Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. —ábyrgðþula mikill Rósa B. Blöndul á Mosfelli í Grims- nesi skrifar: Það hygg ég að fátt lestrarefni sé jafnvandflutt og fréttir. Það kom að þvi að Gerður G. Bjarklind var nefnd í útvarpsþætti um íslenzkt mál og talað um hennar málfar. Eirikur Eyvindsson málfræðingur i islenzku las úr bréli frá ungum hlustanda. Orð hans féllu svo um Gerði: „Ég þoli hana ekki. Hún beinlínis hikstar fréttirnar”. Gerði enga athugasemd Nú bjóst ég við því að málfræðing- urinn gerði sjálfur athugasemd við þessa lýsingu á framburði Gerðar. En það gerði Eiríltur Eyvindsson ekki. Hlustendur og bréfritari gætu því haldið að málfræðingurinn væri sam- dóma bréfritaranum. Ég ætla því að gera mína athuga- semd sem útvarpshlustandi. Gerður G. Bjarklind hefur aldrei hikstað fréttir í mín eyru og hvorki hikstað í útvarp né ræskt sig eða hóstað í fréttaframburði. Gerður les með réttum íslenzkum framburði Gerður er eina konan sem hefur lesið fréttir í útvarp til lengdar með réttum íslenzkum framburði. Ég vona að mér sé óhætt að segja að ég viti og heyri hvort islenzk tunga er borin rétt fram eða ekki. Áður en út- varp og sjónvarp komu til sögunnar bar flest íslenzkt alþýðufólk rétt fram sitt eigið móðurmál og vissi öll þess nákvæmu blæbrigði upp á hár. Málfar suður með sjó spilltist Það var talinn munur á íslendingi og útlendingi að útlendingnum skeik- S KARTGRIPJR við öll tœkifœri SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sfmi 21355. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Innlauanarverö 26. maí 1979. Seölabankana Kaupgangi m.v. 1 ára Yfir- pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 3.337.74 25/1 79 2.855.21 16.9% 1968 2. flokkur 3.138.22 25/2 79 2.700.42 16.2% 1969 1. flokkur 2.333.19 20/2 79 2.006.26 16.3% 1970 1. flokkur 2.142.27 15/9 78 1.509.83 41.9% 1970 2. flokkur 1.549.50 5/2 79 1.331.38 16.4% 1971 1. flokkur 1.452.64 15/9 78 1.032.28 40.1% 1972 1. flokkur 1.266.15 25/1 79 1.087.25 16.5% 1972 2. flokkur 1.083.61 15/9 78 770.03 40.1% 1973 1. flokkur A 821.48 15/9 78 586.70 40.0% 1973 2. flokkur 756.50 25/1 79 650.72 16.3% 1974 1. flokkur 524.49 1975 1. flokkur 425.45 1975 2. flokkur 324.69 1976 1. flokkur 308.53 1976 2. flokkur 250.58 1977 1. flokkur 232.71 1977 2. flokkur 194.95 1978 1. flokkur 158.85 1978 2. flokkur 125.40 VEÐSKULDABREF:1 Kaupgengi pr. kr. 100.- 78—79 69—70 63—64 1 ár Nafnvextir: 26% 2 ár Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% *) Míðað er við auöseljanlega fasteign Tökum ennfremur í umboössölu veðskulda- bréf til1—7 ára meö 42—26% nafnvöxtum. HLUTABRÉF Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Sölutilboð óskast Hampiðjan h.f. Sölutilboö óskast Eimskipaf. ísl. h.f. Sölutilboð óskast Flugleiöir h.f. Sölutilboð óskast Hafskip h.f. Kauptilboö óskast néaPCCTincmipéwc íiuumm hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16 aði oft um blæbrigðamismun, þótt hann jafnvel notaði rétt orð og raðaði þeim vel. Þennan blæbrigða- mun málsins tel ég mig þekkja. Fljótlega eftir að 'Keflavíkúrsjón- varpið ameríska kom til sögunnar tók málfar suður með sjó að spillast mjög. Eftir að ensk-íslenzka sjón- varpið tók við af því bandaríska spilltist málfar út um allt land þótt skárra væri en hermannasjónvarpið. Kalla sumir það ófrelsi að láta ekki útlent sjónvarp dynja í eyrum ung- barna og annarra hvers aldursskeiða. Það er heldur lágkúruleg frelsisást. Vanur