Dagblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 197?._
Nýr þáttur um
kvikmyndir
1 dag hefur göngu sína nýr þáttur er
fengið hefur nafnið Bæjaríns beztu.
Mun hann að öllu óbreyttu birtast einu
sinni í viku og þá á laugardögum. Til-
gangur hans er að veita upplýsingar um
athyglisverðustu kvikmyndirnar sem
boðið er upp á hverju sinni. Að undan-
förnu hefur stjömugjöf ekki verið notuð
sem gildismat í kvikmyndaskrifum Dag-
blaðsins. Við undirritaður erum mjög á
móti þess konar mati enda erfitt að-
meta mun milli t.d. 3 og 4 stjömu
myndar og sUkt mat verður aUtaf afar
persónulegt. Við viljum þó gefa lesend-
um kost á einhvers konar mati og það er
listinn yfir Bæjarins beztu. Með hverri
kvikmynd fylgir stuttur texti svo iesand-
inn geti gert sér grein fyir hvers konar
mynd er um að ræða. Einnig verður
bent á ýmsa þætti svo sem kvikmyndun,
tónlist, klippingu og fleira ef ástæða
þykir.
Til að lífga upp á unj.ræður um kvik-
myndir hafa undirritaðir'ákveðið að
opna bréfadálk í blaðinu um kvikmyod-,
ir. Verður þar reynt að svara spurning-
um um kvikmyndalegt efni. Einnig yrðu
vel þegnar tillögur um efni í kvikmynda-
þættina svo sem kynningu á ákveðnum
leikstjórum, myndum og fleira þess hátt-
ar.
Kvikmyndamennt eykst hratt hér á
landi. Fyrir nokkrum árum var lítið
spurt um annað en leikara þegar farið
var í bíó. Nú er fólk farið að velta fyrir
sér atriðum eins og kvikmyndun, leik-
stjórn og handriti. Einnig vill fólk sjá
myndir sem skilja eitthvað eftir sig,
samanber aðsóknina að Gaukshreiðr-
inu. Þróun eins og þessi tekur langan
tima. Islendingar fara nú 3—4 sinnum
oftar á bíó en aðrir Norðurlandabúar.
Meginhluti myndanna sem sýndar eru
hér eru mjög einhæfar, flestar engil-
saxneskar. Samt sem áður hafa samtök
eins og Fjalakötturinn, kvikmynda-
klúbbur framhaldsskólanna, Háskóla-
bió með mánudagsmyndir sínar, Kvik-
myndahátíð Listahátiðar og sendiráð
ýmissa landa reynt að stuðla að aukinni
kvikmyndamennt. Árangurinn sést
orðið bezt á þvi hve kvikmyndaskrif eru,.
orðin stór þáttur í allri menningarum-
ræðu og skrifum hér á landi. Með opnun
bréfadálks viljum við undirritaðir leggja
okkar fram til þessa máls og vonum að
þú, lesandi góður, sendir okkur línu sem
fyrst.
Utanáskriftin er:
DAGBLAÐIÐ,
kvikmyndir,
Síðumúla 12
Reykjavík.
B.H.&F.Þ.F.
4ÁRA
ÁBYRGÐ
RANK
frá hinu heims-
þekkta fyrirtœki
sem allirþekkja.
Inline blackstripe mynd-
lampi, spennuskynjari,
snertirásaskipting, aðeins 6
einingar í stað 14, kaft kerfi,
spónlagður viðarkassi í stað
plastfilmu sem flest önnur
tœki eru með.
Frábœr mynd og tóngœði,
sannfœriztsjálf.
Vegna hagstœðra
innkaupa frá Rank
getum við boðið
lægsta verðið á
markaðnum.
m. fjarst. 22" kr.
425.500.-
m. fjarst. 26" frá kr.
496.950.-
RANK
SJÓNVARP&
RADIO
VITASTÍG 3
SÍM112870
BÆJARINS
BEZTU
Stutt kynning á því athyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
borgarinnar bjóða upp á
Víxlspor
Mánudagsmynd Háskótebiós
LaltsljóH: R.W.Fassbincter gsrð í V-Þýzkatendi 73
Myndin fjallar um forboðna ást 14 ára stúlku og 19 I
ára pilts. Þar sem stúlkan er undir lögaldri mæta þau
mikilli andúð frá foreldrum stúlkunnar sem hóta að
fangelsa piltinn. Þvi gripur unga parið til sinna ráða |
eftir að stúlkan verður ófrísk. Verða sér úti um skot-
vopn...
