Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. AÐ SLATRA BÆNDUM Fyrir nokkrum árum réðst Flug- félag íslands i þaðstórvirki að kaupa nýja þotu til þess að bæta þjónustu sína og styrkja á annan hátt rekstur- inn. Þotur eru dýr tæki, og því var nauðsynlegt fyrir Flugfélagið að taka erlend lán til kaupanna. Hin erlendu lán fengust ekki nema með ríkis- ábyrgð, sem þáverandi stjórnvöld veittu fúslega. Ríkisábyrgð þýðir, að ríkið muni greiða afborganir, ef skuldarinn sjálfur hefur ekki bolmagn til að greiða. Á tímabili stóð svo illa á hjá Flug- félaginu, að ríkissjóður varð að hlaupa undir bagga og greiða fyrir það afborganir, en síðar endur- greiddi Flugfélagið ríkinu skuld sína. Ríkisábyrgðin þótti á þessum tíma sjálfsögð — alveg eins og mönnum finnst sjálfsagt að skrifa upp á víxla hjá kunningjunum. Sú ríkisstjórn, sem sat við völd þegar þetta gerðist, var samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sem kölluð hefur verið „Viðreisn”. Allir eru sammála um, að þarna hafi mikilvægum atvinnuvegi verið rétt hjálparhönd á erfiðum tímum, og víst er, að þessi ríkisábyrgð hefur haft heillavænlegar afleiðingar. Harður vetur — harðir kostir Síðasti vetur verður lengi í minnum hafður. Á stjórnmálasviðinu hafa átök sjaldan verið meiri eða meira áber- andi. Veðurfar hefur lika verið óvenjulegt. Frost hafa verið.langvar- andi, hafís við strendur landsins og óvenjulega kalt vor — jafnvel snjó- þungt vor. Bæði í stjórnmálunum og vegna hins harða árferðis hafa bændur verið i sviðsljósi. Þeir hafa sjálfir sýnt því skilning, að þeir þurfi að draga saman seglin, og eru ráðamenn vongóðir um árangur af samstarfi við bændastéttina í þeim efnum. Veðurfarið hefur hins vegar sett stórt strik í reikninginn. Fram á sið- ustu daga hefur verið frost um land allt, og það skilur örugglega enginn, sem ekki hefur reynt, hvílika erfið- Kjallarinn Leó E. Löve leika hið slæma tíðarfar hefur í för með sér fyrir bændur. Við getum reynt að gera okkur í hugarlund, hvernig bóndi með mörg hundruð fjár hefur þurft að leggja nótt við dag til að bjarga nýbornum lömbum frá því að krókna úr kulda, koma fénu i hús, gæta þess að lömbin troðist ekki undir í þrengslum fjár- húsanna, en þar að auki þarf bónd- inn að gefa öllu fénu inni — og ær með lömb þarf tvöfalda venjulega gjöf. A „Aö mati viöreisnarherranna er landbún- aðurinn annars flokks atvinnuvegur.” Annars flokks atvinnuvegur Landbúnaðurinn veitir nú um 7000 mönnum atvinnu, en auk þess byggist ullar- og skinnaiðnaður o.fl. á land- búnaðinum. Maður skyldi þvi ætla, að honum yrði veitt einhver aðstoð þegar illa árar — og þó sérstaklega þar sem bændur ætla að minnka framleiðslu sína, þeir munu nefnilega um leið lækka í tekjum. í sambandi við tekjulækkun sína báðu bændur um ríkisábyrgð fyrir lánum að fjárhæð kr. 3,5 milljarðar fyrir alla stéttina. Þeir báðu ekki um styrk frekar en Flugfélagið á sínum tíma, þeir báðu um að ríkið ábyrgðist lánið, „skrif- aði upp á” víxilinn. Margir hefðu talið það sjálfsagt, að ríkið gerði hinum stóra atvinnu- vegi þennan greiða — sams konar greiða og Flugfélaginu og fleirunt hefur verið gerður áður. En sú varð ekki raunin á, að niati „viðreisnar- herranna” er landbúnaðurinn nefni- lega annars flokks atvinnuvegur. Landflótti með gljáfægðum þotum Á Alþingi komu til skjalanna stjórnmálaflokkar þeir, sem veittu Flugfélaginu ríkisábyrgð