Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐíÐ. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1979. 13 VELTAN ER12 MILUARDAR - GEFUR ÚT EIGIN VEGABRÉF „Okkur hér í Tollvörugeymslunni er sýnt mikið traust og við viljum reynast þess verðugir,” sagði Helgi K. Hjálms- son framkvæmdastjóri í viðtali við DB. Fréttamaður spurði Helga hvernig væri háttað vegabréfanotkun sem nú hefur verið tekin upp á vörugeymslusvæði Tollvörugeymslunnar hf., bæði utan dyra og innan. Innflytjendur hafa hver sína geymslu, mismunandi stórar eftir þvf hver þörfin er hjá hverjum og einum. DB-mynd Bjarnleifur. „Hér eru nú 254 innflytjendur og veltan var um 12 milljarðar síðastliðið ár. Það er til öryggis fyrir alla aðila að þeir sem hingað eiga erindi beri einhver skilríki um það,” sagði Helgi. „Starfs- menn Tollvörugeymslunnar bera auð- kenni sem viðskiptavinir þekkja. Þeir geta þvi snúið sér til starfsmanna með erindi sin formálalítið,” sagði Helgi K. Hjálmsson. Óttarr Möller forstjóri var fundar- jókst þjónusta við viðskiptavini Toll- vörugeymslunnar. Þrátt fyrir þetta væri enn brýn nauðsyn á frekari bygg- ingarframkvæmdum. Kvað hann þegar hafinn undirbúning að þeim. „Hugmyndir hafa verið uppi um stofnun bankaútibús eða umboðsskrif- stofu frá gjaldeyrisbönkunum tengda fyrirtækinu. Þá væru uppi hugmyndir um að viðskiptavinir gætu fengið toll- afgreiðslu á sama stað. Þessari þjón- Gangarnir innan húss I Tollvörugeymslunni eru mörg hundruð metrar og geymslur á tveim hæðum. DB-mynd Bjarnleifur. stjóri á aðalfundi Töllvörugeymsl- unnar, sem haldinn var í síðasta mánuði. Stjórnarformaður, Albert Guðmundsson alþingismaður, flutti skýrslu stjórnarinnar. Skýrði hann meðal annars frá því aðá siðasta starfs- ári hefði fyrirtækið tekið í notkun 2 þúsund fermetra vöruskemmu til við- bótar fyrra húsrými. Að sama skapi ustu væri ætlaður staður í nýrri skrif- stofubyggingu sem á að rísa við Héðinsgötuna. Hún er í Laugarnesinu sjálfu, eins og Tollvörugeymslan. Samþykkt var að greiða 10% arð af hlutafé sem nú er 120 milljónir króna og hluthafar 429. Þá var samþykkt að gefa út jöfnunarhlutabréf, 150% á nú- verandi hlutafé. Heildarhlutafé verður Loftmynd af athafnasvæði Tollvörugeymslunnar hf. gefur nokkra hugmynd um stöðugt vaxandi starfsemi og möguleika til frekara landnáms undir þarfir fyrirtækis- ins. DB-mynd Sv. Þorm. þá 360 milljónir króna og verða bréf að upphæð 60 milljónir króna seld. Stjórn félagsins og varastjórn voru endurkjörnar. Albert Guðmundsson alþingismaður er formaður. Hilmar Fenger forstjóri er varaformaður. Fé- hirðir er Jón Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri. Meðstjórnendur eru þeir forstjórarnir Einar Farestveit og Bjarni Björnsson og til vara Þorsteinn Bernharðsson og Óttarr Möller. Framkvæmdastjóri er, sem fyrr segir, Helgi K. Hjálmsson og yfirverk- stjóri Gústaf B. Einarsson. - BS Helgi K. Hjálmsson, framktæmdastjóri Tollvörugeymslunnar hf. frá byrjun. „Okkur vantar stöðugt meira land undir starfsemina, bæði luishyggingar og geymslusvæði utan húss,” segir Helgi. DB-mvnd Bjarnleifur. Tollvöru- geymslan hf.: V J KVARTMILUKEPPNI Fyrsta kvartmflukeppni íslandssögunnar verður haldin laugardaginn 26. maí kl. 2 síðdegis á kvartmflubrautinni nýju f Kapelluhrauni Bygging kvartmílubrautarinnar tók Kvartmíluklúbbinn 3 ár, en nú er hún loksins tilbúin. Hinu langþráða tak- marki, „ad halda bifreiðaíþrótta- keppni á lokuðu löglegu svæði”, er nú loksins náð. Komið á jyrstu kvartmílukeppnina og sjáið alla trylltustu jámfáka landsins spyrna í k artmílukeppninni á laugardaginn veiour keppt í eftirtöldum flokkum: Standard, Modified Standard, Pro Stock, Street Alterd og mótorhjóla- flokki. Stjórnin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.