ensk-íslenzk- um f ramburði Auðheyrt var að bréfritarinn ungi er vanur ensk-íslenzkum framburði þvi hann sagðist ekki þola íslenzkan framburð Gerðar, en þætti aftur á móti sjónvarpsþulur skemmtilegar. Þær flytja mál sitt að jafnaði á ensk- íslenzku þannig að standi menn svo langt frá að ekki heyrist orðaskil þá hljómar mál þeirra ekki eins og ís- lenzka heldur eins og verið sé að flytja enskar fréttir með miklum hraða. í nálægð eru orðin íslenzk en blæbrigði málsins röng víða. Hljóð- fallið minnir á ensku, málið er sveigt undir einhvern óeðlilegan söng- bylgjusón, rofið rangt og rangt skeytt saman til þess að láta frásögnina falla undir þetta einkennilega fréttaþula- lag. Þessi óeðlilegi söngbylgjusónn á ekkert skylt við réttan íslenzkan framburð. Þar á ofan tekst stúlkun- um að ná enskri mýkt á framburð sinn á vorri tungu. Þessi enska mýkt fer íslenzkri tungu illa og „þoli” ég hana áreiðanlega ekki betur en ungi pilturinn þolir íslenzka tungu rétt mælta svo sem Gerður G. Bjarklind mælir. Hinu get ég trúað að sjón- varpsþulur séu skemmtilegar og ágætar í sjálfu sér ef þær gætu lært að tala íslenzku rétt, jafnvel á svo erfiðum efnum sem þeim er falið að flytja. Endatónn snýr upp i ensk-ís- lenzku og setning lokast ekki. Það var kallað að lesa í belg og biðu. En góður flutningsmaður lætur það heyrast á málblæ hvort hann er að byrja eða enda setningu. Þulirnir mestu mál- kennarar okkar Þulir vorir ná til allra eyrna á landinu alla daga. Þeir verða því mestu málkennarar í framburði „Þulir vorir ná til allra eyrna á landinu alla daga. Þeir verða þvi mestu málkennar- ar I framburði tungu vorrar. Meiri en allir skólakennarar samtals,” segir bréfrit- ari. tungu vorrar. Meiri en allir skóla- kennarar samtals. Hér hvilir þvi mikil ábyrgð á þeim að vanda tungu- takið. Það væri betra ráð til þess að leiðrétta framburð vorn að fá Þor- stein Ö. Stephensen til þess að kenna þulum réttan og fagran framburð á fréttum, þar sem flestir hlusta á þær, heldur en að auka málfræðikennslu í skólum. Þvi nefni ég Þorstein sér- staklega að hann er einn af allra beztu leikurum okkar en hefur einnig sjálfur flutt útvarpsfréttir og gert það óaðfinnanlega. Glötun þjóðtungunnar Menningarniðurrif kemur aldrei frá börnum, aldrei frá unglingum og heldur ekki frá því fólki sem nóbels- skáld íslands kallar „lægstu púls- menn”. Þaðan kemur niðurrif þjóð- tungunnar ekki heldur. Glötun þjóð- tungu og annað menningarhrun kemur alltaf að ofan frá háskóla- borgunum, listamönnum, peninga- valdi og snobbskríl. Slorstöðin að Kletti — ekki hægt að búa við hana lengur 0752-7470, íbúi við Kleppsveg, skrifar: Þá er komið á daginn það sem við í námunda við slorstöðina að Kletti höfum lengi haft grun um, að fyrr- verandi borgarstjóri hefði ekki haft minnsta áhuga á að losa okkur við ófögnuðinn. Oft var kvartað og það ekki að ástæðulausu og fyrrverandi borgarstjóri lofaði umbótum og að láta vita hvað hægt væri að gera í málunum. En allt var svikið. Við heyrðum ekkert frá honum um málið. Ætti eitthvað að gera var engu líkara en að málið dagaði uppi hjá honum. Nú treystum við og trúum að nýi borgarstjórinn okkar, sem mjög margir hafa mikla trú á sem góðum og heiðarlegum manni, geri eitthvað i málunum. Það er hreint ekki hægt að búa við þetta öllu lengur. Fiskimjölsverksmiöjan að Kletti. Loðnubræðsla í fullum gangi. Framburdur Gerðar beztur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.