu skattframtala, sem birtar hafa verið í dagblöðum. Þetta ber að þakka enda eru slíkar leiðbeiningar til mikils hægðarauka Jyrir þá, sem telja ekki ástæðu til að kosta til sérfræðiþjónustu við útfyll- ingu skattframtalsins. Undirritaður er einn þeirra, sem ávallt hafa gert skattframtöl sin sjálfir eftir leiðbeiningum ríkisskattstjóra og að sjálfsögðu í trausti þess, að þar sé ekkert undan dregið. Nú hefur undirritaður nýlega fregn- að, að úrskurður sé til um það, að vísi- töluálag á lánum sé frádráttarbært til jafns við vexti. Með símtali við full- trúa hjá ríkisskattstjóra hefur fengist staðfest, að vísitöluálag á húsnæðis- stjórnarlánum sé frádráttarbært til jafns við vexti og að um það hafi að undanförnu ekki verið neinn ágrein- ingur. 1 leiðbeiningum ríkisskattstjóra er hvergi að finna ábendingar um þetta, heldur aðeins talað um vexti. 1 kaflanum um C-lið, bls. 3 segir m.a.: „Í dálknum „Vaxtagjöld kr.” ber að tilgreina öll greidd og gjaldfallin vaxta- gjöld af tilgreindum skuldum, svo og af skuldum, er greiddar hafa verið upp á árinu og færa niðurstöður dálksins í linuna „Skuldir alls og vaxtagjöld alls kr.” en frá ...”. í kafla þessum er hvergi minnst á vísitöluálag og enda þótt það sé i rauninni ekki annað en vextir, er ekki hægt að túlka orðið „Vaxtagjöld” á annan veg en þann, að þar sé einungis átt við hrein vaxta- gjöld. Undirritaður hefur því aldrei talið fram sem vexti þá upphæð, sem hann hefur greitt í vísitöluálag, heldur farið nákvæmlega eftir þeim leiðbein- ingum, sem birtar hafa verið. Nú fyrst, þegar síðustu vaxtagreiðslur undirritaðs af visitölutryggðu hús- næðisstjórnarláni koma til framtals, kemur i Ijós, að ekki aðeins vextirnir kr. 77 séu frádráttarbærir heldur einnig visitöluálagið, sem er rösklega 317 sinnum hærra, eða kr. 24.449. Umrætt lán var tiltölulega lágt miðað við þau visitölutryggðu lán ,sem nú er verið að veita og getur þvi þama verið um að ræða umtalsverðar upphæðir, sem í flestum tilfellum falla undir hæsta eða næsthæsta tekjuskattskala. Vitneskjan um þennan frádráttar- möguleika lækkar t.d. skatta undirrit- aðs um kr. 9.925. Hér er ekki um háa upphæð að ræða enda var lánið tiltölulega lágt. En vísitölutryggðum lánum hefur farið tiltölulega fjölgandi’’ og getur þvi þarna verið um umtalsverðar, óréttmætar skatttekjur að ræða, ef meginþorri framteljanda GísliJónsson styðst við leiðbeiningar ríkisskattstjóra og telur vísitöluálag ekki fram sem vexti. Árið 1978 mun heildartala gjaldfallinna vísitöluálaga á húsnæðis stjórnarlánum hafa numið um 500 milljónum króna. Ef áætlað er, að þriðji hluti framteljanda, sem greitt hafa visitöluálag, hafi vitneskju um, að það sé frádráttarbært og að hinn hlutinn fari að jafnaði upp í þriðja skattþrep, mundu skattþegnar greiða á árinu 1979 um 135 milljónir króna í skatt, sem ber að greiða. Tilgangurinn með framanrituðum skrifum er ekki sá að saka ríkisskatt- stjóra, enda verður að telja, að hér sé um mannleg mistök að ræða en ekki ásetning. Tilgangurinn er að vekja at- hygli framteljenda á rétti þeirra til að telja visitöluálag til frádráttar. Framteljendum, sem nú þegar hafa skilað framtali sínu, skal bent á að þeir hafa rétt til að senda hlutaðeigandi skattstofu leiðréttingu á framtali sínu. Þá skal framteljendum einnig á það bent, að skattyfirvöld hafa rétt til að taka framtöl til endurskoðunar, komi í Ijós, að það hafi verið rangt að ein- hverju leyti. Réttur þessi gildir 6 ár aftur í timann. Þessari heimild hefur oft verið beitt og þá sennilega i öllum tilfellum til viðbótarálagningar. Sam- kvæmt upplýsingum sem undirritaður hefuraflaðsér hjá skrifstofu ríkisskatt- stjóra, er réttur þessi gagnkvæmur. Þeir sem greitt hafa visitöluálag á s.l. 6 árum og hafa ekki talið það fram til frádráttar sem vexti, hafa því nú möguleika á að óska eftir leiðréttingu aftur í timann og ber að snúa sér með slikar beiönir til rikisskattstjóra. Gisli Jónsson prófessor. byggingu, svo að svigrúm skapist til betri lífskjara.” M.