Dagblaðið - 27.01.1979, Page 7

Dagblaðið - 27.01.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979. 7 ( Heimsókn í jámblendið á Grundartanga: Fyrri ofn f gang eftir tvo mánuði „Við erum nú að hella okkur í síðasta áfanga í sambandi við fyrri ofninn, en hann á að verða tilbúinn um mánaða- mótin marz/april,” sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga á fundi með fréttamönnum. „Fyrsta skip með hrá- efni kemur til landsins um miðjan febrú- ar, fullhlaðiö kvarsi.” Fréttamenn fengu að skoða mann- virki þau er hýsa verksmiðjuna auk hafnarframkvæmda. Tæpt ár er síðan fulltrúar fjölmiðla voru þarna á ferð síðast og verður að segja að verkinu hefur miðað furðuvel áfram. öll hús fyrir reksturinn eru nú full- gerð eða verið að leggja síðustu hönd á þau. Búið er að setja niður hafnarkrana og færiböndum hefur verið komið fyrir. Alls eru færibönd frá höfn að hráefnis- geymslu um 300 metrar að lengd en færibandalengd í verksmiðjunni allri er þómiklu meiri. Uppsetning vélabúnaðar sjálfs bræðsluofnsins og tækja sem honum Hreinsikerfi verksmiðjunnar er griðar- mikið mannvirki og stór hluti af fram- kvæmdum. Hér má sjá kæli þann er kælir loft frá bræðsluofninum en kisilryk I útblæstrinum er þéttað á leið sinni i gegnum kæli- og hreinsibúnaðinn. Komið hefur til tals að blanda það steypu, enda sé það mun betra bindiefni en það sem fyrir er I sementi. DB-myndir Bjarnleifur. Nýtt gatna- gerðarmál á Eskifirði Eins og DB greindi frá á mánu- dag er fallinn dómur i máli Bæjar- sjóðs Eskifjarðar á hendur Ragn- ari Sigmundssyni út af vangreidd- um gatnagerðargjöldum. Tapaði bæjarsjóðurinn því máli. Annað gatnagerðarmál er nú í gangi á Eskifirði. Árið 1966 var steyptur smávegarspotti á Strandgötunni. En 1975 eru hjónin Hlöðver Jóns- son og frú Herdís Hermóðsdóttir rukkuð um gatnagerðargjöid. Þau neituðu að greiða þetta gjald þar sem bærinn hafði tekið talsvert af þeirra húslóð og fallegan garð sem var fyrir framan húsið og þau ekk- ert fengið fyrir. í öðru lagi væri þessi innheimta ólögleg þar sem þau væru ekki rukkuð fyrr en 9 árum eftir framkvæmdir. Fengu þau síðan Hörð Einarsson lög- mann til að annast málið. Ég hef óljósan grun um að Herdís og Hlöðver vinni þetta mál. Ég vil því þakka þessum dugmiklu konum fyrir þeirra hlut, Sigriði Kristins- dóttur (eiginkona Ragnars Sig- mundssonar) og Herdísi Hermóðs- dóttur, sem gengur með sigurbros •á vör á götum Eskifjarðar og minnir á Indiru Gandhi eftir stór- an kosningasigur hennar fyrr i vetur. Þessar konur láta ekki bjóða sér allt. Við skattgreiðendur borgum öll okkar gjöld þegjandi og möglunarlaust og engum dettur annað I hug en að allt sé löglegt I alla staði. Mikið megurn við læra af þeim konum, jáöll þjóðin. Regina/GAJ fylgja er á lokastigi og unnið er að gerð loftræsti- og hreinsikerfis af fullum krafti. Fjárhagur og sölumöguleikar Það kom fram á fundi Jóns með fréttamönnum að andstætt því sem venjulega er með stórframkvæmdir hér- lendis er bygging verksmiðjunnar innan ramma fjárhagsáætlunar og heldur fyrir neðan upphafleg mörk. Var gert ráð fyrir að heildarkostnaður með vöxtum á byggingartíma og verðhækkunum yrði um 321 milljón norskra króna, en núver- andi áætlun hljóðar upp