á sínum tima, Sjálfstæðistlokkui og Alþýðu- flokkur. Þeir felldu tillógu um ríkis- ábyrgð til bænda. Yfir þessari afgreiðslu eru menn furðu lostnir. Úr herbúðum Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks virðist ekk- ert hljóma nenia ónot í garð bænda: „Bændahelvítin mega bara drepast úr þreytu eða kulda”. Sú staðreynd liggur nú fyrir, að rikisábyrgðin verður ekki heimiluð — kannski vegna þess að bændastéttin flytur ekki farþega með dýrmætan gjaldeyri til sólarlanda og á þvi ekk- ert gott skilið að mati íhalds og krata. Það er ógnvekjandi, að meirihluti alþingismanna skuli vera svo andsnú- inn bændastéttinr.i. Hvað gerist, ef þessir tveir flokkar fá að ráða ferð- inni i málefnum bænda, eins og þeir virðast ætla sér? Jú, bændur flosna upp — flytjast á mölina, en af því leiðir aukið at- vinnuleysi og landflótti. Það er kannski hugsun sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna, að gott sé að eiga góðar flugvélar, þegar bændur Iflytjast úr landi? Eitt munu þó þeir bændur gera, sem el'tir verða á landinu við næstu kosningar. Þeir rnunu launa slátrur- um íhalds og krata lambið gráa — oeir munu ekki aftur kjósa yfir sig slíka menn. Leó E. Löve lögfræðingur Atvinnumálin ÓSTÖDVANDIFJÁR- ÞÖRF RÍKISINS fslendingar greiða nú hæsta bensínverð í heimi, að því er fregnir herma. Verð á nýjum bifreiðum er einnig óheyrilega hátt vegng tolla og leyfisgjalda. Skv. útreikningum FÍB er nú aðeins um þriðjungi af tekjum hins opinbera af bifreiðum og elds- neyti á þær varið til vegamála. Vegna fámennis landsins og strjálbýlis væri eðlilegt, að allartekjur af umferðinni rynnu til vegamála og einnig vegna þess, að engar járnbrautir eru hér. Sums staðar erlendis er öllum tekjum af bifreiðum og meiru til varið til vegamála. Auk þess eru járnbrautir víðast hvar studdar með fé úr ríkis- sjóði, enda yfirleitt reknar með tapi. Þegar þessi samanburður er gerður, kemur í ljós, að íslendingar eru ann- ars flokks þjóð, að því er samgöngur á landi varðar. Hvers vegna þarf þetta að vera svona? Ástæðan er óstöðvandi fjárþörf ríkisins. Skattlagning bifreiðaeigenda er bara eitt dæmið. Flestir geta verið sammála um nauðsyn á töluverðri samneyzlu og skattlagningu vegna hennar, til dæmis á sviði heilbrigðis- og menntamála, félags- og sam- göngumála, svo og vegna yfirstjórnar landsins. Hins vegar er komið út í al- gjört óefni með skattlagningu á al- menningi og fyrirtækjum til þess að fjármagna fjárfestingarsjóði atvinnu- veganna, niðurgreiðslur á vissum landbúnaðarvörum, útflutnings- bætur, svo og vegna reksturs á óþörf- um eða of stórum ríkisstofnunum. Hér er um marga milljarðatugi að ræða. Niðurgreiðslur á Iandbúnaðar- afurðum og útflutningsbætur nema um 30 milljörðum á þessu ári. Hér ríkir orðið algjör úlfakreppa á fjár- magnsmarkaði, og ef fjármagna skal fyrirtæki, sem kostar nokkur hundr- uð milljónir, er tæpast í annað hús að venda en til hins opinbera. Málin eru komin i vítahring, sem erfitt getur reynzt að komast út úr. Sjálfvirkir fjárfestingalánasjóðir í sjávarútvegi og landbúnaði hafa leitt til stórkost- legra offjárfestinga miðað við tak- markað svigrúm, þ.e. afla annars vegar, svo og markað hins vegar. Verðbólgan hefur séð til þess, að fjárfestingar i öðrum greinum at- vinnulífsins hafa byggzt á öðru en arðsemioftátíðum. Hagsmuna- fulltrúar Heildarniðurstaðan er sú, að hag- vöxtur hefur verið