Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 4
Verðmismunur á bflavarahlutum:
Rúmlega 11 þúsund króna
munur á kúplingsdiskum
Verðmismunur á varahlutum í bíla
er gríðarlega mikill, eins og nýlega
kom fram hér á Neytendasíðunni. Þá
var sagt frá bremsuklossum sem kost-
uðu hjá bilaumboði yfir 35 þúsund en
rúmlega 16 þúsund hjá varahluta-
verzlun. Nú hefur annar bileigandi
komið að máli við okkur og hafði með-
ferðis tvo kúplingsdiska í Fiat.
Annar diskurinn, sá frá Fiatumboð-
inu, kostaði 17.845 kr., en hinn sem
keyptur var í Bilanausti kostaði 6.340
kr. Er nærri því hægt að fá þrjá diska
úr Bilanausti fyrir hvern einn frá Fiat-
umboðinu!
Ógerlegt er fyrir blaðamann að
dæma um hvort ódýrir varahlutir
reynist eins vel og þeir dýru. Hins
vegar þykir rétt að benda fólki, sem
jafnvel getur framkvæmt einfaldar
viðgerðir sjálft, á þennan mismun sem
virðist vera algengur. Sjálfsagt er að
kanna hvað hlutirnir kosta á hinum
ýmsu stöðum áður en kaup eru gerð.
Viðmælandi okkar sagði að fyrir
hefði komið að hann hefði keypt
ódýran varahlut sem ekki hefði reynzt
eins og til var ætlazt. Hins vegar væri
það langt frá því að vera algilt. Þótti
honum þessi verðmismunur hinn
„ruddalegasti” eins og hann komst að
orði og vildi láta fólk vita af þessu!
„Við verzlum aðeins með fyrsta
flokks vöru. Aðrir kúplingsdiskar en
þeir sem við höfum á boðstólum eru
hreinlega ekki nógu góðir,” sagði
Garðar Sigurðsson, einn af eigendum
Fiatfyrirtækisins á íslandi. Sér hann
um allan innflutning á varahlutum
fyrir fyrirtækið.
„Með þvi að setja lélegar vörur í
góða bíla er verið að gera bílana að lé-
legum bílum. Við tökum ábyrgð á
okkar varahlutum,” sagði Garðar, er
verðmismunurinn á kúplingsdiskun-
um var borinn undir hann.
Hann gat þess einnig að verðið,
17.845 kr„ væri mjög nýlegt verð.
„Hafa alltaf reynzt
ÚTBOÐ
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar
eftir tilboðum í eftirtalin verk og efni í 216
íbúðir í 2. byggingaráfanga í Hólahverfi:
1. Miöstöðvarofna
2. Gler
3. Þakjárn
4. Blikksrníði
5. Útihurðir
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB,
Mávahlíð 4 Rvik, gegn 20 þús. kr. skilatrygg-
ingu.
n . ^
4. \
c&'
?...
*>«« ntx
.. ÁríXAíU.
p^;
I SUOGBEirt
■ V ■ 80% evrópskra bíla og hafa alltaf
reynzt mjög vel,” sagði Hjalti Hjalta-
W I son, verzlunarstjóri í Bílanaust hf„ er
verðmismunurinn var borinn undir
„Kúplingsdiskarnir sem við höfum hann. — Verðið á kúplingsdiskinum
á boðstólum eru frá brezku fyrirtæki frá Bílanausti, 6.340, er frá 27. desem-
sem framleiðir kúplingsdiska í 70— bersl.
Diskurinn til vinstri á myndinni er frá Fiat-umboðinu en sá til hægri frá Bilanausti. Umboðsdiskurinn virðist hafa miklu
sléttari áferð en sá ódýrari, en hvort það skiptir einhverju máli i endingu kúplingsdiska skal blm. láta ósagt.
DB-mynd Ragnar Th.
„Höfum aðeins fyrsta flokks
vöru á boðstólum”
Vörubif reiðar og vélar
SÖLUSKRÁ
TEGUND ÁRGERÐ
Benz 327 H(1413)...........1963
Volvo 495 H................1965
Benz 1413..................1966
Scania76F..................1966
Scania76sup................1966
Benz 1413 H................1966
Benz 1413.H m/krana.......
Scania 76 m/búkka..........1967
Benz 1618 H................1967
Volvo 88 F.................1967
Volvo86 F..................1967
M.A.N.8.156 H..............1968
M.A.N.780 ................ 1968
Volvo88 F..................1969
M.A.N. 8.156 HA m/krana.... 1969
Benz 2224 F...............1971
White 15 DVH..............1971
Scania 110H................1971
Scania 140 F 2 drifa.......1971
Berlet m/krana............ 1972^
M.A.N. 19230 HA............1972
Tatra 148 HA...............1973
Volvo86 F m/búkka..........1973
Scan85sup..................1973
G.M.C. 7500............... 1973
Volvo89 F m/búkka..........1974
Auk þess fjöldi annarra bif reiða.
VINNUVÉLAR
Aftanivagn................
Hiab-krani, 1,5 tonn ....gamall
Bröyt X 2..................1965
Bröyt X 2.............. 1967-68
Payloader, Bray . '........1969
International 3500........ 1977
Hiab-krani, 4 tonn.........1977
Mikíl eftirspum eftir bifreiðum og
vélum. — Látið skré tækin ykkar
strax.
VAGNHÚFÐA3
SÍMI85265
Gómsæt eplakaka
Flestum þykja eplakökur góðar.
Hér er uppskrift að einni:
150ghveiti
2 tsk. lyftiduft
50 g smjörUki
150gsykur
1 1/2 dl mjólk
2—3 epU
2 msk. sykur
1/2 tsk. kaniil.
Blandið lyftiduftinu saman við
hveitið og hnoðíð' smjörl. saman við.
Sykrinum og mjólkinni hnoðað saman
við. Fletjið deigið út og látið I smurt
eldfast mót eða kökuform, en stráið
fyrst raspi innan i formi. Flysjið eplin,
skerið þau í báta og raðið ofan á deigið
og stráið sykri og kanil ofan á.
Eplakakan er bökuð í um það bil
hálftíma í heitum ofni (225°C). Ér
bezt volg með ísköldum þeyttum
rjóma eða ís.
Verð:
Hráefnið í sjálfa kökuna kostar
í kringum 300 kr. - A.Bj.
Uppskrift dagsins
Hráefnið i eplakökuna getur ekki taUzt dýrt en okkur reiknast til að það sé i
kringum 300 kr.