Hér er á ferðinni raunsæ mynd sem enginn ætti að j
láta fara fram hjá sér. Fassbinder er einn af fremstu
j kvikmyndaleikstjórum sem starfandi er I heiminum í
dag.
Fómin
SýnlnganMur Sljömubi6
Lafcrtjóri: Alnn Comuu. garS I FmkkUndVKanada 1*77
Hér er um að ræöa forvitnilega franska sakamála-
mynd. Efnisþráðurinn er nokkuð flókinn og áhorfand-
inn veit aldrei hvaða stefnu myndin tekur næst. |
Ástæða er til að hrósa góðri tónlist og kvikmyndun. í
fyrra sýndi Stjömubló aðra mynd eftir Comeau, sem I
var Police Python 357. Báðar þessar myndir eru undir I
bandarískum áhrifum enda starfaði Corneau þar um ||
tíma, m.a. með Roger Corman. Yves Montand er í
aðalhlutverki.
Dagbók kvenlœknis
Sýningarstaóur Gamte bió
LetestjóH: Jean-Louis Bartucalli
Frönsk 1975
Mynd þessi fjallar um konu sem er læknir. Hún er I
gift embættismanni og eiga þau tvö börn saman.
Hjónabandið er aðeins til málamynda, því ástin er
löngu útdauð og fátt sem þau eiga sameiginlegt annað
en forljótt heimili. Skyndilega verður læknirinn að
horfast í augu við þá staðreynd að hún gengur með
hættulegan sjúkdóm. Það verður til þess að hún neyð-
ist til að endurmeta lifsviðhorf sín. Þó myndin sé í
sjálfu sér afturhaldssöm og geri ekki bitastæða úttekt
á stöðu konunnar eins og efni standa til, þá er hún
gædd mannlegum tilfinningum og er leikur Annie j
Girardot mjög góður.
Grease
Sýnlngarataður HSakólabió
LakaUóri: Randal Klalanar, garð IUSA1971
Þótt efnið sé ekki bitastætt þá er þetta þokkaleg af-
þreyingarmynd fyrir ungu kynslóðina. Átrúnaðargoð
þeirra, John Travolta og Olivia Newton-John, sjá að j
mestu um skemmtunina í þessari dans- og söngva-
mynd. Grease hefur heiðurinn af því að vera tekju- j
hæsta kvikmyndin í Bandarikjunum 1978. Efnið er |
ástir og ævintýri i menntaskóla ásamt tilheyrandi mis- j
skilningi. Strákur hittir stelpu o.s.frv.
Þögul mynd
Sýningarstaóur Nýja Bió
Leikstjórí: Mel Brooks
Bandarisk 1976
Gamanmyndir Mel Brooks og félaga hans hafa oft [
áður verið sýndar hér á landi bæði í kvikmyndahúsum j
(Twelve Chairs, Blazing Saddles og Young Franken- j
stein) og sjónvarpi (The Producers). Þessum myndum (
hefur öllum verið vel tekið hér á landi sem og annars:
staðar og gert nafn Mel Brooks ódauðlegt í kvik-
myndasögunni. Efnið sækir hann gjama í þekkt kvik-
myndaform s.s. kúrekamyndir, Hitchcockmyndir eða \
Frankensteinmyndir. I „Þögulli mynd” notar hann!
þöglu myndirnar sem fyrirmynd. Ekki er hægt að I
segja að þetta sé fyndnasta mynd sem Mel Brooks j
hefur látið fara frá sér þó fyndin sé.
Dauöinn á Níl, Convoy
Chaplin Revue og Liðhlaupinn
Sýningarataóur Regnboginn
Dauðinn á Nil eftir sögu Agötu Christie er nýt
íburðarmikil glansmynd með fjölda þekktra leikara.
Vill þó verða langdregin. Convoy er fersk trukka-1
mynd frá Sam Peckinpah. Þeir sem ekki hafa séðl
Chaplin Revue hafa enn tækifæri til að sjá tvær|
ágætis myndir eftir meistarann. Liðhlaupinn er mjögl
athyglisvert dæmi um hvað Bretar geta gert góðar|
myndir fyrir lítið fé ef þeir leggja sig fram.
B.H. ogF.Þ.F.