lítill á íslandi og stöðnun rikir á þessu ári. Atvinnu- uppbygging í iðnaði hefur verið allt of lítil um langt árabil og vinnuafl hefur leitað i vaxandi mæli til hins opinbera. Þeir sem hafa leyft sér að setja fram gagnrýni á sjávarútveg alveg sérstaklega landbúnað, hafa verið ásakaðir um vanþekkingu, vondar hvatir eða jafnvel atvinnuróg. Umræður um þessi mál hafa ekki verið nægilega sanngjarnar né opnar. Á undanförnum tveimur árum eða svo hafa birst liklega meira en hundr- að greinar um landbúnaðarmál, og hef ég leitazt við að lesa allt það efni, sem ég hef komizt yfir. Með örfáum undantekningum hafa greinar bænda og fulltrúa þeirra verið fremur þröngur eiginhagsmunamálflutning- ur. Það er ákaflega sárt fyrir bændur að vera komnir út í þá ófæru, sem þeir eru nú í. Forystumenn þeirra verða áð temja sér önnur vinnubrögð í framtíðinni. Þeir, sem yrkja jörðina af sam- vizkusemi og dugnaði, telja sig vera að vinna mikilvægustu störf, sem til eru, og að gagnrýni hljóti þvi að byggjastá annarlegum hvötum. Þetta er að sjálfsögðu rétt meðan fram- leiðsla er hæfileg. Neytendur hafa í raun aldrei verið spurðir um það hvað þeir vilja, og þegar ákvarðanir eru teknar á Alþingi um útflutnings- bætur og niðurgreiðslur á landbún- aðarafurðum svo og framlag til fjár- festingalánasjóða landbúnaðarins, er i hópi þingmanna fjöldinn allur af hreinum hagsmunafulltrúum bænda, en hins vegar getur tæpast nokkur lagt mikið á sig með hagsmuni hins almenna neytanda og skattborgara fyrir augum. Helmingi ódýrari kjúklingar Það er á margan annan hátt, sem íslenzkir neytendur eru illa hlunn- farnir miðað við það, sem gerist í okkar nágrannalöndum. Hvernig stendur á þvi, að tollar eru t.d. 70% á innfluttu grænmeti og ýmsum garð- ávöxtum? Nú um miðjan maí var út- söluverð á gulrótum 628 kr. pr. kíló í Reykjavík, en innltaupsverð erlendis var ca 184 kr. Það er ekki nóg með það, að greiða þurfi háan flutnings- kostnað fyrir sumar af heilnæmustu matvörum, heldur eru þær einnig tollaðar eins og lúxusvörur. Hvernig stendur á því, að útsöluverð á kjúkl- ingum til steikingar var 2.120 kr. pr. kíló nú í maí en að meðaltali 481 kr. pr. kíló i New York á sama tíma, þ.e. 4—5 sinnum lægra? Nú er það svo, xjúklingafóður þarf ekki að vera mikið dýrara hér en í Bandaríkjun- um. Hér á landi á að vera unnt að framleiða kjúklinga og selja þá jafn- vel meira en helmingi ódýrari en gert er, ef þetta mál er tekið fyrir sem beint hagsmunamál neytenda. Jórlurdýrabændur segja, að fugl- inn lifi á innfluttu korni og ræktun hans sé þvíekki íslenzkur iandbúnað- ur. Nú er það svo, að enginn regin- munur getur verið á þvi að flytja inn korn til fuglaframleiðslu annars veg-i lar og olíu og byggingarefni o.fl. til dilkakjötsframleiðslu hins vegar en ekki hefur verið sýnt fram á það, að eitt kíló af fuglakjöti kosti meira í er- lendum aðföngum en eitt kíló af dilkakjöti. Þetta dæmi hefur oftast verið skoðað út frá sjónarhóli hefð- bundins landbúnaðar en ekki út frá sjónarmiði hins almenna neytanda. Það er ek ki aðeins á sviði matvöru, sem islenzkur iwytandi á i vök að verj- ast. Verðbólga eyðileggur að miklu leyti heilbrigt verðlagseftirlit af hálfu neytenda, en ekkert verðlagseftirlit getur komið í stað þess. Þannig geta þrifizt óheilbrigðir verzlunarhættir og jafnvel prettir, en heilbrigð verzl- un og þjónusta liggur stundum undir grun vegna