Dagblaðið - 27.01.1979, Side 24

Dagblaðið - 27.01.1979, Side 24
Punds- málið: ff Galli i hegn- ingarlögum' Fyrirtekt hjá rannsóknarlögreglu slítur ekki fyrningu — Nýtt f rumvarp til laga væntanlegt til úrbóta að sögn aðstoðarmanns dómsmálaráðherra Það hefur vakið mikla athygli að Pundsmálið svonefnda skuli vera fyrnt meðan rannsókn málsins er enn í gangi. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að ekki verði krafizt frekari aðgerða i Pundsmálinu þar sem ákæra leiddi beint tii sýknu vegna fyrningar. Dagblaðið hafði samband við Eirik Tómasson aðstoðarmann dómsmála- ráðherra og spurði hann hverju þetta sætti. Eiríkur sagði að dómsmálaráðu- neytið hefði enn ekki fengið skýrslu frá ríkissaksóknara og því væri ekki gott að gefa svör um málið í smáatrið- um. En sem lögfræðingur sagði Eiríkur að það sem gerzt hefði væri það að við rannsókn hefði komið í ljós að sakar- efni hefðu eingöngu verið okur og við því væri refsing eingöngu sektir. Brot á okurlögum fymast á tveimur árum. Málið var síðan tekið fyrir hjá rann- sóknarlögreglu. Sú rannsókn slítur ekki fymingu. Hefði málið verið tekið fyrir í dómi hefði það slitið fymingu. „Þetta er galli á hegningarlögum,” sagði Eiríkur Tómasson. Þessi galli hefur verð ljós og sagði Eiríkur að væntanlega yrði lagt fram frumvarp á yfirstandandi þingi en það frumvarp hefur verið samið af hegn- ingarlaganefnd. Hið nýja frumvarp gerir ráð fyrir þvi að fyrirtaka hjá rannsóknarlögreglu slíti fyrningu. Hefði hið nýja frumvarp verið orðið að lögum hefði málið ekki fymzt. „Hér er um að kenna ófullnægjandi lögum um fymingarreglur,”sagðiEirík- ur. „En Pundsmálið verður vafalaust til þess að reka á eftir mönnum með breytingar á þessum lögum.” Aðspurður sagði Eiríkur að fjár- kröfur fymtust á fjórum árum þannig að allar líkur væru á því að sá einstakl- ingur, sem kærði Sparisjóðinn Pundið fyrir þátttöku í okurstarfsemi í nóvem- ber 1975, gæti höfðað sérstakt mál vegna sinna fjárkrafna. - JH 1 ísa leysir! Þennan einmana skó fann ljós- myndari vor á einu stræti höfuð- borgarinnar. Engu er líkara en eigandinn hafi frosiö þarna fastur í fimbulvetrinum og orðið að skilja við vin sinn um sinn. En þeir sjást þá þegar ísa leysir, hvenær sem það verður. í gær virtist ekki útlit fyrir spennandi skíðaveður, að sögn veðurfræöinga. „Strekkingur og harðnandi frost,” sögðu þeir hjá Veðurstofunni. DB-mynd R.Th.Sig. ; 'Æ Skýrsla verðlagsstjóra: ERUM VIÐ ENNIKLOM DANSKRAR EINOKUNAR- OG SELSTÖDUVERZLUNAR? „En víst er að hér getur verið um milljarða króna lækkun á endanlegu vöruverði til neytenda að ræða.” Þannig endar einn kafli skýrslu Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra en hún er samin á grundvelli athugunar og samstarfs hans og nokkurra ann- arra aðila, sem viðskiptaráðherra skip- aði til að athuga innflutningsverzlun til íslands. Var þetta gert í framhaldi af rannsókn sem verðlagsstjóri beitti sér fyrir á innkaupsverði til tslands annars vegar og til hinna Norðurland- anna hins vegar. Niðurstöður hennar birtust i haust og ollu nokkrum úlfa- þyt. t skýrslunni sem nú er birt er rennt nokkrum frekari stoðum undir ástæður sem gætu legið að baki hærra innflutningsverði hér á landi. Er þá fyrst að nefna milliliði. M mikið mun vera um það að islenzkar innflutningsverzlanir kauþi vörur fyrir milligöngu danskra aðila, jafnvel vörur frá Bandaríkjunum. Virðumst við varla enn vera sloppnir við danska einokun að fullu. Munu Danirnir þá yfirleitt leggja 25% á vöruna en þess munu dæmi að álagning danskra verði allt að 60 til 80%. Umboðslaun isjenzkra fyrirtækja eru oft á tiðum mjög há og stundum hærri en heimil- uð álagning á tslandi. í skýrslunni kemur