á um 298 millj- ónir norksra króna. Sagði Jón að trúlegustu skýringarnar á því, hvers vegna þessi lækkun hefði orðið væru þær að verksmiðjan væri reist á hentugum tíma, þegar verð á 300 metra langt færiband flytur hráefni frá höfninni i hráefnisgeymslu við verksmiðj- una sjálfa. Guðlaugur Hjörleifsson, staðarverkfræðingur, kynnir mönnum stjórnkerfi hreinsi- búnaðarins. Mikið er gert til þess að hreinsa loftið. Frá ofnhúsi: Kælir, siuhús og kögglunarhús. Á fundi Jóns Sigurðssonar með fréttamönnum: Allt frá þvi að framkvæmdir hófust við verksmiðjuna hafa forráðamenn hennar kappkostað að kynna þær stig af stigi og eru að þvi leyti til fyrirmyndar hvað varðar stórframkvæmdir og stofnanir hérlendis. tækjum til hennar var lágt, útboið hefðu heppnast vel, áætlunin hefði verið rífleg og eins hefði nokkrum atriðum verið frestað til síðari áfanga verksmiðj- unnar. Verð á kísiljárni hefur hækkað til munaaðundanförnu og kemur það heim og saman við spár manna í því efni.Eru /z HELGI PETURSSON forráðamenn verksmiðjunnar því bjart- sýnir á rekstrargrundvöll verksmiðjunn- ar eins og er, en fram kemur að jjegar síðari ofn verksmiðjunnar verður kominn í gagnið ætti að vera hægt að framleiða um 50 þúsund tonn af kísil- járniáári. •HP. r \\ LJÓSMYNQIR: * WifeÆI* ' BMHNLEIFÚR Wfmm 1 l BÍIARNLEIFSSON fcN— -ac -- ■ i i| i ■ i| ■ III BILASALAN Crensásvegi 11 simi 83150 AUGLÝSIR: 83085 BÍLASALA - BlLALEIGA Leigjum út Lada Sport fjórhjóladrifsbíla og Lada Topaz 1600. Alltbílarárg. 1979. Tegund Árg. Toyota Cressida................1978 Toyota MKII ................. 1978 Toyota Corolla KE 30 ......... 1977 ToyotaCorollastation...........1977 Toyota Corolla.................1978 Mazda 929 .................... 1976 Mazda 929 sjálfsk..............1977 Mazda 929 station..............1976 Mazda323 ..................... 1978 Mazda 323 sjálfsk..............1978 Mazda 818 ................... 1976 Mazda818station................1976 Lancer1200 ................... 1977 Cortina 1600 ................. 1976 Ford Escort....................1976 Ford Escort....................1977 Audi 80 GLS....................1977 Audi 100 GLS...................1977 AudilOOLS......................1977 BMW320 ....................... 1977 Saab99GL.......................1976 Volvo 244 DL sjálfsk...........1978 * Verð 4.400 3.700 3.200 3.200 3.500 3.300 3.700 3.500 3.200 3.600 2.500 2.700 2.600 2.500 1.950 2.800 4.200 5.000 4.500 5.000 3.700 ' 5.400 Datsun 160 J 1977 3.000 Datsun160SSS 1977 3.300 Datsun120A 1976 2.100 Subaru 4 WD 1977 3.100 Subaru4WD 1978 3.900 Honda Accord DL 1977 4.200 Opel Manta 1976 3.500 Chevrolet Concors 1977 5.200 Chevrolet Concors 4 dyra 1977 5.300 Dodge Monaco Brougham 1977 4.700 Rambler Matador 1977 4.800 Hornetstation 1976 3.700 Ford Fairmouth 1978 4.800 Lada Topaz 1978 2.300 Lada1200station 1977 1.750 Simca 1508 GT 1978 4.200 Renault 4 sendif 1978 1.950 Renault 4 sendif 1979 2.400 VW Derby 1978 3.500 VWGolf 1976 2.800 Alfa Romeo Alfasud 1978 3.600 Alfa Romeo Sud Sprid 1978 4.800 SkodaAmigo 1978 1.450 Range Rover 1978 10.500 Range Rover 1975 5.800 JDodge Ramcharger SE 1977 6.50(W; Opiö alla daga vikunnar*

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.