ö.o.: vandinn, sem við er að fást — horfur á 45—47% verðbólgu, hrun atvinnulífsins á Suðurnesjum ásamt alvarlegum atvinnuvanda á Reykja- víkursvæðinu og víðar — allt þetta er ekki til! Bara blekking! Meginvandinn aðeins sá einn, hvernig bæta megi lifs- kjörin! Þetta sama viðhorf er ítrekað I inn- gangsorðum i plaggi Alþýðubanda- lagsins — Ný atvinnustefna. Sam- ræmd hagstjórn. Þar segir orðrétt: „Á siðari stigum málsmeðferðarínn- ar áskilur Alþýðubandalagið sér rétt til að leggja fram tilögur um önnur cfnisatriði, sem Alþýðubandalagið telur að móta þurfi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á þessu ári.” Meginviðfangsefni ríkisstjómarinn- ar siðan í haust og ráðherranefndar- innar síðan um áramót hefur verið að skapa stefnu I efnahagsmálum til þessa og næsta árs. Þessu verki á að vera lokið fyrir 1. febrúar. Þann 19. janúar lagði Alþýðubandalagið fram tillögur, sem eiga ekkert skylt við það viðfangsefni og bætir síðan við, að það áskilji sér rétt til þess að leggja fram tillögur um sjálft viðfangsefnið síðar! Hvenær síðar? Þegar árið er liðið? Þegar stjórnin er sprungin? Én hvað þá um afstöðu Alþýðu- bandalagsins til þeirra tillagna, sem hinir flokkarnir hafa lagt fram til lausnar vandans? Um það segir í inn- gangi plaggsins: „Á þessu stigi sér Alþýðubanda- lagið ekki ástæðu til að ... fjalla á formlegan hátt um atriði, sem komið hafa fram hjá samstarfsflokkunum og eru i samræmi við viðhorf Alþýðu- bandalagsins.” Niðurstaðan er sem sé þessi: 1. Alþýðubandalagið hefur engar tillögur að gera um lausn þess vanda, sem ríkisstjómin fjallar nú um og þjóðin bíður eftir að leystur verði. Alþýðubandalagið afgreiðir það mál með þeim einfalda hætti að segja, að ekkert sé að. Lausnin sé þegar fengin. 2. Hinir flokkarnir hafa báðir gert sinar tillögur, sem þeir hafa óskað eftir afstöðu Alþýðubandalagsins til. Hvert er svar Alþýðubandalagsins? „Á þessu stigi málsins” telur það „ekki ástæðu til” að fjalla „á formlegan hátt um þau atriði, sem komið hafa fram hjá sam- starfsflokkunum” og segist eiga þar við þau atriði, sem séu í samræmi við viðhorf Alþýðubandalagsins. En hver eru þau atriði og hvaða atriði eru það í tiílögunum, sem ekki eru i samræmi við „viðhorf Alþýðubandalagsins”? Spyr sá, sem ekki veit. Alþýðubanda- laginu hefur láðst að taka það fram eins og glögglega fram kemur í plaggi þeirra Alþýðubandalagsmanna. Það var fæst e.t.v. „á síðari stigum máls- meðferðarinnar”. Til einskis gagns Sannfæring mín er og hefur verið sú, að þjóðin þurfi á því að halda. að hinir svonefndu „verkalýðsflokkar” vinni saman i ríkisstjórn að ausn vand ans. Sú krafa tel ég að gerð hafi verið í siðustu kosningum. Ljóst er, ,að þeim mun meiri, sem erfiðleikar þjóðarbúsins eru, þeim mun meiri ábyrgð er lögð á herðar stjómendanna og þeim mun erfiðara er. áhættusamara og á alla lund örðugra að veita þjóðinni þá leiðsögn, sem þarf. Sagt hefur verið, að Alþýðu- bandalagið sé flokkur, sem ekki geti risið undir sliku hlutverki. Hann geti ekki verið við stjórn, nema I góðæri. Í erfiðu árferði — einmitt þegar launa- fólk þarf mest á honum að halda — rísi flokkurinn ekki undir skyldunum. í þessum efnum er reynslan æðsti dómstóll. Alþýðubandalaginu er nú ætlað ásamt Framsóknarflokki og Alþýðuflokki að leggja fram tillögur til lausnar á erfiðu efnahagsvandamáli. Alþýðubandalagið segir, að það sjái ekki vandann og bætir því við, að það áskilji sér rétt til þess að leggja fram tillögur síðar. Alþýðubandalaginu er þá ætlað að taka afstöðu til tillagna um úrlausnir, sem aðrir flokkar hafa gert. Alþýðubandalagið segist ekki sjá ástæðu til þess að fjalla um þær „á þessu stigi”. Um efnisatriði þess samsetnings, semAlþýðubandalagiðhefur fram lagt, mun ég fjalla i siðari grein. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.