svartra sauða. Neytenda- samtökin leitast við að aðstoða og upplýsa íslenzka neytendur um hags- munamál þeirra, ög þau reyna eftir megni að stuðla að heilbrigðum við- skiptaháttum. Það e>- full ástæða til að hvetja fólk til þess að fylgjast af megni með neytendamálum og stuðla þannig að heilbrigðu aðhaldi í öllum viðskiptum. Sjálfsafgreiðslubúð Landbúnaðarmál eru á vissan hátt dæmigerð fyrir vinnubrögð á Alþingi Islendinga. Það liggur við, að sams konar stéttaátök og gerast í þjóðfé- laginu eigi sér nú stað inni á Alþingi. Það getur tæpast farið fram hjá nokkrum nú, að í stærstu vanda- málum íslendinga er að finna sam- nefnara fyrir hinar ýmsu stéttir lands- ins, í þéttbýli og strjálbýli, á sjó og i landi. Þingmenn eiga að ganga á und- an öðrum í þessum efnum í stað þess að egna til aukinna stéttaátaka. Það er unnt að nefna mörg dæmi þess, að einstakir þingmenn hagi sér eins og i sjálfsafgreiðslubúð og flytji algjörar sérhagsmunatillögur þvert ofan í þjóðarhag. Vissulega þurfa þingmenn að meta hagsmuni ein- istakfa hópa, en í þessu sambandi vaknar spurningin, hver er í raun fulltrúi þeirra tuga þúsunda ung- menna, sem nú dvelja í skólum lands- ins og eru að búa sig undir starf? Hver ber ábyrgð á atvinnu og fram- tið þessa lólk-’’ Hvcrjir eru fulltrúar þeirraaivinnugreina em nauðsynlega verða að koma til sögunnar á næstu áratugum til þess að taka við því vinnuafli, sem bætist við á næstu iárum, og standa undir eðlilegum hae- Kjallarinn Jónas Bjarnason vexti? íslenzk atvinnumál standa nú á krossgötum og hafa reyndar verið um alllangt skeið. Fulltrúar hinna hefð- bundnu atvinnugreina hafa verið allt of skammsýnir og eigingjarnir 'íslendingar hafa margir trúað þ\í all fram til hins siðasta, að bætr negi iii fjárþörf eða atvinnuleysi meo þ\í ai' kaupa bara nýtt fiskiskip. Þessi tímii er bví miður löngu liðinn- Þjóðin hefur getað öðlazt góð lifs- kjör vegna óviðjafnanlegra auðlinda í sjó, og nú er að hefjast ntikil orra- hríð um það, hverjir eigi að hafa rétt til þess að ganga í auðlindina með þeim öflugu tækjum, sem fiskiskipin eru orðin. Ef botnfiskstofnar lands- ins ná því ástandi að geta gefið af sér svokallaðan jafnstöðuafla, er ljóst, að enginn valkostur í íslenzkum at- vinnumálum stenzt samanburð við fiskveiðar. Hverjir eiga þá að hafa þann rétt að fá að sækja sjó og flytja auðinn i land? Dansinn í kringum þennan gullkálf getur gert marga Ís- lendinga að óvinum, og er þá auð- lindasköttun betri valkostur til stjórnunar fiskveiða. Einn ágætur hagfræðingur sagði fyrir skemmstu, að það verði ekki unnt að reka neina atvinnuvegi af viti i þessu landi, fyrr en auðlindaskattur hafi verið settur á fiskveiðar. Það hefur og vakið at- hygli, að nú á síðustu mánuðum hafa nokkrir af helztu hagfræðingum landsins og stór hagsmunasamtök tekið afdráttarlaust undir hugmynd- ina um veiðileyfasölu. Þróunin í þessa veru er mjög ör um þessar mundir. Það verður að vona, að um- ræður um þessi mál verði sem hisp- urslausastar og sanngjarnastar og menn geti virt skoðanir hver annars án þess að gripa til hnútukasts. Það, sem í veði er, er ekki aðeins framtíð sjávarútvegs, heldur einnig atvinnu- mál þjóðarinnar í heild. Dr. Jónas Bjarnasnn, efnaverkfræðingur. £ „Þaö er unnt aö nefna mörg dæmi þess, að einstakir þingmenn hagi sér eins og í sjálfsafgreiðslubúð ...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.