fram að innflytjendur telji að opinberir aðilar hafi álitið eðlilegt að þeir reiknuðu sér slíka þóknun er- lendis. Eru nefnd kátleg dæmi þvi til sönnunar. Sagt er að dæmi hafi komið í Ijós um mjög há umboðslaun á þeim vörum sem í raun eru með frjálsri álagningu. Óhagkvæmni hins íslenzka mark- aðar virðist eftir skýrslunni að dæma vera veigamikill þáttur í hærra inn- flutningsverði. Ókostir þess verðlags- kerfis sem hér gildir virðast verulegur þrándur i götu lægra innflutnings- verðs og einnig að það taki ekki mið af þeirri stefnu erlendra söluaðila að há- marka ágóða sinn. Fjármagnskostn- aður vegna innflutnings hefur i vax- andi mæli komið fram í innflutnings- verði vegna lánsfjárskorts hér á landi. Síðasta ástæðan sem nefnd er fyrir hærra innflutningsverði á íslandi en á hinum Norðurlöndunum er sérstaða landsins og smæð, sem geti orsakað ýmsan kostnað erlendis sem ekki verði komizt hjá. í skýrslu verðlagsstjóra verða ekki fundnar röksemdir fyrir því að íslenzkt innflutningsverð sé tuttugu milljörð- um of hátt eins og viðskiptaráðherra vildi halda fram í þættinum Beinni linu í útvarpinu á dögunum. 1 skýrslunni er dregin sú ályktun, að vísu með verulegum fyrirvörum, að ekki verði annað séð en um og yfir 30% af umboðslaunum íslenzkra fyrirtækja sé stungið undan bæði við gjaldeyris- og skattskil. Er getum að því leitt að sú upphæð nemi allt að 2,3 milljörðum. í skýrslunni segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri að árangur þeirrar við- leitni að lækka vöruverð og auka gjaldeyrissparnað fari mjög eftir því hversu faglega verði staðið að málum. Á fundi með fréttamönnum vildi hann ekki útskýra orðið „faglegt” nánar en ein túlkun þess og meðfylgj- andi orða getur verið sú að hann telji ekki ráðlegt að halda áfram á sömu braut í verðlagsmálum. . ÖG ff frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 27. JAN, 19791 „Stefnir f verk- fall — segir formaður FÍA — árangurslaus samningafundur ígær „Ég sé ekki annað í fljótu bragði en það stefni i verkfall,” sagði Björn Guðmundsson, formaður Félags is- lenzkra atvinnuflugmanna. Sáttanefnd í flugmannadeilunni boðaði stjórn FÍA og stjórn Flugleiða á sinn fund í gær kl. 14. Þar ræddi sáttanefndin við deilu- aðila, fyrst sinn í hvoru lagi og síðan sameiginlega. Samkomulag náðist ekki. „Sáttanefndin hefur ekki farið fram á frekari frestun verkfallsaðgerða,” sagði Björn, en sem kunnugt er frestuðu Flug- félagsmenn verkfalli um eina viku sl. laugardag að beiðni samninganefndar- innar. í dag verður trúnaðarráðsfundur FÍA en Björn taldi málin lítið breyiast við það. Á þessu stigi taldi Björn ekki hægt að segja hvernig tekið yrði í frekari frestunarbeiðni ef hún kæmi fram. í samninganefnd eru Hallgrímur Dalberg, Guðlaugur Þorvaldsson og Brynjólfur Ingólfsson. Brynjólfur sagði i viðtali við Dagblaðið að nýr sáttafundur hefði ekki verið boðaður. Á fundinum í gær hefðu verið ræddar óformlega hug- myndir sáttanefndarinnar. Brynjólfur sagði að samninganefndin myndi nú gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni í málinu. Komi til boðaös verkfalls flugmanna Flugfélags íslands hefst það kl. 19 i kvöld. JH. Hálkan er viðsjál Það fer stundum verr en ætlað er í umferðinni. Það mátti ökumaður þessar- ar bifreiðar reyna í gær. Á hálkubletti skammt undan Elliðaárbrúnum missti hann stjórn á bílnum. Lenti hann þá á gaddfreðnum snjóruðningnum við vegarbrún og skipti engum togum að bíllinn staðnæmdist með hjólin upp í loft. Ökumaður slapp ómeiddur og tjón varð lítið — örlítið dældaður toppur. DB-mynd Dagbjartur M. Jónsson. /yKaupiff^ ,5 TÖLVUR I* OG T.öl BANKASTRÆTI8 ^11276^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.